Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 23 hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Allsstaðar nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar sem eru á heimavelli á söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust. Fegurstu borgirnar í beinu flugi í haust frá kr. 19.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Róm 1.-5. okt. - Uppselt Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu flugi þann 1. október frá Íslandi til Rómar. Nú get- ur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenn- ingu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkj- an, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon hofið. Sjá www.heimsferðir.is Verð frá kr.65.650 Búdapest Október - Síðustu sætin fimmtud. og mánud., 3, 4 eða 7 nætur Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Ís- lendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með fararstjór- um Heimsferða. Verð kr. 29.550 Flugsæti til Budapest, 9. okt. Verð kr. 39.550 Helgarferð til Budapest, 9. okt., 4 nætur. M.v. Tulip Inn, 2 í herbergi, með morgun- mat. Prag Okt. og nóv. fimmtud. og mánud., 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend- inga sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag. Verð kr. 19.950 Flugsæti m.v. tvo fyrir einn, 6. okt. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 39.950 Flug og gisting, 9. okt, Expo hótel, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Barcelona 2./22./26./30. okt. 4 nætur Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú beint flug í október, sem er einn skemmtilegasti tíminn til að heimsækja borgina. Menn- ingarlífið er í hápunkti og ótrúlegt úrval listsýning og tónleika að heimsækja ásamt spennandi næturlífi og ótrúlegu úrvali verslana. Fararstjórar Heimsferða kynna þér borgina á nýjan hátt, enda hér á heimavelli. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 4 nætur m.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt., 4 nætur. Skattar inni- faldir. Verð kr. 36.550 Flugsæti til Barcelona með sköttum. Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa Tor- lonia, flug, gisting, skattar, íslensk farar- stjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800, valkvætt. Ferðir til og frá flug- velli, kr. 1.800. hluta á þjónustugreinum eru við- kvæmari fyrir faraldri eins og HABL en þau sem byggjast hlut- fallslega fremur á iðnaði og fram- leiðslugreinum. Ferðaþjónusta í Toronto varð fyr- ir þungu höggi þegar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin gaf út viðvör- un til þeirra sem hugðust heimsækja Toronto. Erlendir ferðamenn í Kan- ada skiluðu á síðasta ári um 1.070 milljörðum króna í þjóðarbúið og er hlutur Toronto áætlaður um fimmt- ungur af því. Hagfræðingar gera ráð fyrir um 50% samdrætti í ferða- mannaþjónustu á Toronto-svæðinu á árinu 2003 og um 10% samdrætti í landinu öllu. Ferðamálaráð Kanada áætlar að í heild hafi tapast um 662.000 gistinætur í aprílmánuði ein- um saman og dregur ráðið upp svarta mynd af atvinnuástandinu innan ferðaþjónustunnar. Reiknað er með að stöðugildum í ferðaþjón- ustunni í Kanada muni fækka um allt að 5.300 á árinu 2003. Tekjumissir ferðaþjónustunnar í Toronto vegna HABL-sjúkdómsins er áætlaður 66 milljarðar króna á árinu 2003. Þó að Toronto-svæðið verði aðallega fyrir áhrifum af völdum sjúkdómsins má greina fækkun ferðamanna um allt land. Toronto-flugvöllur er stökk- pallur til margra áfangastaða í Kan- ada og hefur ferðamönnum til staða í nágrenni Toronto, eins og t.d. Niag- ara-fossanna, fækkað mikið og hafa nánast allir ferðamannastaðir í Kan- ada orðið fyrir tekjutapi vegna þessa. Í upphafi HABL-faraldursins bár- ust snemma fréttir af tómum versl- unarmiðstöðvum og veitingastöðum á Toronto-svæðinu. Mörgum veit- ingahúsum í Toronto var lokað vegna fækkunar gesta, ekki síst heimamanna, þó sérstaklega í þeim borgarhlutum sem hafa mikil sam- skipti við Kína og Suðaustur-Asíu. Til þess að sporna við þessu flykkt- ust pólitískir leiðtogar á veitinga- staði í Kínahverfinu til þess að sanna fyrir almenningi að öruggt væri að heimsækja veitingastaði og verslanir í þeim borgarhluta. Hagfræðingar gera ráð fyrir um 2% minni eyðslu almennings á Toronto-svæðinu vegna HABL. Líkur eru á að al- menningur hafi aðeins frestað inn- kaupum og talið er að á seinni hluta ársins megi greina aukningu í smá- söluverslun. Þó að slæm efnahagsleg áhrif HABL teygi anga sína víða um heim hefur tímaritið The Economist komist að þeirri niðurstöðu að sjúk- dómurinn hafi skapað veltuaukningu og rekstrarhagnað hjá fyrirtækjum sem bjóða þjónustu sína á Netinu. Forstöðumenn söngleikjanna Mamma Mia og Lion King hafa ákveðið að draga saman seglin og hætta sýningum á söngleikjunum í haust þar sem þeir telja að ekki sé lengur grundvöllur fyrir sýningum. Þá hefur uppsetningum á nýjum leikhússtykkjum fækkað. Shake- speare-hátíðin sem haldin er í Strat- ford í Ontario frá því í aprílbyrjun og til nóvemberloka ár hvert og dregur að sér um 600.000 gesti er í ár ekki svipur hjá sjón þar sem gestum hef- ur fækkað nú í fyrsta skipti frá því á árinu 1952. Toronto er með réttu kölluð Holly- wood norðursins vegna sívaxandi kvikmyndaiðnaðar og eru margar stórmyndir teknar hér árlega. Velta kvikmyndaiðnaðarins nemur um 60 milljörðum króna á ári og virðist sem hún ætli að standast áfall HABL og jafnvel bæta heldur við sig, þar sem fleiri kvikmyndir verða gerðar hér í ár en í fyrra þrátt fyrir að hætt hafi verið við gerð allnokkurra mynda sl. vor. Samdráttur í útflutningi Kanadískt efnahagslíf verður að líkindum fyrir einhverjum búsifjum vegna minnkandi útflutnings til svæða þar sem HABL hefur geisað eins og Hong Kong, Kína og Singa- púr. Heildarútflutningur Kanada ár- ið 2002 til þessara landa var um 342 milljarðar íslenskra króna. Áætlanir gera ráð fyrir allt að 5% samdrætti útflutnings eða sem nemur 0,05% af vergri landsframleiðslu (VLF) (VLF = heildarverðmæti fullbúinnar vöru og þjónustu sem framleidd er í land- inu, án tillits til hver á framleiðslu- þættina sem notaðir voru). Áhrif þessa þáttar á VLF Kanada verða því mjög lítil og vart mælanleg. Allar líkur eru á að um leið og þessi lönd ná sér komist viðskipti milli land- anna í samt horf og áður. 10.000 manns í einangrun Framleiðni minnkaði hjá þeim fyr- irtækjum sem misstu starfsmenn sína í einangrun en dæmi voru um að nokkur hundruð starfsmanna í fyr- irtækjum væru sendir í sóttkví. Þar sem engin meðferð er til gegn HABL-veirunni var eina ráðið að treysta borgurum til að fara sjálfvilj- ugir í sóttkví í allt að tíu daga til að hafa einhver tök á að hefta út- breiðslu sjúkdómsins. Um tíma voru allt að 10.000 manns í einangrun heima hjá sér eða á stofnunum. Ýmislegt hefur komið í ljós sem vakið hefur pólitískar deilur eftir að menn fóru skoða afleiðingar HABL. Í faraldrinum var fólki bannað að fara á milli sjúkrahúsa, en þá kom í ljós að um helmingur allra hjúkrun- arfræðinga í Toronto vann á fleiri en einum vinnustað til þess að hafa fulla vinnu þar sem mikið er um íhlaupa- vinnu og hlutastöður en með þessu móti hafði sjúkrahúsunum tekist að spara ýmis útgjöld sem fylgja heilum stöðugildum. Þetta fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt af Félagi hjúkr- unarfræðinga í Ontario en félagið hafði margoft bent á þetta. Hjúkr- unarfræðingar hafa líka gagnrýnt yfirvöld fyrir ónógar smitvarnir og fyrir að hafa ekki tekið alvarlega ýmsar ábendingar og telja að hefði slíkt verið gert hefðu afleiðingar HABL ekki orðið eins stórfelldar og raunin varð. Auðvelt er hins vegar að átta sig á hlutunum eftir á og ekki eru allir sammála þessum ganrýn- isröddum. Áður en HABL breiddist út í Tor- onto voru sjúkrahús þá þegar í nokkrum fjárhagskröggum eins og áður sagði og er kostnaður fylkisins vegna HABL-sjúkdómsins metinn á um 67,8 milljarða íslenskra króna. Kostnaður heilbrigðisþjónustunnar einnar og sér er um 56,7 milljarðar króna og fer vaxandi með hverjum degi. Sjúkrahús í Ontario-fylki voru um tíma svo fjárvana að bankastofn- anir íhuguðu að loka á fyrirgreiðslu til þeirra. Til að ná endum saman vantar 161 sjúkrahús í Ontario rúma 83 milljarða króna og hefur fylkis- stjórnin óskað eftir því að ríkis- stjórnin greiði um 90% af þessum „hamfarakostnaði“ eins og hún hefur áður gert þegar hamfarir hafa geisað í öðrum fylkjum Kanada. Ríkis- stjórnin hefur hins vegar boðist til að reiða fram 15 milljarða króna aðstoð þar sem hún skilgreinir HABL-far- aldurinn ekki sem hamfarir. Nýjustu fréttir herma þó að ríkisstjórnin muni væntanlega leggja fram veru- legan fjárstuðning til að rétta úr fjárþörf sjúkrahúsa í Ontario. Toronto lifir og blómstrar Óhætt er að segja að Torontobúar hafi barist af fullri hörku við HABL og nú virðist sem sú barátta hafi bor- ið árangur. Þegar HABL-faraldrin- um var endanlega lokið ákváðu borg- aryfirvöld að vekja borgina til lífs á nýjan leik með hjálp Rolling Stones og vina þeirra. Hinn 26. júlí sl. voru haldnir stærstu popptónleikar í sögu Kanada þar sem um 450.000 manns komu saman til þess að hlusta á Mick Jagger og félaga hans. Tónleikarnir heppnuðust frábærlega og voru víta- mínsprauta í allt líf borgarinnar. Líf- ið hér er nú að mestu leyti komið í sitt fyrra horf og er óhætt að mæla með Toronto sem spennandi áfanga- stað. Þrátt fyrir þau áföll sem fylgdu HABL stendur kanadíska hagkerfið sterkt sem fyrr, leiðir G8-löndin og sýnir meiri hagvöxt en það banda- ríska fimmta árið í röð. Ekki verður þó litið framhjá þeim fjölmörgu fyr- irtækjum og einstaklingum sem orð- ið hafa fyrir gríðarlegum tekjumissi og jafnvel orðið gjaldþrota vegna HABL. Ef borin eru saman áhrif HABL-veikinnar á kínverska hag- kerfið og það kanadíska verða áhrif- in hlutfallslega mun minni í Kína en í Kanada þar sem eingöngu 28 % vinnuaflsins í Kína starfa í þjónustu- greinum en um 78% í Kanada. HABL hefur minnt okkur á að þrátt fyrir miklar framfarir í lækna- vísindum eru margir smitsjúkdómar ólæknanlegir og eru raunveruleg ógn við almannaheilsu. Með nútíma- samgöngum þarf lítið til að þeir breiðist hratt út og í Toronto var það einn sjúklingur sem kom af stað far- aldri sem olli margmilljarða tjóni og 44 dauðsföllum hér í borg. Það hefur líka sýnt okkur að heilbrigðisstarfs- fólk er tilbúið að setja sig og sína nánustu í talsverða hættu í starfi sínu við að hjálpa öðrum. Eins sést hve viðkvæm atvinnugrein ferða- þjónustan er og hvað hún er van- burðug gagnvart áföllum sem þess- um. Nú hafa borist fréttir af nýjum til- fellum HABL í Singapúr og er því ljóst að ekki hefur tekist að ráða nið- urlögum veirunnar. Ekki er ólíklegt að mannkyninu standi ógn af sjúk- dóminum HABL um ókomna tíð. Heilbrigðisstéttir og almenningur í Toronto eru án efa betur undirbúin til að mæta næsta faraldri. Helstu heimildir BMO Financial Group. Economic Depart- ment Commentary. 29. apríl 2003. Briem H. Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL). Læknablaðið 2003; 89: 442–44. Cumulative number of reported probable cases of severe acute respiratory syndrome (SARS). http://www.who.int/csr/sars/ country/2003_07_03 Fowler RA, Lapinsky SE, Hallett D, o.fl. (Toronto SARS Critical Care Group). Crit- ically ill patients with severe acute respira- tory syndrome. JAMA. 2003 Jul. 16; 290 (3): 367–73. Fréttavefur CBC, kanadíska ríkissjón- varpsins (www.cbc.ca/news/). Júlí 2003. Kuiken T, Fouchier RAM, Martin Schutten M, o.fl. Newly discovered coronavirus as the primary cause of severe acute respira- tory syndrome. Lancet 2003; 362: 263–70. Lew TW, Kwek TK, Tai D, o.fl. Acute re- spiratory distress syndrome in critically ill patients with severe acute respiratory syndrome. JAMA. 2003 16; 290: 374–80. Sibbald B. Right to refuse work becomes another SARS issue. CMAJ. 2003 22; 169: 141. The Economic Impact of SARS. The Con- ference Board of Canada. Maí 2003. The Economist. The Toronto Star (www.thestar.com). Ýms- ar greinar frá maí til september 2003. Þorsteinn Gunnarsson er heilaskurð- læknir og Kristinn Þór Jakobsson er viðskiptafræðingur. Báðir eru búsettir í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.