Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝTT og öflugt bandalagþróunarlanda kom framí viðræðum ráðherra146 aðildarríkja Heims- viðskiptastofnunnarinnar (WTO) í Cancun í Mexíkó og fulltrúar bandalagsins voru allkampakátir þótt andstaða þess við tillögur auð- ugu ríkjanna hefði stuðlað að því að ráðstefnan fór út um þúfur. Utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Ernesto Derbez, sleit fimm daga samningaviðræðum ráðherranna á sunnudag og sagði að ógjörningur hefði verið að ná samkomulagi. „Ég tel ekki að við þurfum að vera með vífilengjur, viðræðurnar í Cancun fóru út um þúfur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Heimsvið- skiptastofnunina, heldur töpum við öll,“ sagði Pascal Lamy, aðalvið- skiptafulltrúi Evrópusambandsins. Hann kvaðst telja að aukið frelsi í milliríkjaverslun væri nauðsynlegt í baráttunni gegn fátækt í þróunar- löndunum. Óvissa um framhaldið Stjórnarerindrekar eiga nú að halda viðræðunum áfram í höfuð- stöðvum WTO í Genf og mjög litlar líkur eru taldar á að stofnunin nái því markmiði sínu að ljúka samn- ingaviðræðunum um aukið frelsi í milliríkjaverslun, ekki síst með landbúnaðarafurðir, fyrir lok næsta árs. Á ráðstefnunni í Cancun var fjallað um fjölmörg mál, svo sem til- lögur um að lækka landbúnaðar- styrki og tolla í auðugu löndunum. Ráðstefnan fór hins vegar út um þúfur vegna þess að ekki náðist samkomulag um að hefja samninga- viðræður um mál eins og reglur um erlendar fjárfestingar og sam- keppni. Evrópusambandið vildi að samið yrði um þessi mál, en nokkur þróunarlönd höfnuðu því. Nokkrir ráðherranna veltu því fyrir sér hvort utanríkisráðherra Mexíkó hefði slitið ráðstefnunni of fljótt. Patricia Hewitt, viðskipta- ráðherra Bretlands, kvaðst hafa talið að samkomulag væri mögu- legt. Derbez varði hins vegar ákvörðun sína og sagði að samstaða hefði ekki náðst. Supachai Panitchpakdi, aðal- framkvæmdastjóri Heimsvið- skiptastofnunarinnar, sagði að stjórnarerindrekar frá aðildarlönd- unum ættu að koma saman í Genf í desember og þá yrði tekin ákvörðun um framhaldið. Næsti ráðherra- fundurinn verður í Hong Kong en ekki hefur verið ákveðið hvænær hann verður haldinn. Stífni kennt um Á ráðstefnunni kom fram öflugt bandalag þróunarlanda, sem kallað hefur verið „20-plús-hópurinn“, en í því eru meðal annars Kína, Indland, Indónesía og Brasilía. Þessi ríki stóðu saman á ráðstefnunni þótt ágreiningur væri á meðal þeirra um ýmis mál og þau kröfðust mikilla til- slakana af hálfu auðugu ríkjanna, meðal annars að landbúnaðarstyrk- ir þeirra yrðu lækkaðir. „Okkur tókst ekki aðeins að halda einingunni, heldur vorum við alltaf mikilvægt afl í viðræðunum,“ sagði utanríkisráðherra Brasilíu, Celso Amorim. Rafidah Aziz, utanríkisviðskipta- ráðherra Malasíu, kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu auð- ugu ríkjanna – ekki það að ráðstefn- an skyldi fara út um þúfur. „Þetta er það sem gerist þegar þeir hlusta ekki og gefa engan gaum að því hvers vegna við getum ekki orðið við nokkrum af kröfum þróuðu iðn- ríkjanna,“ sagði hún. Ráðherrar auðugra ríkja sögðu að stífni nokkurra sendinefnda – bæði auðugra og fátækra landa – hefði orðið til þess að ráðstefnan fór út um þúfur. Robert Zoellick, við- skiptafulltrúi Bandaríkjanna, sagði að nokkur ríki hefðu strax í byrjun ráðstefnunnar sýnt að þau vildu ekki semja eða fallast á málamiðl- un. „Of margir eyddu of miklum tíma í að þenja sig og flytja harð- orðar ræður í stað þess að semja,“ sagði hann. Pierre Pettigrew, viðskiptaráð- herra Kanada, var á sama máli og sagði að á ráðstefnunni hefði komið upp togstreita milli ólíkra menning- arheima. „Mér fannst ég ekki vera á fundi hjá Heimsviðskiptastofnun- inni,“ bætti hann við. „Mér fannst ég vera á einhverju þjóðþingi þar sem menn höfðu meiri áhuga á orðagjálfri en málefnunum.“ Í viðræðunum um landbúnaðar- mál höfðu fulltrúar fátæku land- anna vonast til þess að auðugu ríkin féllust á að lækka styrki sem auð- velda bændum þeirra að keppa á heimsmarkaði. Nokkur ríki vildu einnig að tollar, sem mörg lönd leggja á innfluttar landbúnaðaraf- urðir, yrðu lækkaðir. Samkomulag um slíkt hefði leitt til mikilla breytinga á landbúnaði út um allan heim. Bændur í nokkrum löndum hefðu getað fengið nýja markaði fyrir afurðir sínar en án styrkja og hárra tolla myndu bænd- ur í öðrum löndum eiga erfitt með standast samkeppnina frá innflutn- ingnum. Neytendur hefðu fengið ávexti, grænmeti og kjöt á lægra verði frá fjarlægum löndum. „Miðaldastofnun“ Viðskiptaráðherra Ástralíu, Mark Vaile, sagði það mikið áfall fyrir Heimsviðskiptastofnunina og bændur að samkomulag skyldi ekki hafa náðst. Hann spáði því að það tæki langan tíma að jafna ágrein- inginn en bætti við að þótt stofn- unin hefði beðið hnekki væri samn- ingalotunni ekki lokið. Viðskiptaráðherra Suður-Afríku, Alec Erwin, sagði að lan fleiri ríki, sem tóku höndu á ráðstefnunni og mynduðu hópinn, hefðu einfaldleg kænni en áður í því að verj sína og hagsmuni. „Það er út í hött að halda því fra höfum aðeins þanið okkur með langar og harðarorðar ar yfirlýsingar,“ sagði ha alsmerki þessa nýja hóps hæfni hans. Ég tel að þe marks um breytingar til ba eðli samningaviðræðnanna Fulltrúar nokkurra ríkja hinn bóginn til umbót Heimsviðskiptastofnunarin aðalviðskiptafulltrúi Evr bandsins lýsti henni sem „ stofnun“. Alþjóðlega hjálparstofn fam sagði að aðildarríki W misst af tækifæri til að r þróunarlanda í milliríkjave fagnaði nýju bandalagi þeir ræðurnar um heimsviðski aldrei samar aftur,“ sagði ur Oxfam, Phil Bloome löndin ofmátu stöðu sína þess vegna af sér og vanm og einingu þróunarlanda vilja að heimsviðskiptin ve gjarnari.“ Strandaði á Singap málunum Fulltrúar auðugu ríkjan að á ráðstefnunni yrðu samningaviðræður um Singapúr-mál, sem varð frjálsræði á sviði fjárfest landamæri, stefnumótun keppnismálum, afnám v hindrana og opinber útboð ari ríki höfnuðu slíkum v og sögðust ekki vilja veita fjölþjóðafyrirtækjum enn gang að mörkuðum sínum. Fulltrúar fátæku landan ennfremur að gífurlegir la arstyrkir Bandaríkjanna ópusambandsins hefðu þess að bændur í þróunarl væru fastir í fátæktargi Starfsmenn hjálparstofnunar settu á sig grímur, sem líktust leið ir eyrun nálægt fundarstaðnum í Cancun. Þeir segja leiðtogana d Nýtt bandalag ríku löndunum b Segja má að nýtt bandalag þróunarlanda hafi farið tómhent heim þegar samningaviðræð- unum um aukið frelsi í milliríkjaverslun lauk en því fer þó fjarri að fulltrúar þess hafi verið óánægðir með að ráðstefnan í Cancun fór út um þúfur. ’ Ríku löndin omátu stöðu sína og vanmátu sty og einingu þróu arlandanna sem vilja að heimsvi skiptin verði sa gjarnari. ‘ MENNINGARLEG SJÁLFSEYÐINGARHVÖT? Samstaða virðist um það í borgar-stjórn Reykjavíkur milli Reykja-víkurlistans og Sjálfstæðisflokks- ins að heimila niðurrif Austurbæjarbíós við Snorrabraut og leyfa byggingu fjöl- býlishúss á lóð þess. Í borgarstjórn hef- ur eingöngu fulltrúi frjálslyndra og óháðra, Ólafur F. Magnússon, barizt gegn þessum hugmyndum. Málið hefur ekki lokið göngu sinni í borgarkerfinu og ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun. Hins vegar hlýtur ferill þess að vekja spurningar um það til hvers sé verið að leita umsagna ýmissa aðila innan borgarkerfisins um áformin um niðurrif Austurbæjarbíós og blokk- arbyggingu á lóðinni. Svo virðist nefni- lega sem stjórnmálamennirnir, sem ráða ferðinni, taki ekki nokkurt einasta mark á umsögnunum. Þannig er það skoðun Árbæjarsafns, sem hefur m.a. það hlutverk að varðveita merkar byggingar í Reykjavík, að Aust- urbæjarbíó sé áberandi hluti funkis- skipulags Norðurmýrarinnar og götu- myndar Snorrabrautar, sem sé einkar heildstæð á þessu svæði. Í umsögn safnsins er jafnframt rifjuð upp merki- leg saga hússins, þar sem áratugum saman voru haldnir tónleikar og flutt leikrit og jafnvel óperur, auk kvik- myndasýninga. Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur lagðist jafn- framt eindregið gegn niðurrifi hússins og sama er að segja um sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs borgarinn- ar. Engu að síður vill skipulags- og byggingarnefnd halda niðurrifi hússins til streitu og sama er að segja um borg- arráð. Bandalag íslenzkra listamanna, Arki- tektafélag Íslands og Húsafriðunar- nefnd hafa andmælt harðlega áformum um niðurrif Austurbæjarbíós. Í umsögn Arkitektafélagsins segir m.a. að það skjóti skökku við að mannvirkjum síðari tíma – Austurbæjarbíó er byggt 1945 – sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing og þau metin að verðleikum. Ýmsir fleiri velunnarar hússins hafa lagzt gegn niðurrifi þess, m.a. í greinum hér í blaðinu á undanförnum vikum og mánuðum. Jón Þórarinsson tónskáld rakti í grein 31. júlí sl. hinn merkilega þátt Austurbæjarbíós í tónlistarsögu Ís- lands. Í grein Jóns koma fram nöfn fjöl- margra heimsþekktra listamanna, sem Íslendingar fengu að kynnast á sviði Austurbæjarbíós, auk hins mikla fjölda íslenzkra tónlistarmanna, sem margir hverjir stigu þar sín fyrstu skref á lista- brautinni. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó- leikari og varaformaður menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar, ritaði grein í blaðið 6. september og benti á að Austurbæjarbíó byggi ekki aðeins yfir merkilegri menningarsögu, heldur væri það einnig einn af fáum eftirlifandi minnisvörðum um íslenzka funkisbygg- ingarstílinn og ómissandi hlekkur í borgarmynd Norðurmýrarinnar. Ómar Ragnarsson, fréttamaður og skemmtikraftur, skrifaði grein 3. sept- ember og spurði hvort það jaðraði ekki við „menningarlega sjálfseyðingarhvöt“ að rífa húsið. Það er full ástæða til að taka undir þá spurningu. Margir Reykvíkingar harma í dag skammsýnar ákvarðanir fortíðar- innar um að fórna miklum menningar- verðmætum með niðurrifi. Þar má nefna Amtmannshúsið við Þingholtsstræti og Fjalaköttinn við Aðalstræti, hús sem í dag væru ekki rifin, stæðu þau enn, held- ur gerð upp og þeim sómi sýndur. Fjala- kötturinn hefur oft verið nefndur til sög- unnar í umræðunum um Austurbæjarbíó og fram hefur komið að húsið var orðið afar hrörlegt þegar það var rifið og hefði þurft að kosta miklu til að koma því í upprunalegt horf. Austurbæjarbíó er hins vegar traust hús í góðu standi og að miklu leyti í upprunalegri mynd. Af hálfu borgaryfirvalda hefur komið fram að bygging fjölbýlishúss við Snorrabraut sé til þess fallin að „þétta byggðina“. Þeir, sem vilja þétta byggð- ina í miðborg Reykjavíkur hafa úr nóg- um auðum lóðum og vindbörðum malar- plönum að spila, áður en þeir hefjast handa við að rífa hús, sem er mikilvægur hluti af menningar- og byggingarsögu borgarinnar. Það er óskandi að borgaryfirvöld hugsi sinn gang, áður en þau taka ákvörðun sem komandi kynslóðir munu óska að þær gætu snúið við. ÍSLAND OG ÞRÓUNARAÐSTOÐ Vesturlönd virðast eiga auðvelt meðað virða að vettugi neyð fátækustu ríkja heims. Í Háskóla Íslands var í gær haldin ráðstefna um málefni þróunar- landa og þróunaraðstoð Íslands. Þar var kynnt skýrslan „Ísland og þróunarlönd- in“ eftir Hermann Örn Ingólfsson og Jónas H. Haralz. Höfundarnir leggja til að stefnt verði að því að ná meðaltali iðnríkjanna 2006. Það myndi þýða tvö- földun framlaga Íslands til þróunarað- stoðar úr 1,3 milljörðum króna í 2,6 milljarða á þremur árum, eða úr 0,16% af landsframleiðslu í 0,30%. Yrði það þó mun lægra hlutfall en hin Norðurlöndin leggja fram. Það er til skammar að framlag Íslands skuli vera svo lágt og rétt væri að hækka það hraðar og meira. Hagfræðingurinn Jeffrey D. Sachs kom fram á ráðstefnunni. Sachs gagn- rýndi í samtali við Morgunblaðið í gær ríku löndin fyrir að draga lappirnar í að fjarlægja markaðshindranir fyrir vörur úr þriðja heiminum. Hann bendir á að ástæðan sé að oft skorti pólitískt hug- rekki til að hætta að vernda landbúnað heima fyrir, en bætir við: „Munurinn er sá að í ríku löndunum er þetta spurning um pólitíska erfiðleika en í þeim fátæku er þetta í rauninni spurning upp á líf og dauða í ákveðnum skilningi.“ Sachs gagnrýnir einnig misskiptingu aðstoðar harkalega og beinir spjótum sínum að Bandaríkjaforseta: „Bush ætl- ar aðeins að leggja 200 milljónir Banda- ríkjadala [16 milljarða króna] til barátt- unnar gegn alnæmi og malaríu. Ég ber það gjarnan saman við 87 milljarðana [6.900 milljarða króna] sem hann vill fá aukalega til að berjast í Írak. Hann bið- ur um minna en einn fjögurhundraðasta af Íraksfénu til að setja í alþjóðasjóð í þágu baráttunnar gegn alnæmi og mal- aríu. Það er hræðileg, fáránleg og hættuleg misnotkun á fjármunum. Of mikið í stríð og nánast ekkert í frið.“ Það er óverjandi að sitja aðgerðar- laus í allsnægtum á meðan milljónir lepja dauðann úr skel. Íslendingar eru nú ein auðugasta þjóð heims. Vissulega getum við ekki bjargað heiminum, en við eigum að leggja fram okkar skerf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.