Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 43 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu: Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóðbylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Aðveld kaup. Rekstrarleiga með kauprétti kemur til greina. Tveir pizza take-out staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði. Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. L.A. Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sætum. Löng og góð rekstrarsaga. Bílaverkstæði með mikil og föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækj- um búið í eigin húsnæði á góðum stað. Glæsileg tískuvöruverslun í stórri verslunarmiðstöð. Góð viðskipta- sambönd. Kaffi Expresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Miklir möguleikar. Auðveld kaup. Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. Traust jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi óskar eftir duglegum og heiðarlegum meðeiganda sem hefur reynslu á þessu sviði. Viðkom- andi verður að leggja fram a.m.k. 10 m. kr. í peningum. Mjög góð verkefnastaða og mikil tækifæri framundan. Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður. Vélaverkstæði í Keflavík með alhliða málmsmíði. Vel tækjum búið. Gott fjárfestingatækifæri. Stórt hótel á landsbyggðinni í öruggri út- leigu. Skipti á fasteign í Reykjavík kemur til greina. Hálendismiðstöðin Hrauneyjum er fáanleg til rekstrarleigu með kauprétti. Gisti- og veitingastaður með mikla sérstöðu og góðan rekstur. Mjög gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu, sem hefur gaman af hálendinu og langar að eignast eigið fyrirtæki. Gott fyrirtæki með flúðasiglingar til sölu að hluta eða að öllu leyti. Mikill vöxtur - miklir möguleikar. Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka. Rammamiðstöðin, Síðumúla, óskar eftir sameiningu eða samstarfi við rekstur sem fer saman við rammagerð - gallerý. Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið fyrir trésmið sem vill breyta um starf. Sérverslun með vörur til víngerðar. Eigin innflutningur. Glæsileg snyrtivöruverslun á Laugavegi. Eigin innflutningur að hluta. Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Frábær alhli›a jeppadekk fáanleg í flestum stær›um EINS og þegar hefur komið fram á síðum Mbl. í fréttatilkynningu frá sýningarnefnd NORDIU 03, verður enn einu sinni efnt til samnorrænn- ar frímerkjasýningar í Reykjavík dagana 16.–19. október nk. Mark- mið NORDIU-sýninga er það að kynna sem bezt söfnun frímerkja á Norðurlöndum. Jafnframt er til- gangur þeirra sá að skerpa um leið alla samvinnu milli norrænna frí- merkjasafnara innbyrðis. Hygg ég, að hér hafi vel til tekizt í hvívetna. Sýningin verður á Kjarvalsstöðum, þar sem fyrri slíkar sýningar hafa verið haldnar. Er nú tæpur mánuður til stefnu, þar til NORDIA 03 hleypur af stokkunum að þessu sinni. Í áður- nefndri fréttatilkynningu segir, að allt bendi til þess, að þessi sýning verði ein af bezt sóttu frímerkjasýn- ingum, sem hér hafa verið haldnar. Er sleitulaust unnið að undirbúningi hennar, og hefur öllum römmum, um 600 að tölu, og sölubásum þegar verið ráðstafað. Þeir verða rúmlega 20 og sumir þeirra tvöfaldir að stærð. Eins og safnarar þekkja mæta vel, finna þeir oft frímerki og annað frímerkjaefni, sem vantað hefur í söfn þeirra, í sölubásum kaupmanna. Þess vegna er oft ekki minni ös hjá þeim en við sjálfa sýn- ingarrammana. Þá verða níu sölu- básar á vegum póststjórna, þar sem kaupa má ónotuð frímerki. Það ber hér til tíðinda, að þýzka póststjórnin verður með sölubás í fyrsta skipti. Þá verður Thorvaldsensfélagið með sölubás með jólafrímerki sín, eins og oft áður. Sem væntanlegur dómnefndar- maður á sýningunni, hef ég fengið skrá yfir sýnendur og söfn þeirra. Ég vil nú greina frá nokkrum söfn- um, svo að safnarar og gestir sjái, hvað þeim verður boðið upp á. Hins vegar er ekki unnt að nefna nema hluta þessa efnis, enda er sjón alltaf sögu ríkari. Í heiðursdeild verður að vonum hið þekkta og margverðlaunaða Ís- landssafn Indriða Pálssonar, sem spannar yfir árin 1838–1902, þ.e. svonefnt forfrímerkjaefni til 1873 og svo þaðan ónotuð skildinga- og aurafrímerki ásamt fágætum bréf- um frá þessum árum. Þetta safn er orðið svo kunnugt söfnurum, að þess gerist ekki þörf að fjölyrða um það hér. Eins verður hluti af skildinga- og aurabréfum úr Þjóðskjalasafni Ís- lands á sýningunni, enda eru í safni þess mörg sjaldséð bréf og jafnvel einstæð, sem varðveitzt hafa í skjöl- um þess. Enda þótt þau hafi áður verið á sýningum, er alltaf jafn- ánægjulegt að hafa tækifæri til að virða þau fyrir sér. Þá verða í sérstakri boðsdeild ís- lenzkt bréfspjaldasafn Sigurðar R. Péturssonar og safn Jóns Aðalsteins Jónssonar af tvílitu dönsku skild- inga- og auramerkjunum frá 1870– 1905. Þessi söfn hafa áður verið á sýningum, svo að þarflaust er að lýsa þeim nánar hér. Í samkeppnisdeild verða mörg mjög áhugaverð söfn. Úr frímerkja- samtökum okkar verða sjö sýnend- ur, að viðbættum þremur erlendum söfnurum, sem einnig eru í samtök- unum og hafa þannig öðlazt þátt- tökurétt á norrænum sýningum. Ís- lenzku söfnin eru okkur vel kunn frá fyrri sýningum. Hjalti Jóhannesson sýnir í fimm römmum antikva- og lapidar- stimpla, sem eru elztu íslenzku póst- stimplar á frímerkjum okkar. Hjalti er enn að bæta við safn sitt, svo að þar munu nú komnir hlutir, sem við höfum ekki áður séð. – Jón Egilsson sýnir í jafnmörgum römmum frí- merkjaefni, sem bundið er heimabæ hans, Hafnarfirði. – Rúnar Þór Stef- ánsson, varaformaður LÍF, sýnir frímerkjaefni, sem tengist hernáms- liðinu í síðari heimsstyrjöldinni og kallast herpóstur. Er það einnig í fimm römmum. – Þá verður formað- ur FF, Sveinn Ingi Sveinsson, með númerastimplasafn í fimm römm- um. Það safn hefur áður sézt á sýn- ingum, en Sveinn Ingi mun stöðugt vera að draga þar að góða hluti. – Árni Gústafsson, ritari FF, sýnir í fyrsta skipti á norrænni frímerkja- sýningu safn, sem tengist ferðum þýzka loftskipsins, Graf Zeppelin til Íslands 1931. Árni hefur áður sýnt þetta safn á þjóðlegri sýningu (nat- ional), en nú fer hann með það á nor- ræna sýningu í þremur römmum, enda hefur hann aukið safnið veru- lega frá fyrri sýningu. Fer vel á því, að Árni hefur helgað sig þessum þætti í íslenzkri póstsögu, sem féll alveg niður meðal íslenzkra safnara við fráfall Páls Ásgeirssonar. – Eið- ur Árnason sýnir í tveimur römmum efni, sem hann kallar „Leiðréttingar á afstimplunum frímerkingarvéla“. Hann skýrir það svo, að hér sé um að ræða „leiðrétt burðargjöld á af- stimplunum frímerkingarvéla með frímerkjum og póststimplum á við- komandi pósthúsum“. Er þetta úr- tak frá 1961–2000. Hér er því á ferð- inni, að mér skilst, enn eitt svið innan póststimpla. – Þá verður Ein- ar Siggeirsson með frímerki úr „Heimsreisum“ hins ferðaglaða páfa, Jóhannesar Páls 2. Hefur Ein- ar tekið að sér að fylgja páfa um heiminn með þeim frímerkjum, sem póststjórnir hlutaðeigandi landa hafa gefið út af því tilefni. Fáum við að sjá hér hluta úr safni Einars. Frímerkjafélagið Askja á Húsa- vík sýnir í fimm römmum Póstsögu Þingeyjarsýslu 1823–2002. Er þar brugðið upp margs konar efni frá þessum tíma, svo sem forfrímerkja- bréfum og svo lausum merkjum með blekógildingum, kórónu-, númera- og brúarstimplum. Nokkrir erlendir safnarar verða með íslenzkt efni á sýningunni. Tveir þeirra eru frá Danmörku og vel þekktir meðal íslenzkra safnara. Orla Nielsen sýnir í átta römmum safn sitt af íslenzkum frímerkjum og þjónustumerkjum og umslögum allt frá forfrímerkjatímanum og til loka Tveggja kónga frímerkjanna 1918. Hefur safnið tvívegis hlotið stórt gyllt silfur. Samkv. – Ole Svinth sýnir erlenda stimpla á íslenzkum frímerkjum í sex römmum. Hefur hann, eins og kunnugt er, lengi safn- að slíkum stimplum og sýnt þá á sýningum. – Frá SCC í Bandaríkj- unum kemur íslenzkt bréfspjalda- safn, sem Gordon C. Morison hefur sett saman. Er það í átta römmum. Þá hefur verið getið þess frí- merkjaefnis, sem varðar Ísland sér- staklega. En margt annað áhuga- vert efni verður á sýningunni. Skal nú hlaupið á ýmsum hlutum, sem ætla má, að sýningargestir hafi áhuga á að skoða. Við fljótlega athugun verða á NORDIU 03 fimmtán gullsöfn með margs konar fágætu efni. Er alveg ljóst, að staðall sýningarinnar er mjög hár. Ég játa, að ég þekki mjög takmarkað mörg þeirra safna, sem sýnd verða, enda sum þeirra af þröngu svæði. Ég hygg ég muni samt stanza við sum þeirra. Nefni ég þar sýningarefni fá eyjunni Helgoland í mynni Saxelfar, en hún laut Englendingum frá 1815–1891, er Þjóðverjar fengu hana aftur í sín- ar hendur. Þá er póstsögusafn frá eyjunni Gotlandi í Eystrasalti í átta römmum. Það safn sá ég á sýningu fyrir nokkrum árum og heillaðist mjög af því. Það hefur líka hlotið gullverðlaun. – Þá verður að geta þess, að eitt safn kemur alla leið frá Japan. Höfundur þess sýnir hér póstsögu Svíþjóðar frá því að hún hófst 1636 og til ársins 1877. Hefur þetta safn hlotið mjög góð verðlaun, að mér skilst. Sérstök bókmenntadeild verður á NORDIU 03. Þær bókmenntir, sem þar verða sýndir, varða Norðurlönd með einum eða öðrum hætti. Ein- ungis eitt verk, Stamps of Iceland 1872–1903, fjallar um íslenzk frí- merki. Er höfundur þess hollenzk- ur, Henry Regeling, sem ýmsir safnarar hér heima kannast við. Samkv. Islands Kontakt í Dan- mörku munu nokkrir félagar í Is- landsklubben sækja sýninguna heim. Einn þeirra, Ebbe Eldrup er umboðsmaður fyrir Danmörku, en jafnframt verður hann dómari. – Þá koma félagar úr Föreningen Is- landssamlarna í Svíþjóð á sýn- inguna. Af þessu má sjá, að veruleg- ur áhugi er meðal norrænna frímerkjasafnara á að sjá NORDIU 03 dagana 16.–19. okt. og jafnframt í leiðinni að heilsa upp á íslenzka frí- merkjasafnara. NORDIA 03 FRÍMERKI Sérstimplar, sem notaðir verða á NORDIU 03. Jón Aðalsteinn Jónsson Opið hús hjá Samfylkingunni í Kópavogi á morgun, mánudaginn 29. september kl. 20.30 – 22, í Hamraborg 11. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir alþingsmaður verður máls- hefjandi í umræðum um landbúnað, búsetu og alþjóðavæðingu. Á MORGUN Málþing um skólagöngu barna með athyglisbrest, ofvirkni (AD/ HD) og hegðunarvanda verður hald- ið í Kennaraháskóla Íslands, föstu- daginn 3. október kl. 14–17. Mark- miðið með málþinginu er að vekja athygli og auka skilning á málefnum grunnskólanemenda með athygl- isbrest, ofvirkni og hegðunarvanda og benda á leiðir til úrbóta. Erindi halda m.a.: Ingibjörg Karls- dóttir formaður Foreldrafélags barna með AD/HD, Styrkár R. Hjálmarsson foreldri barns með AD/HD, Bergþóra Valsdóttir fram- kvæmdastjóri Samfok, Sigrún Björnsdóttir kennari, Gretar L. Marinósson dósent í sérkennslu- fræði, Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari, Málfríður Lorange taugasálfræðingur og Katrín B. Eyj- ólfsdóttir foreldri barna með AD/ HD. Inngangur að skjalastjórnun Námskeið Skipulags og skjala ehf. „Inngangur að skjalastjórnun“ verð- ur haldið þriðjudaginn 4. og mið- vikudaginn 5. nóvember nk. kl. 13– 16:30 báða dagana. Námskeiðið er öllum opið. Í námskeiðinu er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífs- hlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Greint er frá því hvernig leysa má skjala- vanda íslenskra vinnustaða með því að taka upp skjalastjórnun. Skjala- stjórnun er kynnt á námskeiðinu sem liður í samkeppnisforskoti fyr- irtækja. Fjallað er um íslensk lög er varða skjalastjórnun. Kennari er Sigmar Þormar M.A. Námskeiðsgjald er kr. 25.000. Kaffi ásamt meðlæti báða dagana er inni- falið í námskeiðsgjaldi. Sjá nánar: www.skjalastjornun.is Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.