Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 29 um fyrst og fremst á milli Landsbanka og Ís- landsbanka og aðila, sem tengjast þeim, eru eðli- legar og heilbrigðar. Þær snúast um tvennt: Í fyrsta lagi: er það íslenzku atvinnulífi til framdráttar að bankar sitji báðum megin við borðið og séu bæði stórir hluthafar og viðskipta- bankar fyrirtækjanna? Í öðru lagi: er það íslenzku þjóðfélagi til fram- dráttar að eignir hennar færist á fárra manna hendur? Ef eignarhald bankanna á stórum hlut í stórum fyrirtækjum er fyrst og fremst hugsað til skamms tíma til þess að greiða fyrir breytingum á eignarhaldi og öðrum svonefndum umbreyt- ingum er í sjálfu sér ekki mikið við því að segja. Svo lengi sem þau orð standa að um skammtíma eignarhald sé að ræða. Það kemur fljótt í ljós hvort svo verður. Ef hins vegar niðurstaðan verður sú, að bankarnir eigi þessa hluti til lengri tíma horfir málið við á annan veg. Þá er eðlilegt að ræða þetta mál ofan í kjölinn. Þá er skyn- samlegt að kanna reynslu annarra þjóða, m.a. Þjóðverja, þar sem svipað kerfi byggðist upp eft- ir stríð og margir telja, að hafi orðið þýzku at- vinnulífi til mikilla óþæginda, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Um seinna atriðið er þetta að segja: Það er margfengin reynsla – eins og rakið var hér að framan – að eignarhald of fárra aðila að of miklu í svo fámennu samfélagi, sem við höfum byggt upp á Íslandi, veldur óróleika og átökum. Það er ekki skynsamlegt að efna til þeirra átaka. Þau geta einfaldlega ekki endað nema á einn veg. Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt: Alþingi Íslend- inga hefur síðasta orðið. Ræða formanns bankaráðs Landsbankans í Lúxemborg sýnir hins vegar að um þetta eru hann og Morgunblaðið sammála. Björgólfur veit líka og það hljóta aðrir forystumenn í atvinnulíf- inu líka að vita, að það er einfaldlega ekki hægt að hagnast meira á viðskiptum við 280 þúsund einstaklinga en nú er gert. Þess vegna hljóta þeir, sem áhuga hafa á auknum viðskiptum, að horfa í aðrar áttir. Forystumenn stórra fyrirtækja á Íslandi hafa lengi haft tilhneigingu til að líta á umræður sem þessar sem fjandskap við þá eða fyrirtæki þeirra. Svo er ekki og hefur aldrei verið. Íslendingar fagna hverjum sigri, sem íslenzk fyrirtæki vinna á erlendri grundu. Þar gildir einu, hvort um er að ræða uppbyggingu fiskútflutningsfyrirtækjanna á sínum tíma, aukin umsvif ferðaþjónustunnar víða um heim, útrás útgerðarfyrirtækjanna, at- vinnuuppbyggingu Samsonar-hópsins í Rúss- landi, umsvif Baugs í öðrum löndum eða upp- byggingu fjármálafyrirtækjanna á alþjóðlegum vettvangi. Allt er þetta landsmönnum fagnaðar- efni. Allt opnar þetta ungum Íslendingum tæki- færi til að kynnast starfsháttum og vinnubrögð- um annars staðar og nýta alþjóðlega menntun á alþjóðlegum vettvangi. Í raun og veru væri æskilegt að það skapist eins konar sátt um það milli þjóðarinnar og þeirra, sem mest umsvif hafa í atvinnulífinu um þessar mundir að hin stefnumarkandi ræða Björgólfs Guðmundssonar í Lúxemborg vísi ekki aðeins veginn fyrir Landsbankann og Samsonar- hópinn heldur fyrir alla þá, sem hér eiga hlut að máli. Telji einhverjir í þeim hópi að ósætti ríki á milli þeirra og almennings í þessu landi geta þeir verið vissir um að sættir geta tekizt á þeim grundvelli, sem lagður var í Lúxemborgarræðu formanns bankaráðs Landsbankans. Austrið Að mörgu leyti má segja, að markaðir á Vesturlöndum séu mettaðir að því leyti til að þjóðirnar beggja vegna Atlantshafsins hafa náð ákveðnu velmeg- unarstigi og þar hafa orðið til sterk og traust fyrirtæki, sem áreiðanlega vilja halda sínum hlut. Þess vegna vekur athygli að Landsbankinn hyggzt setja upp starfsstöð í Rússlandi. Vafa- laust byggist sú ákvörðun á reynslu og þekkingu aðaleigenda bankans á viðskiptum og atvinnu- starfsemi í Rússlandi. Þeir hafa líka, sem aðal- eigendur Pharmaco, reynslu af viðskiptum í öðr- um hlutum Austur-Evrópu og þá ekki sízt í Búlgaríu. Tæpast fer á milli mála, að horfi menn til vaxtarmöguleika hljóta þeir að vera miklir í þeim löndum, sem nú eru að opnast í austurhluta Evr- ópu eftir fall Sovétríkjanna og kommúnismans og sum hver eru að verða aðilar að Evrópusam- bandinu. Bersýnilegt er að þangað horfa Lands- bankamenn og Samsonar-hópurinn og hafa nú þegar af því góða reynslu. Það er líka ljóst, að all- mörg íslenzk fyrirtæki hafa náð góðum árangri í að byggja upp fyrirtæki í Eystrasaltsríkjunum. Sú uppbygging er skýrt dæmi um það hvað póli- tísk áhrif geta skipt miklu. Ef íslenzk ríkisstjórn hefði á sínum tíma ekki tekið afgerandi frum- kvæði í að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna hefði íslenzkum athafnamönnum ekki verið tekið jafnvel í þessum ríkjum og raun ber vitni. Mörg rök hníga til þess að möguleikar Íslend- inga í viðskiptum á erlendri grundu liggi ekki sízt í ríkjunum í austurhluta Evrópu. Í því sambandi er ástæða til að benda á Rússland sérstaklega. Reynsla okkar sýnir að þar eru mikil tækifæri. Stjórnarfarið er orðið traustara en áður var og rík ástæða til að íslenzkir athafnamenn hugi bet- ur að þeim tækifærum, sem þar kunna að vera fyrir hendi. Ætla má að starfsemi Landsbankans í Pétursborg eigi eftir að opna Íslendingum leið inn í atvinnulíf í Rússlandi. Hér skortir hvorki þekkingu, menntun né áræði og vaxandi mögu- leikar eru á að fjármagna slík umsvif. Hin stóra mynd hlýtur að vera sú, að í stað inn- byrðis átaka um allt of lítinn markað hér heima, sem óhjákvæmilega leiða til illvígra pólitískra átaka eigi landsmenn að sameinast um að byggja upp atvinnustarfsemi í öðrum löndum, þar sem markaðir eru stærri. Við höfum nú allt sem til þarf. Forystumenn sem hafa látið verkin tala, menntun, þekkingu og fjármagn. Morgunblaðið/Kristinn Hjólað meðfram Hallsvegi í Grafarvogi. „Í raun og veru væri æskilegt að það skapist eins konar sátt um það milli þjóðarinnar og þeirra, sem mest umsvif hafa í at- vinnulífinu um þess- ar mundir, að hin stefnumarkandi ræða Björgólfs Guð- mundssonar í Lúx- emborg vísi ekki að- eins veginn fyrir Landsbankann og Samsonar-hópinn heldur fyrir alla þá, sem hér eiga hlut að máli.“ Laugardagur 27. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.