Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 35 það færa mér aftur gleði og töfra lið- inna samverustunda. Ég mun alltaf minnast þín með bros á vör þegar ég skemmti og ég bið góðan Guð að ann- ast þig. Þakka þér fyrir að gefa mér hlutdeild í lífi þínu. Stuttar samveru- stundir okkar urðu mér sannarlega til blessunar. Þín verður sárt saknað. Þinn vinur Oliver. Árni, þú varst skemmtilegur og góður vinur. Ég minnist allra þeirra góðu stunda sem ég átti með þér og þú varst besti vinur minn. Ég sakna þín mjög mikið. Ég mun alltaf minn- ast þín og hugsa vel til þín. Ég mun aldrei gleyma hversu góður vinur þú varst og skemmtilegur. Ég sam- hryggist fjölskyldu þinni innilega mikið. Þinn vinur Guðjón Viðar. Árni litli, bíóvinur minn, var alveg einstakur. Hann Árni litli heitinn kom oft til mín í heimsókn á skrifstofuna til að ræða skemmtilegasta áhugamál okk- ar beggja, nefnilega kvikmyndir og bíó. Við ræddum um kvikmyndir, leik- ara, leikkonur, kvikmyndafyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu og já 70 mín- útur enda Árni litli aðdáandi #1 og Sveppi í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann ætlaði svo sannarlega að fylgj- ast með Birgittu Haukdal þegar hún var gestastjórnandi þáttarins eitt kvöldið. Já, Árni litli vinur minn og ég áttum margar og skemmtilegar bíó- stundir saman. Hann var líka frábær eftirherma rétt eins og pabbinn hann Alfreð en þeir feðgar náðu mörgum leikurum mjög vel, ég tala nú ekki um kæki og annað sem fylgdu ákveðnum leikurum. Þeir feðgar voru hreinir meistarar í þessu. Ég man líka að Árni litli gat engan veginn sætt sig við það að Vin Diesel væri með skegg í myndinni „A Man Apart“ og hann var alls ekki sáttur við það að Vin Diesel væri ekki með í framhaldsmyndinni „2 Fast 2 Fur- ious“. Snemma beygist krókurinn eins og sagt er. Hann Árni litli hafði svo sann- arlega ákveðnar skoðanir þegar um- ræðan snerist um kvikmyndir. Árni litli vinur minn var líka með öll kvikmyndafyrirtækin í Hollywood á hreinu, þ.e. þegar maður spurði hann um hvaðan þessi mynd eða önnur kæmi, þá gat hann auðveldlega svar- að þeim spurningum, hvort sem það var Universal Pictures, Disney, Warner Bros, Fox, Paramount Pict- ures, Columbia Pictures eða Dream- Works Pictures. Já, bíó og kvikmynd- ir voru hans líf og yndi. Ég sá alveg fyrir mér að hann Árni litli vinur minn yrði næsti Kvik- myndasérfræðingur Íslands. Árni litli vinur minn var svo sann- arlega með bíómyndirnar á hreinu enda fjölskyldan sannkölluð stórbíó- myndafjölskylda. Ég fékk áfall og felldi mörg tárin þegar mér bárust þær fréttir að Árni litli vinur minn væri látinn. Mikil hryggð og sorg greip mig enda hafði hann sótt að mér deginum áður (á sunnudeginum). Það getur enginn ímyndað sér hvernig það er að missa barnið sitt. Það mun taka sinn tíma að vinna úr sorginni. Ég votta fjölskyldu Árna litla alla mína dýpstu samúð. Að lokum langar mig til að færa Árna litla vini mínum lokakveðju mína: Kæri litli vinur, það eru til margar sígildar og ódauðlegar kvik- myndir, en þú slærð þeim öllum við. Ég dáðist að baráttu þinni og þreki þessa síðustu mánuði. Ég mun alltaf minnast þín enda góðar minningar um þig sem ég geymi og varðveiti að eilífu. Góða nótt, Árni litli vinur minn, sofðu rótt og guð geymi þig og blessi. Þinn bíóvinur, Christof Wehmeier. Hann Árni var mjög góður vinur minn og mér þótti afskaplega vænt um hann. Við kynntumst á spítalanum þegar við lágum þar saman. Fyrst fórum við í heimsókn á stofurnar hvor hjá öðr- um og eftir það vorum við eiginlega alltaf saman. Svo fór hann að bjóða mér heim til sín og fleira, og þegar ég lagðist inn á spítala aftur kom hann og heimsótti mig og ég gerði það sama þegar hann lagðist inn á spít- alann. Ég bara trúi því ekki að hann sé horfinn og á svo erfitt með að sætta mig við það, því mér þótti svo vænt um hann. En ég vona að guð taki vel á móti honum á himnum. Kæru Alfreð, Magnea, Guðný og fjölskylda: Ég bið guð að veita ykkur styrk í sorginni og blessa ykkur öll. Hrafnkell Fjölnisson. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við munum öll eftir litla stráknum sem kom hérna upp í bíó og var með það á kristaltæru hvernig allt gengi fyrir sig. Frá því að hann var bara lít- ill strákur hefur hann verið fastagest- ur. Markmið hans var alltaf að vinna hjá fyrirtækinu. Fyrst lét hann sér nægja að vera í sjoppunni og fá bún- ing eins og við. En undanfarin ár hafa markmið hans orðið háleitari, hann ætlaði að verða alveg eins og pabbi, hann var meira að segja búinn að finna sér skrifstofu. Það er svo ótrú- legt að hann skuli ekki eiga eftir að koma hingað aftur að segja okkur brandara eða spyrja okkur spurninga um allt milli himins og jarðar. Við munum sakna heimsókna hans. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Alfreð, Magnea, Guðný og aðstandendur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Sofðu rótt, elsku Árni. Starfsfólk sjoppunnar, Sambíóunum Álfabakka. Það fá engin orð því lýst hvernig okkur leið þegar við fengum þær hræðilegu fréttir að Árni litli væri dá- inn. Þegar við heyrðum af veikindum hans hvarflaði það aldrei að okkur að svona myndi fara. Síðustu daga hefur varla liðið sú stund þar sem við hugs- um ekki til hans og fjölskyldunnar. Þetta eru erfiðar tilfinningar en svo koma inn á milli minningar um þenn- an yndislega dreng sem gaf svo mikið af sér. Ég gleymi aldrei svipnum á strák þegar hann mætti í vinnuna með pabba, uppáklæddur, í hvítri skyrtu, svörtum buxum með þver- slaufu og það sem skipti öllu máli lyklakippu með keðju. Hann var stolt- ur þann daginn og greinilegt hvert hugur hans stefndi. Heimsóknirnar í Stuðlabergið voru alltaf skemmtileg- ar. Þá þurfti alltaf að koma og skoða dótið og grípa í Playstation. Uppi í sumarbústað var líka gaman að vera. Þá var farið í indíánaleik og úlfar veiddir. En vænt þótti mér um þegar hann og Aron frændi bönkuðu upp á hjá okkur einn laugardaginn. Það var langt síðan við höfðum sést og ákváðu þeir frændur því að kíkja á vin sinn og auðvitað var gripið í tölvuspil. Elsku Alfreð, Magna og Guðný, það er erfitt að vita hvernig ykkur líð- ur og geta ekkert gert til að bæta líð- an ykkar. Við erum með ykkur í hug- anum og finnum gríðarlega til með ykkur. Elsku Árni, Guðný, Björn, El- ísabet, Beta, Snorri, Hrefna, Hrönn, makar og börn, þið eruð sterk og samheldin fjölskylda og með ást ykk- ar og umhyggju komist þið í gegnum þetta. Í huga okkar geymum við mynd af yndislegum, fallegum dreng með grallarabros og smitandi hlátur. Kæru vinir, guð geymi ykkur og leiði ykkur til gleðinnar á ný. Björn, Berglind og Birgitta. Kynni okkar Alfreðs Ásbergs eru orðin löng og góð og hafa vaxið í vin- áttu, sem mér er mjög kær. Vinir deila með sér gleði og mót- læti. Mér er sú minning mjög í huga, er Alfreð Ásberg sagði mér, að fædd- ur væri sonur. Þá ríkti gleði og björt von í huga foreldra og ástvina þessa fallega drengs. Honum var gefið nafnið Árni Ásberg. Ég hef notið þeirrar ánægju að fá að fylgjast með vexti hans og þroska og síðar fékk ég að kynnast honum sjálfum og eiga með honum og föður hans margar skemmtilegar stundir. Árni Ásberg var afar fallegur drengur, með bjartan svip og gleði- glampa í augum. Ég sagði honum stundum sögur frá kynnum mínum af pabba hans og þá ljómaði hann af áhuga og vildi ávallt fá meira að heyra. Síðast er ég sá hann sat ég við hlið hans og föður hans á kvikmyndasýn- ingu. Um miðbik sýningarinnar hall- aði ég mér að honum og spurði: „Jæja, finnst þér ekki þessi leikari vera sterkur?“ Hinn ungi vinur minn svaraði: „Ég verð sko miklu sterkari, þegar ég verð stór.“ Það voru líka vonir okkar allra, að hann yrði stór og sterkur. Sú von rættist ekki. Lífsljós hans slokknaði og okkur varð öllum dimmt fyrir augum. Ég finn sárt til með vini mínum og hugsa til foreldr- anna, systur hans og annarra ástvina með djúpri samúð. Við fráfall þessa unga lífsglaða drengs leitar spurning- in sterkt á mig: Hvers vegna voru honum þessi örlög búin? Hvað veldur því að svo skammt er milli gleði og sorgar? Þessi reynsla verður flestum erfið og svarið vandfundið. Oft er sunginn sálmur, sem geymir þessi orð: Ég spurði fyrr, hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós. Mér sýndist bjart, en birtan þvarr og nú er burt mitt hrós. Skáldið góða séra Matthías Joch- umsson svarar þessu í næsta versi og kveður: Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Ég hugsa til þín, kæri vinur, og ykkar ástvina allra með þeirri ein- lægu von, að nú birti senn við ljómann frá bjartri minningu fallega drengs- ins ykkar og við það ljós, sem ávallt vill lýsa okkur gegnum dimman dal sorgar og saknaðar. Það ljós er Jesús Kristur, sem nú hefur búið syninum unga stað um eilífð hjá sér. Gunnar Ólafsson. Kveðja frá Setbergsskóla Fyrir þér lá fögur framtíð starfs og dáða. Lífi alls og allra æðri kraftar ráða. Er engill banableikur brjóst þitt nakið signdi, var sem heiður himinn heitum tárum rigndi. (Davíð Stef.) Ungur, glaðvær og hress drengur sem á allt lífið framundan er fallinn frá. Vegir Guðs eru sannarlega órannsakanlegir. Við í Setbergsskóla munum minnast Árna fyrir glaðværð og það hversu góður félagi hann var. Hann hafði þau áhrif að þeir sem í kringum hann voru urðu ánægðari og brostu, hann var sólargeisli í um- hverfi sínu. Árni hefur verið hér í skólanum síðan í fjórða bekk en síð- asta vetur veiktist hann af þeim sjald- gæfa sjúkdómi sem nú hefur tekið hann frá okkur. Við í Setbergsskóla sendum for- eldrum, systur og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Okkur langar að minnast Árna Ás- berg Alfreðssonar sem kom í bekkinn til okkar haustið 2000. Þá þegar þekkti hann allmarga í bekknum og féll strax vel inn í hópinn. Hann var góður vinur, alltaf hress og kátur, brosið og hláturinn voru aldrei langt undan. Afmælin hans eru okkur minnis- stæð. Þá var öllum bekknum boðið í bíó, á frumsýningu nýrrar myndar og það fannst krökkunum spennandi. Árni vissi mjög mikið um kvikmyndir og var þar fremstur í flokki þegar um þær var rætt. Það var svo um síðustu páska að Árni veiktist og varð að vera frá skóla. Hann kom í stutta heimsókn til okkar í bekkinn í haust og það var gaman að hitta hann aftur. Við eigum öll góðar minningar um góðan dreng og sendum foreldrum hans, systur og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Margrét Böðvars, Ingibjörg, Elfa Dís og nemendur í 7. MB Setbergsskóla. Þú varst forvitinn og eðlilegur. Hvað ertu að gera? Hvers vegna? Hvernig? Fékkst að koma í vinnuna með pabba eftir að hann hafði sótt þig á leikskólann. Stóðst við borðið mitt með tómat- kinnar og sand í munnvikinu og vildir vita hvað ég væri að gera. Efnilegur pabbastrákur. Og stutt í glensið. Sett- ir upp svipinn þar sem augun skelli- hlógu. „Raggi rúsína,“ … og svo var hlaupið út af skrifstofunni og fram á gang. Og ég á eftir. Hvell hláturinn að kafna í fyndninni yfir prakkarastrik- inu bergmálaði um ganginn svo gestir hússins héldu að þeir væru á þrjúsýn- ingu. Þú hafðir það sem til þarf. Ég veit að hæfileikar þínir hafa hjálpað þér við að takast á við veik- indin af æðruleysi. Og okkur hinum styrk til þess að leyfa minningunni að lifa. Elsku Alfreð, Magnea, Guðný og öll ykkar samheldna fjölskylda. Hug- ur okkar er með ykkur. Ragnar Óskarsson og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Framnesvegi 17, Keflavík, sem lést miðvikudaginn 17. september sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 26. september kl. 13.30. Matthías Baldur Einarsson, Þorsteinn Arnberg, Helga Arnberg Matthíasdóttir, Erlendur Yngvason, Guðbjörg Arnberg Matthíasdóttir, Kjartan Gunnarsson, Matthías Arnberg Matthíasson, Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhanna Arnberg Matthíasdóttir, Benedikt Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR MAACK THORSTEINSSON, Smáraflöt 22, Garðabæ. Ragnar Thorsteinsson, Geir Thorsteinsson, Helga S. Helgadóttir, Pétur Thorsteinsson, A. Anna Stefánsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Ragnheiður Óskarsdóttir, Sigríður Thorsteinsson, Þórhallur Andrésson, Ragnheiður Thorsteinsson, Einar Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur innilega samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, VILHJÁLMS KETILSSONAR skólastjóra, Háholti 19, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Birna Ólafsdóttir, Garðar Ketill Vilhjálmsson, Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Margeir Vilhjálmsson, Herborg Arnarsdóttir, Svanur Vilhjálmsson, Kellyanne Boyce, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Jón Ingi Jónsson og barnabörn, Ketill Vilhjálmsson, Magnús Ketilsson, Auður Tryggvadóttir, Sigurgísli Stefán Ketilsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Páll Hilmar Ketilsson, Ásdís Björk Pálmadóttir, Valur Ketilsson, Hjördís Hilmarsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.