Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi minn, rosalega er þetta sárt, það er svo sárt að missa þig frá okkur öll- um, þú varst alltaf svo skemmtilegur, duglegur, góður og áttir nóg eftir finnst mér. Þegar þið amma komuð í afmæl- iskaffið hjá mér hinn 15. sept. þá varstu svo hress og mér fannst svo gaman að fá ykkur heim til að kíkja á nýju íbúðina hjá mér. Þú bentir mér auðvitað á að ég væri ekki með reykskynjara en þú mátt vita að hann er kominn. Mér hefði aldrei dottið í hug að það væri síðasta kvöldstundin í þínu lífi og á enn erf- itt með að trúa því að þú komir ekki aftur í heimsókn til mín. Þú hugs- aðir alltaf svo vel um fjölskylduna þína, enda var hún númer eitt hjá þér og það var yndislegt hvað þið amma voruð ástfangin. Þú varst alltaf svo góður við alla og alltaf í góðu skapi og ef eitthvað bjátaði á þá leystir þú úr málunum, þú gast allt og varst bestur í öllu. Ég hef alltaf verið svo stoltur að geta sagt að þú sért afi minn og verð það allt- af eins lengi og ég lifi. Ég hefði gefið allt fyrir að fá að hafa þig lengur hjá okkur, þú varst svo frábær og mér finnst Vestmannaeyjar aldrei verða eins eftir að þú ert farinn. Ég vildi að samverustundir okkar hefðu ver- ið fleiri en þú veist að ég hef og mun alltaf elska þig og líta upp til þín. Þó þetta séu síðustu orð mín til þín þá máttu vita að ég mun alltaf hugsa til þín og á eftir að leita til þín. Ég bið Guð um að hugsa vel um þig eins og amma gerði og gefa okkur öllum styrk til að halda áfram og þá sér- staklega ömmu. Afi, ég sakna þín svo mikið. Þinn Rikharð Bjarki. Kæri bróðir og vinur. Þá er komið að kveðjustundinni þótt ótímabær sé. Það eru rétt tveir mánuðir síðan við fylgdum systur okkar, Stínu, til grafar og ekki hefði maður trúað að þú yrðir næstur. Þú varst mikill áhrifavaldur í mínu lífi og þú studdir mig ávallt með ráðum og dáð. Þú varst dásamlegur bróðir. Þær voru margar ferðirnar niður í bifreiðaeft- irlit til þín hér á árum áður ýmist til að leita ráða eða að fá að fara með þér í lunda út í Elliðaey. Síðar hófst samstarf okkar við slökkvistörf í Heimaeyjargosinu, þá unnum við hvor við hlið annars. Mér er minn- isstætt þegar við stóðum við húsið ykkar Höllu þegar það fór undir hraun. Ég var eitthvað aumur en þá tókst þú utan um mig og sagðir: „Raggi, ef eyjan okkar bjargast þá er lítill vandi að byggja annað hús.“ Þú tókst við Áhaldahúsinu eftir gos og ég varð þinn aðstoðarmaður þar og síðar tókstu að þér að gerast slökkvistjóri í Slökkviliðinu, og varð ég þar þinn aðstoðarmaður líka, og unnum við náið saman þar til yfir lauk og þannig má segja að þú hafir staðið við hliðina á mér í rúm þrjátíu ár í blíðu og stríðu. Kæri bróðir, það er mikið tóma- rúm í mínum huga þegar ég sit og rifja upp okkar samstarf. Þú elskaðir alla, bæði dýr og menn, þú máttir ekki heyra að það væri verið að hallmæla nokkrum og þú sagðir aldrei ljótt um nokkurn mann. Þú hafðir ótrúlega gott skap og góðan frásagnarhæfileika. Það var oft kátt í kringum þig þegar þú varst kominn í gang að segja sögur með þínu lagi. Oft komstu til mín og sagðir: „Máttu vera að því að koma í bíltúr?“ Þá þurfti að ræða vinnuna, ELÍAS BALDVINSSON ✝ Elías Baldvins-son fæddist að Háarima í Þykkva- bæ 1. júní 1938. Hann lést 16. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 27. septem- ber. slökkviliðið eða hlusta á spólu með lögum sem þið Brælubellirnir höfðu verið að æfa kvöldinu áður, en söng- ur var eitt af mörgum áhugamálum þínum síðari ár. Einnig varstu mikill aðdáandi fót- boltastrákanna okkar í ÍBV og fórst á alla leiki þeirra. Elsku bróðir, mikill var kærleikurinn og stoltið þegar þú talaðir um Höllu og allan krakkahópinn ykkar og oftar en ekki voru þínar góðu sögur tengdar þeim á einhvern hátt. Elsku pabbi, Halla og fjölskylda, við Anna vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Minning um frá- bæran dreng mun ylja okkur um ókomin ár. Ragnar Þór Baldvinsson. Þriðjudaginn 16. sept. síðastliðinn var sérstaklega fallegt veður hér í Eyjum, heiðskírt og blæjalogn, svo hvergi gáraði sjóinn. Vel mátti ímynda sér Eyjarnar sem fallega skreytingu á risastórum spegli og í bakgrunninum var hin fegursta landsýn. Þennan dag valdi almættið til að kalla til sín minn besta vin í rúmlega hálfa öld, Elías Baldvins- son, sem ætíð var kallaður Addi Bald. Hann kom hér við í kaffi og létt spjall um miðdaginn, eins og hann hafði gert nánast hvern einasta virkan dag í hálft annað ár, sem ég hef verið óvinnufær. Ég sé hann fyr- ir mér, þegar hann gekk fram stétt- ina, sneri sér til mín, lyfti annarri hendi í kveðjuskyni og sagði: ,,Takk fyrir í dag, vinur, sjáumst á morg- un.“ En það var okkur ekki ætlað. Hann var á gangi heimleiðis að loknum vinnudegi, er hann hneig niður. Hann komst fljótt undir læknishendur og var allt gert sem í mannlegu valdi stóð honum til bjargar, en þessi varð hin ískalda staðreynd, Addi vinur minn var dá- inn. Fyrir nokkrum vikum greindist hann með sykursýki og var á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja um tíma, þar sem hann fékk góða með- höndlun og tók sjálfur skynsamlega á málum, breytti um mataræði og lét bílinn mikið til vera og gekk orð- ið talsvert. Allt dró þetta úr ein- kennum sjúkdómsins og talaði hann um að honum hefði ekki liðið svona vel í mörg ár, enda geislaði af hon- um lífskrafturinn og gladdist hann yfir að eflast frá degi til dags. Því sárara varð höggið sem yfir reið. Addi var næstelstur níu systkina, sonur Baldvins Skæringssonar, sem nú syrgir son sinn og Þórunnar Elíasdóttur sem látin er fyrir nokkrum árum. Aðeins eru tveir mánuðir síðan eldri systir hans, Kristín Elísa, lést, svo að þetta eru erfiðir dagar hjá aðstandendum. Við Addi kynntumst þegar við vorum 12 ára gamlir og urðum strax mjög samrýndir, vorum lífsglaðir, stundum glannafengnir peyjar. Við gengum út og inn á heimilum hvor annars. Ungir að árum stofnuðum við okkar eigin heimili, með okkar konum, eignuðumst börn og lífsbar- áttan var hafin, vorum saman til sjós og saman í frístundum. Við vor- um stofnfélagar kiwanisklúbbsins Helgafells og höfum starfað þar alla tíð síðan. Hann var einn af forsetum klúbbsins og var kraftmikill og röggsamur í sínu starfi. Hann var félagslyndur og tók að sér hin ýmsu störf innan klúbbsins. Hann var hugmyndaríkur og átti gott með að sjá það broslega í lífinu. Hann var þessvegna oft kosinn sem veislu- stjóri og sem formaður skemmti- nefnda við hin ýmsu tækifæri. Eitt sinn kom hann saman sönghóp, sem skemmtiatriði á þorrablóti klúbbs- ins. Sönghópur þessi hefur komið saman fram til þessa dags. Addi varð driffjöðrin í þessum hópi, valdi lögin og samdi sjálfur texta við ýmis lög. Fyrir tveim árum var höggvið skarð í hópinn, þegar svili Adda, Hörður Jónsson, féll frá mjög skyndilega og datt þá söngurinn niður um tíma, en Addi tók upp þráðinn að nýju og vorum við búnir að hittast nokkrum sinnum, þegar þetta reiðarslag dundi yfir. Hann var ekki aðeins drifkrafturinn í þessum hópi, því að allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af krafti, lífi og sál. Hann var um tíma bifreiðaeftirlitsmaður hér í bæ og um áratugaskeið forstöðumaður Áhaldahúss Vestmannaeyja og slökkviliðsstjóri Vestmannaeyja- bæjar. Eftirlifandi eiginkona er Halla Guðmundsdóttir frá Presthúsum hér í bæ og saman eignuðust þau átta mannvænleg börn og hefur fjöl- skyldan alla tíð verið mjög samhent. Barnabörnin eru orðin 21 og barna- barnabörnin tvö. Addi var mikill og góður heim- ilisfaðir og var fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi. Hann var ólatur að að- stoða börnin, hvort sem um var að ræða húsbyggingar eða lagfæringar og breytingar íbúða eða viðgerðir bíla, en hann var bifvélavirki að mennt. Addi var líka stórkostlegur afi, með frásagnarhæfileika skáldsins. Barnabörnin löðuðust að honum og var aðdáunarvert samband hans við þau. Þessi stóri hópur syrgir nú ást- kæran föður og afa og langafa, en mestur er missir Höllu, sem nú kveður ástkæran eiginmann og vin. Við kveðjum nú þennan kæra vin og frænda með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allar okkar góðu stundir og biðjum góðan Guð að vaka yfir allri fjölskyldunni og styrkja þau á þessari sorgarstundu. Ólafur Sveinbjörnsson, Kristín Georgsdóttir. Undurfagurt ævintýr er líf mitt andandi af lífsgleði og gjöfum, sem gylla hvert andartak tilverunar. Svo gæti Addi hafa svarað ef hann hefði verið spurður um lífshlaup sitt, því hann var hamingjusamur heimilis- faðir og geislaði af frásagnargleði um sitt nánasta. Skemmtilegur fé- lagi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Mannvinur með sterka réttlætiskennd, sem tók gjarna málstað þeirra, sem orðið höfðu undir í baráttunni, því hann sagði að í sál hvers manns væri söngur, sem ekki fengi alltaf að hljóma. Ef honum var sýnd tryggð og hollusta varð hann vinur vina sinna. Þar sannaðist hið fornkveðna að ber er hver að baki nema sér bróður eigi.Vinátta er dýrmæt gjöf og þeir, sem eiga trygga vini, búa að auðugri framtíð. Traustur eins og bjargið og farsæll var hann til sjós og lands og virtur af samborgurum sínum. Hann fylgdist vel með hjart- slætti fósturjarðarinnar í Eyjum, sem átti svo djúpar rætur í öllu hans lífi. Félagsmál lét hann til sín taka á ýmsum sviðum en þekktastur er hann þó fyrir störf sín hjá slökkvi- liðinu og áhaldahúsi Vestmanna- eyjabæjar. Þegar hann réðst þang- að sem forstöðumaður í ágúst- mánuði árið 1973 var mörgum spurningum ósvarað. Framtíðin var óljós eftir hinar miklu náttúruham- farir, sem þá höfðu átt sér stað á Heimaey og umturnuðu gildismati fólks þegar hin fjölskrúðuga flóra mannlífs, sem þar hafði þróast, var í molum. Addi bar þá gæfu til að sjá birtuna handan við dökka ábreið- una, vonin er allt sem þarf og hann hafði hana að leiðarljósi í öllum sín- um ákvörðunum. Hann var mikils metinn verkstjóri með glögga þekk- ingu á þeim störfum sem biðu úr- lausnar. Slíkir menn verða mönnum minnisstæðir, í það minnsta þeim sem manngildið kunna að meta. Og virðing fyrir hinu góða og göfuga er í hávegum haft. Hann minntist oft á mikilvægi góðra samskipta og taldi það hornstein að góðu samstarfi. Og sæi hann ástæðu til að vökva hrós- yrðum fyrir gott framtak lét hann það í ljós á sinn einlæga hátt en samt hafið yfir alla væmni. Hann var trúr sinni sannfæringu. Áhaldahúsið var honum helgur meiður og varð hann oft að berjast fyrir sínum málstað. Því sárnaði honum oft þegar vegið var að starf- semi þess af misvitrum mönnum, það eru því miður til menn sem eiga það til að meitla efasemdir inn í sál- arvitundina, sem síðan reynist erfitt að uppræta og skilur eftir sig ólykt eins og reykurinn gerir. En ekkert var honum þó eins heilagt og fjölskyldan, þar fannst honum dýrmætast að dvelja, í sam- vistum við ástvini sína og njóta hvíldar frá hversdagsleikanum, hlusta á sálir barnanna hljóma blíð- ast og fegurst. Slíkar stundir mild- uðu allt andstreymi, öll hans ham- ingja og lystisemdir frjógvaðist þar við hlið konunnar sem hann unni heitt. En lífið er hverfult eins og sum- arið, sem er að kveðja eftir sólríka daga. Að loknum vinnudegi gekk hann áleiðis heim til sín. Eflaust hefur hann velt fyrir sér lífsgátunni þegar hann sá fölnuð laufblöðin svífa til jarðar og hlustaði á óm hinna helgu hljóma himinsins, á svo fögrum degi sem nú var að kveldi kominn. Eitt sólroðið ský sveif inn í kvöldroðann. Þar laugaði sig nú eyjan fagra með klökkum tón. Við endalok mannlegrar tilveru streyma að minningar úr fjarlægð- inni. Ég minnist margra stunda gleðinnar sem við áttum saman í hópi starfsmanna Áhaldahússins þegar slegið var á létta strengi, hvort sem var í kaffistofunni eða í vinnuskúrnum í fjörunni. En nú er kveðjustundin runnin upp. Þá kveð ég þig. frændi, þegar þú siglir inn í sólsetrið. Minning þín geymist í huga klökkum. Ég votta fjölskyld- unni innilega samúð og syrgjendum öllum og vona að glaðar minningar deyfi hina þungbæru sorg. Við kveðjum góðan félaga. Fyrir hönd starfsmanna Áhalda- hússins, Kristinn Viðar Pálsson. Þegar mér barst sú harmafregn að Elías Baldvinsson eða Addi Bald eins og hann var kallaður, hefði lát- ist setti mig hljóðan. Og þannig veit ég að hefur verið með aðra Eyja- menn. Kynni okkar Adda hófust þegar hann og Halla frænka frá Prest- húsum leigðu íbúð á neðri hæð í húsi foreldra minna á Kirkjubæjarbraut 9 í Eyjum. Ég var þá á þriðja ári. Með hverju árinu sem leið fékk maður betur að kynnast þeim öðlingshjónum. Addi hafði síðar oft á orði að við peyjarnir á Kirkjubæj- arbrautinni, sem hefðum lagt póli- tíkina fyrir okkur, ættum að hafa hægt um okkur, því hann gæti sagt margar sögunar um prakkaragang- inn í þá gömlu daga og þá værum við nú ekki til stórræðnanna ef til þess kæmi að þeir gjörningar yrðu rifjaðir upp. Þegar upp er staðið þá held ég að enginn hafi nú haft eins gaman af prakkarastrikunum eins og einmitt Addi, enda átti hann sjálfur mörg prakkarastrikin og hressti upp á mannlífið á Kirkju- bæjarbrautinni. Leiðir okkur áttu eftir að liggja oft saman á lífsleiðinni. Þegar ég gerðist bæjarstjóri árið 1990 var Addi Bald yfirmaður Áhaldahússins og slökkviliðsstjóri. Þá sá maður enn frekar hvað Addi var mikill Eyjamaður. Hann bar hagsmuni Eyjanna ætíð fyrir brjósti, var áhugasamur um allt sem sneri að samfélagi okkar. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var fylginn sér en alltaf sanngjarn, og alltaf náðist niðurstaða að settu marki. Ragnar bróðir hans var yfirverkstjóri hjá bænum á sama tíma og sátu þeir bræður báðir vikulega vinnufundi ásamt bæjartæknifræðingi og bæj- arstjóra. Þeir Baldarar eins og við kölluðum þá voru mjög samrýndir enda líkir um margt. Báðir voru þeir útsjónarsamir, hressir og áttu gott með að fá aðra í lið með sér þegar á þurfti að halda. Það gekk mikið undan þeim og þeirra mönn- um þegar á reyndi. Það var ekki Baldara siður að líta á hlutina sem vandamál, heldur verkefni sem þurfti að leysa og það eru mikil for- réttindi fyrir bæjarfélag að hafa menn í forystu verklegra fram- kæmda sem hafa slíkt að leiðarljósi. Þetta samstarf okkar til 12 ára var skemmtilegt og hnökralaust. Addi var að eðlisfari einn sá al- hressasti maður sem maður fyrir hitti og hafði sérstaklega gaman af því að prakkarast og gera að gamni sínu. Engan þekki ég manninn sem hafði slíka frásagnarhæfileika að eftir var tekið hvar sem hann kom. Þegar Addi sagði sögur, ég tala ekki um þegar hann hafði stílfært þær aðeins, mátti heyra saumnál detta. Enginn vildi missa af sögustund og lýsingum frá Adda Bald. Það var ekki svo sjaldan þegar gestir komu til Eyja að maður lét þá droppa við hjá Adda Bald til þess að þeir fengju smá sýnishorn af þessum hressa Eyjapeyja. Addi var mikill félagsmálamaður og kom víða við á þeim vettvangi, var m.a. einn af stofnendum Kiw- anisklúbbsins Helgafells. Hann var sérlega bóngóður og það var eins og nei væri ekki til í orðabókinni hans. Ég man að þegar ég bað hann að vera veislustjóra í 40 ára afmæli mínu þá var það ekkert annað en sjálfsagt mál. Ég þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur af einhverri dag- skrá, hann setti upp þriggja tíma prógramm og fór létt með það. Þeir sem þekktu Adda vita að hin stóra fjölskylda hans var sjáaldur auga hans. Hann var alltaf boðinn og búinn að koma að málum er sneru að hagsmunum fjölskyldunn- ar og skipti þar engu hvers eðlis þau voru. Börn áttu sér ætíð griðastað í hans breiða faðmi og áttu þau stór- an sess í hans huga, enda hefur varla fyrirfundist meiri barnakarl. Fráfall Adda Bald er gífurlegt áfall. Það er mikill missir að sjá á bak slíkum afburðamanni á besta aldri sem ætlaði sér svo sannarlega að gera enn meira fyrir Eyjarnar okk- ar og okkur Eyjamenn. En mestur er þó missir elskulegrar eiginkonu hans Höllu Guðmundsdóttur, barna, barnabarna, barnabarnabarna svo og aldraðs föður, systkina og ann- arra venslamanna. Á kveðjustund viljum við Rósa kveðja góðan vin og þakka honum fyrir alla góðu stundirnar sem hann gaf okkur. Þakka honum fyrir að hafa alltaf verið hann sjálfur og komið til dyranna sem slíkur. Jafn- framt leyfi ég mér sem fyrrvarendi bæjarstjóri og með þessum fátæk- legu orðum að þakka honum fyrir farsæl og óeigingjörn störf í þágu Eyjanna og allra Eyjamanna. Við hjónin færum Höllu eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Eyjarnar hafa misst einn af sín- um bestu sonum. Það voru forrétt- indi að fá að kynnast manni með slíka mannkosti. Minningin um góð- an dreng er besti minnisvarði hans. Guðjón Hjörleifsson. Mig langar að þakka fyrir að hafa kynnst Adda Bald. Á æskuárum mínum var heimili þeirra Adda og Höllu mitt annað heimili vegna vin- áttu okkar Sigrúnar dóttur þeirra. Mér finnst ég hafa verið níunda barn þeirra hjóna og munaði þau aldrei um að bæta mér í hópinn. Alltaf var pláss fyrir aukadisk á matarborðið, alltaf hægt að finna holu að sofa í og troða einum í við- bót í Sunbeaminn. Meira að segja þegar Halla var ein með hópinn í Austurkoti og í litla viðlagasjóðs- húsinu í Hveragerði. Á heimili þar sem slíkt hjartarými er að finna er manni aldrei ofaukið. Hin smitandi kímnigáfa og hlýja Adda er mér ógleymanleg. Eins er ógleymanlegt ástríkið sem streymdi á milli þeirra hjóna. Á seinni árum hefur mér oft orðið hugsað til og hef sagt frá þessu heimilislífi þar sem ég ólst upp að hluta til og hefur verið mér fyrirmynd á margan hátt. Elsku Halla, börnin öll og fjöl- skyldur. Nú þegar Addi er farinn á undan ykkur slær fátt á sársaukann nema vitneskjan um það, að við för- um öll, einn góðan veðurdag, sömu leið, og þar verður fyrstur á vegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.