Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR KA – Valur 22:26 KA-heimilið, Íslandsmót karla, RE/MAX- deildin, norðurriðill, þriðjudagur 23. sept- ember 2003. Gangur leiksins: 0:4, 4:4, 7:6, 12:6, 12:7, 15:10, 17:13, 17:22, 19:22, 22:24, 22:26. Mörk KA: Einar Logi Friðjónsson 7, Arnór Atlason 4, Jónatan Magnússon 4, Bjartur Máni Sigurðsson 3, Andrius Stelmokas 3, Árni Björn Þórarinsson 1. Varin skot: Stefán Guðnason 15/2 (þar af 6 til mótherja), Hans Hreinsson 4. Utan vallar: 12. mín. Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 6/1, Heimir Árnason 5, Hjalti Pálmason 5/1, Hjalti Gylfason 4, Sigurður Eggertsson 4, Freyr Brynjarsson 1, Markús Maute 1/1. Varin skot: Roland Valur Eradze 15 (þar af 5 til mótherja. Utan vallar: 12 mín. Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur F. Sverrisson. Áhorfendur: Um 350. KR/Grótta – Fram 21:21 Seltjarnarnes: Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 3:5, 5:8, 8:9, 9:11, 9:12, 17:16, 17.17, 19:17,20:20, 20:21, 21:21. Mörk KR/Gróttu: Savukynas Gintaras 8/4, Kristinn Björgúlfsson 5, Magnús A. Magn- ússon 4, Þorleifur Björnsson 2, Kristján Þorsteinsson 1, Sverrir Pálmason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 18/3 (þaraf 7/1 til motherja). Utan vallar: 14 mínútur, þaraf fékk Björg- vin Björgvinsson rautt spjald við þriðju brottvísun á 41. mínútu og Heimir Ríkarðs- son, þjálfari, í leikslok fyrir mótmæli. Mörk Fram: Björgvin Þór Björgvinsson 6/4, Guðjón Drengsson 4, Valdimar Þórs- son 4, Héðinn Gilsson 2, Jón Björgvin Pét- ursson 2/1, Arnar Þór Sæþórsson 1, Haf- steinn Ingason 1, Þorri B. Gunnarsson 1. Varin skot: Egidius Petkevisius 18/2 (þaraf 9/1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur, þaraf fékk Sav- ukynas Gintaras rautt spjald í leikslok fyrir að tefja leikinn. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Áhorfendur: 500. Víkingur – Þór 37:29 Seltjarnarnes: Gangur leiksins: 4:0, 7:1, 13:3, 16:5, 20:5, 21:8, 22:9, 26:13, 30:18, 34:20, 37:26, 37:29. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 13/1, Ragnar Hjaltested 10, Benedikt Jónsson 4, Karl Grönvold 3, Þröstur Helgason 3, Björn Guðmundsson 1, Davíð Guðnason 1, Þórir Júlíusson 1, Andri Hilmarsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 13/1 (þar af fóru 5 aftur til mótherja), Jón Traustason 1. Utan vallar: 14 mínútur, þar af fékk Andri Haraldsson rautt spjald fyrir þrjár brott- vísanir. Mörk Þórs: Goran Gustic 9/5, Árni Þór Sig- tryggsson 7, Páll Gíslason 6, Davíð Már Sigursteinsson 2, Þorvaldur Sigurðsson 2, Cedric Akerberg 2, Bergþór Morthens 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 15 (þar af fóru 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru góðir. Áhorfendur: Um 125. Staðan, norðurriðill: Fram 3 2 1 0 78:74 5 Valur 2 2 0 0 50:45 4 Víkingur 3 1 1 1 84:79 3 KA 3 1 0 2 82:78 2 Afturelding 2 1 0 1 52:50 2 Grótta/KR 2 0 2 0 45:45 2 Þór 3 0 0 3 76:96 0 England Deildarbikarkeppnin, önnur umferð: Portsmouth – Northampton ....................5:2 Blackpool – Birmingham......................... 1:0 Leicester – Crewe .....................................1:0 Notts County – Ipswich............................2:1 Wolves – Darlington .................................2:0 Hartlepool – WBA.....................................1:2 Bristol City – Watford ..............................1:0  Eftir framlengingu. Tranmere – Nottingham Forest..............0:0  Nottingham Forest vann, 4:1, eftir fram- lengingu og vítakeppni. Stoke – Gillingham....................................0:2 Cardiff – West Ham..................................2:3 Sheffield United – QPR............................0:2 Wycombe – Aston Villa.............................0:5 Charlton – Luton.......................................4:4  Charlton vann, 8:7, eftir framlengingu og vítakeppni. Crystal Palace – Doncaster......................2:1 Wigan – Fulham........................................1:0 GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Barnsley, útilokar ekki að fá framherjann Dion Dublin til liðs við sig. Dublin, sem er 34 ára gamall, er á mála hjá Aston Villa en lék áður með liðum eins og Coventry og Manchester United. Undir stjórn David O’Learys hefur Dublin fengið fá tækifæri hjá Aston Villa en hvort hann sé tilbúinn til að leika með liði í 2. deild er óvíst. „Ég yrði ákaflega ánægður ef ég fengi leikmann á borð við Dublin til Barnsley og ég held í vonina um að hann komi. Hann er stórt númer í boltanum en ég veit vel að við getum ekki greitt honum jafnhá laun og hann hefur hjá Aston Villa en hann fengi al- veg örugglega að spila meira,“ segir Guð- jón í viðtali við enska blaðið Sheffield Star. Guðjón vill fá Dion Dublin Vörn Víkinga var sterk frá fyrstumínútu og það skilaði góðri markvörslu, sem aftur skilaði hraða- upphlaupum eftir að Ragnar Hjaltested var kominn fram að miðju áður en gest- irnir að norðan átt- uðu sig. Það var hvergi slegið af og mest var forskotið 20:5 rétt fyrir hlé og 21:8 í hálfleik. Víkingar sem mættu í Víkina í hálfleik trúðu tæplega eigin augum og héldu að klukkan væri rúmar tuttugu mínútur yfir átta. Ein- beitingin var ekki sem best hjá Vík- ingum eftir hlé en Þórsarar tóku sig á, héldu í við Víkinga og söxuðu dug- lega á forskotið í lokin. Bjarki var ánægður með fyrri hálf- leik en ekki eins þann síðari. „Allir leikir eru erfiðir en þetta snýst þá um hvort við hittum á rétta stemmningu. Það gerðum við með snögga horna- menn sem geta sprett upp völlinn og við treystum einnig á að Reynir Þór verji og komi boltanum hratt í leik. Við vorum með þrettán marka for- ystu í hálfleik og ræddum um að halda áfram svo að ég er ekki sáttur við síðari hálfleik því það var eins og bæri á vanmati hjá okkur. Við hefðum getað haldið áfram á sömu braut og góð lið halda áfram í sextíu mínútur en við gerðum það ekki heldur unnum leikinn á fyrri hálfleiknum. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur eftir hlé og halda út leikinn,“ sagði Bjarki eftir leikinn en er bjartsýnn á framhaldið. „Svona sigur byggir undir sjálfs- traust, sem hefur skort í gegnum ár- in. Við áttum ágætan jafnteflisleik við Gróttu/KR, sem kynti undir liðinu en svo féllum við á prófinu síðustu tíu mínúturnar á móti Fram. Liðið er ungt og í því margir frambærilegir leikmenn, sem eiga framtíðina fyrir sér. Það eru margir að koma nýir inn í liðið og mér finnst þetta hafa smollið þokkalega vel saman hjá okkur en ég held að hópurinn eigi eftir að smella enn betur saman þegar hann er full- skipaður og er bjartsýnn,“ bætti Bjarki við en hann, Ragnar og Reynir Þór Reynisson markvörður voru góð- ir en varnarleikurinn í heild fyrir hlé skapaði sigurinn. „Það var eitt lið á vellinum tilbúið til að spila handbolta í fyrri hálfleik og segja má að við höfum ekki mætt til leiks fyrr en eftir hlé eftir að hafa rætt málin,“ sagði Páll Gíslason fyr- irliði Þórs eftir leikinn. „Það er ekki hægt að finna neinar afsakanir fyrir þessari frammistöðu, menn geta bent á að það séu margir nýir menn sem eru ekki í fullri æfingu en það er ekki hægt að nota það því það er lágmark að menn berjist og þrettán mörk úr hraðaupphlaupum fyrir hlé segir sína sögu. Við ætluðum að koma sterkari út úr þessum fyrstu leikjum en ef við lítum raunsætt á málin er ekki óvænt að við berum ekki sigur úr býtum. Það er vegna þess að frammistaðan er ekki eins og við vonuðumst til en við reynum að taka allt það jákvæða úr þessum leikjum, ef eitthvað er, og söfnum því saman, sem dugar von- andi í sextíu mínútur.“ Víkingur stakk Þór af fyrir hlé „VIÐ komum Þórsurum í opna skjöldu strax í byrjun og það lagði grunninn að þessum sigri,“ sagði Bjarki Sigurðsson stórskytta Vík- inga, sem skoraði 13 mörk í 37:29 sigri á Þór í Víkinni í gærkvöldi. Sérstaklega voru hraðaupphlaup Víkinga afdrifarík því níu af fyrstu 15 mörkum Víkinga komu þannig án þess að Þórsarar fengju rönd við reist. Fyrsti sigur Víkinga í vetur staðreynd en þriðja tap Þórs. Stefán Stefánsson skrifar Leikurinn var ótrúlega sveiflu-kenndur. Valsmenn skoruðu fjögur fyrstu mörkin. KA-menn tóku leikhlé og skor- uðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu metin. Síðustu 17 mínútur hálfleiksins skoruðu KA-menn síðan 8 mörk gegn 3 mörkum Valsmanna og leiddu í leikhléi 12:7. Allt gekk upp hjá heimamönnum, Stefán varði eins og berserkur í markinu og meðal annars tvö víti. KA virtist einnig hafa leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en í stöð- unni 17:13 hrökk allt í baklás, liðið skoraði ekki mark í 13 mínútur meðan Valur skoraði 9 og skyndi- lega stóðu heimamenn uppi með tapaðan leik. Vart þarf að taka fram að ekki stóð steinn yfir steini í lið- inu á þessum kafla. „Gömlu KA-mennnirnir“, Bald- vin Þorsteinsson og Heimir Árna- son, stóðu sig vel gegn sínum gömlu félögum og vörn Vals var firnasterk í seinni hálfleik. Sigurður Eggerts- son var lipur í seinni hálfleik. Hjá KA náðu lykilmenn í sókninni sér ekki á strik og aðeins Einar Logi Friðjónsson sem lét til sín taka. „Jú, KA-hjartað sló dálítið í fyrri hálfleik en svo varð maður ákveðinn í því að láta þá ekki valta yfir okk- ur,“ sagði Heimir Árnason. „Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik en svo náðum við að spila alvöru 3-2-1 vörn. Hún virkaði vel og hraðaupp- hlaupin komu í kjölfarið.“ Baldvin Þorsteinsson þvertók fyrir að hafa fundist það sárt að raða mörkunum á gömlu félagana. „Það er enginn annars bróðir í leik en það er ótrúlega gaman að koma hingað, margir áhorfendur og allir tóku mér vel,“ sagði Baldvin. Hon- um fannst að vonum miður að meið- ast þegar hann var virkilega kom- inn í gang og búinn að skora 6 mörk en hann bjóst ekki við að meiðslin væru alvarleg. Jónatan Magnússon, fyrirliði KA, gat engar skýringar gefið á hruni liðsins í seinni hálfleik. „Við urðum staðir í sókninni og seinir til baka og allt varð ömurlegt. Ég veit ekki hvað gerðist en við verðum að liggja yfir myndbandinu. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem við missum allt úr böndunum á heimavelli,“ sagði Jónatan. „Okkur fannst við hafa góð tök á leiknum eftir fyrri hálfleik en svo voru það gömlu KA-mennirnir sem kláruðu leikinn fyrir þá,“ bætti hann við. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Ótrúlegar sveiflur hjá KA og Val VALSMÖNNUM tókst að rífa sig upp eftir hörmulegan fyrri hálfleik og leggja KA-menn í ljónagryfju þeirra síðarnefndu með stórgóðum kafla í seinni hálfleik. Á 13 mínútum breyttist staðan úr 17:13 í 17:22 og eftirleikurinn var auðveldur hjá gestunum. Lokatölur urðu 22:26, Val í hag. „ÞAÐ er alltaf slæmt að missa leik- menn og þá sérstaklega mikla bar- áttumenn, sem hafa yfir mikilli reynslu að ráða eins og Lárus Orri Sigurðsson hefur,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu. Íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum að undanförnu. Fyrst meiddist Heiðar Helguson og getur hann ekki leikið hinn þýðing- armikla Evrópuleik gegn Þýskalandi í Hamborg 11. október. Ásgeir sagði ofan á meiðsli komi að Jóhannes Karl Guðjónsson verði ekki með, þar sem hann tekur út leikbann. „Hermann Hreiðarsson er meiddur, en það eru góðir mögu- leikar á að hann verði með, þó svo að tognun á liðböndum séu alltaf erfið.“ Meiðsli hafa verið að hrjá Helga Sigurðsson og Indriða Sigurðsson, en aftur á móti eru þeir Tryggvi Guðmundsson og Ríkharður Daða- son að koma til eftir meiðsli. Ásgeir segir að ofan á meiðsli bæt- ist að nokkrir leikmenn séu lítið að leika um þessar mundir með liðum sínum úti og þá er keppnistímabilið búið á Íslandi – aðeins bikarúrslita- leikur FH og ÍA eftir. „Ástandið er ekki eins gott og maður hefði viljað hafa það, en það kemur alltaf maður í manns stað. Við munum þjappa okkur saman fyrir leikinn í Hamborg,“ sagði Ásgeir, sem heldur í dag til Englands og mun sjá fjóra landsliðsmenn í leik með Lokeren gegn Manchester City í UEFA-bikarkeppni Evrópu í kvöld. Það eru þeir Rúnar Kristins- son, Marel Baldvinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Kaplakriki: FH – Selfoss ...........................20 Smárinn: Breiðablik – ÍR .....................19.15 Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan........19.15 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Framhús: Fram – Haukar.........................20 Kaplakriki: FH – Fylkir/ ÍR .....................18 KA-heimilið: KA/Þór – Stjarnan..........19.15 Seltjarn.: Grótta/KR – Víkingur ..........19.15 Hlíðarendi: Valur – ÍBV .......................19.15 Í KVÖLD Ásgeir missir lykilmenn WADA, Alþjóðalyfjastofnunin, sem hefur yfirumsjón með lyfjaeft- irliti íþróttamanna sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kemur fram að koffín og pseudo-efedrín séu ekki lengur á lista yfir ólög- leg efni, og eru þessi efni því ekki lengur á bannlista WADA. Hins vegar hefur örvandi efnið modafinil verið sett á bannlist- ann en á dögunum fundust niðurbrotsefni þess efnis í sýni frá Kelli White en bandaríska konan sigraði í 100 og 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór í París í Frakklandi. Íþróttamenn og -konur hafa lengi verið ósátt við að koffín væri á bannlistanum, þar sem kaffidrykkja er ríkur þáttur í daglegu lífi margra þeirra og of mikil kaffidrykkja gat haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Koffín er örvandi efni og var upphaflega sett á bannlista þar sem að íþróttamenn og konur notuðu koffíntöflur til þess að efla þrótt sinn í keppni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að slík inntaka hef- ur ekki afgerandi áhrif á afrek þeirra og aukáhrif slíkra taflna hafa slæmar afleiðingar á þá sem þeirra neyta. Koffín er ekki lengur á bannlista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.