Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 16
Minnstaður Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Mínstund frett@mbl.is Orkuborgin | Þórólfur Árnason borg- arstjóri leiðir kynningu á Orkuborginni Reykjavík á stórum blaðamannafundi sem haldinn verður í Under Globe í Shakespeare Globe-leikhúsinu í Lundúnum í dag. Um 200 breskir blaðamenn, ferðaþjónustuaðilar og fulltrúar úr menningarlífi Lundúna munu verða viðstaddir kynninguna á Reykjavík undir nýju slagorðinu Hrein orka. Sérstök áhersla verður lögð á kröftugt menning- arlíf og hreinleika borg- arinnar og nágrennis með þátttöku Listahátíð- ar í Reykjavík, Heilsu- borgarverkefnisins og Bláa lónsins. Á kynningunni munu fjölmargir íslenskir listamenn koma fram til að undirstrika þá fjölbreyttu menningu sem í borginni býr. Meðal þeirra eru leikarar frá Vesturporti með atriði úr Rómeó og Júlíu, en verkið verður sett upp í Young Vic í byrjun október. Höfuðborgarstofa og Icelandair í Lund- únum, í samstarfi við Ferðamálaráð Íslands standa að kynningunni.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Þórólfur: Kynnir kröftugt menning- arlíf Reykjavíkur. STRANDFERÐARSKIPIÐ Hekla var á árum áðurtíður gestur í höfnum landsins á vegum Skipaút-gerðar ríkisins eða Ríkisskipa. Hekla var seld úr landi og það taldist því til tíðinda er skipið sást nýlega á Ísafirði, að því er kemur fram í Bæjarins besta á Ísa- firði. Nú er skipið í eigu Norðmanna og ber nafnið Beroy. Það kom til Ísafjarðar með 170 tonn af iðn- aðarrækju sem fór til vinnslu hjá Miðfelli. Áður hafði skipið landað um 300 tonnum á Bolungarvík til vinnslu hjá Bakkavík. Gamla Hekla landaði rækju EINGÖNGU konurstarfa nú við emb-ætti skattstjórans á Ísafirði. Þær eru sjö talsins og skattstjóri er Guðrún Björg Bragadótt- ir. Hún er eina konan sem gegnir skattstjóraembætti í dag og hún er jafnframt eina konan sem veitir for- stöðu stofnun á vegum fjármálaráðuneytisins segir í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra. Ísfirð- ingar hafa sérstöðu á fleiri sviðum í þessum mála- flokki því þær fimm konur sem gegnt hafa störfum skattstjóra hafa allar starfað á skattstofunni á Ísafirði. Fyrsta konan sem formlega var falið að gegna starfi skattstjóra var Sjöfn Magnúsdóttir. Kvennaríki Höfuðborgarsvæðið Bryndís Sveinsdóttir, bryndis@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hall- grímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Krist- jánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. ÓLÍNA Þorvarðar-dóttir yrkir umtíðarfarið, svona almennt og yfirleitt, og lætur fylgja „brrrrrrrr“- kveðju frá Ísafirði: Norðanfjúkið næðir kalt naprir rjúka vindar fannadúkur felur allt freðnir hjúpast tindar Svellabungur freðið frón fetar hungurvofan Kári þungan kveður tón kallar drungann ofan. „Brrrrr“ að vestan Þórshöfn | Björgunarsveitin Hafliði hefur í gegnum tíðina tekið að sér ýmis verkefni og eitt af þeim er að slá og hirða um grafreitinn við Skála á Langanesi, á austanverðu Skálabjargi. Kirkja var aldrei reist þar en grafreiturinn var vígður árið 1924 og notaður til ársins 1946 eða þar til byggð lagðist af á Skálum. Girðing var sett kringum garðinn í fyrrasumar og tók björgunarsveitin eina helgi í það verk og garðurinn er sleg- inn reglulega yfir sumartím- ann. Fjölmennt var á Langanesi þegar farið var í síðasta slátt sumarsins og sameinuð vinnu- og fjölskylduferð með grilli og varðeldi. Rekaviður er nægur á Langanesi og ekki lengi verið að safna í varðeld sem gaf góðan yl í kvöldkulinu. Langanes dregur í auknum mæli til sín ferðamenn sem sækja þar í ósnortna og sér- stæða náttúru. Fyrir skömmu var lokið við endurbætur á veg- inum frá Þórshöfn og allt út að Skálum svo hann má nú heita fær flestum bílum og því betri tímar fram undan fyrir þá sem vilja leggja leið sína út á Langanes. Morgunblaðið/Líney Nóg er af rekavið á Langanesi og því var ekki lengi gert að safna í varðeldinn á Skálum. Björgunarsveit í starfi og leik Við ysta haf Suðurnesjum | Óvenju mikið hefur verið um innbrot og þjófnaði á Suðurnesjum að undanförnu, svo mikið að talað er um hrinu. Lögreglan hefur upplýst hluta af innbrotunum sem áttu sér stað fyrir rúmri viku og áttu unglingar hlut að þeim. Brotist var inn á nokkrum stöð- um um öll Suð- urnes í fyrrinótt, skemmdarverk unnin og pening- um og munum stolið. Brotin var rúða og reynt að fara inn í versl- unina Vökul við Sandgerðishöfn. Brotist var inn í húsnæði Þroska- hjálpar í Keflavík og stolið fartölvu og stafrænum ljós- myndavélum. Einnig var stolið pening- um, gjafafé úr læstum skáp og söfn- unarfé. Reynt var að brjótast inn í Bílrúðu- þjónustuna í Grófinni í Keflavík og þjófar komust inn í Fiskverkun Karls Njáls- sonar í Garði og Ofnasmiðju Suðurnesja í Keflavík. Þá var á sunnudaginn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar, brot- ist inn í bifreið sem stóð við Hópsneshús í Grindavík og þaðan stolið hljómtækjum. Mikið áhyggjuefni Að sögn Karls Hermannssonar, yfir- lögregluþjóns hjá lögreglunni í Keflavík, leitar lögreglan þjófanna. Hann telur lík- legt að unglingar eigi þarna hlut að máli, hugsanlega í félagi við eldri ungmenni, því þjófarnir séu ekki stórtækir. Segir hann þessa þróun mikið áhyggjuefni. Svipuð innbrotahrina gekk yfir á Suð- urnesjum fyrir rúmri viku en þá var einnig farið inn í fjölda fyrirtækja og stofnana. Lögreglunni hefur tekist að upplýsa hluta þeirra mála, meðal annars innbrot í verslun í Hólmgarði í Keflavík. Þar voru að verki fjórtán og fimmtán ára unglingar með einum tæplega tvítugum pilti. Fólk læsi húsum og bílskúrum Þá hefur verið talsvert um að farið hafi verið inn í íbúðarhús og bílskúra á svæð- inu. Stundum hefur fólk verið heima. Grunur leikur á að unglingar séu á ferð að leita að áfengi og ráðleggur lögreglan fólki að læsa húsum sínum og bílskúrum. Önnur inn- brotahrinan á rúmri viku Talið líklegt að ung- lingar eigi hlut að máli Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla!LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 OPIÐ 11-20 ALLA DAGA LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! pr.kg.499- ÝSUFLÖK FROSIN roðlaus og beinlaus 1 flokkur Toppurinn í dag! Stígur í stað stokks | Á fundi í bæjarráði Mosfellsbæjar nýlega var samþykkt með þremur atkvæðum að heimila að farið verði í jöfnun og malbikun á göngustíg í stæði gamla hitaveitustokksins, kostnaður er áætlaður 2,5 milljónir. Jafnframt verði bæj- arverkfræðingi falið að gera kostnaðar- áætlun um lýsingu á þessum stíg.    Snjóflóðavarnir | Umhverfisráðuneytið hefur hafnað erindi Ísafjarðarbæjar varð- andi Fremstuhús í Dýrafirði. Í bréfinu kemur fram að erindi Ísafjarðarbæjar um varnir fyrir um 20 milljónir króna sé vísað til baka þar sem með tilvísun til skýrslu ráðgjafa sé unnt að tryggja nægjanlegt ör- yggi fólks í íbúðarhúsnæðinu með verulega minni kostnaði ef beitt er eftirliti og rým- ingu, eða um 4,2 milljónum króna. Bæjar- ráð Ísafjarðar vísaði á fundi sínum á mánu- dag bréfi ráðuneytisins til bæjartæknifræð- ings til frekari úrvinnslu. Í SÍÐASTA tölublaði Gluggans á Blönduósi má finna þessa vísu vikunnar eftir A.Á.: Áður Blanda yggld og grett olli vanda, ef man ég rétt. Yfir landið líður nú sem léttstígandi hefðarfrú. Hefðarfrú Íbúðarbyggingar | Félagsmálaráðuneytið hefur boðað til fundar á morgun, fimmtu- daginn 25. september, á Hótel Héraði með sveitarfélögum á Austurlandi og fram- kvæmdaraðilum. Tilgangur fundarins er að ræða um áætlanir vegna íbúðabygginga á Austurlandi á næstu árum að því er fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Austur- Héraðs.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.