Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Um Evrópumeistaratitil fé-lagsliða hefur verið barist í 48 ár eða frá haustinu 1955. Þá hófu sextán lið frá fimmtán löndum út- sláttarkeppni, sem lauk með því að spænsku meistararnir Real Madrid unnu frönsku meistarana Reims, 4:3, í úrslitaleik í París hinn 13. júní 1956, að viðstöddum 38 þúsund áhorfendum. Hinn magnaði Al- fredo Di Stefano, einn snjallasti knattspyrnumaður sögunnar, var á meðal markaskorara spænska liðs- ins. Skoraði í fimm fyrstu úrslitaleikjunum Árið eftir mættu 124 þúsund áhorfendur á heimavöll Real Madr- id og horfðu á liðið sigra Fiorentina frá Ítalíu, 2:0. Spænska stórveldið var ósigrandi til að byrja með, vann keppnina fyrstu fimm árin og er sigursælasta liðið frá upphafi – hef- ur 9 sinnum orðið Evrópumeistari, síðast 2002. Alfredo Di Stefano skoraði í öllum fimm úrslitaleikj- unum frá 1956 til 1960, þar af þrennu í 7:3 sigri á Frankfurt frá Þýskalandi árið 1960 á Hampden Park í Glasgow. Þar gerði þó annar snillingur fleiri mörk því Ungverj- inn Ferenc Puskas sá um að skora hin fjögur mörkin fyrir Real Madr- id. Næst í röðinni kemur núverandi handhafi titilsins, AC Milan frá Ítalíu, sem hefur unnið 6 sinnum og síðan Liverpool frá Englandi, Ajax frá Hollandi og Bayern München frá Þýskalandi sem hafa unnið 4 sinnum hvert. Alls hefur 21 félag frá tíu þjóðum hlotið sæmdarheitið Evrópumeist- ari félagsliða og ríflega helmingur þeirra, ellefu talsins, eru með í Meistaradeild Evrópu í ár. Spænsk og ítölsk lið hafa sigrað 10 sinnum hvort og ensk lið 9 sinnum. Flest meistaraliðin koma frá Englandi, fjögur talsins. Breytt fyrirkomulag í vetur Fram til ársins 1992 hét keppnin Evrópukeppni meistaraliða og var jafnan leikin með hefðbundnu út- sláttarfyrirkomulagi, frá fyrstu umferð til úrslitaleiks. Meistara- deild Evrópu var stofnuð árið 1992. Þá var fleirum af bestu liðum sterkustu þjóðanna hleypt inn í keppnina og tekin upp riðlakeppni að undankeppni lokinni. Keppnis- fyrirkomulagið hefur síðan tekið nokkrum breytingum á þeim ellefu árum sem síðan eru liðin. Undan- farin ár hefur verið tvöföld riðla- keppni, fyrst með 32 liðum og síðan með 16 liðum, en nú hefur verið gerð sú breyting að eftir riðla- keppnina, sem hefst í kvöld og lýk- ur í desember, tekur við hefðbund- in útsláttarkeppni þeirra 16 liða sem þá standa eftir. Evrópumeistarar AC Milan hefja titilvörnina á heimavelli í kvöld gegn fjórföldum Evrópumeisturum Ajax frá Hollandi og víða um álf- una eru áhugaverðir leikir á dag- skrá í kvöld og annað kvöld. Þessi lið mætast í fyrstu umferðinni. Leikir í kvöld: E: Manch. Utd – Panathinaikos E: Rangers – Stuttgart F: Partizan Belgrad – Porto F: Real Madrid – Marseille G: Besiktas – Lazio G: Sparta Prag – Chelsea H: Club Brugge – Celta Vigo H: AC Milan – Ajax Leikir annað kvöld: A: Bayern München – Celtic A: Lyon – Anderlecht B: Arsenal – Inter Mílanó B: Dynamo Kiev – Lokom.Moskva C: AEK Aþena – Dep. La Coruna C: PSV Eindhoven – Mónakó D: Juventus – Galatasaray D: Real Sociedad – Olympiakos Einn Íslendingur, Eiður Smári Guðjohnsen, á möguleika á að spila í Meistaradeildinni í vetur en Chelsea sækir Sparta Prag heim til höfuðborgar Tékklands í kvöld. Eiður Smári á í harðri baráttu um sæti í hinu stjörnum prýdda liði Chelsea sem ætlar sér stóra hluti á þessum vettvangi. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum Ellefu Evrópumeist- arar með í baráttunni STÆRSTA og vinsælasta knatt- spyrnukeppni félagsliða sem haldin er ár hvert, Meistara- deild Evrópu, hefst í kvöld. Und- ankeppni hefur staðið yfir frá því í júlí þar sem meistaralið allra Evrópuþjóða, ásamt fleir- um af bestu liðum þeirra sterk- ustu, hafa barist um að komast inn í deildina sjálfa. Þar leika 32 lið í átta riðlum fram að 10. des- ember og þá kemur í ljós hvaða 16 lið halda áfram í útslátt- arkeppni alla leið að sjálfum úr- slitaleiknum sem háður verður á hinum glæsilega AufSchalke leikvangi í þýsku borginni Gels- enkirchen hinn 26. maí næsta vor. 1   6   7EF) G *  F ,   H 7  *  B I 9 6 )7 9 >   7  J&2 9) *2I*0  B ')6G  2   3 ' 1 - & F  ?9      J  &   1)- 7)K     - 7 J  J L 7    &' J   G   6    G *G * G   "$?$? $CD ,--.E,--7 N.9   9     !#O     0     ''     ) N6 0 +     '' K2>*O  ) N6  +  '' HALLDÓRA Björk Sigurðardóttir hefur verið ráðin þjálfari Íslandsmeist- araliðs KR í knattspyrnu kvenna. Hún tekur við af Vöndu Sigurgeirsdóttur sem hefur stýrt KR-liðinu til sigurs á Íslandsmótinu undanfarin tvö ár en ákvað að láta af störfum að þessu tímabili loknu. Halldóra Björk hefur þjálfað hjá KR um árabil, var lengi með yngri stúlknaflokka félagsins og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna 2001 og 2002. Hún þekkir því mjög vel til leikmannahópsins og aðstæðna hjá félaginu. Þetta verður hins vegar frumraun hennar sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Halldóra Björk Sigurðar- dóttir þjálfar KR-konur Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meist- araliða og síðan Meistaradeild Evrópu frá upphafi. Evrópukeppni meistaraliða 1956: Real Madrid - Reims............... 4:3 1957: Real Madrid - Fiorentina........ 2:0 1958: Real Madrid - AC Milan ......... 3:2 1959: Real Madrid - Reims............... 2:0 1960: Real Madrid - Frankfurt ........ 7:3 1961: Benfica - Barcelona ................. 3:2 1962: Benfica - Real Madrid............. 5:3 1963: AC Milan - Benfica .................. 2:1 1964: Inter Mílanó - Real Madrid .... 3:1 1965: Inter Mílanó - Benfica............. 1:0 1966: Real Madrid - Partizan ........... 2:1 1967: Celtic - Inter Mílanó................ 2:1 1968: Manch.Utd - Benfica ............... 4:1 1969: AC Milan - Ajax ....................... 4:1 1970: Feyenoord - Celtic................... 2:1 1971: Ajax - Panathinaikos ............... 2:0 1972: Ajax - Inter Mílanó.................. 2:0 1973: Ajax - Juventus........................ 1:0 1974: Bayern - Atletico Madrid........ 4:0  Gerðu áður jafntefli, 1:1. 1975: Bayern - Leeds ........................ 2:0 1976: Bayern - St. Etienne ............... 1:0 1977: Liverpool - M’gladbach........... 3:1 1978: Liverpool - Club Brugge......... 1:0 1979: Nottingham F. - Malmö.......... 1:0 1980: Nottingham F. - Hamburger . 1.0 1981: Liverpool - Real Madrid ......... 1:0 1982: Aston Villa - Bayern................ 1:0 1983: Hamburger - Juventus ........... 1:0 1984: Liverpool - Roma ............ 5:3 (1:1) 1985: Juventus - Liverpool ............... 1:0 1986: Steaua - Barcelona.......... 2:0 (0:0) 1987: Porto - Bayern ......................... 2:1 1988: PSV - Benfica .................. 6:5 (0:0) 1989: AC Milan - Steaua ................... 4:0 1990: AC Milan - Benfica .................. 1:0 1991: Rauða stjarnan - Marseille 5:3 (0:0) 1992: Barcelona - Sampdoria ........... 1:0 Meistaradeild Evrópu 1993: Marseille - AC Milan............... 1:0 1994: AC Milan - Barcelona.............. 4:0 1995: Ajax - AC Milan ....................... 1:0 1996: Juventus - Ajax ............... 5:3 (1:1) 1997: Dortmund - Juventus.............. 3:1 1998: Real Madrid - Juventus .......... 1:0 1999: Manch.Utd - Bayern ............... 2:1 2000: Real Madrid - Valencia ........... 3:0 2001: Bayern - Valencia............ 6:5 (1:1) 2002: Real Madrid - Leverkusen ..... 2:1 2003: AC Milan - Juventus....... 3:2 (0:0)  Tölur í svigum eru lokatölur eftir framlengingu, vítaspyrnukeppni réð úrslitum. Úrslita- leikir frá upphafi HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla Ásvellir: Haukar - Stjarnan.......................20 KA-heimilið: KA - Fram .......................19.15 Varmá: Afturelding - Þór Ak................19.15 Víkin: Víkingur - Grótta/KR ................19.15 KNATTSPYRNA Aukakeppni um sæti í efstu deild kvenna: Höfn: Sindri - Þór/KA/KS ....................17.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla Laugardalsh: Ármann/Þróttur - Valur19.30 Í KVÖLD KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild Leicester - Leeds ......................................4:0 Lilian Nalis 20., Paul Dickov 24.,83., James Scowcroft 90. Staðan: Arsenal 5 4 1 0 11:3 13 Man. Utd 5 4 0 1 9:2 12 Man. City 5 3 1 1 12:6 10 Chelsea 4 3 1 0 10:6 10 Portsmouth 5 2 3 0 8:3 9 Southampton 5 2 3 0 5:2 9 Liverpool 5 2 2 1 7:3 8 Birmingham 4 2 2 0 4:2 8 Fulham 4 2 1 1 9:7 7 Blackburn 5 1 2 2 12:11 5 Leicester 5 1 2 2 8:7 5 Charlton 5 1 2 2 6:7 5 Everton 5 1 2 2 8:10 5 Leeds 5 1 2 2 6:10 5 Bolton 5 1 2 2 4:10 5 Aston Villa 5 1 1 3 5:9 4 Tottenham 5 1 1 3 4:9 4 Newcastle 4 0 2 2 5:7 2 Middlesbro 5 0 1 4 4:12 1 Wolves 5 0 1 4 1:12 1 Noregur Brann - Lilleström ....................................1:3 Staðan: Rosenborg 20 15 4 1 50:15 49 Bodö/Glimt 20 10 5 5 29:20 35 Stabæk 20 8 7 5 31:26 31 Viking 20 7 9 4 38:26 30 Odd Grenland 20 9 3 8 36:32 30 Sogndal 20 8 6 6 33:32 30 Lilleström 20 7 7 6 24:25 28 Brann 20 6 7 7 35:35 25 Molde 20 7 3 10 24:31 24 Bryne 20 7 1 12 30:39 22 Tromsö 20 6 4 10 24:41 22 Vålerenga 20 4 9 7 20:23 21 Ålesund 20 4 6 10 22:35 18 Lyn 20 4 5 11 23:39 17 Svíþjóð Elfsborg - Landskrona .............................3:0 Helsingborg - Malmö................................0:0 Gautaborg - Enköping..............................3:0 Staða efstu liða: Djurgården 19 13 2 4 44:17 41 Malmö 21 11 6 4 43:18 39 Hammarby 20 11 5 4 36:26 38 Halmstad 21 11 3 7 35:25 36 Helsingborg 21 9 4 8 24:28 31 Örebro 21 8 6 7 25:27 30 Örgryte 21 9 3 9 29:35 30 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla ÍS - KR ...................................................77:90 ÍR - Fjölnir.........................................111:110 Reykjavíkurmót kvenna KR - ÍR.................................................. 53:45 ÍS - KR ...................................................53:41 Reykjanesmót karla Breiðablik - Haukar ............................. 71:90 Njarðvík - Grindavík.............................55:87 ÚRSLIT FRAKKINN Michel Platini og eiginkona hans, Christele, verða heiðursgestir í loka- hófi KSÍ sem haldið verður á Broadway laug- ardaginn 4. október. Platini er knattspyrnu- áhugamönnum að góðu kunnur er hann gerði garðinn frægan á árum áður með franska landsliðinu og AS Nancy-Lorraine, AS St-Etienne, Juventus. Platini var um tíma landsliðsþjálfari Frakka en hann er varaformaður franska knattspyrnusambandsins og situr í fram- kvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, ásamt Eggerti Magnússyni, for- manni KSÍ. Að auki er Platini í fram- kvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA. Michel Platini Michel Platini verður heiðurs- gestur KSÍFRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ hefur samþykkt tillögur Af-rekssjóðs varðandi úthlutun úr sjóðnum á síðari hluta ársins en alls er þar um rúmar sjö milljónir króna að ræða. Mest af því rennur til Frjálsíþróttasambandsins, Skíðasambandsins, Handknattleikssambandsins og Knattspyrnusambandsins. Þá samþykkti Afrekssjóður að hætt verði að greiða styrki vegna tveggja íþróttamanna þar sem þeir eru og hafa verið meiddir um nokkurn tíma. Eins var ákveðið að Rúnar Alexandersson fengi svokallaðan A-styrk í ljósi þess að hann hefur náð lág- marki til þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta sumri. Annar styrkjanna sem ákveðið var að hætt að greiða er til Júdósambandsins vegna Vernharðs Þorleifssonar sem er meiddur. Gerir Júdósambandið ekki ráð fyrir að Vernharð keppi á Ólympíuleikunum í Aþenu á næstu sumri. Þá var einnig samþykkt að Afrekssjóður hætti að styrkja FRÍ vegna Einars Karls Hjartarsonar Íslandsmethafa í hástökki en Ein- ar hefur verið meiddur mestan hluta ársins og lítið keppt og æft. Rúnar fær A-styrk og hætt að styðja Vernharð og Einar Karl Rúnar Alexanders- son undirbýr sig undir keppni á tvíslá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.