Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG ÁTTI því láni að fagna að kynn- ast vel Kjartani Ólafssyni fyrrver- andi héraðslækni í Keflavík og konu hans Ásdísi Jó- hannesdóttur. Eitt sinn sem oft- ar sátum við í stofunni þeirra á Kirkjuteignum. Heilbrigðismál voru á dagskrá. Kjartan snýr sér að mér og segir: „Hilmar, þú þekkir okkur þessa gömlu jaxla sem hér hafa starfað sem læknar: Björn Sigurðsson, Guðjón Klemensson og mig. Ég held að við höfum reynt að gera okkar besta og þá hafi laun eða greiðslur ekki skipt meginmáli heldur sú viðleitni að þjóna þessu fólki sem hér býr á Suðurnesjum. En nú er komin ný kynslóð og ...“ Kjartan stóð upp, horfði út um gluggann nokkra stund, sneri sér að mér og sagði: Og Guð hjálpi Kefl- víkingum.“ Mér hafa þessi orð þessa hugljúfa læknis sem alltaf gaf sér tíma til að hlusta á hvern sem var – mér hafa þessi orð Kjartans hljómað nú í eyrum í seinni tíð með sívaxandi þunga. Þegar heilsugæsl- an hefur nánast verið rústuð hér á svæðinu, hvert óhappið öðru verra hent á sjúkrastofnunum okkar og engir fást til að sinna sjúkum og öldruðum nema ungmenni og gam- almenni. Börn sögð vera með kvef þegar botnlangi er að springa og fárveikt fólk dettur fram úr rúmum. Yfir þetta leggja tveir landlæknar blessun sína og raunar fleiri því hér kom í Hvamm, sambýli aldraðra, Guðni Ágústsson, ráðherra, til að flytja kosningaáróður. Þá var það að fyrrverandi félags- málastjóri reis upp og spurði: „Hvað ætlar ráðherrann að gera í heilsugæslumálum á Suðurnesj- um?“ Það stóð ekki á svari: „Þið hafið manninn sem sér um þau mál.“ Félagsmálastjórinn fyrrver- andi: „Hvað ætlar ráðherrann sjálf- ur að gera í heilsugæslumálum á Suðurnesjum?“ Nú vandaðist málið, augljóst að ekki var hægt að segja brandara eða vísa lengur á Hjálmar Árnason. Svo ráðherrann valdi besta og skynsamlegasta kostinn í stöðunni: Hann gekk þegjandi út. Meðreiðarsveinninn, Ísólfur Gylfi, settist hinsvegar hjá fyrir- spyrjanda og bað um viðtal. Þrátt fyrir allt fyrirfinnast ennþá menn á þessu landi sem eru tilbúnir að ræða alvörumál við almenning. Fyrir kosningar reyndi undirrit- aður að vekja athygli á þessu ófremdarástandi og bað að mig minnir Stöð 2 um viðtal. „Um hvað?“ spurðu þeir. „Um ástand heilbrigðismála á Suðurnesjum.“ „Höfum samband, ef áhugi er fyrir hendi hjá stjórnendunum.“ Ekkert. Enginn áhugi. – Tvisvar talaði ég við bæjarstjórann hér, Árna Sigfús- son, geðþekkan mann. Benti honum meðal annars á hvað kollegi hans í Hafnarfirði hefði gert til að aftra samskonar ástandi þar eins og kom- ið var upp hér; að læknar gengju út. Nei, Árni og flokkur hans höfðu ekki áhuga á heilbrigðismálum. Þegar félag aldraðra ásamt fjöl- mörgum öðrum félögum héldu op- inn fund um málið mætti enginn bæjarfulltrúi frá þeim. – Og nú er röðin komin að Landspítalanum. Vegna fjárskorts blasa lokanir við á mörgum deildum. Greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að framkalla amerískt heilbrigðis- kerfi: fullkomið kerfi fyrir hina ríku en lélegt eða ekkert fyrir hina fá- tæku. Keflavíkurástandið á sem sagt að verða landskerfi. „Guð hjálpi Ís- lendingum,“ segi ég. HILMAR JÓNSSON, Háteig 21, Keflavík. Breyttir tímar Frá Hilmari Jónssyni Í NOKKRA daga hafa dvalið hjá mér erlendir gestir sem varla telst í frásögur færandi þar sem ég rek ferðaþjónustu. Þessir tveir eru hins vegar ráðgjafar í markaðsmálum ferðaþjónustu og starfa víða um heim. Annar þeirra var að koma í fimmta sinn til Íslands, hinn í fyrsta sinn. Í upphafi dvalar voru þeir einn dag í Reykjavík. Sá sem hafði komið áður til landsins vildi sýna hinum markverðustu staðina sem honum höfðu verið sýndir. Hann vildi meðal annars fara með hann í Perluna. Hann sá hana tilsýndar víða að úr bænum en hvernig átti hann að komast að henni? Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir því þegar hann keyrði upp Bústaðaveg að hann ætti ekki að beygja inn hjá bensínstöð- inni en ákvað að taka sénsinn við næstu útakstursrein þótt þar væru engar merkingar sem hann skildi. Hann áleit sem svo að það versta sem gæti komið fyrir væri að hann endaði inni í garði hjá einhverjum. Eins og við sem þekkjum Reykjavík vitum endaði hann auðvitað við Perluna og gat farið með vin sinn upp á útsýnispallinn og sýnt honum yfir höfuðborgina. Í Perlunni rákust þeir félagar svo á frábært safn í einum af tönkunum. Þeir töldu sig hins vegar hvergi hafa séð merkingar meðfram Bú- staðaveginum eða við útakstur af Kringlumýrarbraut sem gáfu tilvist þess til kynna – að minnst kosti ekki á tungumáli sem þeir skildu. Íslend- ingar sem þurfa að rata í Reykjavík komast yfirleitt á leiðarenda því þeir geta lesið á skilti og merkingar. Samkvæmt framangreindri frásögn þarf greinilega að merkja betur helstu ferðamannastaði höfuðborg- arinnar – og þá á tungumáli sem fleiri skilja en við, því ferðamenn hér á landi hafa síðustu ár verið fleiri en heimamenn og fæstir þeirra hafa nokkurt vald á móðurmáli okk- ar. GUÐRÚN G. BERGMANN, Hellnum, Snæfellsnesi. Er Perlan týnd? Frá Guðrúnu G. Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.