Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Sjóvár-Almennra trygginga hf. sendi Kauphöll Íslands bréf síðdegis á föstudag þar sem kemur fram að boðað verður til hluthafafundar inn- an 14 dag. „Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur bor- ist krafa frá Íslandsbanka hf. um að haldinn verði hluthafafundur í félaginu þar sem tillaga verði borin upp um breytingar á samþykktum félagsins og kosningu stjórnar. Stjórninni hefur jafnframt bor- ist krafa frá Afli fjárfestingarfélagi hf. og Fjárfest- ingarfélaginu Atorku hf. um að boðað verði til hlut- hafafundar þar sem bornar verði upp tillögur sem snúa annars vegar að viðskiptum með eigin hluti fé- lagsins til Íslandsbanka hf. og hins vegar að útboði á fjármálaviðskiptum félagsins. Stjórn félagsins hefur samþykkt að boða til hlut- hafafundar innan 14 daga frá móttöku kröfu hlut- hafa um að haldinn verði hluthafafundur. Boðað verður til fundarins fyrir 10. október næstkomandi. Á dagskrá fundarins verði eftirfarandi tillögur bornar upp, að kröfu hluthafa: 1. Breyting á samþykktum félagsins. Borin verð- ur upp tillaga um fækkun stjórnarmanna. 2. Kosning stjórnar. 3. Tillaga um að Sjóvá-Almennar tryggingar hf. bjóði öll fjármálaviðskipti sín út í almennu útboði. Fjárfestingarfélagið Atorka hf. og Afl fjárfest- ingarfélag hf. höfðu óskað eftir því að borin yrði upp tillaga á hluthafafundi um riftun/ógildingu o.fl. vegna viðskipta með eigin hluti félagsins til Íslands- banka hf. að nafnverði 11.258.146, sem eru 2% af heildarhlutafé félagsins. Viðskipti þessi fóru fram þann 18. september 2003. Stjórn félagsins hefur ákveðið, í samráði við Íslandsbanka hf., að þau við- skipti gangi til baka miðað við sömu kjör og eru þessir hlutir því í eigu félagsins á ný. Var þessi ákvörðun stjórnar tekin til þess að eyða allri tor- tryggni um viðskiptin gagnvart umræddum hlut- höfum og hugsanlega öðrum. Þessi viðskipti höfðu farið fram á skráðu markaðsgengi, sem var þá 37, og voru á allan hátt eðlileg. Telur stjórnin hins veg- ar afar óheppilegt að fullkomlega eðlileg viðskipti séu gerð tortryggileg gagnvart almenningi og hlut- höfum félagsins á þann hátt sem gert er í nefndri tillögu. Af þessum sökum var þessi ákvörðun tekin. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. sendu Kauphöllinni bréf um hluthafafund Hluthafafundur fyrir 10. október ÖSSUR hf. hefur samið um kaup á bandarísku fyrirtækjasamstæðunni Generation II Group, sem sérhæfir sig í spelkum til nota vegna lið- bandaáverka, slitgigtar og eftir skurðaðgerðir. Kaupverðið er 31 milljón dollara eða sem svarar til 2,4 milljarða íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að kaupin hafi mikla þýðingu hvað varðar sókn Öss- urar á hinn svokallaða stuðningstækjamarkað. „Þetta fellur mjög vel að okkar rekstri og við fáum þarna mjög breytt sölukefi bæði í Banda- ríkjunum og Kanada sem mun einnig gagnast okkar núverandi vörulínu á stoðtækjamarkaðn- um. Fyrirtækið hefur mjög fullkomna og góða vörulínu í hnjáspelkum og er með mjög sterka markaðsstöðu í spelkum vegna slitgigtar. Einnig fellur þetta vel að vörulínu okkar í ökklaspelkum sem við komum út með í byrjun þessa mánaðar.“ Um samlegðarðáhrif af kaupunum segir hann ljóst að þau verði töluverð en ekki sé tímabært að ræða það nánar. Gengið verði frá kaupunum innan þriggja vikna og þá muni nánari upplýs- ingar liggja fyrir. Generation II er forystufyrirtæki á sviði þró- unar og framleiðslu á hnjáspelkum í Norður- Ameríku, að því er segir í tilkynningu. Hjá fyr- irtækinu starfa 168 manns og er það með starf- semi í Vancouver í Kanada, Seattle í Bandaríkjunum og Brussel í Belgíu. Össur er í forystu um framleiðslu og sölu stoðtækja, en framleiðir einnig og selur stuðningsvörur á Norðurlöndunum. Í tilkynningu segir að kaup Össurar á Generation II muni auka tækifæri fé- lagsins á markaði fyrir stuðningstæki til muna en félagið hóf nýverið að markaðssetja ökkla- spelkur og er það fyrsta vörulína Össurar á þess- um markaði. Haft er eftir Dean Taylor, stofnanda og fram- kvæmdastjóra Generation II Group að sala fyr- irtækisins muni skila sér til viðskiptavina þess í fjölbreyttara vöruúrvali og auknu svigrúmi til að halda áfram metnaðarfullu rannsóknar- og þró- unarstarfi. Þá er haft eftir Alan Young, forstjóra fyrirtæksins í Bandaríkjunum, að samruninn sé spennandi tækifæri fyrir starfsfólkið til að vinna með fremsta fyrirtæki á sínu sviði. Áætlað er að tekjur Generation II Group verði rúmar 20 millj- ónir dollara eða ríflega 1,5 milljarðar íslenskra króna á tólf mánaða tímabili sem lýkur 30. sept- ember 2003. Árstekjur aukist um 20% Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær sagði að með kaupunum mætti ætla að samanlagðar árs- tekjur samstæðu Össurar ykjust um liðlega 20%. Ekki hefði verið upplýst hvernig staðið yrði að fjármögnun kaupanna en telja mætti að Össur mundi ekki þurfa að ráðast í útgáfu nýrra hluta vegna þeirra. Verð hlutabréfa í Össuri hækkaði um 6,1% í Kauphöll Íslands í gær og var lokaverð dagsins 52,5 krónur á hlut en markaðsverð Össurar er samkvæmt þessu 17.243 milljónir króna. Össur kaupir Generation II fyrir 2,4 milljarða VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ frá Landflutningum hf. með 23 tonn af óunninni rækju á leið til Ísafjarðar, valt á veginum í Bitrufirði rétt fyrir sunnan bæinn Bræðrabrekku á föstu- dagskvöld. Óhappið varð þegar bíl- stjórinn mætti annarri flutningabif- reið og mun vegkantur hafa gefið sig með þeim afleiðingum að bifreiðin lagðist á hliðina. Bílstjórinn slapp ómeiddur en ekki er fullljóst með skemmdir á bifreiðinni. Henni var náð upp á veg í í fyrrinótt og komu björgunarsveitamenn Slysavarna- félagsins Landsbjargar á vettvang til að bjarga farminum. Svo virtist sem rækjukassarnir væru óskemmdir. Valt með 23 tonn af rækju ÍSLENSKI leikhópurinn Vestur- port frumsýnir Rómeó og Júlíu eft- ir William Shakespeare á miðviku- dag í hinu kunna leikhúsi Lundúnaborgar, Young Vic. Er þetta í fyrsta sinn sem íslensk upp- færsla með íslenskum leikurum fer á fjalir eins af stóru leikhúsunum í Lundúnum. Íslenskur leikhópur hefur ekki áður sýnt fullmótað verk í einu þekktasta leikhúsi Evrópu án opinberra styrkja. Hið kunna leikrit Rómeó og Júlía er hér í leikgerð Gísla Arnar Garð- arssonar, Hallgríms Helgasonar og Tanya Ronders. Verkið verður sýnt sjö sinnum í viku fram til 25. októ- bers nk. Sýningin er ein af aðalsýn- ingum leikhússins þetta leikárið. Auk þess að vera einn aðalleikari sýningarinnar er Gísli Örn leik- stjóri ásamt Bretanum Rufus Norr- is. Um tuttugu Íslendingar hafa dvalið í Lundúnum síðustu tvær vikurnar við undirbúning og æfing- ar. Hefur mikla trú á ungu íslensku listafólki Björgólfur Thor Björgólfsson, kaupsýslumaður, sem búsettur er í Lundúnum, styrkir uppfærsluna og kemur að ýmsum þáttum hennar. Björgólfur Thor segist hafa mikla trú á ungu íslensku listafólki og er hann sannfærður um að það eigi fullt erindi á leiksvið í borg leikhús- anna. „Ég hef trú á þessum lista- mönnum. Ég er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum og greiða fyrir útrás þeirra. Íslenskt hugvit og íslenskt hæfileikafólk á fullt er- indi og mun standast harða sam- keppni á erlendum vettvangi. Ég er sannfærður um að framfarir í ís- lensku listalífi sem og öllu öðru at- hafnalífi byggjast á því að okkar besta fólk fái tækifæri erlendis. Þar eru möguleikarnir og mig grunar að þessi sýning á Rómeó og Júlíu hér í London sýni öllum að Íslend- ingar eiga fullt erindi inn á stóra sviðið.“ „Okkur í Vesturporti var það mikill heiður að fá boð um að sýna Rómeó og Júlíu í Young Vic-leik- húsinu í London. Eykur það vonir okkar Íslendinganna um að fá fleiri tækifæri erlendis,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri og forsprakki sýningarinnar. „Án stuðnings Björgólfs Thors hefði þetta hins vegar ekki verið hægt. Þá skiptir stuðningur Björg- ólfs Thors leikhópinn miklu máli því hann tekur þátt í verkefninu af heilum hug og er rekinn áfram af sömu ástríðu og áhuga og við vor- um þegar við byrjuðum heima í fyrra og nærumst enn á hér í Lond- on.“ Aðrir helstu leikarar í sýning- unni eru Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson. Gott- skálk Dagur Sigurðarson og Krist- ín Ólafsdóttir eru framleiðandur sýningarinnar í Lundúnum. Rómeó og Júlía sett upp á fjölum Young Vic-leikhússins í London Björgólfur Thor Björgólfsson og Gísli Örn Garðarsson fagna undirritun samstarfssamnings á sviði Young Vic- leikhússins. Leikararnir Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir sveifla sér í rólunum fyrir aftan þá. „Íslendingar eiga erindi á stóra sviðið“ MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá stjórn Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. Tilefnið er bréf sem barst stjórn Sjóvár-Al- mennra frá nokkrum hluthöfum í félaginu, en fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum. Vegna bréfsins vill stjórn félagsins taka eftirfar- andi fram. „Stjórn og stjórnendum Sjóvá- Almennra trygginga hf. er mjög umhugað um að jákvæðni ríki í hópi viðskiptavina, starfsmanna og eigenda félagsins í tengslum við kaup Íslandsbanka á ráðandi hlut í félaginu. Markmið með kaupum bankans er að tryggja hagsmuni viðskiptavina og hluthafa og styrkja samkeppnisstöðu til fram- tíðar. Að mati stjórnar félagsins er alls ekki tilefni til að tortryggja sölu á eigin bréfum til Íslands- banka. Að sölunni var á allan hátt eðlilega staðið og engin leynd hvíldi á því að viðskiptin hefðu átt sér stað. Þrátt fyrir þá afstöðu að rétt hafi verið að málum staðið hefur stjórn félagsins í samráði við bankann ákveðið að viðskiptin verði látin ganga til baka. Ein- ungis er um að ræða 2% hlut í fé- laginu og hefur sá hlutur engin úr- slitaáhrif um framgang viðskipt- anna. Meðfylgjandi er frétta- tilkynning sem send var til Kauphallar Íslands í lok dags í gær, en þar kemur fram að við- skiptin hafi verið afturkölluð og eru hinir seldu hlutir því komnir í eigu félagsins á ný.“ Yfirlýsing frá Sjóvá- Almennum SHELL og Olís ákváðu í gær að lækka verðið á lítra af bensíni um 3,50 kr., en ESSO tilkynnti um sam- svarandi lækkun á föstudag. Eftir breytingarnar er lítraverðið á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu 92,60 kr., en fullt þjónustuverð er 96,60 kr. Handhafar vildarkorta Shell fá viðbótarafslátt í formi punkta sem jafngildir um 1,50 kr. fyrir hvern keyptan bensínlítra á stöðvum félagsins. Bensínið lækkar líka hjá Olís og Shell ♦ ♦ ♦ FÁLKI, sem undanfarinn mánuð hefur dvalið á byggðasafninu á Höfn í Hornafirði, fer á næstu dögum í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem hann fær lögheimili, að því er kemur fram á fréttavefnum Horni.is. Fálkinn var skaddaður á væng og gat ekki flogið þegar hann fannst og var settur í hjallinn við Gömlubúð þar sem hann hefur dvalið í góðu yf- irlæti síðan. Fálkinn gæðir sér á ýmsu góðgæti. Fálki í Hús- dýragarðinum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.