Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 43
MYND þessi er byggð á verki
eftir einn af þekktari mynda-
söguhöfundum samtímans, hinn
dulspekisinnaða Alan Moore, og
hentar að mörgu leyti betur fyrir
aðlögun að hvíta tjaldinu en
eldra verk sama höfundar, Úr
víti (From Hell), sem kvik-
myndað var fyrir um tveimur ár-
um með Johnny Depp í aðal-
hlutverki. Kemur þar til sú
staðreynd að í sinni upprunalegu
mynd er Snillingabandalagið til-
tölulega óflókið verk sem gengur
út á sjónarspil og hugmynda-
auðgi frekar en frásögn eða per-
sónusköpun. Ekki er þar með
sagt að verkið sé laust við áhuga-
verða undirtóna eða að viðfangs-
efnið sé einfeldningslegt, þvert á
móti, sagan einkennist af hug-
vitssamlegri úrvinnslu á ýmsum
málefnum en það er hins vegar
gert á látlausan máta og án út-
úrdúra. Snillingabandalagið er
þó mun lakari aðlögun en Úr víti.
Sköpunarþróttur Hughes-
bræðra, leikstjóra eldri myndar-
innar, er hér víðs fjarri, en þeim
tókst hið ómögulega með því að
draga hið mikla verk Moores
saman í tveggja klukkustunda
rými. Í Snillingabandalaginu er
frumverkinu hins vegar fylgt að
mestu áreynslulaust og án skap-
andi viðbótar og er því heppilegt
að teiknimyndasagan er talsvert
kvikmyndaleg til að byrja með:
Grípandi hugmynd liggur sög-
unni til grundvallar, endalaust
veraldarflakk í framvindunni,
stór skammtur af ofurhetjum
byggja umhverfið, illmennið er
augljóslega verulega vont og
hasarinn er samfelldur. Það er
líkt og Moore hafi verið að
hugsa um Hollywood þegar
hann skrifaði upphaflegu sög-
una.
Hér koma saman nokkrar
helstu hetjur nítjándu aldar
bókmennta: landkönnuðurinn
Allan Quartermain, Ósýnilegi
maðurinn, Jekyll læknir og hr.
Hyde, Dorian Gray hinn ófeigi,
Nemo skipstjóri, Tumi Sawyer
og blóðsöguleg aukapersóna úr
bók Brams Stokers, svo þær
helstu séu nefndar. Þessu liði fá-
gætra úrvalsmanna- og kvenna
er safnað saman um aldamótin
þarsíðustu gegn ókind nokkurri
sem ásett hefur sér að gangsetja
fyrstu heimsstyrjöldina. Strax
þarna er að merkja eitt af því
sem gerir myndina áhugaverða
(líkt og myndasöguna þar á und-
an) og er kannski best lýst sem
andrúmslofti ósigurs sem ein-
kennir frásögnina. Heimsstyrj-
öldinni verður kannski afstýrt
um sinn ef ráðabrugg illmenn-
isins fer út um þúfur, eins og
líklegt má telja miðað við ofur-
hetjuhópinn sem stefnt er gegn
honum, en áhorfendur vita að
þar er aðeins á ferðinni tíma-
bundin lausn. Jafnvel ofurhetjur
standa ráðþrota gagnvart nútím-
anum – gegn framrás tímans,
tækniframförum, breyttri
heimsmynd og þeim umskiptum
sem fylgja í samfélagsgerðinni.
Sömuleiðis er áhersla myndar-
innar á myrkar hliðar tækni-
framfara og vísindahyggju, mót-
sögnunum sem fylgja upp-
lýsingunni, áhugaverð. Verkefni
bandalagsins er í raun að koma í
veg fyrir að tuttugusta öldin
gangi í garð en andspænis öld
öfganna eru jafnvel fræknustu
hetjur nítjándu aldar bókmennta
vanmáttugar. Því eru hetju-
brögðin sem eru til sýnis blönd-
uð ákveðnum forgengileika og
tilgangsleysi og að þessu leyti
sker Snillingabandalagið sig að
nokkru leyti úr hópi svipaðra
sumarmynda. Vöðvar eru ekki
hnyklaðir og fasteignir eyðilagð-
ar í fagurgerðum óði til einskis
heldur skapast tilfinning fyrir
sögulegum þunga og alvöru að
baki atburðunum, hversu hasar-
legir sem þeir annars eru.
Annar kostur myndarinnar er
að hún er hugsuð á stórum skala,
ákveðinn kraftur einkennir svið-
setningu hasaratriða og hönnuðir
af ýmsu tagi hafa fengið frelsi til
að bretta upp ermarnar og taka
til hendinni. Staðreyndin er að
sífellt erfiðara verður að gæða
hasarformúluna lífi, vöðvahetjur
og tölvutækni hafa þanið ýmsa
fleti tegundarinnar að ystu
mörkum og þar af leiðandi verða
þeir skapandi möguleikar sem
búa í eltingarleikjum, vondum
dópsölum og öðrum staðalverk-
færum sífellt vandfundnari.
Snillingabandalagið mætir ekki
þessum erfiðleikum með því að
eyðileggja fleiri bíla, hlaða upp
fleiri líkum, kveikja í stærri hús-
um eða gera peningaránið enn
útsjónarsamara. Ímyndunaraflið
er notað í raun og veru og það er
því miður ekkert allt of algengt.
Illmennið er nútíminn og loka-
hasaratriðið er bílakappakstur,
áður en bílar voru í raun tilbúnir,
í Feneyjum aldamótanna (sem
þýðir að göturnar er þröngar og
ekki fyrir bifreiðir) meðan borg-
in hrynur til grunna. Krafturinn
sem skín út úr þessu atriði er
dæmi um undantekningu frekar
en reglu í hasarmyndum sumars-
ins og tilþrif á borð við þessi
gera að verkum að Snillinga-
bandalagið stendur upp úr sum-
aruppskerunni í hasar.
Bandalag gegn nútímanum
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Smárabíó, Laug-
arásbíó og Borgarbíó Akureyri
Leikstjórn: Stephen Norrington. Hand-
rit: James Dale Robinson. Aðal-
hlutverk: Sean Connery, Naseeruddin
Shah, Peta Wilson, Tony Curran, Stuart
Townsend o.fl. Lengd: 98 mín. Banda-
ríkin. 20th Century Fox, 2003.
The League of Extraordinary Gentlemen
/ Snillingabandalagið Heiða Jóhannsdóttir
JAPÖNSK bardagamynd og bandarískt
drama um vændi unnu aðalverðlaunin á
tveimur af helstu kvikmyndahátíðum ársins
sem lauk á sunnudagskvöldið, í Toronto í
Kanada og Deauville í Frakklandi. Áhorf-
endaverðlaunin í Toronto féllu í skaut jap-
anska kvikmyndagerðarmannsins „Beat“
Takeshi Kitano fyrir mynd hans Zatôichi en í
henni leikur hann sjálfur blindan meistara
sverðsins. Á Deauville-hátíðinni, sem helguð
er bandarískum kvikmyndum, valdi dóm-
nefnd leidd af Roman Polanski myndina
What Alice Found sem er önnur mynd A.
Dean Bell en hún hlaut sérstök dómnefnd-
arverðlaun á Sundance-hátíðinni síðustu.
Deauville-hátíðin hefur verið haldin banda-
rískri kvikmyndagerð til heiðurs í 29 ár á
meðan Toronto-hátíðin er tvímælalaust ein af
virtustu kvikmyndahátíðum heims og sú um-
talaðasta sem haldin er í Norður-Ameríku.
Japanska myndin var valin af áhorfendum
úr hópi hinna 330 mynda sem sýndar voru á
hátíðinni. Myndin byggist á vinsælli sjón-
varpsþáttapersónu í Japan en leikstjóri henn-
ar, höfundur og aðalleikarinn Kitano er einn
allra vinsælasti kvikmyndagerðarmaður Asíu
og á að baki myndir á borð við Kikujiro,
Brothers og Hana-bi og lék m.a. í Battle
Royale-myndunum og Kitano fékk á dög-
unum leikstjóraverðlaunin á Feneyjarhátíð-
inni. Meðal kunnra mynda sem unnið hafa
sömu verðlaun í Toronto eru Amélie, Crouch-
ing Tiger, Hidden Dragon og American
Beauty, sem gefur til kynna að myndin er
strax komin í umræðuna um bestu erlendu
myndina á næstu óskarsverðlaunahátíð.
Innrás barbaranna eða Les Invasions
barbares - le déclin continue, framhald mynd-
arinnar Hnignun ameríska heimsveldisins
(Le Déclin de l’empire américain) var valin
besta kanadíska myndin á hátíðinni. Þetta
margrómaða fjölskyldudrama eftir Denys
Arcand vann einnig verðlaun fyrir besta
handrit á Cannes-hátíðinni.
Tvær íslenskar myndir voru sýndar á
Toronto-hátíðinni, Nói albínói og Stormviðri,
en auk þess var þar frumsýnd ný mynd eftir
Vestur-Íslendinginn Guy Maddin sem heitir
The Saddest Music in The World.
Japanskur sigur í Toronto
AP
Guy Maddin ásamt aðalleikkonu nýjustu
myndar sinnar, Isabellu Rosselini.
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6 og 8. Ísl. tal.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn-
aða meistaraverk 28 Days Later.
Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli.
SV MBL
ZOMBIE- SKONROKK
FM 90.9
HK DV
Kvikmyndir.com
Einn sá allra
besti hryllingur
sem sést hefur í
bíó síðustu
misserin."
Þ.Þ. FBL.
Ein besta
mynd ársins
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Geggjaðar tæknibrellur
og læti.
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 6 og 10.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6. Með ísl. tali Tilb. 400 kr.
KVIKMYNDIR.IS
Skemmtilegast
a spennumynd
ársins er
komin..
J I M C A R R E Y
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 áraSýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 10 ára
Sýnd kl. 6. Með ísl. tali.
ROGER EBERT
L.A. TIMES
BRUCE
ALMIGHTY
Geggjaðar
tæknibrellur
og læti.
Missið ekki af
þessari!
BBCI