Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 18
Það var suðræn stemmning í Neskaupstað þegar krakkar og fullorðnir flykktust að hringjandi ísbílnum í aftansólinni. Morgunblaðið/Kristín Blöndal ÞAÐ var óneitanlega stemmning þegar ísbíll ók um götur Neskaup- staðar um helgina, hringjandi bjöllum. Ungir sem aldnir flykkt- ust að bílnum enda ekki algengt að slíkir bílar aki um götur Neskaup- staðar, bjóðandi íspinna og klaka til sölu. Ísbíllinn er í kynningarferð um Austurland þessa dagana, en fyr- irhugað er að halda úti reglulegum íssöluferðum næsta sumar. Ísbíllinn klingir bjöllum Neskaupstaður AUSTURLAND 18 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir tilraunaboranir á Eskifirði vegna vinnsluholu fyrir heitt vatn. Rannsóknir hafa miðað að því að staðsetja legu jarðhitasprungu norð- an Eskifjarðarár, þannig að unnt sé að hitta í sprunguna þar á um eitt þúsund metra dýpi. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Fjarðabyggðar bendir allt til að svæðið norðan ár sé síst kaldara en sunnan við ána, þar sem fengust um 15 sekúndulítrar af 80 gráðu heitu vatni síðasta haust. Vonast er til að ný hola skili svipuðum árangri. Búist er við að vinna við plangerð og holutopp hefjist á næstu dögum, jafnhliða flutningi borsins Sleipnis til Eskifjarðar. Umsjón með jarðhitarannsóknun- um annast Ómar Bjarki Smárason hjá jarðfræðistofunni Stapa. Tilrauna- boranir á Eskifirði Eskifjörður HAUSTÞING Kennarasambands Austurlands var haldið á Djúpavogi dagana 11.-12. september. Kennarar úr öllum grunnskólum á Austurlandi fjölmenntu á þingið sem hófst með aðalfundi KSA. Þar kynnti Finnbogi Sigurðsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, niðurstöð- ur könnunar sem lögð var fyrir kennara í maí um núverandi kjara- samninga. Daginn eftir var þingið svo form- lega sett með kynningu á samstarfs- verkefnum kennara á Austurlandi. Þar var m.a. kynnt skólaþróunar- verkefnið „Lesið í skóginn með skól- anum“ sem Hallormsstaðaskóli tek- ur þátt í og er unnið í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Kennarahá- skóla Íslands. Fulltrúar frá Hall- ormsstaðaskóla sögðu einnig frá Comeníusar-verkefni sem kallast „The Tree“. Námsgagnastofnun hafði kynn- ingu á nýju lífsleikninámsefni um slys og slysavarnir og fulltrúi frá Heppuskóla á Hornafirði kynnti Olweusar-verkefni gegn einelti í skólum. Eftir hádegi fóru kennarar á fræðslufundi og námskeið og unnu í ýmsum faghópum. Árshátíð KSA var svo haldin á Hótel Framtíð og þar tóku kennarar forskot á stjörnu- leitina sem senn hefst á Stöð tvö og var greinilegt að í stéttinni leynast margar söngstjörnur. Gistimet var slegið á Hótel Framtíð en þar gistu 107 manns í 34 herbergjum. Þingið þótti takast í alla staði vel og fóru kennarar sáttir heim. Haustþing Kennara- sambandsins Djúpivogur SÝSLUMAÐURINN á Seyðisfirði hefur farið fram á 30 milljóna króna aukafjárveitingu til embættisins á næsta ári.Embættið er þegar komið sex milljónir fram úr fjárveitingu þessa árs vegna mjög aukinna anna löggæslumanna á svæðinu og þykir sýnt að álag á embættið aukist til muna, ekki síst vegna umsvifa í virkjun og stóriðju næstu árin. Láru Guðmundsson sýslumaður segir að beðið sé um aukafjárveit- inguna vegna ráðningar þriggja lög- regluþjóna til viðbótar við þá sem fyrir eru, þar af eins í stöðu yfirlög- regluþjóns. Einnig þurfi að festa kaup á nýjum lögreglubifreiðum. Sýslumað- urinn vill bæta við mannskap Seyðisfjörður LAGNING slitlags á Fljótsdalsheiðar- og Kárahnjúkaveg gengur vel. Fyrir helgina voru aðeins um 12 km eftir, 8,5 km á heiðinni og 3,5 km í fjallinu. Á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar kemur fram að búist er við að verkinu ljúki að mestu í mánuðinum. Byrjað var að leggja bundið slitlag á Fljóts- dalsheiðar- og Kárahnjúkaveg um miðjan júlí sl. og hefur verkið tafist nokkuð. Slitlag við Kárahnjúka Kárahnjúkavirkjun REKIÐ var í Melarétt í Fljótsdal á sunnudag. Fjöldi manns var í rétt- um og mikið af börnum, enda hafði Foreldrafélag leikskólans Tjarn- arlands á Egilsstöðum efnt til hóp- ferðar svo litlu krílin gætu upplifað réttarstemmninguna ósvikna. Rétt um það bil sem féð, eitthvað um þúsund talsins, rann niður að réttinni byrjaði að haugrigna og rauk upp þykk gufa af fénu þar sem það ólmaðist fram og til baka, svo reiðmenn og gangandi máttu hafa sig alla við að koma því í almenn- inginn. Hékk í uppstyttu meðan féð var dregið í sundur og mátti sjá margan fallegan hrútinn og vel lembda ána dregna í dilka. Haft var eftir heimamanni í Fljótsdal að áður fyrr á árunum hefði vanalega mátt sjá fimm til sjö þúsund fjár í Melarétt og fyrir svo sem tveimur mannsöldrum hefði réttin skartað allt að fimmtán þús- und fjár á réttardegi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ósvikin réttarstemmning í úrhellinu Fljótsdalur ♦ ♦ ♦ BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar skoðar nú hvernig verja megi rekstur frystihússins Dvergasteins á Seyðisfirði. Útgerðarfélag Akur- eyrar hyggst að óbreyttu hætta rekstri hússins og selja það eða leigja. Missa þannig um 45 manns vinnu ef ekki tekst að afstýra lok- un. Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðsson alþingismenn hafa nú farið fram á það við Valgerði Sverr- isdóttur, fyrsta þingmann Norð- austurkjördæmis, að hún boði þing- menn kjördæmisins til fundar um þann vanda sem skapast gæti af lokun Dvergasteins. Þeir segja áríðandi að þingmennirnir kynni sér málin hjá fulltrúum bæjar- stjórnar og forsvarsmönnum at- vinnumála Seyðisfjarðarkaupstaðar svo finna megi farsæla lausn. Þingmenn vilja fund um vandann Seyðisfjörður Lokun frystihússins Dvergasteins gæti haft alvarlegar afleiðingar VINKONURNAR Matthildur Ár- mannsdóttir og Katla Einarsdóttir héldu á dögunum tombólu við verslunarhús Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum. Þær ætla að styrkja SOS Barnaþorpin með peningunum sem söfnuðust, alls kr. 4.832. Vel hugsandi hnátur Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir ♦ ♦ ♦ HJÁ laxeldisfyrirtækinu Sæsilfri á Mjóafirði hafa menn barist við mar- glyttur síðustu dagana. Marglyttur eru nú áberandi í aust- firskum fjörðum og geta valdið skaða ef þær berast inn í eldiskvíar. Drapst í fyrra þó nokkuð af laxi hjá Sæsilfri vegna marglyttu. Guðmundur Valur Stefánsson framkvæmdastjóri Sæsilfurs segir ekkert af þeim fjögur þúsund tonn- um eldislax sem nú eru í kvíum Sæ- silfurs hafa drepist. Var enda gripið til þess ráðs að setja einskonar loft- bólugirðingar framan við kvíarnar, en loftbólurnar fara inn í marglytt- urnar og fleyta þeim upp á yfirborðið þar sem þær valda ekki vandræðum. Laxeldismenn berjast við marglyttur Mjóifjörður EKKERT lát er á stórflutningum inn að Kárahnjúkavirkjun. Þessir trukkar, í bensínstoppi á Egils- stöðum, báru hvor sína Búkolluna á baki sér. Var ferðinni heitið inn Fljótsdal og eftir tiltölulega beinni og breiðri malbiksbraut að virkj- unarsvæðinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Með Búkollur á baki Kárahnjúkavirkjun ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.