Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét HrönnViggósdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1965. Hún lést á heimili sínu, Viðarási 59, hinn 6. september síðastlið- inn. Móðir hennar var Kristrún Kristjáns- dóttir, f. 8. apríl 1947, d. 28. maí 2003. Faðir hennar er Viggó Emil Magnússon, f. 8. apríl 1946. Margrét var elst þriggja systra en þær eru: 1) Berglind Fríða, hárgreiðslu- meistari, f. 18.1. 1968, hún á þrjá syni: Viggó Emil, f. 23.7. 1988, Ingva Hrafn, f. 29.7. 1992, og Kristófer Daða, f. 21.11. 1998. 2) Sæunn Svanhvít, háskólanemi, f. 30.7. 1980, hún á eina dóttur, Sól- eyju Margréti, f. 6.6. 2002. starfaði Margrét sem sjúkraliði á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1984 og á vökudeild Landspítalans 1985. Margrét hóf nám við Versl- unarskóla Íslands til að undirbúa nám við Tölvuháskóla Verslunar- skóla Íslands en þaðan lauk hún námi og útskrifaðist sem kerfis- fræðingur 1990. Margrét starfaði sem kerfisfræðingur hjá hugbún- aðarfyrirtækinu TÍR uns hún flutt- ist til Danmerkur með Kristni unn- usta sínum og dóttur Sunnu Ósk en þar lagði hún stund á frekara nám í kerfisfræði við EDB-skólann í Óð- insvéum en starfaði einnig m.a. sem íslenskuleiðbeinandi fyrir börn Íslendinga í Óðinsvéum. Sum- arið 1993 fluttist Margrét Hrönn aftur til Íslands og starfaði sem kerfisfræðingur og hópstjóri hjá hugbúnaðardeild Tæknivals uns hún var lögð niður og stofnað fyr- irtæki um reksturinn, Ax hugbún- aðarhús. Árin 1999 til dánardæg- urs starfaði Margrét Hrönn þar sem ráðgjafi og verkefnastjóri. Útför Margrétar Hrannar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margrét Hrönn giftist 14. september 1996 eftirlifandi eig- inmanni sínum eftir 14 ára búskap, Kristni Á. Kristins- syni véltæknifræð- ingi og blikksmíða- meistara, f. 9. apríl 1966. Börn þeirra eru Sunna Ósk, f. 25.9. 1984, Nanna Mar- grét, f. 4.12. 1993, og Tinna Kristín Ind- íana, f. 16.2. 2000. Margrét Hrönn bjó sín fyrstu æviár í Hafnarfirði og fluttist síðar til Reykjavíkur. Hún lauk barna- og grunnskólaprófi frá Fellaskóla. Eftir grunnskóla hóf hún stúdents- nám í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og lauk því ásamt sjúkraliða- prófi vorið 1986. Samhliða námi Elsku mamma. Þú varst besta mamma í heimi og við eigum eftir að sakna þín mikið. Okkur þykir sárt að þú þurftir að fara frá okkur svona snemma en vonum að þú hafir það gott á nýja staðnum. Amma hefur greinilega þurft á þér að halda. Það er mikil huggun að vita að þú sért komin til hennar og að þér líði vel. Nú getið þið litið eftir okkur í samein- ingu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ástarkveðja. Sunna Ósk, Nanna Margrét og Tinna Kristín Indíana. Elsku Margrét mín. Það er sárt að vita að þú skulir vera farin frá okkur, elskulega stúlkan mín. Frá barnæsku þinni hefi ég fylgst með lífsgöngu þinni, sem stundum var nokkuð örð- ug, en alltaf varst þú sönn hetja í gegnum þín veikindi. Sem eitt sinn litin yndissjón í ástarhug fær geymst, sem indælt sönglag eitt sinn heyrt fær aldrei síðan gleymst. Svo varstu mér hið væna sprund, mín vera greip við þér, svo göfug, fögur, góð og blíð þú gleymist aldrei mér (Steingr. Thorst.) Ég votta dætrum þínum og eigin- manni innilega samúð og bið guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Svo kveð ég þig með kærri þökk fyrir allt og bið guð að geyma þig. Þín amma. Elsku vinkona/mágkona. Þegar ég sest niður til að hugsa eitthvað til að skrifa um þig þjóta ótal minningar um huga minn. Ég veit að þú ert farin frá okkur og það er skelfilegt og al- gerlega óskiljanlegt. Ung kona í blóma lífsins, eiginkona og þriggja barna móðir. Ég byrja á byrjuninni þegar Kiddi „litli“ bróðir kom með þig fyrst heim. Þið voruð bæði 16 ára og orðin kær- ustupar. Þetta fannst manni hálf- skrítið og enn skrítnara þegar þið átt- uð von á Sunnu Ósk, þá 17 ára. Ég man hvað mér fannst ég heppin þeg- ar þú varst að eiga Sunnu Ósk og ég var að vinna á næstu deild við fæðing- ardeildina. Ég gat því komið strax og hún var fædd og kysst ykkur til ham- ingju. Ég man hvað þið Kiddi voruð glöð með Sunnu Ósk og hvað þið vor- uð dugleg með hana þrátt fyrir ungan aldur. Ég man þegar við unnum saman á vökudeildinni og hvað þú varst góð við börnin – algjör ungamamma. Við byrjuðum saman í saumaklúbb sem var samansettur af skemmtilegum konum sem unnu saman á vökudeild- inni. Við erum búnar að vera 20 ár saman í saumó. Þrátt fyrir að þú vær- ir langyngst okkar náðum við alltaf jafnvel saman og alltaf var jafn gam- an að hittast. Þú sem ávallt komst með eitthvað til að gera í höndunum í saumó enda var öll handavinna í þín- um höndum leikur einn. Það var ósjaldan sem við hinar í saumó feng- um aðstoð frá þér. Alltaf varst þú til í allt og fyrsta manneskja til að vera með í einhverju skemmtilegu. Margt brölluðum við saman og eru ótal skemmtilegar minningar tengdar því. Ég man þegar þið fjölskyldan fór- uð til Danmerkur til að læra meira, hvað það var tómlegt án ykkar. Ég man svo þegar þið komuð heim aftur frá Danmörku, þú þá ófrísk að Nönnu Margréti og ég naut þeirra forrétt- inda að fá að vera með ykkur og taka á móti henni þegar hún fæddist. Gleðin sem var þá. Ég man líka eftir ótal heimsóknum til hvor annarrar þar sem við sátum og spjölluðum um alla heima og geima og nutum þess að vera til. Hvað það var gaman að spjalla sam- an, þú svo vel að þér, ákveðin, hress og skemmtileg. Ég man líka eftir gleði ykkar hjóna þegar þið réðust í að byggja í Viðarásnum, hvað allt var vandlega og fallega gert. Ég man líka að þú áttir von á barni þá og tilhlökk- unin var mikil hjá ykkur hjónunum. Aftur fékk ég að vera hjá ykkur og taka á móti Tinnu Kristínu Indíönu sem nú er bara þriggja ára. Ég man hvað þú varst ráðagóð og hvað við hjónin sóttum mikinn styrk til þín á krossgötum á lífsleiðinni. Þú varst svo fljót að greina og einfalda hlutina og svo góður félagi. Allt eru þetta frá- bærar stundir og minningar sem ég og fjölskyldan munum varðveita ásamt svo mörgum öðrum. Við sökn- um þín og samverustundanna okkar, styrkur þinn og útgeislun verður ætíð veganesti okkar. Magga fékk sinn skerf af veikind- um, hún var einungis rétt um tvítugt þegar hún greindist með krabbamein í skjaldkirtli og þurfti að fara í erfiða meðferð, sú meðferð gekk vel og náði Magga sér vel. Í júlí á síðasta ári greinist hún með krabbamein í heila. Allt síðastliðið ár var mjög erfitt fyrir hana en aldrei kvartaði hún. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Kiddi, Sunna Ósk, Nanna Margrét, Tinna Kristín Indíana og aðrir ástvinir Möggu, Guð blessi ykk- ur og styrki í þessari miklu sorg. Þessar setningar úr spámanninu finnst mér gott að lesa yfir aftur og aftur, kannski hjálpa þær ykkur líka: „Þeim mun dýpra sem sorgin gref- ur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Og þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín.“ Ástþóra, Magnús, Hrafnkell Freyr og Hjördís. Margt er það, og margt er það, sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Nú er hún Margrét Hrönn vinkona okkar farin í sína hinstu ferð. Eftir standa eiginmaður, dætur, faðir, systur og aðrir ástvinir. Erfitt er að finna orð þegar komið er að kveðjustundinni, elsku Magga. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og verða þér samferða um sinn. Betri vinkonu er varla hægt að hugsa sér. Þú varst traust og góð, sýndir stuðn- ing, gagnrýndir, gafst ráð. Þín er sárt saknað. Kynni okkar „stelpnanna í saumó“ hófust fyrir um 18 árum. Við unnum allar á vökudeild Barnaspítala Hringsins og með okkur tókst góð vinátta. Áttum við margar góðar stundir sem hafa veitt ljúfar minn- ingar og gefið lífinu lit. Magga var hörkudugleg, ósérhlífin og lagði mikinn metnað í allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var falleg kona og hafði einstaklega fallegt bros, það geislaði af henni. Hún hafði gott auga fyrir fegurð enda bar heim- ili þeirra Kidda og dætra einkenni um smekkvísi Möggu. Hún var mikil hannyrðakona og báru peysurnar sem hún prjónaði á sig og aðra fjöl- skyldumeðlimi því vitni. Fyrir rúmu ári greindist hún með illvígan sjúkdóm sem því miður var ekki hægt að lækna. Í veikindunum kom berlega í ljós hve góða hún á að. Við viljum nefna umhyggju Ástþóru vinkonu okkar, fyrir mágkonu sinni, bróður og dætrum þeirra, hún var einstök. Það var Möggu mjög dýr- mætt að deyja heima í faðmi manns- ins síns og dætra. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Guðrún V. Gísladóttir.) Elsku Kiddi, Sunna, Nanna Mar- grét og litla Tinna Kristín, missir ykkar er mikill, við biðjum góðan Guð að vera með ykkur og veita ykkur og öðrum aðstandendum styrk í sorg- inni. Elín, Hildur, Ingigerður og Svana. MARGRÉT HRÖNN VIGGÓSDÓTTIR B ókmenntahátíð er þá lokið. Og þvílík há- tíð! Oft hefur komið hingað vænn hópur erlendra höfunda en að þessu sinni má segja að mannvalið hafi verið frábært. Og maður er auðvitað alltaf jafn undrandi á því hvernig sé hægt að hóa öllu þessu fólki saman á þetta guðsvolaðasta sker úti í hafi. Skipuleggjendur segja að það verði æ auðveldara að stefna fólki hingað vegna þess að Ísland virðist vera í tísku, að minnsta kosti virðist það vekja áhuga. En hvað sem öllum ytri aðstæðum líður þá er ástæða til þess að þakka þeim sem stóðu að hátíð- inni, þó ekki væri nema fyrir metnaðinn sem þróun hennar ber vott um. Það setti þó ljótan blett á hátíð- ina að þessu sinni að að- eins þrjár konur voru í hópi 22 erlendra höfunda sem sóttu hana. Skýringin á þessu hraklega kynjahlutfalli virðist liggja í augum uppi: Í hátíð- arnefndinni sátu nefnilega ein- göngu karlmenn. Það eitt og sér er auðvitað furðuleg tilhögun en frammistaða nefndarinnar í þessum efnum lýsir hugs- unarleysi en vonandi ekki áhuga- leysi. Hluti skýringarinnar mun þó vera sú að nokkrir kvenhöf- undar hættu við þátttöku. Eigi að síður er þetta fremur slæleg útkoma sem skipuleggjendur láta væntanlega ekki endurtaka sig. Þarna bar hátíðina lægst en hana bar tvímælalaust hæst með komu tveggja ólíkra öndveg- ishöfunda, nóbelshafans frá Portúgal, Josés Saramagos, og japanska spútniksins Harukis Murakamis sem sumir þykjast hafa heyrt bendlaðan við nób- elinn sænska. José Saramago hélt magnaða inngangsræðu að hátíðinni þar sem hann varpaði meðal annars ljósi á stöðu skáldsögunnar nú um stundir, kallaði hana bók- menntarými – fremur en bók- menntagrein – sem opið væri fyrir öllum sviðum mannlegrar hugsunar „eins og hið mikla ólg- andi og hljómsterka haf“. Hann las úr verkum sínum og ræddi um þau í opnu spjalli og sýndi að þar fer ungur andi í gamalli sál, eins og hann orðaði það sjálfur. Saramago tókst allur á loft er hann tók að ræða pólitískt ástand samtímans. Hann sagði það vont. Hann er sannfærður kommúnisti og var að lýsa kapít- alískum heimi. Hann sagði það ekki sér að kenna að hann væri svartsýnn á heiminn heldur heiminum sjálfum. Hann sagði að það væri ekkert lýðræði í heiminum og um það fjallaði bókin sem hann væri að skrifa um þessar mundir og kæmi út í janúar undir heitinu Ritgerð um glöggskyggni. Ein bók hefur komið út í ís- lenskri þýðingu eftir Saramago. Blinda heitir hún en á frummál- inu heitir hún Ritgerð um blindu. Þýðingin kom út árið 2000 hjá Vöku-Helgafelli. Fyrir þremur árum. Engin bók eftir Saramago er væntanleg á næst- unni í íslenskri þýðingu. Rétt væri að spyrja útgefanda hans: Hvers vegna í ósköpunum ekki? Hvers vegna var Sagan af týndu eyjunni, sem Saramago las upp úr á hátíðinni, til dæmis ekki gefin út, en hún er til í íslenskri þýðingu? Þetta er stutt saga og hefur verið gefin út í litlum kilj- um á frummálinu og að minnsta kosti á ensku og ítölsku. Vonast verður til þess að útgefandinn rakni úr rotinu og sinni höfundi sínum betur ellegar sleppi af honum hendinni svo einhver ann- ar geti veitt okkur aðgang að þessum meistara á íslenskri tungu. Haruki Murakami virtist hafa mesta aðdráttarafl þeirra höf- unda sem sóttu hátíðina heim að þessu sinni. Og kannski eru vin- sældir hans hér á landi meiri en marga grunaði. Staðið var út úr dyrum er hann var í opnu spjalli í Norræna húsinu og einnig þar sem hann ræddi við gesti um verk sín og ýmislegt annað ná- tengt í hátíðarsal Háskóla Ís- lands. Miklum sögum hafði farið af fjölmiðlafælni Murakamis og tregðu hans til þess að taka þátt í dagskrám sem þessari. En ann- að kom á daginn. Murakami lék á als oddi og svaraði ólíklegustu spurningum af mikilli alúð. Hann lýsti vinnuaðferðum sínum. Sagði það ekki að ástæðulausu að hann vildi fá frið fyrir aðdáendum og fjölmiðlum. Honum veitti ekki af allri sinni einbeitingu til þess að kafa ofan í myrkrakompur sálar- innar þar sem hann fyndi efni- viðinn í sögur sínar. Ein af bók- um Murakamis kom út meðan á dvöl hans hér stóð, Spútnikástin. Meðal annarra höfunda á þessari hátíð sem vöktu sérstaka athygli voru kanadíski Booker- verðlaunahafinn Yann Martel, pakistanski Bretinn Hanif Kur- eishi, Svíinn Per Olov Enquist, Finninn þungbúni Arto Paasil- inna og Judith Hermann, hin nýja ímynd þýskra bókmennta, eins og hún var kölluð af gagn- rýnandanum ógurlega, Marcel Reich-Ranicki. Þrír erlendir glæpasagnahöf- undar sóttu hátíðina og voru hver öðrum áhugaverðari, þeir Boris Akúnín frá Rússlandi, José Carlos Somoza frá Spáni og Henning Mankell frá Svíþjóð, sem er þeirra þekktastur. Frá- bært innlegg í þessa bókmennta- grein sem er vaxandi hér á landi. Og í því felst einmitt ávinning- urinn af slíkum hátíðum. Auk þess að vera óborganleg skemmtun fyrir okkur lesendur veitir hún straumum inn í ís- lenskt bókmenntalíf, en glæsi- legur hópur íslenskra höfunda tók þátt í hátíðinni að vanda. Og nú er að bíða næstu hátíð- ar. Vonandi verður biðin ekki of löng. Upphaflega átti hátíðin að vera haldin á tveggja ára fresti. Þrjú ár liðu á milli þessarar há- tíðar og þeirrar síðustu. Fimm ár liðu á milli hennar og þeirrar þarsíðustu. Það er of langur tími. Við nennum ekki að bíða. Það væri gott að geta gengið að þeirri næstu vísri haustið 2005 og þaðan í frá á tveggja ára fresti. Eftir bók- menntahátíð Við nennum ekki að bíða. Það væri gott að geta gengið að næstu bókmenntahátíð vísri haustið 2005 og þaðan í frá á tveggja ára fresti. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is  Fleiri minningargreinar um Mar- gréti Hrönn Viggósdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.