Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 7 Fegursta borg Evrópu. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 6. október. Þú bókar tvö flugsæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 28 sæti 2 fyrir 1 til Prag 6. október frá kr. 19.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 9. október - helgarferð Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 9. okt. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Skattar innifaldir. Verð kr. 19.550* Flugsæti til Prag, út 6. okt, heim 9. okt., 2 fyrir 1. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman. Almennt verð kr. 20.950. 1.000 kr. á mán. í 12 mánu›i Sta›grei›sluver›: 12.001 kr. Ver› á›ur: 17.980 kr. 800 7000 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 1 1 6 150 FRÍMÍNÚTUR Í HVERJUM M ÁNU‹I * Ef flú vilt breyta úr venjulegum heimilissíma yfir í ISDN grei›ir flú ekkert breytingagjald. Kynntu flér nánar kosti ISDN og tilbo› á heimilissímum. Sæktu um síma fyrir 25. september í 800 7000 e›a í verslunum Símans. Fritz ferjald Möguleiki a› tengja allt a› fjóra síma og fá sítengingu vi› Neti› me› ISDN PLUS. Léttkaupsútborgun 1 kr. Tvær línur og hægt a› tala á bá›um í einu. Glæsilegt tilbo› á ISDN • 50% afsláttur af stofngjaldi.* • 150 frímínútur í hverjum mánu›i á kvöldin og um helgar til áramóta. flegar hringt er í heimilissíma hjá Símanum. • Ekkert stofngjald á ISDN PLUS og tveggja mána›a afnotagjald innifali›. • ISDN-notendur Símans geta einnig fengi› sér ADSL-tengingu. KARLMENN eru talsvert fleiri en konur í stöðum rektora, prófessora og dósenta í skólum á háskólastigi samkvæmt upplýsingum sem Hag- stofan hefur tekið saman um starfs- menn í háskólum í mars á síðasta ári. Af 188 prófessorum voru 30 prófessorar konur eða 16%. Þeim hefur þó fjölgað ár frá ári en árið 2000 voru 15 konur prófessorar í ís- lenskum háskólum. Karlar voru einnig fjölmennari í stöðum að- júnkta og stundakennara en konur voru fleiri meðal lektora og í sér- fræðistörfum hvers konar. Þá voru konur einnig mun fjöl- mennari í stöðum sem tengjast skrifstofustörfum, ráðgjöf, bóka- safni og rekstri húsnæðis. Þar var hlutur kvenna 75% á móti 25% hlut karla. Fram kemur í yfirliti Hagstof- unnar, að starfsmenn í háskólum voru í mars á síðasta ári 2.531 tals- ins í 1.679 stöðugildum. Þá er öll yf- irvinna meðtalin. Karlar voru 47% starfsmanna en konur 53%. Karlar voru í 851 stöðugildi en konur í 829 stöðugildum. Um 43% starfsfólks voru í fullu starfi eða meira, en 40% starfsmanna voru í minna en hálfu starfi. Hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla Hagstofan segir að starfsmenn við kennslu í íslenskum háskólum hafi verið 1.739 í 998 stöðugildum að meðtalinni allri yfirvinnu. Segir stofnunin að þessi mikli munur á fjölda einstaklinga og stöðugilda skýrist af því hve margir starfs- menn við kennslu séu í hlutastörf- um. Einungis 34% starfsmanna við kennslu séu í fullu starfi eða meira. Tveir af hverjum þremur starfs- mönnum við kennslu séu í hluta- störfum og um helmingur starfs- fólks við kennslu sé í minna en hálfu starfi. Konur séu þar í mikl- um meirihluta en af 815 konum við kennslu eru 593, eða 73%, í hluta- starfi. Einungis 27% kvenna við kennslu eru í fullu starfi eða meira. Ríflega helmingur, eða 58% starfsfólks við kennslu, var aðjúnkt- ar og stundakennarar. Stöðugildi þessa hóps voru 426 af 998 stöðu- gildum við kennslu eða 43%. Hagstofan segir að karlar virðist hefja háskólakennslu yngri en kon- ur en þeir voru á síðasta ári fjöl- mennari en konur í yngsta aldurs- hópnum, undir þrítugu. Konur voru fjölmennari í aldurshópnum 30–39 ára og þær voru einnig fjölmennari í aldurshópnum 40–49 ára, en það er stærsti aldurshópur starfsmanna við kennslu á háskólastigi. Alls eru 34% háskólakennara á aldrinum 40– 49 ára. Næstfjölmennasti aldurs- hópurinn eru þeir sem eru 50–59 ára en þar eru karlar fjölmennari en konur. Konum í stöðum pró- fessora fjölgar ÞRJÚ vinnuslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í vik- unni. Þannig þurfti að flytja tvo menn á sjúkrahús í Reykjavík þegar sterk sýra og sápulögur lenti í augum þeirra. Í gærmorg- un valt síðan vörubíll á hliðina þegar ökumaður var að lyfta palli bílsins til að losa möl. Ökumað- urinn slasaðist lítillega en menn frá tryggingafélagi bílsins komu á staðinn til að meta skemmdir. Þrjú vinnuslys í Rangárvallasýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.