Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 21
um kemur hann við á leið vestur til Los Angeles. Þá höfum við stund- um kvöldmat saman og morgun- mat. Mér finnst það vera nauðsyn- legt að hafa samband við skyldfólkið og vinafólk og ég vil síður gleyma íslenskunni. En það tala hana orðið fáir hérna. Það er mest að fólk hérna heilsist og kveðjist á íslensku, en ég hef tekið á móti bændahópum frá Íslandi og ég hef dálítið gaman af því.“ Þegar Torfi lítur yfir farinn veg segir hann að ferðirnar til Íslands standi upp úr. „Það gat ekki verið mikið betra. Áður en ég fór fyrstu ferðina hafði ég hugmynd um land- ið af því að mamma og pabbi sögðu okkur svo mikið um Ísland. Þegar ég kom þangað og sérstaklega þegar ég kom á Vestfirðina, þar sem þau ólust upp, sá ég alveg plássin sem þau höfðu útlýst fyrir okkur. Mér fannst eins og ég ætti næstum því heima þar. Samt var ég ekki alveg tilbúinn að flytja. En það var líka gaman að kynnast fólkinu. Ég vissi af skyldfólkinu en að sjá það og tala við það og vera með því var skemmtilegt. Þar sem ég ólst upp í Norður-Dakóta vor- um við bara fjögur. Engin önnur skyldmenni neins staðar fyrr en norður í Kanada. Það var ekki fyrr en ég var orðinn tólf eða þrettán ára að ég fór fyrst norður til Kan- ada og hitti skyldfólk. En ég hef alltaf verið Íslendingur. Þegar ég var í hernum þá var ég í skóla fyr- ir tíma. Við vorum fjórir menn í hverjum hópi og það var verið að kenna okkur að gera við her- mannabíla og svoleiðis. Fyrsta sem kennarinn gerði var að kynnast hópnum og spurði okkur að nafni. Þegar hann spurði mig sagði ég Torfi Guðbjartur. Hann horfði á mig og spurði svo: Hverrar þjóðar ertu? Ég segi ég er Íslendingur. Íslendingur? segir hann. Ég hélt að þeir væru eskimóar. Lít ég út fyrir að vera eskimói? sagði ég og þá sagði hann ekkert. Ég fann út seinna að hann var fæddur og upp- alinn í Kaliforníu og það var ekki nema von að hann spyrði því hann hafði örugglega aldrei heyrt um Ís- lendinga áður enda vissi fólk hérna ekki mikið um Ísland fyrr en eftir stríðið.“ steg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukkustund- arakstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er að finna frábærar aðstæður fyrir skíðamanninn. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a. hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Salzburg, flugsæti og skattar. Verð kr. 59.950 Flug, skattar og gisting, m.v. hótel án nafns, Zell am See/Kaprun. Vikuferð með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. · 31. jan. · 7. feb. · 14. feb. Beint flug til Salzburg Skíðaveisla Heimsferða Austurríki Zell am See – St. Anton - Lech NÁMSAÐSTOÐ grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli íslenska - stærðfræði - enska - danska - spænska - þýska - franska - eðlisfræði - efnafræði - bókfærsla o.fl. Nemendaþjónustan sf. www.namsadstod.is Innritun í síma 557 9233 kl. 17-19 virka daga           ! ! "  !      # $ % %& ' #(#   )## %& Ítölsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.