Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 33 Elsku amma mín er látin. Minningarnar hafa streymt upp í hug- ann síðustu daga. Kær- ar minningar frá Sól- bakka þar sem amma og afi bjuggu lengst af. Allar næturnar sem ég fékk að sofa milli afa og ömmu í græna svefnsófanum, drekka dísætt kakó og borða ristað brauð með rosalega miklu smjöri á morgnana eða vanillubúðing með appelsínusaft á kvöldin. Sitja við litla eldhúsborðið við gluggann, bank bank, færi stól- inn og afi kemur upp um hlerann á gólfinu úr kjallaranum; kjallaranum sem mörgum fannst anga af fúkka- lykt en ég elskaði þessa lykt og fór stundum niður bara í þeim tilgangi til að finna lyktina. Þetta eru örfáar af svo mörgum æskuminningum sem mér þykir svo vænt um. Mér finnst amma mín hafa verið sérstaklega dugleg kona, hún eign- aðist sjö börn og ól þau öll upp í þessu litla húsi. Hún fæddi þau og klæddi og þá á ég við að þar gengu allir í heimasaumuðu, enda var amma mjög flink saumakona. Ég man líka eftir mörgum fallegum flík- um sem hún saumaði á okkur syst- urnar. Amma var líka gangandi sönnun þess að krem og aðrar snyrtivörur gera eflaust ekki neitt gagn. Hún var með ótrúlega slétta og fína húð þrátt fyrir að vera orðin 82 ára. Hún mál- aði sig aldrei, setti aðeins einstaka sinnum á sig varalit, þreif húðina eingöngu með vatni og notaði engin „undra“ andlitskrem. Eftir því sem árin liðu hélst sam- band okkar ömmu alltaf mjög náið og fannst mér alltaf mjög notalegt að koma heim til hennar og afa á Sól- bakkann eða í Bakkavörina þar sem þau bjuggu í seinni tíð. Ég og amma gátum talað um allt og ekkert og hún hafði mikinn húm- or. Henni fannst ég alltaf svolítið fyndin og eru þau mörg hlátursköst- in sem hún og afi fengu þegar ég var að segja þeim frá einhverju. Þegar amma veiktist fyrst fyrir tæpum fjórum árum var það mikið áfall og ekki síst fyrir ömmu sjálfa þar sem hún missti málið. Það kom ekki til baka nema að litlu leyti og pirraði það ömmu óskaplega mikið enda getur hver sem er ímyndað sér hversu sárt það hlýtur að vera að missa eiginleikann til að tjá sig. Þeg- ar hún veiktist svo aftur tæpum þremur vikum fyrir andlát sitt vissi ég að amma var búin að fá nóg. Mað- ur fann fyrir ákveðnum létti að hún skyldi fá hvíldina. Þótt það sé rosa- lega sárt og söknuðurinn mikill veit ég að það var eins og amma vildi hafa það. Mér þótti afar vænt um hana ömmu mína og ég er svo glöð að hafa getað fylgt henni nánast alla leið. Síðasta skiptið sem ég sá hana fékk ég tækifæri til að segja það sem mér bjó í hjarta og hún hélt mér svo þétt- ingsfast þrátt fyrir að hún væri orðin svo máttfarin og ég er viss um að það var hennar leið til að segja mér hversu vænt henni þætti um mig Ég mun geyma allar fallegu minn- ingarnar um hana í hjarta mínu og halda þeim lifandi fyrir Rakel dóttur mína. Elsku afi, mamma og aðrir ástvin- ir, hugur minn er hjá ykkur. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Þín Inga. Minningar um ömmu tengjast flestar Sólbakka. Maður valsaði þar út og inn, útidyrnar aldrei læstar, ELSA S. MELSTED ✝ Elsa S. Melstedfæddist í Reykja- vík 22. nóvember 1920. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 11. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Nes- kirkju 23. septem- ber. allir voru velkomnir og stöðugur erill í kring- um stóra fjölskyldu. Í litla húsinu var allt á sínum stað, hlutir, mat- artímar og amma. Hún stjórnaði heimilinu styrkri hendi og vildi allt fyrir mann gera. Það virtist sjálfsagður hlutur að hún væri allt- af til staðar. Ef komið var að læstum dyrum á Sólbakka varð maður hálfundrandi. Þegar ég fullorðnað- ist gerði ég mér betur grein fyrir ósérhlífni, vinnusemi og þjónustulund ömmu. Líf hennar snerist um heimilið og fjölskylduna og ég hugsa oft til þess hve naumur frítími hennar var. Að sama skapi dáist ég að því hvernig hún þrátt fyr- ir annríkið lagði alúð við sjálfa sig. Amma var alltaf með á hreinu hvað væri „móðins“ og óaðfinnanlega til fara. Enda var hún lærð saumakona með gott auga fyrir litum og form- um. Á heimilinu var öllu haganlega fyrir komið og amma hannaði inn- réttingu utan um saumaskapinn löngu áður en tímarit fóru að fjalla um góðar lausnir fyrir lítil rými. Amma var umhyggjusöm, smekk- vís, greiðvikin og dugleg. Veikindi settu henni þrengri skorður síðustu árin en þrátt fyrir það bar hún hag fjölskyldunnar alltaf fyrir brjósti, sérstaklega yngstu fjölskyldumeð- limanna. Hún leyndi ekki skoðunum sínum á barnauppeldi en þær voru í raun einfaldar: Börnin voru ávallt í fyrsta sæti. Með það í huga kveð ég þig, elsku besta amma mín. Sjálf naut ég ríku- lega af umhyggju þinni og ástúð. Því mun ég aldrei gleyma. Þín Elsa. Elsu Melsted kynntist ég á sjö- unda aldursárinu er vinátta tókst með mér og tveimur sonum hennar. Ég varð þess fljótt áskynja að þar fór kærleiksrík móðir, eiginkona og amma. Að ala upp sjö mannvænleg börn í 60 fermetrum á Sólbakka, styðja eiginmann sinn sem vann langan vinnudag, sinna öllu kvabbi og láta öllum líða vel og geta jafn- framt sinnt saumum og skátastarfi er nokkuð sem ekki yrði leikið eftir nú til dags. Elsa var sú manngerðin sem lítið talaði um það sem fyrir lá en innti þeim mun meira af hendi, boðin og búin til að rétta hjálparhönd sínum nánustu og þeirra vinum. Elsa mátti ekki vita til þess að nokkurri mann- eskju liði illa eða skorti eitthvað. Þá komu í ríkum mæli í ljós þeir kostir sem henni höfðu verið gefnir svo og þau góðu gildi sem hún kynntist í starfi á vegum skátahreyfingarinnar sem hún sinnti alla tíð. Á Sólbakka var gott að koma, allt í föstum skorðum og maður gat ætíð vitað fyrir víst þegar gengið var úr skólanum með Páli syni hennar, hvað væri í matinn. Jú, matseðill vik- unnar var alltaf sá sami. Umhyggjan fyrir öðrum var einnig sú sama og rénaði síst með aldrinum. Elsa mín, nú er komið að leiðar- lokum. Mér verður minnisstæð sú elska og hlýja sem af þér stafaði og vil þakka fyrir þá ræktarsemi sem þú sýndir mér þegar heimili ykkar hjóna stóð mér jafnan opið þegar eitthvað bjátaði á. Kær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og skáti er kvödd. Hafðu þökk fyrir allt og allt og ég veit fyrir víst að þú hvílir í friði. Ég vil að lokum votta þér, Páll minn, börnum ykkar, fjölskyldum og öðrum aðstandendum mína hjartans samúð. Baldur Bóbó Frederiksen. Elsa er „farin heim“, eins og við skátar segjum. Elsa gekk ung í Kvenskátafélag Reykjavíkur og starfaði þennan hefðbundna skátaferil. Eftir breyt- ingar á skátafélögunum var stofnað félag eldri kvenskáta. Gekk Elsa í það. Markmið félagsins var að styðja skátafélögin fjárhagslega. Haldinn var basar árlega og ágóðinn látinn renna til skátastarfsins í Reykjavík. Þar komu hæfileikar Elsu vel fram, en hún var sérstaklega vel að sér í saumaskap og lá ekki á liði sínu. Eldri kvenskátar eru að týna töl- unni, margar „farnar heim“. Ennþá höldum við hópinn, en það skarð sem myndast við fráfall Elsu er mikið. Það er aldrei hægt að gleyma því, sem skátalífið gaf, þar er glóð, sem lýsir innst í okkar sál. Af minningum sem geymast, er því nóg að taka af, fyrr en varir er tendrað skátabál. Þá, mörg undurfögur kvöld þar sem gleðin fór með völd, þar sem vinahópur tengdi vinabönd þar sem friður ríkti og fögnuður við eldsins undra yl þar var dýrlegt að vera bara til. (Hrefna Tynes.) Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Fyrir hönd okkar í félagi eldri kvenskáta. Guðbjörg Jónsdóttir, Soffía Stefánsdóttir. Þú varst og ert og verður mér, vinur elskulegi, allt sem best og blíðast er á björtum ævidegi. GUÐJÓN BALDUR VALDIMARSSON ✝ Guðjón BaldurValdimarsson fæddist á Læk í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 9. janúar 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Selfossi 12. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Selfoss- kirkju 20. septem- ber. Ég vildi líka, vinur minn, vera ljós á þinni braut, leggja hönd í lófa þinn og líða með þér hverja þraut. Von er sárt ég sakni þín, er sætið lít ég auða, þú sem eina ástin mín ert í lífi og dauða. Sumarblærinn blíði, hann ber til þín inn frá mér kærustu kveðju og koss á vanga þinn. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Þín elskandi eiginkona Vilborg. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Ásgarði, Húsavík, sem andaðist föstudaginn 19. september, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Helgi Árnason, Jóna Kristjánsdóttir, Kristbjörn Þór Árnason, Birna Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Pétur Lúðvík Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDITH GERHARDT ÁSMUNDSSON, Reynimel 76, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 11. september, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á kvennadeild Slysavarnafélags Íslands. Þórunn K. Arnardóttir, Ásgeir Jóhannsson, Ásdís E. Arnardóttir, Erna Arnardóttir, Gunnar Þór Jakobsen, Anna María Arnardóttir, Hermóður Gestsson, Páll Ingólfur Arnarson, Halldóra Ingadóttir, Guðjón Pétur Arnarson, Svava Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN FRIÐBJÖRN ÁSGEIRSSON (Dengsi), Hringbraut 128C, Keflavík, áður til heimilis á Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 21. september. Minningarathöfn verður í Kelfavíkurkirkju fimmtudaginn 25. september kl. 11.00. Lína Þóra Gestsdóttir, Páll Þór Kristinsson, Ólafía Halldórsdóttir, Ásgeir Haraldur Kristinsson, Julie Kristinsson, Ingibjörg Lára Kristinsdóttir, Per Kristinsson, Ásta Guðríður Kristinsdóttir, Friðbert Jón Kristjánsson, Kristinn Þór Kristinsson, Hafrún Ebba Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, dóttir, stjúpdóttir og systir, SIGÞRÚÐUR ALBERTSDÓTTIR, lést í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. septem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Kjartan Óttarsson, Oddrún Sigurðardóttir, Albert Ólafsson, Ragnhildur Einarsdóttir og systkini. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, barna- barn og frændi, ÍVAR GUÐJÓNSSON, Klapparbraut 14, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 26. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitina Ægi í Garði. Erla Elísdóttir, Guðjón Ívarsson, Heiða Björk Guðjónsdóttir, Carl Jóhann Gränz, Elísabet Guðjónsdóttir, Úrsúla María Guðjónsdóttir, Ívar Magnússon, Ursula Magnússon, Ásdís Elva Gränz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.