Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 47
Elton John ber veg og vanda af gerð þáttarins og mun hafa boðið Queen aðdáandanum Robbie hlutverk Freddies sem búist er við að muni grípa tækifærið til að hasla sér völl á leiksviðinu. Robbie hefur áður lýst því yfir að hann láti sig dreyma um að syngja með Queen einn góðan veðurdag. Hann söng „We Are The Champions“ í myndinni A Knights Tale … Sir Paul McCartney lenti í útistöðum við ljósmyndara þar sem hann var að fylgjast með uppátæki glæfralistamannsins Davids Blanes í Lundúnum sem hangir þar enn í lausu lofti. Þegar ljósmyndarinn reyndi að taka mynd af McCartney fauk í Bítilinn og hann hreytti fúk- yrðum yfir alla nærstadda. Seinna viðurkenndi upplýsingafulltrúi McCartneys Geoff Baker að hafa látið ljósmyndara vita af ferðum skjólstæðings síns um þessar slóðir. Á McCartney að hafa rekið Baker í bræðiskasti sínu en sagðist síðar hafa verið að grínast. Það er annars af McCartney að frétta að hann er byrjaður að vinna að nýrri plötu en segist fara sér hægt í sakirnar, enda eigi hann von á barni … MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 47 ÚTI í hinum stóra heimi þyk- ir margt sniðugt. Til dæmis er til samkeppni um kartöflur sem líkjast frægum leikurum eða stjórnmálamönnum. Einnig er til nokkurs konar fegurðarsamkeppni þar sem keppt er í því að líkjast fræga fólkinu. Í Þýskalandi er til dæmis að finna sjónvarps- þáttinn „Germany’s best dou- bles“ eða bestu tvífarar Þýskalands. Í lokaþætti keppninnar sem haldin var í Köln sl. laugardag sigruðu meðal annars þeir Stefan Sambol, tuttugu og þriggja ára, og Hatem Guerbonj, tuttugu og fimm ára. Stefan þótti afar líkur bandarísku stórstjörnunni Tom Cruise og stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, en Hatem var talinn ótrúlega líkur brasil- íska fótboltamanninum Ron- aldo og hlaut titilinn „Besti íþrótta- maðurinn“. Hömpuðu ungu mennirnir glitrandi verðlaunagrip- um. Svo er bara að sjá hvernig þessir ungu menn nýta meðfædda hæfi- leika sína í lífinu, sér til framdráttar og heimsbyggðinni til hagsbóta. AP Bestu tvífarar Þýskalands Þýskir lukku- lákar keppa SKÚLI Ármannsson er ungur hnefaleikakappi, einungis tvítugur að aldri og hefur verið að æfa íþróttina undanfarin fjögur og hálft ár hjá Guðmundi Arasyni, hnefaleikaþjálfara í Skútuvogi. Hann fer utan til Bandaríkjanna fjórtánda október til þess að etja kappi við bandarískan boxara á undan atvinnumannakeppni þar ytra. „Ég veit ekki við hvern ég á að keppa, það kemur bara í ljós,“ segir Skúli, sem mun keppa þann sautjánda október og verður síðan úti í æfingabúðum í einn mánuð hjá þremur bandarískum þjálf- urum. „Einn þeirra er Chuck Horton, sem ég var að æfa hjá í sumar. Hann er með atvinnubox- ara, Zack „Jungle Boy“ Walters að nafni, á sínum snærum. Zack var einmitt hér á Íslandi og æfði með mér. Ég verð einmitt að hita upp fyrir Zack þegar ég keppi úti. Ég ætla mér að verða mjög góður og vinna Norðurlandamótið sem verð- ur í maí á næsta ári og þá eygi ég von á að komast á Ólympíu- leikana.“ En hvaða þýðingu hefur það fyrir Skúla að komast á Ólympíu- leikana? „Þá fær maður helling af tækifærum í framtíðinni í sam- bandi við atvinnumennsku og þess háttar. Ég er að keppa í súper- þungavigt og það eru ekki margir keppinautar hér á Íslandi í þeim flokki. Það má þess vegna segja að ég þurfi að leita út fyrir land- steinana til að finna keppinauta. Maður er að reyna að öðlast reynslu með því að keppa sem mest,“ segir Skúli, sem að lokum sendir þjálfara sínum, Guðmundi Arasyni, kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Tvítugur hnefaleikakappi sprettir úr spori Morgunblaðið/Kristinn Skúli Ármannsson og Zack „Jungle Boy“ Walters eigast við í hnefaleikaaðstöðunni í Skútuvogi. Haldið utan í boxvíking Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i.12 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. SV MBL ZOMBIE- SKONROKK FM 90.9  HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Fór bei nt á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . Sýnd kl. 5.30 og 8.30. B.i. 16 ára. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.15.Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Sýnd kl. 6. Með ísl. tali Tilb. 400 kr. Fór beint á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.