Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 25 ÁKVÆÐI skaðabótalaganna, eins og þau eru nú, fela í sér að í tilvikum alvarlega slasaðs fólks eru greiðslur almannatrygginga ekki handa tjónþol- unum heldur falla tryggingafélögunum í skaut. Trygginga- félögin eru orðin „bótaþegar“ al- mannatrygginga í raun, ekki tjónþolarnir. Bætur til þessa hóps hafa líka lækkað gríð- arlega. Ástæðan er sú að Alþingi hefur gengið of langt í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir að slasað fólk „græði“ á slysum sínum. Sérstaklega kemur þetta illa við fólk sem slasast svo alvarlega að það kemst ekki út á vinnumarkaðinn aftur. Nýverið dæmdi Hæstiréttur í máli pólskrar konu sem missti fram- handlegg í vinnuslysi 9. júlí 1999. Hæstiréttur sýknaði tryggingafélag fyrrum atvinnurekanda hennar. Dómsmál þetta fjallaði um túlkun á breytingu á skaðabótalögunum sem gerð var 1999. Markmið breyt- ingarinnar var m.a. að tryggja tjón- þolum fullar bætur en til þess voru útreikningsstuðlar laganna hækk- aðir. Til að koma í veg fyrir að tjónið svona reiknað yrði ofbætt var sett svo inn frádráttarregla inn í lögin um að „Frá skaðabótakröfu vegna lík- amstjóns dragast greiðslur sem tjón- þoli fær frá almannatryggingum…“ Hæstiréttur mat það svo að þessi breyting stæðist stjórnarskrá og því væru ekki efni til að hrófla við mati löggjafans á því hvað væru fullar bætur og hvernig þær væru reikn- aðar með tilliti til frádráttar greiðslna frá öðrum en trygginga- félagi. Ég tel að niðurstaða Hæsta- réttar feli í sér rétta skýringu á lög- unum en hins vegar held ég að löggjafanum hafi skjöplast illilega. Umrædd kona sem var 45 ára á slysdegi er einhleyp og barnlaus og vann í fiskvinnslu. Vegna slyssins var henni metin 70% tekjuskerðing til framtíðar samkvæmt skaðabóta- lögunum. Þá var henni metin full örorka hjá Tryggingastofnun sem veitir henni rétt til örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisupp- bótar. Við uppgjör vildi trygginga- félagið draga frá fjárhæð vegna þessara greiðslna sem hún fær úr al- mannatryggingum og féllst Hæsti- réttur á það. Þessi lagabreyting fól í sér rétt- arbót fyrir alla sem slasast það lítið að þeir fá metna innan við 50% ör- orku hjá Tryggingastofnun. Greiðslur til þeirra hækka í flestum tilvikum. Þeir sem hins vegar fá metna hærri örorku hjá Tryggingastofnun tapa á breytingunni, sérstaklega þeir sem eiga lítil réttindi í lífeyr- issjóði eða búa við félagslega erfiðar aðstæður. Þeir fá mánaðarlegar greiðslur úr almannatryggingum sem dregnar eru frá að tveimur þriðju við bótauppgjör, sem kemur þannig tryggingafélaginu til góða en ekki tjónþolanum. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig dæmið lítur út í tilfelli þessarar ein- hleypu pólsku konu. Fjártjónið vegna lagabreyting- arinnar er 5.092.114 kr., bæturnar hafa lækkað um nærri þriðjung. Greiðslan frá tryggingafélaginu, rétt rúmar 5 milljónir króna, og mánaðargreiðslan frá Trygg- ingastofnun 58 þúsund krónur, eiga samkvæmt lögunum að gera hana eins fjárhagslega setta og ef hún hefði unnið sitt fiskvinnslustarf í þau 22 ár sem hún átti eftir af starfs- ævinni! Störf í fiskvinnslu eru láglauna- störf en ólíku sýnist nú samt saman að jafna að hafa mánaðarlaun upp á 140.000 krónur, sem við var miðað í þessu máli, heldur en almannatrygg- ingabætur og fimm milljónir króna sem þurfa að endast í 22 ár. Augljóst er að hún neyðist til að búa í skjóli fé- lagsmálayfirvalda í ódýru húsnæði og lifa spart ævina á enda. Ekki er þó öll sagan fullsögð enn. Breytingar á félagslegum að- stæðum konunnar geta orðið til þess að hún missi rétt til tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Greiðslur sem búið er að draga frá skaðabótum hennar fyrir líkamstjónið. Ef konan til dæmis flytur heim til ættlands síns, Póllands, þá glatar hún heim- ilisuppbótinni og fær þannig tjónið sitt ekki bætt að fullu. Hún glatar 1.414.023 krónum. Dæmd til ein- semdar og útlegðar á Íslandi! Þarna hefur löggjafinn höggvið þar sem hlífa skyldi. Þau tilvik sem svona háttar til um eru mjög fá og það myndi varla valda neinum búsifj- um í þjóðfélaginu þótt þetta verði lagað. Ef menn telja þörf á að tengja greiðslur þessara tveggja aðila sam- an ætti frekar hafa það öndvert. Það sýnist miklu nærtækara að trygg- ingafélögin greiði bætur vegna tryggðra slysa og greiðslur almanna- trygginga taki mið af þeim greiðslum. Frekar heldur en að fé- lagslega samtryggingin sem ríkinu er lögskylt að greiða komi trygg- ingafélögunum einum til góða. Því vil ég leyfa mér að skora á Al- þingi að sníða þennan agnúa af lög- unum. Almannatryggingar tryggingafélaganna Eftir Björn L. Bergsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.                                          !   ""# $   %      &            '  '  '  '  '  ' ((')*+',-) ('+)('(./ 0'*)-'.-, (')(,'*/0 -')*)',)/ .'**.'*//        %      &  12      '     ' '          '  '  ' ' (*'*+,'(0- (*'*+,'(0- -')*)',)/    !" !#  $ %     &  + ,  -,   ,  , -  %### Er veisla framundan?.. Glæsilegur veislusalur Ferðafélagsins í Mörkinni til leigu Komum líka með veisluna heim til þín Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þórarinn Guðmundsson matreiðslumestari Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Full búð af nýjum vörum www.casa.is • Opið mán-fös 11-18 • lau 11-15 Bridsfélag yngri spilara Í kvöld miðvikudagskvöld 24. september hefst spilamennska í nýju bridsfélagi sem ber heitið Bridsfélag yngri spilara BR og mun verða spilað á miðvikudagskvöldum í vetur. Stofnun þess er liður í fræðslu- átaki Bridssambands Íslands og BR. Markmiðið með stofnun þessa félags er að skapa vettvang fyrir unga og nýbyrjaða bridsspilara til að kynnast keppnisbrids. Hér er um að ræða klúbb fyrir byrjendur og er hámarks aldur spilara 30 ár. Spilað verður í Síðumúla 37 og er keppnisgjald 200 kr. á spilara. Spilaformið er einskvölds tvímenn- ingur. Keppnisstjóri er Ísak Örn Sigurðsson. Aðstoðað verður við myndun para á staðnum. Allir bridsspilarar eru hvattir til að að- stoða í þessu átaki með því að líta í kringum sig og athuga hvort þeir þekkja einhverja sem eru á tilskild- um aldri og hafa áhuga á að læra og spila brids. Bridsfélag SÁÁ Fimmtudagskvöldið 18. septem- ber var spilaður fyrsti tvímenningur tímabilsins. Spilaður var Howell og urðu þessi pör hlutskörpust: Hlynur Antonss. - Örlygur Örlygsson 100 Sæmundur Knútss. - Einar L. Péturss. 98 Leifur Aðalsteins. - Þórhallur Tryggva. 83 Guðm. Gunnþórs. - Þóroddur Ragnars. 82 Sigurður Björgvinss. - Sveinn Ragnarss. 82 Spilað er öll fimmtudagskvöld og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19:30. Spilastaður er Sóltún 20, Lions- salurinn. Keppnisgjald kr 700 (350 fyrir yngri spilara). Umsjónarmaður fyrst um sinn verður Matthías Þorvaldsson og má skrá sig á staðnum eða hjá honum í síma 860-1003. Allir eru velkomnir og hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Loks er vakin athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu brids á 13 borðum að Gullsmára 13 mánudag- inn 22. september. Miðlungur 264. Efst vóru: N/S Sigtryggur Ellertss. og Þórarinn Árnas. 302 Guðm. Guðveigss. og Guðjón Ottós. 300 Sigurpáll Árnas. og Sigurður Gunnl 300 Unnur Jónsd. og Jónas Jónss. 294 A/V Einar Markúss. og Sverrir Gunnarss. 357 Gunnar Bjarnas. og Guðm. Tryggvas 309 Heiðar Þórðarson og Björn Björnsson 301 Valdimar Lárusson og Einar Elíasson 287 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánudag 15. sept. 2003. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Sæmundur Björns. - Olíver Kristófers. 246 Alda Hansen - Jón Lárusson 234 Eysteinn Einarsson - Kristján Ólafsson 229 Árangur A-V Ingibjörg Stefánsd. - Halla Ólafsd. 247 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 246 Jón Karlsson - Valur Magnússon 226 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudag 18. sept. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ingibjörg Stefánsd. - Halla Ólafsd. 279 Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 278 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 253 Árangur A-V Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 258 Eysteinn Einarsson - Kristján Ólafsson 251 Alda Hansen - Jón Lárusson 249 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson HÖFUM það í huga að ráðgjafar eru þannig skrúfaðir saman að fyrsta boðorð þeirra er að gera sig ómissandi. Einföldustu hlutir eru matreiddir fyrir okkur á mjög flókinn hátt, með það að markmiði að við skiljum þá ekki, en trúum því að orðagjálfrið og útreikningarnir hljóti að vera ofar okkar vitsmunum og að sjálf- sögðu réttir. Þeir spjalla greindarlega í sjónvarpinu, háfleygt og frómt, en þar er ekki talað um skóflu sem skóflu, held- ur verður skóflan að „úrlausnartæki sérstakra jarðvegsframkvæmda“ og útreikningarnir stóðust ekki vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Fjar- lægð okkar frá raunveruleikanum á að veita okkur ör- yggi. Við höfum sljóvgast gagnvart upplýsingakerfi nátt- úrunnar en trúum í staðinn á vel upplýsta ráðgjafa okk- ar. Við hræðumst þann fræðilega möguleika að náttúr- an ógni okkur einhvern tíma og trúum því að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að eyðileggja hana. Eftir því breytum við. Við byggjum okkur varnargarða út frá hættumati verk- og veðurfræðinga og drekkjum nátt- úrunni með virkjanaframkvæmdum til að þjónusta er- lenda auð- eða vítahringa. Engar náttúruhamfarir hafa hingað til staðist manninum snúning í skemmd- arverkum. Sú hætta sem manninum stafar af honum sjálfum er ómetanleg. Þegar þessi orð eru rituð er utanrík- isráðherra Svíþjóðar nýmyrtur. Blóðbað er hluti af líf- inu fyrir botni Miðjarðarhafs, þúsundir manna hafa ver- ið drepnar í Írak, einu sinni enn, og í þessum heimi okkar deyja tugþúsundir barna úr hungri á hverjum sólarhring. Börn í Bandaríkjunum verða væntanlega að mæta í skólann í skotheldu vesti, með hjálm á höfði og gasgrímu í töskunni, áður en langt um líður. Allar þess- ar hættur er ekki hægt að meta eða sjá fyrir vegna þess að þær eiga sér uppruna í heilabúi hins siðmenntaða manns. Siðmenntaði maðurinn hefur til dæmis ráðlagt okkur hvað við eigum að borða til að líta rétt út en það hefur leitt til þess að offita og lystarstol (anorexía) er orðið stórvandamál í ráðgjafalöndunum. Á sama tíma hleyp- ur áttræður bóndi eins og tófa upp um fjöll og firnindi eftir verðlausum kindum sínum, en hann hafa leiðbein- endurnir ekki náð í til að kynna fyrir honum hollt mat- aræði og líkamsrækt. Hann reykir pípu. Enn er nóg til af fólki sem trúir á lífið, tilveruna og náttúruna. Á meðan því fólki fer fækkandi fjölgar ráð- gjöfum, stjórnendum, nefnda- og ráðstefnuflökkurum, vegna þess að það getur ekki verið meiningin að þeir sem hafa öðlast stúdentshúfu fái aldrei tækifæri til að sanna gildi hennar. Í áttæringi voru áður fyrr átta ræðarar og einn stýri- maður. Nýlega skipuð nefnd hefur komist að þeirri nið- urstöðu að stjórnandinn viti best. Þess vegna ætti bát- urinn að verða hagkvæmari ef um borð væru átta stýrimenn og einn ræðari. Eiganda bátsins fannst þetta góð hugmynd enda greiða þegnarnir fyrir rekstur hans. Um ómetanlegar hættur, öryggi og ráðgjöf Eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson Höfundur er gull- og silfursmiður á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.