Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 43  PORTÚGALSKI varnarmaðurinn Joao Manuel Pinto, 30 ára, er kom- inn til æfinga hjá Wolves. Hann var í herbúðum Benfica, en náði ekki að linda við þjálfara liðsins og var leyst- ur undan samningi.  LANDI Pinto, Dani, gengur ekki til liðs við Celtic eins og margt benti til á dögunum. Það slitnaði upp úr samningaviðræðum Dani og forráða- manna skoska liðsins um kaup og kjör.  MEIÐSLI Alessandro Del Piero virðast vera alvarlegri en upphaflega var talið Del Piero segist nú reikna með að leika á ný á afmælisdaginn sinn, hinn 9. nóvember nk, sem er a.m.k. tveimur vikum síðar en reikn- að var með um helgina þegar hann meiddist í leik Juventus og Roma.  DAVID Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um mál Kobe Bryant en réttarhöld standa nú frammi fyrir dyrum þar sem Bryant er ásakaður um að hafa nauðgað ungri konu í Denver. Stern sagði í gær að hann teldi það rétt að Bryant myndi leika með LA Lakers á meðan réttarhöldin standa yfir en margir töldu að NBA-deildin myndi óska eftir því að leikmaðurinn myndi ekki leika með liði sínu á þeim tíma.  AUÐUN Helgason kom ekki við sögu í liði Landskrona í gær sem tapaði 0:3 á heimavelli gegn Helsing- borg í sænsku úrvalsdeildinni.  LAURENT Robert, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins New- castle, hefur komist að samkomulagi við félagið þess efnis að hann láti ekki skoðanir sínar í ljóst um málefni liðsins á heimasíðu sem hann heldur sjálfur utan um. Laurent, umboðs- maður hans og Bobby Robson fund- uðu um málið í gær en undanfarna daga hafa enskir fjölmiðlar fjallað mikið um samskiptaörðugleika þeirra Laurent og Robson.  KRISTIAN Gjessing skoraði átta mörk úr tíu skotum í seinni hálfleik þegar Danir lögðu heimsmeistara Króatíu í gærkvöldi í opna skandin- avíska mótinu í handknattleik, 28:21. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Dan- ir mæta Svíum í kvöld í úrslitaleik, en Svíar lögðu Norðmenn í Farum í Danmörku, 27:22.  ÞJÓÐVERJAR léku vináttulands- leik gegn Serbíu-Svartfjallalandi í Hamborg í gærkvöldi og fögnuðu sigri, 28:22. Christian Schwarzer og Florian Kehrmann, leikmenn Lemgo, skoruðu fimm mörk hvor fyrir Þjóðverja.  MARKVÖRÐURINN Neil Sulliv- an sem var áður lærisveinn Glenn Hoddle segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Hoddle hafi verið sagt upp störfum. Sullivan er í her- búðum Chelsea þessa stundina en hann segir að Hoddle hafi aldrei náð að vinna traust leikmanna frá því að hann kom frá Southampton. FÓLK SIGURPÁLL Geir Sveinsson GA, og Björgvin Sigurbergsson GK, léku á tveimur höggum undir pari í gær á fyrsta keppnisdegi á úr- tökumóti fyrir Evrópsku mótaröð- ina en leikið er á Five Lakes- vellinum við London. Alls er keppt á fimm stöðum samtímis á fyrsta stigi úrtökumótsins og komast um 15 kylfingar áfram af hverjum velli á annað stig úrtökumótsins. Sigurpáll og Björgvin eru í þriðja til fimmta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi, tveimur höggum á eftir efsta manni, en að loknum þremur keppnisdögum verður keppendum fækkað. Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Ólafur Már Sigurðsson GK léku einnig í gær á Five-Lakes og voru báðir á þremur höggum yfir pari, en þeir eru í 37.–53. sæti af alls 125 kylfingum. Talsverður vindur var í gær en veðrið skánaði er leið á daginn. Keppni heldur áfram í dag. Þá mun Birgir Leifur fara út á völlinn árla dags líkt og Ólafur Már og Björgvin, en Sigurpáll Geir hefur leik um hádegi. STÚLKURNAR í 19 ára lands- liði Íslands í knattspyrnu fögn- uðu stórsigri á Lettlandi í und- ankeppni Evrópukeppni stúlknalandsliða í gær. Mótið fer fram í Slóvakíu og skoraði íslenska liðið fjögur mörg gegn engu. Harpa Þorsteins- dóttir, leikmaður Stjörnunnar úr Garðabæ, skoraði tvö fyrstu mörkin – á 19. og 57. mín. Síðan bættu þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiða- bliki, og Dóra María Lárus- dóttir, Val, mörkum við á 78. og 90. mín. Stúlkurnar leika á morgun gegn Slóvökum, sem lögðu Tékka í gær, 2:0. Síðasti leikurinn verður síðan gegn Tékkum á laugardaginn. Stórsigur á Lettum Morgunblaðið náði tali af Ragn-hildi í gær þar sem hún var á heimleið eftir að hafa leiðbeint hópi kynsystra sinna út á Nesvelli en það nám- skeið er á vegum Sí- menntunarstofnun- ar. „Það er í nógu að snúast þessa dagana en þetta er mjög skemmtilegt,“ sagði Ragnhild- ur en hún starfar sem umsjónar- kennari við Árbæjarskóla í Reykja- vík. Ragnhildur sagði að hún hefði ekki velt því lengi fyrir sér að fara á úrtökumótið, en hún mun verða fyrst íslenskra kvenkylfinga til þess að reyna fyrir sér á þessum vett- vangi í Evrópu en Ólöf María Jóns- dóttir og Karen Sævarsdóttir hafa reynt fyrir sér í Bandaríkjunum. Eini kosturinn „Ég var að leita að mér að vett- vangi til þess að sjá hvar ég stæði gagnvart öðrum kylfingum og þetta úrtökumót var í raun eini kosturinn. Það verður gaman að kljást við þetta og ef vel gengur opnast dyr að öðrum mótum sem ég get þá farið á,“ sagði Ragnhildur og bætti því við að hún hefði verið að íhuga sömu hluti árið 1998 en ekki látið slag standa. „Þá var ég með tvö ung börn og það var því ekki létt verk að ætla sér að fara utan á þeim tíma. Núna eru dæturnar 9 og 11 ára og verða í góð- um höndum eiginmanns míns, Þor- varðar Friðbjörnssonar, á meðan ég reyni fyrir mér á þessu móti.“ Vin- kona Ragnhildar, Gróa Þorsteins- dóttir röntgentæknir á Akranesi, mun verða kylfuberi hennar á mótinu. „Hún þekkir mig út og inn en hefur lítið spreytt sig á golfinu – hún verður samt sem áður mín stoð og stytta.“ Spurð um möguleika sína á mótinu sagði Ragnhildur að þar renndi hún blint í sjóinn en samt sem áður teldi hún sig geta gert góða hluti. „Ég hef verið að leika fínt golf í sumar, sveiflan er „þétt- ari“ en áður og vonandi verður tíðin góð hér á landi fram að mótinu þannig að ég geti æft vel úti – ef það fer að snjóa verð ég að æfa stutta spilið og púttin á inniæfingasvæð- um. Ég ætla einnig að taka þátt í þeim mótum sem standa til boða hér á landi á næstunni og ef vel tekst til við fjáröflun á verkefninu get ég kannski farið nokkrum dögum fyrr til Portúgals og æft þar.“ Meðbyr nú þegar Um næstu helgi verða tvö styrkt- armót til handa Ragnhildi, annað fer fram í Borgarnesi og eitt á Graf- arholtsvelli þar sem vinkonur henn- ar úr GR hafa staðið í ströngu við að safna verðlaunum. „Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem styðja við bakið á mér. Það er ómet- anlegt að finna meðbyr áður en mað- ur fer út í þetta verkefni. Í Graf- arholtinu verður Texas-Scramble mót og ég hef heyrt af því að stelp- urnar hafi safnað saman glæsilegum verðlaunum.“ Þess má geta að golfmótið í Borg- arnesi er óvenjulegt þar sem leiknar verða 9 holur og greiða keppendur 60 kr. fyrir hvert högg sem þeir slá. Auk þess verður hægt að kaupa „aukahögg“ og Ragnhildur mun sjálf verða á svæðinu og geta kepp- endur óskað eftir hennar aðstoð við að koma kúlunni áleiðis gegn vægu gjaldi. „Forsvarsmenn GB munu að auki sjá til þess að keppendur verði fyrir mikilli truflun á meðan leik stendur, með því að bjóða veitingar af ýmsu tagi og sá sem notar flest högg sigrar að sjálfsögðu. Það á eft- ir að semja um hve mikið það kostar að fá mig á staðinn og „redda“ hlut- unum fyrir kylfingana í Borgarnesi. En það verður samið um það á staðnum,“ sagði Ragnhildur. Morgunblaðið/Golli Ragnhildur Sigurðardóttir, Íslandsmeistari kvenna úr GR, býr sig undir að pútta á móti. Ragnhildur Sigurðardóttir reynir fyrir sér á úrtökumóti fyrir atvinnukylfinga í Portúgal „Vil sjá hvar ég stend“ RAGNHILDUR Sigurðardóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi, ætlar að reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina en mótið fer fram í Portúgal og hefst 28. október á golfvelli rétt utan við höf- uðborg landsins, Lissabon. Ragnhildur sagði í gær að hugmyndin að því að fara á úrtökumótið í Lissabon hefði í raun verið skyndi- ákvörðun en hún mun verða fyrst íslenskra kvenkylfinga til þess að reyna fyrir sér á þessum vettvangi í Evrópu ÞORVALDUR Örlygsson verður áfram við stjórnvölinn hjá KA- mönnum á næstu leiktíð en Þor- valdur hefur stýrt norðanliðinu undanfarin fjögur ár. „Þorvaldur á eitt ár eftir af samningnum og það er alveg klárt að hann verður þjálfari hjá okkur áfram,“ sagði Vignir Þormóðsson, formaður knattspyrnudeildar KA, við Morg- unblaðið. Að sögn Vignis eru leikmanna- málin í skoðun hjá liðinu. Þrír er- lendir leikmenn léku með KA- liðinu í sumar, Danirnir Sören Byskov og Ronnie Hartvig ásamt Norðmanninum Steinari Tenden og er áhugi hjá KA að halda þeim en þeir gerðu allir samninga við KA sem giltu út leiktíðina. Fyrir- liðinn, Þorvaldur Makan Sig- björnsson, er með lausan samning við KA um áramót en flestir aðrir leikmenn liðsins, að útlendingum undanskildum, eru samnings- bundnir. Þorvaldi Makan verður boðinn nýr samningur enda leggja norðanmenn mikla áherslu á að halda honum norðan heiða. Líklegt er að Slobodan Milisic og Þorvaldur Örlygssson leggi skóna á hilluna. Þessir reyndu jaxlar sem léku 14 og 13 leiki KA- liðsins í sumar eru 37 ára gamlir og voru þeim elstu sem komu við sögu á Íslandsmótinu í ár. Þorvaldur áfram þjálfari KA-manna Sigurpáll og Björgvin byrjuðu vel í Englandi Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.