Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 41 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM  EIÐUR Smári Guðjohnsen var einn þeirra 21 leikmanna sem fóru með Chelsea til Prag í gær en í kvöld mætir Chelsea liði Spörtu í Meist- aradeild Evrópu. Engin meiðsl eru í herbúðum Chelsea og því vandasamt fyrir Claudio Ranieri að velja þá 11 leikmenn sem hefja leikinn gegn Spörtu sem unnið hefur tékkneska meistaratitilinn í átta skipti á síðustu 10 árum.  ROY Keane fyrirliði Manchester United verður fjarri góðu gamni með United í kvöld þegar liðið mætir Panathinaikos í 1. umferð Meistara- deildar Evrópu. Keane meiddist á ökkla í leiknum við Charlton á laug- ardaginn og er ekki orðinn leikfær. Paul Scholes og Kleberson missa sömuleiðis af leiknum en þeir eru báðir á sjúkralista, Scholes nýkom- inn úr aðgerð vegna kviðslits og Brasilíumaðurinn er laskaður á öxl.  GYLFI Einarsson skoraði fyrsta markið í 3:1 sigurleik norska liðsins Lilleström gegn Brann í dag en leik- urinn fór fram á heimavelli Brann í Björgvin. Gylfi er eini íslenski leik- maðurinn í liði Lilleström þessa stundina. Davíð Viðarsson er meidd- ur en þeir Indriði Sigurðsson og Ríkharður Daðason eru horfnir á braut.  HJÁLMAR Jónsson var í vörn IFK Gautaborg sem vann Enköping í sænsku úrvalsdeildinni í gær, 3:0. Auðun Helgason lék með Lands- krona sem tapaði í gær, 3:0, á útivelli gegn Elfsborg í Borås.  VIJAY Singh frá Fiji lék samtals á sex höggum undir pari á John Deere- golfmótinu sem lauk í Banda- ríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Singh var fjórum höggum betri en Chris Riley sem varð annar. FÓLK GUÐJÓN Skúlason og Falur Harðarson hafa verið ráðnir þjálfarar Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Þess- ir tveir af reyndustu og bestu körfuknattleiksmönnum landsins undanfarin ár, sem spilað hafa með Keflvíkingum í áraraðir, leysa Sigurð Ingimundarson af hólmi. Eins og Morgunblaðið greindi frá um helgina ákvað Sig- urður að hætta þjálfun liðsins vegna anna í starfi en hann hefur stýrt Keflavíkurliðinu með afar góðum árangri undanfarin sjö ár. Samhliða þjálfuninni mun Falur leika með liðinu en Guðjón ákvað í vor að binda endi á glæsilegan feril og einbeitir sér því alfarið að þjálfuninni. „Þetta verður spennandi en jafnframt krefjandi verkefni. Það var erfitt að skorast undan þessu þegar leitað var til mín enda stefndi maður að því að prófa þetta eftir að ferlinum lyki. Ég held að ekkert starf sé meira spennandi á þessum vettvangi en að þjálfa Keflavík og ég lít mjög björtum augum á komandi tíma- bil,“ sagði Guðjón við Morgun- blaðið. Guðjón var í sumar ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en hann mun láta af þeim störfum og hefur Hjörtur Harðarson verið ráðinn í hans stað. „Við Falur gerum okkur vel grein fyrir því að það er ekki auðvelt að halda mönnum við efn- ið ár eftir ár en við erum metn- aðarfullir og að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna þá titla sem í boði eru. Við höfum mikla reynslu sem leikmenn sem vonandi nýtist okkur í þjálf- uninni. Auðvitað koma alltaf ein- hverjir nýir hlutir með nýjum mönnum en ég kem samt örugg- lega til með að þiggja einhver ráð hjá Sigga enda erum við mjög góðir vinir og hittumst reglu- lega,“ sagði Guðjón. Keflvíkingar hafa misst þrjá leikmenn úr sínum röðum frá síð- ustu leiktíð, Guðjón, Damon John- son og Edmund Saunders en á móti hefur Suðurnesjaliðið fengið Bandaríkjamanninn Nick Brad- ford og Hjört Harðarson en hann tók sér frí frá síðustu áramótum. Þá er að sögn Guðjóns unnið að því að fá annan erlendan leik- mann til liðsins en Keflvíkingar taka sem kunnugt er þátt í Evr- ópukeppninni. Guðjón og Falur þjálfa meistara Keflavíkur Reuters Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, með Evrópubikarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.