Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 19 Vissir þú... að hér á landi er starfandi vandaður sálarrannsóknarskóli? • Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrann- sóknarskóli eitt kvöld í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkurnar á lífi eftir dauðann sem og hvar framliðnir eru og hvers konar þjóðfélag er þar að öllum líkindum? • Og vissir þú að í þessum skóla eru vandaðir fyrirlestrar um allt sem vitað er um skyggnigáfuna, draugagang, fyrirboða, orkubrautir líkamans, líkamninga að handan, svipi framlið- inna, álfa og huldufólk, geimverur, berdreymi, árur líkamans, ásókn, um guðlegar sýnir, ásamt öllum hinum fjöldamörgu rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þessum merki- legu hlutum í dag en alltof fáir vita yfirleitt um? • Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líklega ein af örfáum ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ekki flestum grundvallarspurningum okk- ar í dag um mögulegan sem og líklegan tilgang lífsins hér í heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um? Ef þú vissir það ekki, þá er svo sannarlega tími kominn til að lyfta sér upp eitt kvöld í viku í skóla sem hefur hófleg skóla- gjöld og fræðast um flestar hliðar þessara mála. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skemmtilegasta skólann í bænum í dag. Svarað er í síma skólans alla daga frá kl. 13 til 19. Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegasti skólinn í bænum Síðumúla 31 • s. 588 6060 Bláu húsunum Faxafeni • Sími 553 6622 • www.hjortur.is Opið mánudag-föstudag 11-18 laugardag 11-16 30% AF ÖLLUM VÖRUM VIÐ FLYTJUM... Suðurnesjum | „Ég er með fjölda hugmynda og vildi gera margt en frumkvöðlastarf tekur langan tíma og krefst þolinmæði og takmarkast auk þess af því að fjármagn til þeirra hluta er af skornum skammti,“ segir Guðbjörg Jóhannsdóttir sem tók til starfa sem atvinnuráðgjafi hjá Sam- bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) í byrjun júní. Atvinnuþróun er nýtt verkefni hjá SSS en því var áður sinnt hjá Reykja- nesbæ, fyrir öll Suðurnes. Guðbjörg er því atvinnufulltrúi fyrir öll sveit- arfélögin og hefur tekið upp þann sið að vera með fasta vikulega viðtals- tíma á skrifstofum þeirra allra. Auk hefur hún með höndum fram- kvæmdastjórn fyrir Eignarhalds- félag Suðurnesja sem er fjárfesting- arsjóður í eigu Byggðastofnunar, sveitarfélaganna og fyrirtækja á svæðinu. Vill aðstoða frumkvöðla Guðbjörg segir að starf sitt felist í því að efla atvinnulíf á svæðinu, í sam- vinnu við ýmsa aðila. Skipta má starf- inu í tvennt, annars vegar frum- kvöðla- og nýsköpunarstarf og hins vegar sérverkefni ýmis konar. Sjálf hefur hún mestan áhuga á ný- sköpuninni enda hefur hún reynslu af rekstri fyrirtækja og hefur menntað sig á því sviði, meðal annars í fram- haldsnámi í viðskiptafræði. „Ég vil aðstoða frumkvöðla við að stofna fyrirtæki og útvíkka starfsemi sína. Mín aðkoma getur falist í því að veita upplýsingar eða koma að sér- stökum verkefnum með þeim, til dæmis við að greina veikleika eða tækifæri. Ég hef áhuga á að efla al- mennt starfsumhverfi frumkvöðla hér á Suðurnesjum þannig að það verði hvetjandi að koma hugmyndum í framkvæmd. Það get ég gert meðal annars með því að gera í góðu sam- bandi við stuðningsnet frumkvöðla í opinberri stjórnsýslu og miðla upp- lýsingum til frumkvöðla á svæðinu,“ segir Guðbjörg. Atvinnumálin hafa verið í brenni- depli umræðunnar á Suðurnesjum á undanförnum mánuðum. Þar hefur atvinnuleysi verið hlutfallslega mest á landinu og blikur á lofti vegna um- ræðna um brottför stórs hluta varn- arliðsins. Guðbjörg tekur aðspurð fram að því miður sé málið ekki svo einfalt að hún komi askvaðandi og leysi það. Hún leggur áherslu á mik- ilvægi þess að mótuð sé framtíðarsýn í atvinnumálum, jafnt í einstökum greinum og fyrir svæðið í heild. Það stuðli að því að kraftarnir nýtist bet- ur og menn geti allir róið í sömu átt. Þá vekur hún athygli á því að mikl- ar breytingar hafi orðið á atvinnulífi svæðisins, eins og víða annars staðar, flestir vinni við þjónustu í stað frum- framleiðslu. Því sé mikilvægt að laga menntunina að breyttum þörfum at- vinnulífsins, til dæmis í gegn um sí- menntunarkerfið. Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnufulltrúi SSS leggur áherslu á nýsköpun Morgunblaðið/Jim Smart Guðbjörg: „Ég vil aðstoða frum- kvöðla við að stofna fyrirtæki.“ Frumkvöðlastarf krefst þolinmæði Grindavík | Nokkrar stúlkur úr Grindavík urðu Íslandsmeistarar í tveimur greinum á sama árinu, körfuknattleik og knattspyrnu. Stúlkurnar eru fæddar á árinu 1990. Nú í haust urðu þær Alma Rut Garðarsdóttir, Anna Þórunn Guð- mundsdóttir, Elínborg Ingv- arsdóttir og Íris Sverrisdóttir Ís- landmeistarar með UMFG í knattspyrnu. Síðastliðið vor urðu þær Íslandsmeistarar í körfuknatt- leik með félaginu. Sigurganga þeirra er einstök því þær hafa á þessum tíma aðeins tapað einum leik. Vantar fleiri stelpur „Það vantar fleiri stelpur á okkar aldri í fótboltann því við erum bara fjórar að æfa af krafti á meðan við erum fimmtán að æfa körfuna. Okkur finnst skemmtilegast að keppa og náttúrlega að vinna. Við ætlum að vinna aftur næsta ár, það er á hreinu en það verður aðeins erfiðara örugglega,“ sögðu stelp- urnar kampakátar. Ætlum að vinna aftur á næsta ári Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Skemmtilegast að keppa og vinna. Þær Alma Rut, Anna Þórunn, Elínborg og Íris úr Grindavík hafa orðið Íslands- meistarar tvisvar á sama árinu í körfuknattleik og knattspyrnu og aðeins tapað einum leik það sem af er árinu. Körfuboltasýning Ambassadors Keflavík | Bandaríska sýningarliðið Harlem Ambassadors heldur nokkrar skemmtanir hér á landi í vikunni. Í dag verður liðið með sýningu fyrir grunnskólabörn úr Grindavík og Reykjanesbæ, í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík og í kvöld verður á sama stað skemmtun fyrir almenning. Á föstudag verður skemmtun í Laugardalshöllinni á vegum Lions- hreyfingarinnar og á sunnudag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.    Ladè Majic, hinn vinsæli leikmaður og þjálfari Harlem Ambassadors. Samstaða | Sól í Grindavík er yfirskrift dagskrár um uppeldis- og menntamál. Stjórn Foreldra- félags Grunnskóla Grindavíkur (FGG) boðar til fjölskylduveislu laugardaginn 27. september næst- komandi. Fjölskylduveislan fer fram í sal Grunnskóla Grindavíkur og stend- ur frá 10 til 15.15. Fram kemur í fréttatilkynningu að markmið hennar er að efla samstöðu heim- ila og skóla og vekja foreldra til umhugsunar um uppeldis- og menntamál. Meðal þeirra sem fram koma eru Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, Guðbergur Bergsson rithöfundur, Bergur Ingólfsson leikari, Dagný Reyn- isdóttir og Hildur Hafstað kenn- arar og Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.