Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  OLE Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, gekkst undir að- gerð vegna meiðsla á hné í gær og er talið að hann verði frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar. Fyrir á sjúkralistanum hjá ensku meistur- unum eru Paul Scholes, Wes Brown og Brasilíumaðurinn Kleberson.  ARGENTÍNSKI sóknarmaðurinn Hernan Crespo sem leikur með Chelsea segir að sannkallaður meist- arabragur sé á liðinu og hann varar lið eins og Manchester United og Arsenal við. „Þegar ég er inni á vell- inum í leik með Chelsea finnst mér eins og liðið sé meistari. Sjálfstraust- ið geislar af mönnum og liðið leikur knattspyrnu sem ég kann ákaflega vel að meta,“ segir Crespo.  ALAN Shearer, fyrirliði New- castle, hefur loksins gengið frá nýj- um samningi við félagið en þessi 33 ára gamli framherji framlengdi samning sinn við liðið um eitt ár. Fréttirnar verða kannski til þess að blása nýju lífi í leik Newcastle en lið- ið hefur byrjað tímabilið illa. Það komst ekki í meistaradeildina og sit- ur í 19. sæti í úrvalsdeildinni án sig- urs. Shearer og félagar verða í eld- línunni í kvöld en þá taka þeir á móti hollenska liðinu Breda í 1. umferð UEFA-keppninnar.  LIVERPOOL verður án Senegal- ans El-Hadji Diouf í leiknum gegn Olimpija Ljubljana í UEFA-keppn- inni sem fram fer í Slóveníu í kvöld. Diouf tekur út leikbann en hann fékk tveggja leikja bann fyrir að hrækja í átt að áhorfendum í leik Liverpool á móti Celtic í UEFA-keppninni á Parkhead, heimavelli Celtic, á síð- ustu leiktíð.  NÍU úr leikmannahópi þýska liðs- ins Dortmund eiga við meiðsli að stríða og á Matthias Sammer, þjálf- ari liðsins, í miklum vandræðum með að velja liðið sem mætir Austria Vin í UEFA-keppninni á morgun. Tomas Rosicky og Jan Koller fóru á langan sjúkralista Dortmund eftir leik liðs- ins Stuttgart um helgina en fyrir á honum voru Torsten Frings, Evanil- son, Guy Demel, Christoph Metz- elder, Marcio Amoroso, Juan Fern- andes og Leandro.  BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Rivaldo segist hafa verið niður- lægður hjá Evrópumeisturum AC Milan þar sem hann hefur fengið fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Rivaldo, sem kjörinn var knatt- spyrnumaður ársins 1999, skipti yfir til Mílanóliðsins fyrir síðustu leiktíð frá Barcelona en hefur ekki náð að heilla Carlo Angelotti, þjálfara liðs- ins.  RONALDO, félagi Rivaldos í bras- ilíska landsliðinu, vill ólmur fá Rivaldo til Real Madrid. Ronaldo sagði í viðtali við brasilíska sjón- varpsstöð að hann hefði rætt við Florentino Perez forseta og beðið hann hreinlega um að kaupa Rivaldo. FÓLK ÓLAFUR Þórðarson verðuráfram við stjórnvölinn hjá ÍA ánæstu leiktíð en Ólafur á eitt ár eftir af samningi sínum við Skagamenn. Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags Knatt- spyrnufélags ÍA, sagði við Morg- unblaðið að engin endurskoð- unarákvæði væru á samningnum, hvorki hjá ÍA né Ólafi og því væri engin breyting í aðsigi hjá Ak- urnesingum hvað þjálfaramálin varðar. Ólafur tók við þjálfun ÍA á haustmánuðum árið 2000 og stýrði til sigurs á Íslandsmótinu árið eftir. Eftir skrykjótt gengi í sum- ar höfnuðu Akurnesingar í þriða sæti og mæta FH-ingum í bikarúr- slitum um næstu helgi. Ólafur Þórðarson verður um kyrrt hjá ÍA Ólafur Þórðarson VALSMENN, sem féllu úr úrvals- deildinni í þriðja sinn á fimm ár- um, gera ekki ráð fyrir neinum breytingum hjá sér fyrir næstu leiktíð. Þorlákur Árnason þjálfari á tvö ár eftir af samningi sínum og segir Jón S. Helgason, formaður knattspyrnudeildar Vals, að samn- ingur Þorláks fyrir næsta tímabil sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu. „Við sjáum engar breyt- ingar í stöðunni hvorki hvað þjálf- arann varðar né leikmenn. Allir okkar leikmenn eru samnings- bundir, flestir út 2004 og sumir lengur. Við eigum samt eftir að spjalla við menn og kanna hug þeirra en ég á ekki von á neinn þeirra vilji flýja af hólmi þó að við höfum farið niður,“ sagði Jón S. Helgason við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ómar Þorlákur Árnason Óbreytt hjá Valsmönnum LEIKMENN Harlem Ambassa- dors, bandarískt sýningarlið í körfubolta, sýna fjóra leiki hér á landi á næstu dögum. Fyrsti leik- urinn verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 26. september gegn Reykjavíkurúrvali kl. 19.15. Lionshreyfingin á Íslandi hefur með skipulag þessa leiks gera, sem er fjáröflunarleikur – söfn- unarféð rennur til líknarmála tengdra ungu fólki. Harlem í Laugardalshöll Upp úr sauð þegar Patrick Vieira, fyrirliðaArsenal, og Ruud Van Nistelrooy, mið- herja Manchester Uniteds, lenti saman með þeim afleiðingum að Vieira var rekinn af leik- velli tíu mín. fyrir leikslok. Síðan var dæmd vítaspyrna á Martin Keown, sem mótmælti dómnum hart ásamt Ray Parlour, Lauren, Ashley Cole og Jens Lehmann. Þeir létu Van Nistelrooy, sem tók vítaspyrnuna og skaut knettinum í þverslá, finna hvað Davíð keypti ölið, áður en hann tók vítaspyrnuna og á eftir. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, varði framkomu sinna manna og skellti skuld- inni á Ruud van Nistelrooy – sagði að hann hefði verið með leikaraskap. Peter Hill-Wood ver ekki framkomu leik- manna Arsenal, sem segir að það sé slæmt að horfa upp á fullorðna menn haga sér eins og leikmenn Arsenal gerðu. „Reyndir atvinnu- knattspyrnumenn geta ekki leyft sér þannig framkomu inni á vellinum,“ sagði Hill-Wood. Þess má geta að síðan Arsenal Wenger tók við Arsenal fyrir sjö árum hafa leikmenn liðs- ins fengið að sjá 52 rauð spjöld. Enska knattspyrnusambandið á eftir að taka málið fyrir, en beðið er eftir greinargerð frá dómara leiksins. Þá verður myndbands- upptaka frá leiknum skoðuð nánar. Miklar líkur eru á að forráðamenn Arsenal verði kall- aðir á teppið hjá enska knattspyrnusamband- inu. Leikmenn Arsenal hafa fengið að sjá 52 rauð spjöld á sjö árum undir stjórn knattspyrnustjórans Arsene Wenger Formaður Arsenal er ekki ánægður PETER Hill-Wood, stjórnarformaður Ars- enal, er langt frá því að vera ánægður með framkomu leikmanna liðsins gegn Manchester United á Old Trafford – segir að það sé ekki hægt að loka augunum fyrir því að hegðun leikmanna undir lok leiksins hafi verið þeim og Arsenal til skammar. Hill-Wood segir við enska fjöl- miðla að stjórn Arsenal mun taka málið föstum tökum. Reuters Leikmenn Arsenal hafa verið duglegir að safna rauð- um spjöldum síðustu ár. Hér sýnir Mike Halsey enska landsliðsmanninum Sol Campbell rautt spjald. SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur komið þeim skilaboðum til hollenska framherjans Ruud van Nistelrooy um að hann haldi áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að honum hafi brugðist bogalistin í þremur víta- spyrnum á leiktíðinni. Nistelrooy skoraði úr 19 vítaspyrnum í röð áður en hann mis- notaði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal í leik um Samfélagsskjöldinn á þúsaldarvellinum í Cardiff í ágúst þar sem hann skaut framhjá markinu. Hollendingurinn lét Finnann Jussi Jaaskalainen, markvörð Bolton, verja frá sér í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford og á sunnudaginn skaut hann boltanum í þverslána á lokasekúndunum á móti Arsenal á Old Trafford. Nistelrooy heldur áfram að taka vítin HELENA Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið leikmannahópinn sem leikur við Pólverja í undankeppni EM í Póllandi um næstu helgi. Þjóðirnar áttust við á Laugardalsvellinum fyr- ir skömmu og lauk leiknum með stórsigri Íslands, 10:0. Leikmannahópurinn sem Helena fer með til Pól- lands er þannig skipað: Þóra Björg Helgadóttir, KR, María Björg Ágústs- dóttir, Stjarnan, Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðablik, Erna B. Sigurðardóttir, Breiðablik, Erla Hendriks- dóttir, FV Kaupmannahöfn, Margrét Lára Viðars- dóttir, ÍBV, Olga Færseth, ÍBV, Edda Garðarsdóttir, KR, Embla S. Grétarsdóttir, KR, Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir, KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR, Hrefna H. Jóhannesdóttir, KR, Ásthildur Helgadóttir, Malmö, Íris Andrésdóttir, Valur, Laufey Ólafsdóttir, Valur, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Valur. Helena valdi Póllandsfara „ÞAÐ eru allar líkur á að ég haldi áfram. Ég átti fund með ÍBV um helgina og þar kom fram ósk um að ég héldi áfram en ég bað um nokkurra daga frest til að ákveða mig. Ég þarf að ræða málin við fjölskylduna og sjá hvernig þetta gengur saman við vinnuna en eins og málin horfa í dag er mjög lík- legt að ég haldi áfram,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, í samtali við Morgunblaðið. Magnús náði góðum árangri með Eyjaliðið sem hafnaði í fimmta sæti í deildinni en á tímabili spáðu margir liðinu falli. Hjalti Jóhannesson, varnarmaður, og markvörð- urinn Birkir Kristinsson eru einu leikmenn Eyja- liðsins sem verða með lausa samninga á haustmán- uðum. Líklegt er að Hjalti hætti en Eyjamenn gera sér góðar vonir um að halda Birki í sínum röðum en þessi snjalli markvörður verður fertugur á næsta ári. Magnús Gylfason áfram í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.