Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hvað segir fólkið? ÓVENJU mikill verðmunur er milli verslana á ávöxtum og grænmeti, samkvæmt niðurstöðum mánaðar- legrar verðkönnunar Samkeppnis- stofnunar. Segir stofnunin verðmun milli verslana hafa verið mikinn í könnuninni í ágúst og svo sé einnig nú. Samkeppnisstofnun hefur frá því í febrúar 2002 gert mánaðarlegar verðkannanir á grænmeti og ávöxtum til þess að fylgjast með verðþróun á þessum vörum. Lækkun á eplum, banönum og perum „Þegar meðalverð á ávöxtum er skoðað kemur í ljós að þróunin hefur verið sú að meðalverð á flestum al- gengum ávaxtategundum hefur lækkað verulega frá því í febrúar 2002. Eins og sjá má í línuriti hefur meðalverð á appelsínum, banönum, rauðum og grænum eplum og perum lækkað um meira en 20% á þessu tímabili,“ segir Samkeppnisstofnun. Fram kemur að meðalverð á mörg- um tegundum grænmetis hafi einnig lækkað, en erfiðara sé að átta sig á þróun grænmetisverðs vegna árstíða- bundinna sveiflna í verði. „Eins eru íslenskar og innfluttar grænmetisteg- undir á boðstólum í verslunum til skiptis,“ segir enn fremur. Verð á agúrkum lækkaði snarlega eftir niðurfellingu tolla í febrúar 2002, en hefur farið upp á við. Þó er það enn mun lægra en fyrir afnám tolla. „Verð á tómötum sýnir hins vegar verð- breytingar sem eru dæmigerðar fyrir vörur sem mikið framboð er af í nokkra mánuði á ári,“ segir í niður- stöðum könnunarinnar. Sjá línurit. Mest hækkun á melónum og selleríi Í töflu með niðurstöðum sem birt er á heimasíðu Samkeppnisstofnunar kemur fram að meðalverð á ananas hefur hækkað um 16% frá 11. ágúst til 10. september. Meðalverð á kíví hefur hækkað um 14% milli mánaða, á mel- ónum um 29%, um 17% á jarðarberj- um, 16% á papriku og 107% á selleríi. Meðalverð á appelsínum hefur hins vegar lækkað um 10% milli mánaða, á mandarínum og blómkáli um 15%, um 23% á gulrófum, 31% á íslenskum gul- rótum, 20% á hvítkáli, 10% á bökun- arkartöflum, 20% á gullauga og 23% á rauðum kartöflum. Þá hefur meðal- verð á kínakáli lækkað um 14% milli mánaða. Sjá nánar: www.samkeppni.is. 4 ( * 5$ 657 # 7 9     9+: $""$; ' )$""< <"" $ " $"" ! " !"" " " =  > 7 * 7 ? ? @ & 3 A B ? > 7 * 7 ? ? @ & +  $  ,  -   ,  *,,   .//. .//0 Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðalverð hefur lækkað um 20% á mörgum tegundum ávaxta. 4 ( * 5!! 6 &  6$ *6  7 9     9+: $""$; ' )$""< 8"" ,"" #"" "" C"" <"" $"" !"" " =  > 7 * 7 ? ? @ & 3 A B ? > 7 * 7 ? ? @ & 1 &  *!2  .//. .//0 Samkeppnisstofnun fylgist með verðþróun á ávöxtum og grænmeti í hverjum mánuði „Óvenju mikill verð- munur milli verslana“ BÍLLAUSI dagurinn í Evrópu verður haldinn hátíð- legur innan skamms, nánar tiltekið 22. september. Því er tilvalið að helga vistverndardálkinn sam- göngum í þessum mánuði. Nýjar rannsóknir á veg- um Umhverfis- og heilbrigðisstofu sýna svart á hvítu að þörf er á að taka höndum saman til að stemma stigu við mengun af völdum einka- bílaumferðar á höfuðborgarsvæðinu. Og að sjálf- sögðu eigum við að hugsa hnattrænt og minnka hana alls staðar á landinu. Í vor fjölluðum við um mjúkakstur og hreyf- ilhitara í dálkinum, en nú vindum við okkur að fækkun bílferða og betri nýtingu bílsins. Samgöngur Því meira sem þú veist um ferðavenjur þínar og möguleikana sem þú hefur í samgöngumálum, þeim mun léttara er að breyta þeim. Með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum leggur þú grunninn að langtímaverkefni sem hefur í för með sér mikinn um- hverfislegan ávinning en ekki síður fjárhagslegan sparnað og betri heilsu.  Haltu dagbók yfir allar ferðir fjölskyldunnar sem farnar eru á heili viku.  Útbúðu kort sem sýnir þær leiðir sem þið farið daglega; merk- ið inn á verslanir og þjónustustofnanir sem þið notið.  Bættu strætisvagnaleiðum og hjólreiðastígum inn á kortið. www.landvernd.is/vistvernd Vistvernd í verki – Ráð vikunnar HAUST- og vetrarlisti ClaMal er kominn út. Vörulína ClaMal er ætluð konum 25 ára og eldri sem vilja klassísk föt, að því er segir í fréttatilkynningu. Stærðirnar eru 38 til 46. Í listanum er líka herralína fyrir 25 ára og eldri í stærðum 38-46. Umboð fyrir ClaMal er í höndum Balco, sem er jafnframt með Freemans. NÝTT Haust- og vetr- arlína ClaMal BÚR vekur athygli á fleiri nýj- ungum á Náttúrulínunni. Annars vegar er um að ræða túnfisk í olíu og vatni með heilum bitum, ekki í mauki. Maísinn er stökkur og til- gangurinn sá að líkja sem mest eftir ferskum maís. Vörurnar fást í verslunum Kaupáss og víðar. Túnfiskur og maís FORVAL hefur einnig byrjað inn- flutning á varalita- pallettu frá Chanel í fjórum litbrigðum. Litirnir eru í rauð- um, brúnum og bleikum tónum og tilheyra haust- og vetrarlín- unni 2003-2004. Áferðin er sögð kremuð og flauelsmjúk til þess að auðvelda notkun. Litirnir eru bornir á með bursta sem fylgir umbúðunum og auðvelda mótun varanna. Varalitir með bursta NÝTT fyrirtæki, Yngis fólk, hefur byrjað innflutning á barnafatnaði. Um er að ræða tvö merki, Kiekeboe og Week-end a la mer. Fyrra merkið er hollenskt og með föt í stærðunum 50-152. Hið síð- ara er ætlað börnum sex ára og yngri. Eigendur eru hjónin Sig- urður Örn Reynisson og Signý Guðbjartsdóttir og er verslunin við Hrísrima í Grafarvogi. Einnig selur verslunin Sparta á Sauð- árkróki vörur frá fyrirtækinu. Ný merki í barnafatnaði HEILSUHORNIÐ á Akureyri hefur byrjað innflutning á lúsa- bananum Robi Comb, kambi sem drepur lýs með rafstraumi. Í til- kynningu segir að tennur kambs- ins séu einangraðara með keramiki svo notandinn finni ekki fyrir rafstrauminum. Lúsakambur með rafstraumi FORVAL vekur athygli á nýrri förðunarlínu frá Chanel fyrir haust og vetur 2003-2004. Um er að ræða augnskugga í gallabuxna- litum. Litirnir eru ljóshiminblár, „navy“-blár, lavender-blár og blá- svartur í einni dós, með áferð sem minnir á „denim“. Einnig eru gullsaumar og merki Chanel á yf- irborðinu. Augskuggasettið er í takmörkuðu upplagi og er komið á markað í Hygeu, Clöru og Snyrtivöruversluninni í Glæsibæ. Augnskuggar í gallabuxnalit KARTÖFLUUPPSKERAN er í full- um gangi um þessar mundir og eiga neytendur að geta gengið að nýjum íslenskum kartöflum áfram næstu vikurnar, segja talsmenn garðyrkju- bænda. Kartöflu- og mangósalat 1 kg nýjar rauðar kartöflur 1 stk. rauðlaukur, fínt saxaður 1 stk. mangó vel þroskað, skorið í bita 100 ml ólífuolía 30 ml ristuð sesamolía Handfylli af saxaðri myntu Handfylli af saxaðri steinselju Salt og pipar Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni. Sigtið og látið kólna Skerið kartöfl- urnar niður í hæfilega bita. Bætið í steinseljunni, myntunni, mangó og lauknum og einnig ólífu- og sesam- olíunni. Kryddið til með salti og pipar. Kartöflustappa með rósmarín og hvítlauk 1 kg kartöflur, skrældar 300 ml rjómi 8 stk. hvítlauksrif 3 stk. rósmarínstilkar Salt og pipar Kartöflurnar soðnar í söltu vatni. Rjómi og hvítlaukur eru sett yfir til suðu. Soðið rólega í fímm mínútur, þá er rósmarín sett í. Slökkt undir pott- inum, lokið sett á og leyft að standa þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Þegar kartöflurnar eru soðnar eru þær pressaðar með kartöflupressu ásamt hvítlauknum. Síðan eru þær settar í pott, rjóminn er hrærður í með sleif og smakkað til með salti og pipar. Rétt er að vara við því að nota matvinnsluvélar við kartöflumús. Slíkar vélar henta ekki því þær gera stöppuna límkennda. Enn verið að taka upp íslenskar kartöflur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.