Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svava Lúthers-dóttir fæddist á Valshamri í Skógar- strandarhreppi á Snæfellsnesi hinn 27. júlí 1915. Hún lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 6. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lúther Jónsson bóndi á Bergholti í Staðar- sveit, f. 22. septem- ber árið 1892 á Valshamri, d. 28. apríl árið 1974, og Kristín Theo- dóra Pétursdóttir, f. 21. mars árið 1890 á Hararstöðum í Hörðudalshreppi í Dalasýslu, d. 18. febrúar árið 1984. Systkini Svövu voru Jón, f. 1914, Guð- rún, f. 1916, Kristín Ásthildur, f. 1917, d. 2000, Fjóla, f. 1921, d. 1998, Petrea, f. 1925, Óli, f. 1931, og Pétur, f. 1936. Svava giftist Ágústi Bjarnasyni, f. 11. ágúst 1904 í Hraunsmúla, d. 14. mars 1974, bónda í Traðarbúð og Hraunsmúla í Stað- arsveit. Börn þeirra eru Hermann Sæ- berg, f. 28. mars 1935, Elínbjörg Jóna, f. 17. apríl 1936, Bjarni Jón Ólafur, f. 6. mars 1940, og Kristín Theodóra, f. 21. apríl 1942. Barna- börn Svövu eru níu talsins, barnabarnabörnin 17 og eitt barnabarnabarnabarn. Svava var húsmóðir alla sína starfs- ævi, fyrst sem bóndakona og síðar á Laugavegi 27b í Reykja- vík. Útför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hljóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var ef veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendu hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Um leið og ég tileinka móður minni þetta kveðjuljóð langar mig að þakka starfsfólki á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, deild 3A, fyrir kærleiks- ríka og góða umönnun móður minnar á hennar ævikvöldi. Kristín Theodóra. Elsku langamma eða frú Svava, eins og þú varst svo gjarnan kölluð. Allt frá því að ég fæddist hefur þú verið stór hluti af lífi mínu. Minning- arnar um þig eru svo margar og allar eru þær góðar. Það var ávallt svo gaman að fara til frúarinnar á Lauga- veginn og fá dýrindis pönnsur sem enginn gat lagað betur en þú. Á gagnfræðaskólaárum mínum var ég tíður gestur hjá þér og var Lauga- vegurinn mitt annað heimili. Til þín kom ég eftir skóla á hverjum degi og dvaldist hjá þér þar til ég fór á æfingu seinna um daginn. Alltaf var jafn gaman að koma til þín og ávallt var glatt á hjalla. Á Laugaveginum var ávallt margt um manninn enda heimsókn til þín talin hin mesta skemmtun, þar sem þú varst húmoristi hinn mesti og gestgjafi hinn besti. Já, alltaf að slá á létta strengi og alltaf hlægjandi. Þannig varstu, alltaf með bros á vör. Árlegar ferðir okkar saman í sum- arbústaði og á Snæfellsnes, á æsku- slóðir þínar, verða alltaf ljúfar í minn- ingunni. Í þeim var mikið spjallað og spilað og þú sást til þess að alltaf var mikið hlegið. Þú varst ómissandi ferðafélagi. Ég er feginn því að þú þurftir ekki að þjást mikið og að þú hafir fengið að fara í friði, því að það var mjög erfitt að horfa á hvernig þér leið seinustu vikurnar. Það er stórt skarð höggvið í fjölskyldu okkar við fráfall þitt enda varst þú sameiningartákn hennar. Það hefur verið mér mikill heiður að hafa þekkt þig og fengið að eyða með þér þeim stundum sem við áttum saman. Takk fyrir að vera mér ávallt svo góð.Þú verður ávallt ofarlega í huga mínum sem og bænum. Megi Guð veita þér þá ró og þann frið sem þú átt skilið. Það verða fagnaðarfund- ir þegar við hittumst á ný á nýjum stað, þegar rétti tíminn kemur. Ég mun sakna þín sárt. Þinn Brynjar Ágúst. SVAVA LÚTHERSDÓTTIR ✝ Sigrún Þorsteins-dóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1926. Hún lést 31. ágúst síðstliðinn. For- eldrar hennar voru Þorsteinn J. Sigur- geirsson, féhirðir hjá Búnaðarbanka Ís- lands, f. í Álftagerði í Skagafirði, og Aðal- björg Albertsdóttir húsfreyja frá Stóru- völlum í Bárðardal. Systkini Sigrúnar sem öll eru látin voru sr. Garðar Þorsteins- son, prófastur; Stefán Þorsteins- son, kennari, Guðlaug Þorsteins- dóttir, húsfreyja; og Guðrún J. Þorsteinsdóttir, tónlistarkennari. Sigrún giftist Jóni Jósepssyni frá Setbergi hinn 25. ágúst 1949. Þau skildu. Sigrún og Jón ólu upp þrjú börn, bróður- dætur Sigrúnar, Liv Gunnhildi og Sig- rúnu Stefánsdætur, og Ólaf son Jóns. Barnabörn Sigrúnar eru tólf og barna- barnabörn sex. Sigrún lærði snyrtifræði í Kaup- mannahöfn á árun- um 1946–48. Hún hóf störf í fagi sínu í Reykjavík, lengi á Jean de Grasse í Pósthússtræti, þar sem hún varð með- eigandi, en rak síðan um árabil eig- in stofur. Hún var stofnfélagi FÍSS og sat í fyrstu stjórn og prófanefnd félagsins. Útför Sigrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Til er mynd af tveimur ungum stúlkum, sem standa úti í garðinum á Klapparstíg 27, líklega árið 1930. Að baki sér í lítið hús, sem var dúkkuhúsið þeirra. Þetta eru syst- urnar Sigrún Þorsteinsdóttir og Guðrún J. Þorsteinsdóttir, móðir mín. Stúlkurnar horfa kankvísar til ljósmyndarans, enda hefur þar trú- lega verið að verki Vigfús Sigur- geirsson frændi þeirra og heima- gangur á heimilinu. Tæplega fjögurra ára aldursmunur var á þeim systrum, en Sigrún var yngst sex barna ömmu minnar og afa og síðust þeirra til að kveðja þetta jarð- líf. Á Klapparstíg 27 var heimili fjöl- skyldunnar þar til amma mín seldi húsið árið 1937, tveimur árum eftir lát afa míns, og keypti stórhýsi, sem stóð á Amtmannsstíg 4, en þar rak hún matsölu og gististað um árabil. Aðalbjörg Albertsdóttir, amma mín, var frá Stóruvöllum í Bárðar- dal. Sem ung stúlka gekk hún í Kvennaskólann í Reykjavík og hélt jafnframt áfram tónlistarnámi, sem hún hafði stundað frá níu ára aldri. Þegar hún kom aftur norður réð hún sig til starfa í svokallaðri Konsúls- búð á Akureyri. Þorsteinn Jón Sig- urgeirsson, afi minn, var fæddur í Álftagerði í Skagafirði. Hann gekk í Möðruvallaskóla og starfaði lengst af við viðskipti. Fyrst var hann í for- svari fyrir fyrirtækið Timbur og kol, sem var í eigu norskra aðila. Síðar varð hann sölustjóri hjá Garðari Gíslasyni, en loks fyrsti féhirðir Búnaðarbankans þegar hann var stofnaður 1930. Hann lést aðeins 54 ára gamall árið 1935. Þorsteinn varð sem ungur maður hótelstjóri á Hótel Oddeyri á Akureyri, en það stóð næst húsi því sem hýsti svokallaða Konsúlsbúð og enn stendur við Strandgötu á Akureyri. Á þeim tíma kynntust þau Aðalbjörg og Þor- steinn. Heimilið á Klapparstíg 27 var mannmargt. Börnin, sem upp kom- ust, voru fimm og auk þeirra voru ýmsir vinir og frændur þar til heim- ilis og í fæði í skemmri og lengri tíma, en heimilið varð viðkomustað- ur fjölda skyldmenna og vina ömmu minnar og afa að norðan, þegar þau dvöldu í Reykjavík. Einn af fasta- gestum við hádegisverðarborðið var Valtýr Albertsson læknir og móðir mín sagði að hann og afi minn hefðu deilt um stjórnmál daglega undir borðum. Stundum kom elsti bróðir- inn, sr. Garðar, heim með söngfélaga sína og bað ömmu mína að spila und- ir söng þeirra. Í þessu umhverfi ólst Sigrún fænka mín upp fyrstu æviár- in, en hún var einungis átta ára þeg- ar faðir hennar lést. Þegar amma mín hóf síðan rekstur sinn á Amt- mannsstíg 4 breyttist heimilisbrag- ur þeirra systra talsvert og þær urðu að hluta til þátttakendur í þeim rekstri hennar, samhliða skólagöngu sinni, allt þar til þær fluttu að heim- an. Eftir skólagöngu í Kvennaskólan- um fór Sigrún að vinna fyrir sér við skrifstofustörf hjá versluninni Verð- anda í Tryggvagötu í þrjú ár. Síðar lærði hún snyrtifræði í tvö ár í Kaup- mannahöfn og eftir heimkomuna starfrækti hún snyrtistofur ýmist ein eða með öðrum í áratugi, lengst af snyrtistofuna Jean de Grasse í Pósthússtræti. Heimili Sigrúnar, manns hennar Jóns Jósepssonar og barna þeirra var lengst að Rauðalæk 67, þar bjó einnig með þeim Aðalbjörg amma mín. Þetta varð annað heimili okkar systkina, þangað komum við iðulega og dvöldum ef á þurfti að halda. Sigrún mun fyrst hafa verið kölluð Sía í æsku á Klapparstígnum og því nafni vöndumst við systkinin að kalla hana. Sigrún stjórnaði heimili sínu af myndarskap og hafði einstak- lega gott lag á okkur börnunum, sem til hennar komu. Raunar var hún barngóð með afbrigðum, enda hændust þau að henni. Hún var vandvirk við allt sem hún tók sér fyr- ir hendur og þótti sérlega hæf í öll- um störfum sínum. Upp í hugann koma ýmsar ánægjulegar minningar frá ferðalög- um þessara tveggja fjölskyldna inn- anlands á árum áður og síðar sam- vera á Heylæk í Fljótshlíð eftir að sá staður var keyptur. Raunar varð Sigrún fastur punktur á þeim stað um tíma, því hún tók við hann miklu ástfóstri og dvaldi þar langdvölum, oft ein, en eiginmaður og við hin mættum síðan um helgar. Þegar foreldrar mínir fluttu tíma- bundið til Hollands árið 1963 með okkur þrjú börn sín fór Sigrún með okkur út og dvaldi hjá okkur í nokkr- ar vikur okkur öllum til stuðnings og aðstoðar. Sigrún var afskaplega hlý kona og ljúf í allri umgengni. Raunar sá ég hana aldrei skipta skapi og hún tók iðulega upp hanskann fyrir mann þegar því var að skipta. Þegar við systkinin uxum úr grasi fylgdist hún grannt með okkur og afkomendum okkar. Hún annaðist móður sína af alúð þegar heilsu hennar fór að hraka, en hún lést árið 1971, 87 ára gömul. Eftir á að hyggja má segja að heimilið á Rauðalæknum hafi á viss- an hátt verið framhald af heimilinu á Klapparstíg 27. Þótt nýjar kynslóðir væru komnar til sögunnar, þá kom þangað mikill fjöldi ættingja og vina ömmu minnar í heimsókn og ýmsir til skemmri dvalar, þeir sem ekki bjuggu í bænum. Þar varð einnig miðstöð barna og barnabarna ömmu minnar. Í minningunni finnst mér að oftast hafi þar verið einhverjir aðrir gestkomandi þegar ég kom þar í æsku. Sigrún tók á móti öllu þessu fólki opnum örmum og gerði því til hæfis, auk þess að sinna eigin fjöl- skyldu og vinum af kostgæfni og al- úð. Við fráfall Sigrúnar frænku minn- ar verða kaflaskil hjá okkur hinum sem eftir erum. Lokið er lífsgöngu góðrar konu, sem hin síðari ár átti við vanheilsu að stríða. Eftir lifir minningin um væntumþykju hennar og hlýju í garð okkar hinna og um ánægjulegar samverustundir með henni og fjölskyldu hennar í gegnum tíðina. Börnum hennar og fjölskyld- um þeirra sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigrúnar Þor- steinsdóttur. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Þegar andlát ber að er margs að minnast og er það vel. Hjónin Sigrún Þorsteinsdóttir föðursystir mín og Jón Jósefsson gengu mér í foreldra stað þegar ég var ellefu ára gömul. Á sama árinu hafði Ólafur sonur Jóns komið til þeirra þá tíu ára og Liv systur mína höfðu þau tekið í fóstur fimm árum fyrr, þá ellefu mánaða gamla. Sigrún og Jón voru liðlega þrítug þegar ég kom til þeirra og bjuggu í lítilli fallegri risíbúð inn í Rafstöð við Elliðaár. Það var gott að koma til þessara ungu hjóna sem áttu fallegt og hlýlegt heimili. Vand- virkni var í hávegum höfð og síðast en ekki síst vilji til að láta okkur börnunum líða vel. Það gerðu þau með sæmd, komu okkur öllum til manns og verður það seint fullþakk- að. Síðar flutti fjölskyldan á Rauða- læk. Hún stækkaði enn því amma mín og móðir Sigrúnar, Aðalbjörg Albertsdóttir, bættist í hópinn. Amma Aðalbjörg var af þingeyskum ættum, fór ekki dult með það og höfðum við gaman af. Að henni stóð stór hópur vina og vandamanna sem gaf lífinu á Rauðalæk lit. Þær mæðg- ur voru nánar. Sigrún gekk í Kvennaskólann, síð- ar hélt hún til Danmerkur, kom heim vel menntuð sem snyrtisérfræðing- ur með góðan vitnisburð. Hún vann við starf sitt langan tíma, var ein af stofnendum FÍSS, Félags íslenskra snyrtisérfræðinga, og var prófdóm- ari eftir að það fag var kennt hér. Hún var flínk og vandvirk. Sigrún var með afbrigðum vina- föst og traust. Hún átti vinkonu, Sig- urbjörgu Magnúsdóttur, frá átta ára aldri og bar aldrei skugga á það samband. Einnig var hún náin Guð- rúnu systur sinni, Junnu og hennar fjölskyldu og saknaði Junnu sárt þegar hún féll frá fyrr á þessu ári. Sigrún unni okkur börnunum sínum og sagði stundum í gríni að hún bara skildi ekki hvað hún væri heppin með okkur. Hún fylgdist vel með börnum og barnabörnum okkar og búa þau að umhyggju ömmu sinnar. Sigrún var bókhneigð og hafði tónlist í hávegum. Áhugi hennar og yndi af klassískri tónlist fylgdi henni alla tíð og oft ræddi hún um tónlist- arviðburði hérlendis og erlendis, sem hún hafði verið viðstödd. Hún átti vandað safn af hljómplötum sem hún spilaði bæði í gleði og sorg. Lífið var ekki dans á rósum og á ef til vill ekki að vera það. Sigrún og Jón slitu samvistum, ýmsir erfiðleik- ar og sjúkdómar steðjuðu að. Sigrún reis ávallt upp aftur. Hún ákvað sjálf að fá vistun á Elliheimilinu Grund, þar sem henni leið vel, gerði grín að og leit á staðinn sem heimavistar- skóla. Hún kom sér vel og naut virð- ingar þeirra sem önnuðust hana. Eignaðist pels, varð ástfangin og gekk um götur gömlu Reykjavíkur sem voru henni kærar frá barnæsku. Heilsu hennar hrakaði og var heimili hennar síðustu árin á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, þar sem hún fékk frábæra hjúkrun. Sigrún var starfs- fólki kær og bar virðingu fyrir því, tengdist því persónulega og var þakklát fyrir afar góða umönnun. Eru hér með færðar þakkir öllum sem hjúkruðu og hjálpuðu Sigrúnu um dagana, slíkt er ómetanlegt. Blessuð sé minning Sigrúnar og vil ég enda þessar línur með kveðjuorð- um mínum til hennar á kvöldum í sumar sem voru: „Góða nótt elskan og þakka þér fyrir allt.“ Ég fékk allt- af fallegt bros til baka. Við höfum gengið þessar götur margoft, systir mín og ég og í gær höfðum við um svo margt að tala. Allt, sem við höfðum upplifað saman, og allt hitt, sem við skildum ekki til fulls, eða gátum ekki skilið, því lífið sjálft var á milli okkar. Okkar líf. (Guðrún J. Þorsteinsdóttir.) Sigrún Stefánsdóttir. SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs vinar okkar og frænda, GUÐJÓNS T. MAGNÚSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Sörlaskjóli 94. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á deild A-3, Hrafnistu, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Björgólfsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.