Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÆÐINGAR hér á landi á síðasta ári voru alls 3.977 og í þeim fædd- ust 4.070 nýburar. Þetta er nokk- ur fækkun frá tveimur fyrri árum, að því er fram kemur í skýrslu kvennadeildar Landspítalans og Barnaspítala Hringsins um fæð- ingarskráningu árið 2002. Svo- nefndur burðarmálsdauði hefur aldrei verið fátíðari en á síðasta ári. Þá fæddust 12 andvana börn og sex börn dóu á fyrstu viku eftir fæðingu. Meðaltal fæðinga fyrir fimm síðustu ár tuttugustu aldar, 1996– 2000, var 4.170 og var það 6,8% fækkun miðað við fimm ára tíma- bilið 1991–1995, þegar meðaltalið var 4.452 fæðingar. Meðaltal fyrstu ára nýrrar aldar er 4.120. Fæddum börnum hefur einnig fækkað ef meðaltal síðustu ára er skoðað. Árin 1991–1995 var með- altalið 4.531, var 4.254 árin 1996– 2000 að meðaltali og meðaltalið yf- ir fædd börn frá 2000 til loka síð- asta árs var 4.178. Í skýrslunni kemur einnig fram að sjö af hverjum tíu fæðingum hér á landi í fyrra (70,2%) fóru fram á Landspítalanum, sem er hæsta hlutfall sem sést hefur. Á kvennadeildinni voru fæðingarnar 2.791 og næstflestar voru á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), eða 418. Heimafæðingar voru 24 á höfuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri. Næstu staðir í fjölda fæðinga eru heilbrigðisstofnanirnar í Keflavík (232), á Akranesi (158) og Selfossi (147). Sést þetta nánar á meðfylgjandi töflu, þar sem heimafæðingum hefur verið bætt við Reykjavík og Akureyri. Í skýrslunni kemur fram að fæðingar séu í auknum mæli að flytjast á stærri þéttbýlisstaði. Þar komi til breyttar þjóðfélags- aðstæður og bættar samgöngur. Um þessa þróun segir m.a. í skýrslunni: „Enda þótt æskilegt sé að kon- ur utan stærstu staðanna eigi kost á að fæða í heimabyggð sinni, þá eru fæðingar sums staðar orðnar það fáar, að ljósmæður og læknar fá ekki næga viðhaldsþjálfun. Það hlýtur að hafa áhrif á öryggi í fæðingum þegar til lengdar lætur, enda þótt vandað sé til vals á fæð- andi konum á minni stöðunum og reynt að hafa þar viðbúnað vegna fæðandi kvenna.“ Aukin sala á frjósemislyfjum Telja skýrsluhöfundar; þau Reynir Tómas Geirsson, Guðrún Garðarsdóttir, Gestur Pálsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir og Hildur Harðardóttir, það nauð- synlegt að starfsfólk á smærri stöðum fari reglulega í viðhalds- þjálfun á kvennadeildum Land- spítalans og FSA, líkt og nokkrar ljósmæður hafi lagt sig fram um að gera. Með því móti, ásamt góðu forvali, megi víða viðhalda fæð- ingum í heimahéraði eða heima- húsi fyrir konur sem þess óski. Af 3.977 fæðingum á landinu í heild voru 89 fjölburafæðingar, sem er nokkur fjölgun frá árinu 2001 þegar þær voru 70 talsins. Á Landspítalanum voru 76 tvíbura- fæðingar og fjórar þríburafæð- ingar. Á Akureyri voru átta tví- burafæðingar og einir tvíburar fæddust í Keflavík. Alls gerir þetta 182 börn. Fjölgun fjölburafæðinga milli ára er að mestu skýrð í skýrslunni með tæknifrjóvgunum en einnig er tekið fram að sala frjósemislyfja hafi aukist nokkuð milli ára. Samkvæmt sölutölum fái að jafnaði 20 konur frjósemislyf í hverjum mánuði. Sagt er að 10% aukning hafi orðið á sölu frjósem- islyfsins klómífens frá 2001 til árs- ins 2002. Búast má við sveiflum í burðarmálsdauða Burðarmálsdauði kom upp í öll- um tilvikum á kvennadeild Land- spítalans, utan andláts á Ísafirði á fyrstu viku eftir fæðingu, og í þremur tilvikum höfðu mæður barnanna verið sendar til Reykja- víkur vegna fyrirliggjandi áhættu. Varðandi tölur um burðarmáls- dauða benda skýrsluhöfundar á að á fámennu Íslandi megi búast við talsverðum sveiflum í tíðni slíks dauða. Hluti af skýringu á færri andvana fæddum börnum er rak- inn til „batnandi fósturgreininga á alvarlegum sköpulagsgöllum“. Ný snemmskimun, eða snemmómun, er sögð bæta þar nokkru við. Kem- ur fram í skýrslunni að 2⁄3 hlutar ófrískra kvenna á höfuðborg- arsvæðinu og Norðausturlandi fari í snemmskimun á meðgöngu. Fæðingum fækkaði í fyrra                     !   !   "    #$  %%            &'((( )'&(( )'((( *'&(( *'((( +'&(( +'((( ,'&(( ,'((( &(( ( -$ . ! +'/,& ),0 +*+ ,&/ ,)1 2+ )) ++ *) & ,, + 2 * ,1 )' ,) * -$ .$$  3  +'/00 )+1 +** ,&/ ,)1 2+ )) ++ *) & ,, + 2 * ,1             )' ++ 1 )' (& , )' ,) & )' +2 0 )' *& , )' () * )' ,, ) *' 01 1 )' (1 ( -. ! -.$$%3  Andvana fædd börn aldrei verið færri á Íslandi en árið 2002 Morgunblaðið/Kristinn KULDINN bítur ekkert á skokkurum sem láta ekki smá vind eða færri hitastig á sig fá. Þeir halda sínu striki margir hverjir og skokka um höf- uðborgina hvernig sem viðrar. Morgunblaðið/Kristinn Á skokki í kuldanum STJÓRNENDUR bæði Íslands- banka og Landsbanka segjast geta tekið undir þau ummæli forsætisráð- herra og viðskiptaráðherra að ekki sé æskilegt að bankar eigi stór atvinnu- fyrirtæki til lengdar. Viðskiptaráð- herra tók raunar fram að bankar gætu ekki verið kjölfestufjárfestar í öðrum fyrirtækjum en fjármálafyrir- tækjum. Eðlilegt að banki geti verið áhrifafjárfestir um tíma Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, segist vera alveg sammála sjónarmiðum for- sætisráðherra að það sé ekki verkefni banka að vera langtímakjölfestir í at- vinnufyrirtækjum. „Við í Landsbank- anum erum sammála þessum sjónar- miðum að það sé ekki hlutverk banka að vera kjölfestufjárfestir í fyrirtækj- um í óskyldum atvinnurekstri til langs tíma.“ Halldór tekur þó fram að það sam- ræmist vel hlutverki banka sem hreyfiafls í umbreytingu og hagræð- ingu að hann geti verið áhrifafjárfest- ir til einhvers tíma eins og forsætis- ráðherra hafi einnig vikið að. Í tveimur tilvikum eigi þetta við, þ.e. í fyrsta lagi í tengslum við um- breytingar, skráningu á markað, samruna og önnur slík verkefni. Í annan stað þegar fyrirtæki komast í eigu banka fyrir þá sök að þau lenda í rekstrarerfiðleikum og bankinn taki þátt í að aðstoða fyrirtækin á þeim grundvelli. Halldór minnir á hinn bóginn á að um þátttöku bankanna í verðbréfavið- skiptum, þar sem um skammtímavið- skipti sé að ræða, sé ekki deilt. Þar sækist bankinn ekki eftir áhrifum heldur sé hann í slíkum tilvikum einn margra þátttakenda á verðbréfa- markaði. Bankar oft langtímafjárfestar í tengdri fjármálaþjónustu Þá segir Halldór að bankar séu oft langtímafjárfestar í tengdri fjármála- þjónustu, eins og t.d. greiðslukorta- fyrirtækjum, líftryggingarfélögum, hugsanlega tryggingarfélögum, er- lendum bönkum greiðsluþjónustu o.s.frv. „Þá eiga önnur sjónarmið við enda er alveg eðlilegt að bankinn sé langtímafjárfestir í þjónustu sem tengist fjármálaþjónustu beint. Ekki er deilt um þann þátt,“ segir Halldór. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, sagðist vilja ítreka fyrri ummæli sín í Morgunblaðinu í þessu sambandi en almennt séð geti hann tekið undir sjónarmið forsætisráð- herra. Bjarni bendir á að eignarhlutur banka í atvinnulífinu geti átt sér ýms- ar ástæður og það eigi jafnt við um ís- lenska banka og erlenda. Stærsti hluti eigna bankanna í fyrirtækjum séu í svokölluðum veltubókum. Þar fari fram stöðutaka þeirra í verðbréf- um með það að markmiði að skila há- marksávöxtun verðbréfasafns með kaupum og sölu bréfa. Slík viðskipti séu hluti af starfsemi banka um allan heim. Bjarni tekur fram að yfirleitt sé hlutabréfaeign banka hugsuð til skamms tíma með skýr markmið í huga. Bankastjórar sammála sjónarmiðum forsætisráðherra og viðskiptaráðherra Ekki stefnt að beinni þátttöku í óskyldum rekstri EFTIR síðustu mánaðamót kvörtuðu fjórar konur til Verslunarmanna- félags Reykjavíkur yfir að vera sagt upp störfum eftir að þær tilkynntu vinnuveitanda að þær væru þungað- ar. Að auki tilkynntu tvær konur að þær gætu ekki gengið aftur að störf- um sínum eftir töku fæðingarorlofs, sem jafngildir uppsögn í fæðingaror- lofi. Þetta eru óvenjulega mörg mál að mati Önnu J. Sævarsdóttur, sér- fræðings í kjaramáladeild VR. Óheimilt er að segja upp þungaðri konu Hún segir að samkvæmt lögum sé óheimilt að segja upp þungaðri konu eða konu sem nýlega hefur alið barn. Óvenjulegt sé að svona margar þung- aðar konur kvarti yfir uppsögnum og þessi tilvik snúi aðeins að félagsmönn- um VR. Ekkert ákveðið munstur sé að finna í þessum uppsögnum og kon- urnar vinni allar hver hjá sínu fyr- irtækinu. Aðspurð segir hún almennt ekki meira um uppsagnir um þessi mánaðamót en önnur. „Í nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof segir að þegar starfs- maður hefur tilkynnt um töku fæðing- arorlofs er hann kominn með vernd fyrir uppsögnum. Gildir einu hvort um karlmann eða kvenmann er að ræða,“ segir Anna. Gildar ástæður þurfi að vera fyrir hendi sé starfs- manni sagt upp og skriflegur rök- stuðningur að fylgja. Óski starfsmað- ur eftir því er byrjað á því að hafa samband við vinnuveitanda þegar svona mál kemur upp, segir Anna. Ef um ólögmæta uppsögn er að ræða þá á starfsmaður rétt á launum fram að fæðingu barns og eftir töku fæðing- arorlofs taki uppsagnarfrestur við. Ef uppsögn er ekki dregin til baka segir Anna málið oftast enda með sam- komulagi við vinnuveitanda. Uppsögnum þungaðra kvenna fjölgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.