Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 13
ana ESB en ýtrasta nauðsyn kref- ur. Stofnríkin sex – Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Benelux-lönd- in þrjú – eru kjarni þeirra sem sýna vilja í verki til að fylgja eftir frýjunarorðum formála Rómarsátt- málans frá 1957 um „æ nánari ein- ingu“ Evrópu. Bretar og Norður- landaþjóðirnar hafa aftur á móti lengi farið fyrir þeim sem hafa vilj- að standa á bremsunum í hvert sinn sem taka hefur átt ákvarðanir um frekari áfanga í þá átt. A-Evrópa í lið með „bremsurunum“ Jacques Chirac Frakklandsfor- seti á vafalaust sinn þátt í því að verðandi aðildarríkin í austan- verðri álfunni hika nú ekki við að fylkja sér í þennan síðarnefnda hóp. Er Íraksstríðið var í aðsigi í febrúar sl. hellti Chirac úr skálum reiði sinnar yfir ráðamenn verð- andi aðildarríkjanna, sem margir hverjir studdu Íraksstefnu Banda- ríkjastjórnar með ráðum og dáð; sagði franski forsetinn að þeim væri nær að „halda sér saman“ og vera þægir. Hafi ráðamenn tilvon- andi aðildarríkjanna ætlað sér að „vera þægir“ við inngönguna í ESB breytti yfirlætisreiði Chiracs í þeirra garð viðhorfi þeirra. Nú sýna þeir fulla hörku í hagsmuna- gæzlu í viðræðunum um stjórnar- skrársáttmálann, sem á endanum þarf að fullgilda í öllum aðildarríkj- unum. „Enginn getur takmarkað rétt okkar til að verja okkar af- stöðu,“ sagði Wlodzimierz Cim- oszewicz, utanríkisráðherra Pól- lands, á fundi utanríkisráðherra gömlu og verðandi ESB-ríkjanna, sem fram fór á Ítalíu um miðjan september, en þar voru stjórnar- skrársáttmáladrögin meginmálið á dagskránni. Staðfestingarferlið óvissubreyta Það er því með öllu óvíst, hvort Silvio Berlusconi og öðrum ráða- mönnum stofnríkjanna sex verði af þeirri ósk sinni að nýi stjórnar- skrársáttmálinn verði tilbúinn til undirritunar í desember. Og jafnvel þótt það markmið skyldi nást, er björninn ekki þar með unninn. Þá verður allt stað- festingarferlið eftir og það þarf ekki nema eitt ríki að fella sáttmál- ann til að setja gildistöku hans í uppnám. Í Danmörku og á Írlandi skylda stjórnlög stjórnvöld til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og í fleiri aðildarríkjum, svo sem Finnlandi, Frakklandi og Ítal- íu, er sá möguleiki til umræðu. Það hefur jafnvel verið stungið upp á því að bera málið undir alla íbúa hins stækkaða Evrópusambands (sem verða um 450 milljónir), um leið og kosningar til Evrópuþings- ins fara fram í júní á næsta ári. Að sú uppástunga verði ofan á þykir þó ósennilegt, þó ekki væri nema vegna þess hve fyrirvarinn á fram- kvæmdinni yrði skammur. Með tilliti til niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar um evruna í Svíþjóð, þar sem meirihluti kjós- enda sagði nei þrátt fyrir að meira og minna allt forystulið sænsks stjórnmála- og atvinnulífs reyndi að telja þá á að segja já, skrifaði brezka tímaritið Economist: „Það þarf ekki nema eina Svíþjóð til að hindra áætlunina um nýja stjórn- arskrá [ESB], og tvær, þrjár myndu duga til að jarða hana að fullu.“ Því mælir tímaritið með því að ESB-leiðtogarnir undirbúi strax á ríkjaráðstefnunni nú í haust „plan B“; þ.e. leggi niður fyrir sér hvað verði hægt að taka til bragðs fari svo illa fyrir hinum metnaðar- fullu stjórnarskráráformum. Þrýstingurinn verður þó mikill á kjósendur að fylgja vilja ráða- manna að þessu sinni. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði í blaða- viðtali í síðustu viku að felldu Dan- ir stjórnarskrársáttmálann jafn- gilti það úrsögn Danmerkur úr Evrópusambandinu. Ekki síðasta atlagan Eftir er að sjá hvort takast muni að finna niðurstöðu sem bæði kjörnir fulltrúar og almenningur í núverandi og verðandi aðildarríkj- um ESB geta sætt sig við, stór sem smá, sambandsríkis- sem milli- ríkjasamstarfssinnuð. En ef til vill liggur árangur Evrópusamrunans einmitt í því, að hann á sér yfirleitt stað í frekar smáum og notadrjúg- um áföngum, sem eru engu aðild- arríki ofviða að axla. Það má því búast við því að þrátt fyrir að markmiðið með sáttmálagerðinni nú sé að smíða ígildi stjórnarskrár sem ekki þurfi að gera teljandi breytingar á um allnokkurt árabil, þá verði þess ekki langt að bíða að ráðizt verði í nýja atlögu að víð- tækri uppfærslu grundvallarsátt- mála Evrópusambandsins. ’ Hinn undirliggj-andi vandi er tog- streitan um það að hve miklu leyti Evr- ópusambandið skuli taka á sig drætti (sambands)ríkis. ‘ auar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 13 Fátt virðist ætla að hafa eins mikil áhrif á tölvuþróun framtíðarinnar og LINUX og hugmyndafræðin á bak við opinn hugbúnað. Eftirspurn eftir starfsfólki með sérfræðiþekkingu á þessum grundvelli hefur aukist og vaxandi atvinnutækifæri bíða þeirra sem ljúka þessu námi. Sérfræðingum ber saman um að LINUX stýrikerfið sé komið til að vera. Með þessu námskeiði mætum við þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérþekkingu á rekstri og umsjón netkerfa m.t.t. sérþekkingar á Linux. Inntökuskilyrði Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa haldgóða undirstöðumenntun, eða starfsreynslu. Þeir þurfa einnig að hafa grunnþekkingu á tölvum og notkun Internetsins. Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem kennslubækur eru á ensku. Næsta námskeið, sem er tvær annir, byrjar 30. september. Gríptu tækifærið og skráðu þig núna! Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is 44.190 kr.* ÍSLENSK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 23 82 09 /2 00 3 Höfu›borg og hjarta Evrópusamstarfsins, töfrandi veröld flar sem auganu mæta fortí› og nútími, flröngar götur í gamla bænum, glæsilegar byggingar, gar›ar og torg. Veitingahúsin eiga fáa sína líka og hvergi er hægt a› njóta fless betur a› gæ›a sér á bjór og súkkula›i. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting á Holiday Inn City Centre me› morgunver›i í flrjár nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Akstur til og frá flugvöllum erlendis.                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.