Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALIÐ er að á bilinu tvær til fjórar milljónir manna í Danmörku og Sví- þjóð hafi verið án rafmagns hluta úr degi í gær. Allt rafmagn fór m.a. af í um tvær og hálfa klukkustund í Kaupmannahöfn. Umferðarljós virk- uðu ekki í rafmagnsleysinu og olli það sums staðar árekstrum en ekki var vitað til að alvarleg slys hefðu orðið á fólki. Síðdegis í gær var raf- magn síðan víðast hvar komið á að nýju, að sögn AFP-fréttastofunnar. Allar járnbrautarsamgöngur lágu niðri á Sjálandi um tíma og á lestar- stöðinni í Østerport í Kaupmanna- höfn ríkti öngþveiti um kl. eitt að staðartíma. Rafmagnsleysið olli ekki teljandi truflunum á Ríkissjúkrahúsinu en fjölda banka og verslana var hins vegar lokað í höfuðborginni. Kast- rup-flugvelli í Kaupmannahöfn var lokað um tíma og einnig var umferð yfir Eyrarsundsbrúna, sem tengir Danmörku og Svíþjóð, stöðvuð. Vont veður hefur verið í Skandinavíu und- anfarna daga en ekki var vitað hvort það olli rafmagnsleysinu. Bílaraðir við umferðarljós „Hér er ennþá rafmagnslaust þó svo að þeir hafi verið að segja í út- varpinu að ég eigi að vera komin með rafmagn,“ sagði Hildur Ólafsdóttir, en hún býr í Lyngby ásamt unnusta sínum, Þórhalli Halldórssyni. Þórhallur sagði talsvert öngþveiti hafa ríkt í umferðinni þegar hann hjólaði heim úr skólanum. „Öll um- ferðarljós voru óvirk og menn voru ekkert mikið að gefa sénsa. Það voru því farnar að myndast bílaraðir við ljósin.“ Sagði Þórhallur að þetta gæti auð- vitað skapað hættu. „Ég heyrði í út- varpinu að í Roskilde [Hróarskeldu] gengi fólki illa að ná í lögregluna. Menn voru því beðnir um að hringja ekki að óþörfu.“ Þórir Jökull Þorsteinsson, prestur íslenska safnaðarins í Kaupmanna- höfn, sagði það á hinn bóginn hafa vakið athygli sína hversu vel bílaum- ferð gekk í ljósi þess að umferðarljós voru óvirk. „Það var auðvitað svolítið skrýtið ástand að ganga um við þess- ar aðstæður,“ sagði hann. „Ég leit hér inn á kaffihús og þar loguðu bara kertaljós. Fólk sat og talaði um þetta.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir býr í Virum, sem er norður af Kaup- mannahöfn. „Ég vona bara að raf- magnið komi fyrir kvöldið, annars verður allt í myrkri og skítakuldi,“ sagði hún. „Ég fór á leikskólann áð- an að ná í strákinn minn og þá voru flestir foreldranna komnir til að gera slíkt hið sama. Þegar fólk fer að fara heim úr vinnu fer auðvitað allt í hnút, lestarnar ganga ekki og engin um- ferðarljós,“ sagði Ragnheiður. Vatnslaust á tíundu hæð Ragna Sara Jónsdóttir blaðamað- ur býr á tíundu hæð í húsi miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Lyfta í húsinu var óvirk í rafmagnsleysinu og sagði hún að vissulega hefði tekið nokkuð í að ganga alla leið upp á tíundu hæð. Þá hefði rafmagnsleysið valdið því að vatnslaust varð í íbúðinni. „Það var miklu meira af gangandi vegfarendum á ferli þegar ég skrapp út fyrr í dag [í gær]. Lestirnar virk- uðu auðvitað ekki og allir strætis- vagnar voru yfirfullir. Langflestar búðir voru síðan lokaðar. Sumar voru þó opnar og það var hægt að fara og versla upp á gamla mátann, með reiðufé og allt reiknað saman með vasareiknivél eða einhverju slíku,“ sagði Ragna Sara. Milljónir manna án rafmagns í Svíþjóð og Danmörku AP Öngþveiti ríkti á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn í gær og miklar tafir urðu í lestarsamgöngum. Allt rafmagn af í Kaupmannahöfn ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL á alrík- isstiginu í Bandaríkjunum hefur úr- skurðað að ríkisstjórakosningar í Kaliforníu verði haldnar 7. október nk. eins og upphaflega var áformað, að því er segir í frétt CNN. Með þessu hefur dómstóllinn fallið frá fyrri úrskurði um að kosningunum skuli frestað. Blandi hæstiréttur sér ekki í málið munu kosningarnar verða haldnar 7. október. Dómstóllinn hafði ákveðið að fresta kosningunum þar sem sex sýslur í Kaliforníu ætluðu að nota úr- eltar kosningavélar. Gray Davis, rík- isstjóri Kaliforníu, fór fram á það við dómstólinn að hann endurskoðaði ákvörðun sína og varð hann við því. Kalifornía Kjósa í október STÆRSTA ísþilja, eða flotjökull, norðurskautssvæðisins hefur klofn- að í sundur og það hefur orðið til þess að nær allt ferskvatn í stöðu- vatni, sem ísbreiðan myndaði, er horfið. Vísindamenn, sem hafa rann- sakað Ward Hunt-ísþiljuna við strönd Ellesmere-eyju á Nunavut- svæðinu í Kanada, segja að hún hafi klofnað í tvær stórar ísbreiður. Talið er að ísþiljan hafi verið til í að minnsta kosti 3.000 ár. Vísindamennirnir skýra frá þessu í tímaritinu Geophysical Research Letters og segja að þetta sé vísbend- ing um örari loftslagsbreytingar á norðurskautssvæðinu. Hitinn hefur aukist þar um 2,5 gráður á hálfri öld. Vísindamennirnir hafa rannsakað ísþiljuna á staðnum og með gervi- hnattamyndum, að sögn fréttavefjar BBC. Þeir vara við því að skipum og borpöllum í Beaufort-hafi geti stafað hætta af fljótandi íseyjum. Vistkerfi í hættu Ward Hunt-ísþiljan hafði stíflað ferskvatn í 30 km löngum firði, Disraelifirði, og myndað stærsta ís- þiljuvatn á norðurhveli jarðar, en nær allt ferskvatnið er nú horfið eftir að flotjökullinn klofnaði. Það var allt að 43 metrar á dýpt og lá ofan á 360 m djúpu saltvatni. Nú þegar ferskvatnið og ísalta vatnið er horfið breytast umhverf- isskilyrði örsmárra lífvera og þör- unga á svæðinu. „Þetta eru mjög sjaldgæf og óvenjuleg vistkerfi og þau hafa verið rannsökuð sem hugs- anlegar hliðstæður lífs á jörðinni þegar loftslagið var kaldara og lífs á öðrum plánetum,“ hafði fréttavefur BBC eftir Martin Jeffries við Alaska Fairbanks-háskóla. „Og ef þau glat- ast missum við af tækifæri til að rannsaka líf sem var fyrr í sögu jarð- ar og líf annars staðar í sólkerfinu.“       4   5678 %#9: . % ; %%    4 .  %< %3 %% $ !%  ! 3  ! %;% % $% #$   % !% $ !  $ % %% $!'            3 !    Ísþilja klofnar STUÐNINGURINN við stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum og Íraksmálinu hefur minnkað en bandarískur al- menningur lítur enn á hann sem öfl- ugan leiðtoga og styður framgöngu hans í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi, að því er fram kem- ur í Gallup-könnun sem CNN og USA Today birtu á mánudag. Sam- kvæmt könnuninni eru um 50% ánægð með frammistöðu Bush í for- setaembættinu en 47% óánægð og demókratar virðast nú eiga raun- hæfa möguleika á að sigra hann í forsetakosningunum 2004, en sá möguleiki virtist fjarlægur fyrir nokkrum mánuðum. Könnunin bendir til þess að Wesl- ey Clark, fyrrverandi hershöfðingi, njóti mests stuðnings meðal demó- krata sem sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins. 49% að- spurðra sögðust myndu kjósa Clark og 46% Bush ef valið stæði milli þeirra. Nánast enginn munur var á fylgi Bush og tveggja annarra demó- krata, öldungadeildarþingmann- anna Johns Kerrys og Joe Lieber- mans. 48% sögðust myndu kjósa Kerry yrði hann forsetaefni demó- krata og 47% Bush. 47% sögðust myndu kjósa Lieberman og 48% Bush ef valið stæði á milli þeirra. Ef marka má könnunina er Bush með ívið meira fylgi en Howard Dean, ríkisstjóri Vermont, og full- trúadeildarþingmaðurinn Dick Gep- hard, eða um 49% á móti 45%. Bill McInturff, sem annast skoð- anakannanir fyrir repúblikana, sagði að lítið væri að marka slíkar kannanir rúmu ári fyrir kosningar því að fólk hneigðist þá til að láta í ljósi óánægju sína með ráðamenn. Clinton-hjónin sögð hafa augastað á Hvíta húsinu Dálkahöfundurinn William Safire heldur því fram í The New York Times að Clinton-hjónin standi á bak við framboð Clarks í forkosn- ingunum þar sem þau óttist að Howard Dean minnki völd þeirra í demókrataflokknum og líkurnar á því að Hillary Clinton verði forseti. Safire segir að markmið Clinton- hjónanna sé fyrst og fremst að halda völdunum í demókrataflokkn- um og tryggja að hann verði áfram vinstra megin í stjórnmálunum. Safire varpar fram þeirri tilgátu að það sem liggi að baki stuðningi Clinton-hjónanna við Clark sé að Hillary íhugi að gefa kost á sér í for- setaframboð fyrir demókrata síðar á árinu ef stuðningurinn við Bush forseta minnkar enn meira vegna ástandsins í efnahagsmálum. Geri hún það ekki og ef Dean sigrar Bush í kosningunum sé útséð um að draumur Clinton-hjónanna um að endurheimta Hvíta húsið rætist. Safire telur að Clinton-hjónin veðji á Clark, sem er óreyndur í stjórnmálunum, vegna þess að þau telji hann líklegastan til að geta stöðvað Dean og minnkað stuðning- inn við Kerry, Lieberman og Gep- hard. „Hrasi Bush og reynist það mjög mikils virði að hljóta tilnefningu demókrata sem forsetaefni telja Clinton-hjónin sennilega að hægt yrði að fá Clark til að víkja án þess að kljúfa flokkinn og launa honum hollustuna með því að bjóða honum að vera varaforsetaefni,“ skrifar Safire í grein sem birt var í The New York Times á mánudag. Carol Moseley Braun, fyrrum rík- isstjóri Illinois, skýrði á mánudags- kvöld frá því að hún hefði ákveðið að sækjast eftir útnefningu Demó- krataflokksins í forsetakosningun- um á næsta ári. Hún er tíundi fram- bjóðandinn sem gefur kost á sér á vegum flokksins og eina konan. Demókratar í sókn í baráttunni við Bush Clinton-hjónin sögð styðja framboð Wesley Clark með það fyrir augum að komast sjálf aftur í Hvíta húsið Washington. AP. Hillary Clinton Wesley Clark FRAMKVÆMDARÁÐ Íraks, bráðabirgðastjórnvald sem Bandaríkjamenn skipuðu, ákvað í gær að stöðva frétta- flutning tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva í Bagdad. Þetta eru stöðvarnar Al-Jazeera og Al-Arabiya. Að sögn talsmanns ráðsins gildir bannið í tvær vikur og munu fréttamenn stöðvanna ekki fá að vinna fréttir er lúta að ákvörðunum framkvæmdaráðs- ins. Óvíst var í gær hvort bannið tæki til annars konar frétta- flutnings t.d. af umsvifum her- námsliðsins í landinu. Stöðvarn- ar eru sakaðar um að hafa hvatt til ofbeldisverka gegn banda- ríska hernámsliðinu í landinu og stuðningsmönnum þess. Talsmaður framkvæmda- ráðsins sagði í gær að unnið yrði að því að setja reglur sem gilda myndu um alla fjölmiðla í Írak. Stöðvarnar tvær myndu því þurfa að lúta þeim. Bandaríkjamenn hafa sakað arabísku stöðvarnar um hlut- drægni í fréttaflutningi og sagt þær vera vettvang fyrir stuðn- ingsmenn Saddams Husseins, hins fallna forseta Íraks. Tals- menn sjónvarpsstöðvanna segja þessa ásökun ekki fá staðist, þess sé gætt í hvívetna að jafn- vægi ríki í fréttaflutningi. Hefta frétta- flutning í Írak Bagdad. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.