Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MANNRÉTTINDI voru brotin á SophiuHansen þegar tyrknesk stjórnvöld gripuekki til ráðstafana sem tryggðu að húnfengi að sjá dætur sínar eins og henni bar samkvæmt úrskurði dómstóla í Tyrklandi. Þetta er helsta niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem skilaði úrskurði sínum í gær, eftir að hafa ákveð- ið fyrir tveimur árum að taka málið til umfjöllunar. Dómstóllinn dæmdi tyrknesk stjórnvöld sömuleið- is til að greiða Sophiu 75 þúsund evrur í bætur og málskostnað innan þriggja mánaða, um 6,6 milljónir króna, en bótakrafa hennar hljóðaði í byrjun upp á um eina milljóndollara, sem í dag jafngildir um 77 milljónum króna. Inni í því var kostnaður vegna ferða milli Tyrklands og Íslands, húsnæðis- og síma- kostnaður í Tyrklandi, lögfræðikostnaður og ýmis annar kostnaður í tengslum við baráttuna fyrir því að Sophia fengi að umgangast dætur sínar. Forræðisdeilu Sophiu Hansen og Halims Al um dæturnar Dagbjörtu og Rúnu, sem hófst árið 1990, var vísað til Mannréttindadómstólsins árið 1997. Meginkæruefni Sophiu var að yfirvöld í Tyrklandi hefðu ekki fullnægt 8. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um verndaða friðhelgi einkalífs ilis og fjölskyldu. Féllst dómstóllinn á þetta o Tyrki hafa brotið 8. greinina. Hins vegar er ek ist á það með Sophiu og lögmanni hennar, Kaplan, að 14. grein sáttmálans hefði verið b henni. Sú grein kveður á um að tryggja mannr fólks óháð kynferði þess, uppruna, litarhætti brögðum og skoðunum. Hélt Sophia því fram gengnisréttur hennar hefði verið brotin vegn Mannréttindi bro Mannréttindadómstóll Evrópu tekur tillit til lítils SOPHIA Hansen og Halim Al gengu í hjónaba landi 13. apríl 1984. Dætur þeirra, Dagbjört og Rúna, fæddust árin 1981 og 1982. Halim Al varð íslenskur ríkisborgari í apríl Árið 1990 fór hann með dæturnar í frí til Tyrk Þær hafa ekki komið til Íslands síðan. Árið 199 féllst íslenskur dómstóll á kröfu Sophiu um sk frá Halim Al og jafnframt ákvað dómstóllinn a Sophia skyldi hafa forræði yfir dætrunum. Málaferli hafa st BUSH BIÐUR UM AÐSTOÐ George W. Bush Bandaríkja-forseti hvatti ríki heims, íræðu sem hann flutti á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, til að standa saman að upp- byggingu Íraks að stríðinu loknu. Þrátt fyrir að hart hafi verið deilt á sínum tíma um stríðið sjálft ættu aðildarríki SÞ nú að taka höndum saman varðandi endurreisn Íraks. Það er óneitanlega verulegur ósigur fyrir Bush að þurfa að biðla til Sameinuðu þjóðanna með þess- um hætti. Í aðdraganda stríðsins jafnt sem að því loknu var það stefna stjórnar hans að ekki væri nauðsynlegt að taka tillit til sjón- armiða annarra ríkja nema að tak- mörkuðu leyti. Bandaríkin gætu í sjálfu sér ein og óstudd ráðið ferð- inni í Írak. Á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir hefur komið sífellt betur í ljós að jafnvel voldugasta ríki ver- aldar þarf á vinum að halda. Kostnaðurinn við endurbyggingu Íraks verður mun meiri en Banda- ríkjastjórn áætlaði í fyrstu og ljóst að Bandaríkin verða að verja miklu meiri fjármunum, tíma og herafla í að sinna þessu verkefni en vonast hafði verið til. Með hverjum mán- uðinum sem líður frá stríðslokum, án þess að tekist hafi að tryggja ör- yggi almennra borgara jafnt sem hermanna í Írak eða þá að veita íbúum landsins nauðsynlega grunn- þjónustu aukast líkurnar á því að Írak verði ekki fyrirmynd annarra ríkja í Mið-Austurlöndum í framtíð- inni heldur víti til að varast. Forsetakosningar verða í Banda- ríkjunum í lok næsta árs og ef fram heldur sem horfir gæti Írak reynst forsetanum hættulegt veganesti í kosningabaráttuna. Bush virtist á sínum tíma vera nánast ósigrandi. Nú benda skoðanakannanir hins vegar til að úrslit forsetakosning- anna á næsta ári séu langt í frá ráðin. Viðtökur við ræðu Bush í alls- herjarþinginu í gær voru dræmar. Þótt forsetinn sé reiðubúinn að veita Sameinuðu þjóðunum aukið hlutverk vill hann ekki ganga jafn- langt og til dæmis Frakkar telja æskilegt. Hann vill ekki fela SÞ stjórn Íraks heldur hafa samtökin í hlutverki aðstoðarmannsins við að byggja upp hið íraska samfélag á nýjan leik. Vissulega hlýtur það að vera freistandi fyrir þau ríki er stóðu gegn stríðinu á sínum tíma að neita að koma til móts við Bandaríkin nema þau gangi að öllum kröfum þeirra. Það væri hins vegar hættu- spil. Sameinuðu þjóðirnar mega sín lítils án Bandaríkjanna. Nú þegar risaveldið hefur brotið odd af oflæti sínu og lýst sig reiðubúið til sam- starfs við önnur ríki á vettvangi SÞ ættu þau að taka við þeirri útréttu sáttahönd. Það eru ekki einungis Bandaríkin er hafa hag af því að það takist að koma á friði og stöðugleika í Írak. Það er forsenda þess að hægt sé að gera sér vonir um frið í Mið-Aust- urlöndum. Það er ekki síður for- senda þess að hægt verði að gera atlögu gegn þeirri ógn sem heim- inum stafar af alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Ræða Bush í gær sýnir að Bandaríkin þurfa á heiminum að halda. Ríki heims þurfa ekki síður á Bandaríkjunum að halda. GENGJAÁTÖK Í REYKJAVÍK? Margt bendir til að undanfarnadaga hafi átt sér stað átök svo- kallaðra „gengja“ eða klíkuhópa í Breiðholtshverfi í Reykjavík. Í fyrra- kvöld brauzt þannig hópur unglings- pilta inn á einkaheimili í hverfinu, braut þar allt og bramlaði og slasaði unglingspilt með því að berja hann með golfkylfu. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að lögreglan telji að um hafi verið að ræða „hefndaraðgerð“ vegna árásar á pilt við Select-verzlun í hverfinu um síðustu helgi, en sá var barinn með hafnaboltakylfu og flutt- ur á slysadeild með skurðsár. Það er mikið áhyggjuefni ef hér stefnir í sömu átt og víða í nágranna- ríkjum okkar, að gengjaátök verða viðvarandi. Slík átök eru líklega þekktust frá Bandaríkjunum, en hafa einnig komið upp í vaxandi mæli á undanförnum árum á Norðurlöndun- um og víðar. Í gengjunum eru oftast unglings- piltar eða ungir menn, oft piltar sem eiga erfitt í skóla eða hafa ekki vinnu. Munurinn á gengi af þessu tagi og venjulegri unglingaklíku eða vina- hópi er að gengin leita uppi og sækj- ast eftir átökum við önnur gengi. Hollusta við gengið er sett ofar hlýðni við lög og reglu og oft verður til vítahringur ofbeldis, þar sem sér- hverrar misgjörðar verður að hefna til að gæta „sæmdar“ gengisins. Slíkt endar stundum með manndrápum. Oftar en ekki tengjast gengin annarri glæpastarfsemi; fíkniefnasölu, þjófn- uðum, ránum, fjárkúgun og skemmd- arverkum þar sem veggjakrot er sennilega saklausasta birtingar- myndin. Þessi átök geta gengið svo langt að íbúum heilu hverfanna sé haldið í greipum ótta við ofbeldi og yfirgang af hálfu gengjanna. Þessi þróun má alls ekki ná fótfestu hér. Það er ánægjulegt að sjá að lög- reglan hyggst taka málið föstum tök- um. Í blaðinu í dag er því m.a. lýst hvernig lögreglan hefur markvisst leitazt við að koma í veg fyrir hóp- slagsmál, þar sem þau eru í uppsigl- ingu. Hins vegar þarf að fara dýpra til að komast að rótum þess að „gengin“ verða til. Til þess liggja fyrst og fremst félagslegar ástæður, og full ástæða er til að lögreglan, félags- málayfirvöld og skólayfirvöld starfi saman að því að kæfa þessa þróun í fæðingu. Síðast en ekki sízt verður að leggja áherzlu á ábyrgð foreldra á að fylgjast með því í hvers konar fé- lagsskap börnin þeirra eru og út- skýra fyrir þeim muninn á réttu og röngu í þessum efnum. SOPHIA Hansen vonast til þess aðúrskurður MannréttindadómstólsEvrópu, sem kveðinn var upp ígær vegna kæru hennar á hendur tyrkneska ríkinu, verði til þess að hún geti hitt dætur sínar tvær, þær Dagbjörtu og Rúnu, um jólin. „Ég er mjög ánægð með þann hluta dómsins sem staðfestir að tyrknesk stjórnvöld hafi brotið gegn 8. gr. mannrétt- indasáttmálans. Það þýðir að þær konur sem á eftir koma, og standa í þessu sama, þurfa ekki að ganga í gegnum þær hörmungar sem ég og dætur mínar hafa gengið í gegnum,“ segir Sophia. „Mér finnst það því sigur að hafa rutt brautina fyrir aðrar konur.“ Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hún væri rétt að átta sig á dómnum; mikið hefði verið að gera í gær og síminn hefði hringt nær látlaust. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að tyrknesk stjórnvöld hefðu brotið á mannréttindum Sophiu með því að grípa ekki til ráðstafana til að tryggja að hún fengi að sjá dætur sín- ar eins og henni bar skv. úrskurði dómstóla í Tyrklandi. Minna má í þessu sambandi á úrskurð Hæstaréttar Tyrklands frá apríl 1997 þar sem Sophiu var fenginn umgengn- isréttur við dætur sínar frá 1. júlí til 30. ágúst ár hvert, þar til dæturnar næðu 18 ára aldri. Sophia gerði margítrekaðar til- raunir til að láta reyna á þann umgengn- isrétt en án árangurs. Faðir stúlknanna, Halim Al, stóð ávallt í vegi fyrir því. Allt frá því forræðismál Sophiu og Hal- ims Al um dætur þeirra hófst árið 1991, hef- ur Sophia lítið fengið að hitta þær og um- gangast. Þá var Rúna sjö ára og Dagbjört níu ára. Núna er Dagbjört orðin 22 ára frá því í júní og Rúna verður 21 árs í október. Síðast hitti Sophia dætur sínar í febrúar árið 2002, en þá bjuggu þær hjá föður sínum í Istanbúl. Fékk Sophia að vera með þeim í samtals um sextíu klukku- stundir. „Það var í senn ynd- islegt og átakanlegt að hitta þær þá,“ segir Sophia og tek- ur fram að því miður geti hún ekki greint nákvæmlega frá þeim fundum, ella gætu þær orðið fyrir aðkasti föður síns. „Það er ótrúlegt hvað þær muna frá því þær voru hér á Íslandi; þær hafa ekki gleymt neinu.“ Sophia segir að sér hafi fundist þær ekki hafa breyst mikið í útliti. „Þær höfðu auðvitað stækkað en voru samt nákvæmlega eins og þær voru þegar þær voru litlar. Þær vildu bara vera í fanginu á mér og tala um gömlu dagana. Það var yndislegt að hitta þær.“ Hún segir að þær hafi munað eftir afmælinu sínu. „Þær voru tilbúnar með óvæntan afmæl- isglaðning handa mér.“ Sophia segir að það litla sem þær hafi tjáð henni um sína hagi hafi „verið hrikalegt“, eins og hún orðar það. „Það var svo átakanlegt að þegar ég kom upp á hótelherbergi grét ég og grét.“ Hún segir að þrátt fyrir það hafi verið gott að hitta dæturnar; það hafi eflt hana í því að gefast ekki upp. Ekkert frétt í eitt og hálft ár Þessi samverustund, sem Sophia rifjar nú upp, var fyrir einu og hálfu ári. Síðan þá hefur hún ekkert heyrt í dætrum sínum. Og það þrátt fyrir að þær séu löngu orðnar lög- ráða. „Ég hef ekkert frétt af þeim,“ ítrekar Sophia. Síðast þegar hún vissi bjuggu þær í íbúð fyrir ofa hvor í sínu he þó ekki út ve verið læstar, stiga úr íbúð hæðinni. Ein um íbúð Hali Þá vissi So ömsk fræði v en sá skóli er eru í raun og segir Sophia moskum þar segir að skv. Al í Rúnu og en þá gisti þæ hvergi út án á heimili han Ó Sophia fór mót í þeirri v en allt kom fy þeim bréf og reynt að hrin vegar skipt u ítrekaðar tilr komast að ný þeim bréf og reyndar að þ hendur en ég Sophia. Hún hræðileg. „M arlaust á hve Bætir hún þv unum eigi sé anum heldur er gjörsamle Forræðism Mannréttind 1997, en dóm efnislegrar u búin að bíða Sophia Hansen segir að úrskurður Mannré Berst svo lengi sem kraftar mín- ir leyfa Sophia Hansen hefur barist fyrir því í 12 ár að fá að umgangast dætur sínar. Arna Schram ræddi við hana í gær, en þá lá fyrir úrskurður Mannrétt- indadómstóls Evrópu, sem kveður á um að mann- réttindi hafi verið brotin á Sophiu. Sophia Hans Halim Al

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.