Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 13 HLUTHAFAFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands boðar til hluthafafundar í félaginu þann 9. október 2003. Fundurinn verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga um samþykki rammasamnings og fjögurra fylgisamninga um kaup og sölu hlutabréfa í eigu Burðaráss ehf. 2. Tillaga um lækkun hlutafjár að nafnverði krónur 712.154.232 í tengslum við samninga samkvæmt 1. tölulið dagskrárinnar þar sem félagið mun eignast eigin hluti sem færðir verða niður sem nemur framangreindri fjárhæð. 3. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin bréfum á allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins. 4. Stjórnarkjör samkvæmt 21. grein samþykkta félagsins. Athygli er vakin á því að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar. Endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 2. október nk. Jafnframt geta hluthafar kynnt sér þær á heimasíðu félagsins, www.ei.is, frá sama tíma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 15.00 á fundardegi. Reykjavík, 23. september 2003, Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA • Setning – Páll Skúlason, háskólarektor • Ávarp – Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra • Reynsla Háskóla Íslands af rannsókna- og fræðasetrum á landsbyggðinni – Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands • Áhrif rannsókna- og fræðastarfs Háskólans á Akureyri á atvinnu- og búsetuþróun Eyjafjarðarsvæðisins – Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri Þau sem standa í eldlínunni: • Hvar liggja tækifærin? Hvernig skal standa að verki? – Rannveig Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólasetursins á Höfn í Hornafirði • Hver eru áhrif fræðasetursins í Sandgerði á atvinnuhætti, hvernig getum við þróað það starf áfram? – Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í Sandgerði • Hvers vænta sveitafélög á borð við Austur-Hérað af rannsókna- og fræðastarfi – Óðinn Gunnar Óðinsson, verkefnisstjóri sveitarfélaginu Austur-Héraði Pallborðsumræður • Hvernig má auka áhuga sveitarstjórna og fyrirtækja á rannsókna- og fræðastarfi? Dagný Jónsdóttir alþingismaður, Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, háskólans að Hólum, Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar. Ráðstefnuslit og léttar veitingar Málþingið er öllum opið, en sérstaklega ætlað þeim er koma að stefnumótun og uppbyggingu atvinnulífs og menntamála á landsbyggðinni. Þátttakendur skrái sig í tölvupósti: haskolarektor@hi.is eða í síma 525-4303. RANNSÓKNIR OG MENNTUN Á LANDSBYGGÐINNI fræðastarf sem þáttur í atvinnustefnu byggðarlaga Fimmtudaginn 25. september í hátíðasal Háskóla Íslands, kl. 14.00 til 16.45 Málþing rektors Háskóla Íslands haldið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga Í LJÓSI ummæla alþingismannanna Einars Odds Kristjánssonar og Jóns Bjarnasonar undanfarið, um að bol- fiskur í meðafla íslenskra kolmunna- skipa skipti þúsundum tonna, hafa Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., og Elfar Að- alsteinsson, forstjóri Eskju hf., sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Einar Oddur Kristjánsson og Jón Bjarnason hafa bæði á fundum og í fjölmiðlum haldið því fram að bol- fiskur sem meðafli kolmunnaskipa sé verulegur og hlaupi á þúsundum tonna. Hafa þeir máli sínu til stuðn- ings bent á úttekt Fiskistofu í því samhengi. Hið rétta er hins vegar að í áð- urnefndri úttekt Fiskistofu kemur fram að meðafli í 29 veiðiferðum kol- munnaskipa reyndist vera undir 200 tonnum. Uppistaða þessa meðafla samanstendur af afla úr fjórum veiðiferðum, en meðafli í hinum veiðiferðunum 25 var óverulegur og í flestum þeirra vart mælanlegur. Alþingismennirnir kjósa að ein- blína á þessar fjórar veiðiferðir og áætla út frá þeim meðalafla á alla veiði íslenskra kolmunnaskipa. Slík- ur málflutningur er augljós skrum- skæling staðreynda af þeirra hálfu, miðað við fyrirliggjandi gögn Fiski- stofu. Þau sýna að meðafli þessara fjögurra veiðiferða er greinilegt frá- vik frá almennum meðafla kol- munnaskipa. Eins og áður segir var meðafli vart mælanlegur í hinum 25 veiðiferðunum sem rannsakaðar voru. Ósanngjarnt að draga útgerðir kolmunnaskipa inn í umræðuna Einari Oddi Kristjánssyni og Jóni Bjarnasyni er fullkunnugt um ofan- greind gögn Fiskistofu, en kjósa engu að síður að slíta málið úr sam- hengi og blása upp í fjölmiðlum. Fyr- irliggjandi staðreyndir málsins virð- ast ekki hafa áhrif á þeirra mál- flutning er þeir vísa til þúsunda tonna meðafla. Ljóst má vera að þær tölur sem alþingismennirnir styðjast við eru úr lausu lofti gripnar og eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Afar ósanngjarnt er, og í raun óskiljanlegt með öllu, að alþingis- menn þessir dragi útgerðir kol- munnaskipa inn í umræðuna á þenn- an hátt og reyni að nýta sér slíkar rangfærslur í baráttu sinni um rétt- indatilfærslur til handa þröngum hagsmunahópi. Taka skal skýrt fram að Síldar- vinnslan hf. og Eskja hf. hafa, ásamt öðrum útgerðum kolmunnaskipa, unnið náið með Fiskistofu í sumar í rannsóknum þeirra á meðafla og til þess að fá úr því skorið um hvort við- varandi vandamál sé að ræða – sem síðan hefur í ljós komið að er ekki raunin.“ Bolfiskur í meðafla kolmunnaskipa Skrumskæling staðreynda Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra flutti erindi á alþjóðlegri ráðherraráðstefnu sem haldin var í tengslum við sjávarútvegssýning- una í Vigo á Spáni sem lauk á sunnu- dag. Meginviðfangsefni ráðstefn- unnar var að fjalla um viðskipti og svæðisbundna stjórnun í sjávarút- vegi. Í máli sínu lagði sjávarútvegsráð- herra einkum áherslu á þrjú atriði. Í fyrsta lagi nauðsyn frjálsra við- skipta með afurðir í sjávarútvegi og um leið mikilvægi þess að afnema niðurgreiðslur í atvinnugreininni. Í öðru lagi að allar þjóðir sem leggja stund á sjávarútveg verði að koma upp öflugu eftirlitskerfi þar sem all- ur afli er skráður með nákvæmum hætti. Að öðrum kosti verði ekki hægt að stunda ábyrgar fiskveiðar hvorki svæðisbundið né á alþjóðleg- um hafsvæðum. Loks fjallaði ráð- herrann um vanda sem tengist ólög- legum fiskveiðum þar sem þær eru eðli málsins samkvæmt stjórnlausar og afli þeirra skipa sem slíkar veiðar stunda er aldrei skráður. Undir- strikaði ráðherra nauðsyn þess að allar þjóðir sem tengjast sjávarút- vegi taki höndum saman í barátt- unni gegn sjóræningjaveiðum í út- höfunum. Ráðstefnan var vel sótt þar sem sjávarútvegsráðherrar frá tuttugu og fjórum ríkjum tóku þátt í henni. Árna M. Mathiesen ásamt sjávarútvegsráðherra Ekvador, Ivon Beki. Barist gegn sjó- ræningjaveiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.