Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 41 janúar á þessu ári þegar ég réðst til starfa sem framkvæmdastjóri Hér- aðssambands Vestfirðinga, en þar var Kristinn Jón formaður frá stofn- un sambandsins árið 2000 og allt fram í andlátið. Samstarf okkar var afar ánægju- legt svo ekki sé meira sagt. Ég smit- aðist af kraftinum í Kristni Jóni og fann sterklega fyrir þeim áhuga og alúð sem hann setti í sín störf fyrir íþróttahreyfinguna á svæðinu. Hann var strangheiðarlegur, traustur og þrátt fyrir ákveðið yfirbragð var hann ákaflega sanngjarn og ljúfur einstaklingur sem var gott að leita til og það var venjulega stutt í gaman- semina. Kristinn Jón lá aldrei á skoðunum sínum, var ákveðinn og jafnvel býsna þrjóskur ef því var að skipta, en ávallt trúr sinni sannfæringu og heiðarlegur í öllum sínum samskipt- um. Mikil reynsla hans úr félagsmál- um skilaði sér inn í störf hans fyrir íþróttahreyfinguna og hann var fljót- ur að skilja kjarnann frá hisminu og eyddi aldrei tímanum til einskis. Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Kristni Jóni. Það eru svona menn sem skilja eftir sig vandfyllt skörð og það er okkar sem eftir erum að halda merki þeirra á loft. Karl Jónsson. Það var eina dimma kvöldstund um miðjan vetur. Ég, sextán ára, bankaði á hurð í Brautarholti á Ísa- firði. Til dyra kom Kristinn Jón Jónsson, elskulegheitin uppmáluð. Ég bar upp erindið og bauð hann mér til stofu. Upp frá þeirri stundu hóf ég að fylgjast með af áhuga störf- um Kristins Jóns á mörgum sviðum. Það var svo fjórtán árum seinna, er Kristinn Jón varð formaður Héraðs- sambands Vestfirðinga (HSV), að ég kynntist honum enn betur. Reynsla Kristins og sá kraftur sem hann tók með sér inn í starf formanns HSV var öllum ljós sem komu að starfi fé- lagsins á fyrstu árum þess. Þau eru mörg innileg samtölin við Kristin Jón sem mér eru í huga á þessari stundu en mjög er mér minnisstæð ferð sem ég, Kristinn Jón og nafni hans fórum til Stykkishólms í haust- byrjun árið 2000. Við vorum á leið á sambandsráðsfund UMFÍ og Krist- inn Jón ók bifreiðinni suður um Djúpveg. Kristinn Jón sagði okkur sögur um nánast hvern vegabút á leiðinni og lék á als oddi við að fræða okkur um tilurð vegarins og stað- hætti í tengslum við vegafram- kvæmdirnar. Þetta er ferðalag sem mér mun seint líða úr minni. Krist- inn Jón geislaði þegar hann sagði sögur frá þessum slóðum, þeim sem hann þekkti betur en margur annar. Nú í sumar unnum við náið að und- irbúningi og framkvæmd unglinga- landsmóts UMFÍ sem haldið var á Ísafirði. Krafturinn sem fylgdi Kristni ýtti okkur áfram í störfum og mótið varð hið glæsilegasta í alla staði. Merkur maður er horfinn á braut. Ég vil þakka fyrir þau kynni af hon- um sem mér hlotnuðust. Fjölskyldu Kristins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingi Þór Ágústsson bæjarfulltrúi. Við viljum með nokkrum orðum minnast okkar góða vinar Kristins Jóns. Leiðir okkar hjóna lágu saman með tvennum hætti, annars vegar með samstarfi í bæjarstjórn og hins vegar að hagsmunamálum fatlaðra á Vestfjörðum ásamt konu hans Ólafíu Aradóttur. Það hefur verið ómetanlegt öll þessi ár að eiga þessa góðu vini og samstarfsfólk og það er margs að minnast. Lífshlaup Kristins Jóns var ótrúlega fjölbreytt og hann var af- kastamikill með afbrigðum og þokaði málum fram af festu en með ljúf- mennsku og greiðvikni. Það var allt- af hægt að treysta því að ef Kristinn Jón tók eitthvað að sér þá gekk það eftir. Það er hverjum manni mikill og strangur skóli að starfa að bæjar- málum á Ísafirði og í áranna rás hef- ur verið tekist á af hörku um menn og málefni á þeim vettvangi. Barátt- an hefur oft verið mjög hörð og óvægin og engum hlíft. Þrátt fyrir að Kristinn Jón og undirritaður hafi starfað í sitt hvorum flokknum þá áttum við mjög náið samstarf á erf- iðum tímum sem ber að þakka. Þá var líka ljóst að Kristinn Jón vann af heilindum og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Áttum við gott samstarf um mörg hagsmunamál Ísafjarðar og má þar til nefna Sorp- eyðingarstöðina Funa, fullkomnustu sorpeyðingarstöð á landinu sem Kristinn Jón hafði mikinn áhuga á sem umhverfissinni, að ógleymdum áhuga hans á uppbyggingu íþrótta- svæðisins á Torfnesi, skógrækt o.fl. o.fl. Kristinn Jón kom að svo ótal málum í þágu Ísafjarðar að erfitt væri hér að gera þeim öllum skil. Við þessar minningar verður þó staldrað við málefni fatlaðra en í þeim mála- flokki átti undirrituð mikið og gott samstarf með þeim hjónum. Kristinn Jón lá þar ekki á liði sín- um frekar en í öðru því sem hann tók að sér. Hann sat í byggingarnefnd Bræðratungu, þjónustumiðstöðvar fatlaðra á Vestfjörðum, sem byggð var snemma á níunda áratugnum. Það var stór áfangi í lífi fatlaðra og fjölskyldna þeirra þegar Bræðra- tunga var vígð 1984 og mikil gleði. Að öðrum ólöstuðum má segja að þau hjón hafi með áhuga sínum og dugnaði verið dyggustu stuðnings- menn þessa heimilis. Að sama skapi voru það mikil vonbrigði okkur öllum sem að þessum málum stóðu þegar sú slysalega ákvörðun að selja heim- ilið var tekin af félagsmálaráðherra. Veit ég að Kristni Jóni féll það afar þungt. Það er hverju bæjarfélagi mikill fengur að mönnum eins og Kristni Jóni og hans verður víða minnst fyrir störf sín og framgöngu. Við hjónin viljum nú að lokum þakka einstaklega gott og uppbyggj- andi samstarf á undanförnum árum, við eigum eftir að sakna góðra sam- verustunda og spjalls. Lóu, börnunum og öllum öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hildigunnur Lóa og Hans Georg. Kristinn Jón Jónsson, góður vinur okkar hjóna, er fallinn frá eftir tveggja ára baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Í æsku gekk Kristinn Jón í gegnum meiri erfiðleika en lagt er á flesta en foreldrar hans sem voru fá- tækt alþýðufólk féllu frá með stuttu millibili þegar hann var innan við tíu ára gamall. Eftir foreldramissinn og uns hann hleypti heimdraganum var hann í fóstri hjá móðurbróður sínum og ráðskonu hans að Vonarlandi, litlu nýbýli inni í Djúpi. Það er hverjum manni þungbær raun að missa móður eða föður en erfitt er að gera sér í hugarlund þann harm sem það er ungum dreng að sjá á bak báðum foreldrum sínum með fárra mánaða millibili, verða vitni að því að heimilið er leyst upp og sjá systkinin hverfa sitt í hverja áttina. Kristinn Jón var ekki marg- máll maður að eðlisfari né var hann vanur að bera tilfinningar sínar á torg. Á síðasta fundi okkar sagði hann mér þó að þessi lífreynsla hafi gert það að verkum að sem barn hafi hann strax gert sér grein fyrir því að hann yrði að standa á eigin fótum. Slík meðvitund er þung að bera fyrir ungan óharðnaðan dreng en skap- gerðin var þannig að uppgjöf kom aldrei til greina. Ekki er að efa að þessi lífsreynsla hefur sett mark sitt á skapgerð hans og átt þátt í að gera Kristin Jón að þeim raunsæismanni sem hann var. Hann átti auðvelt með að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir, var hægur og yfirvegaður í fasi, fastur fyrir, rökvís og fylginn sér en málalengjur voru honum ekki að skapi. Hann var framkvæmdamaður sem gekk óhindrað til verks og klár- aði það sem hann tók að sér. Ekki efa ég að æðri menntun hefði legið vel við Kristni Jóni en aðstæður hans til langskólanáms voru engar eins og gefur að skilja. Engu að síður dreif hann sig ungur að árum til Banda- ríkjanna sem skiptinemi en dvölin þar í landi var honum alla tíð hug- leikin enda móttækilegur fyrir þeim krafti og sókn til framfara sem ein- kenndi bandarískt þjóðlíf á þeim ár- um. Kristinn Jón var menntaður skrúðgarðyrkjumaður og starfaði við þá grein um tíma en sneri sér fljótlega að störfum við vegagerð sem varð aðal starfsvettvangur hans á lífsleiðinni. Hann var rekstrar- stjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði um árabil og manna fróðastur um vest- firska vegi. Undir hans stjórn var viðhald vega og snjómokstur á norð- urhluta Vestfjarða og hélt hann á þeim tíma nákvæma skrá yfir öll snjóflóð sem fallið hafa á vegi á Vest- fjörðum síðustu áratugi. Það er van- þakklátt starf að bera ábyrgð á við- haldi og snjómokstri vega þegar fjármunir eru naumt skammtaðir. Honum var tamast að taka ákvarð- anir út frá hagsmunum heildarinnar þó margir með minni yfirsýn yrðu til að gagnrýna ákvarðanir hans af þeim sökum. Kristinn Jón tók virkan þátt í stjórnmálum í heimabyggð sinni um áratuga skeið. Hann sat lengi í bæj- arstjórn Ísafjarðar, var bæjarstjóri um hríð og starfaði í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins auk setu í stjórn Orkubús Vestfjarða. Eftir að beinum afskiptum af bæjarstjórnar- málum lauk annaðist hann rekstur Djúpbátsins. Það vakti strax athygli mína er við kynntumst á vettvangi stjórnmála veturinn 1995 hversu skýra yfirsýn hann hafði og hversu óhikað hann gekk til allra verka. Á þessum vettvangi voru þeir til sem töldu Kristin Jón ráðríkan og lítið gefinn fyrir málamiðlanir en reynsla mín af samstarfinu við hann var allt önnur. Þó hann væri fastur fyrir og hefði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum var hann alltaf tilbúinn að hlusta á rök. Kristinn Jón átti elskulega eigin- konu og myndarleg börn og barna- börn sem spjarað hafa sig vel í lífinu. Heimilið á Ísafirði er bæði fallegt og smekklegt og snyrtimennskan í fyr- irrúmi en bæði voru þau hjón höfð- ingjar heim að sækja. Við hjónin heimsóttum Lóu og Kristin Jón á heimili þeirra nokkrum dögum áður en hann féll frá. Þessi sterki og duglegi maður var þá orð- inn mjög máttfarinn en andinn og hugsunin var enn sterk og er rætt var um sjúkleika hans kom hann að venju beint að efninu. „Mér er ljóst hvert stefnir,“ sagði hann og fleiri orð þurfti ekki að hafa um það. Við hjónin sendum Lóu, börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um sterkan og stór- brotinn mann lifir áfram. Gunnlaugur M. Sigmundsson, Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir. Menn deyja, málefni gleymast en minning og orðspor góðra fyrnast seint. Enda þótt ég hefði átt að hafa allar forsendur til að vita að hverju stefndi með Kristin Jón kom mér andlátsfregn hans, er mér barst suð- ur í Miðjarðarhaf, á óvart. Þannig var það og verður æ, gildir einu hver vitneskja okkar og undirbúningur er, dauðinn kemur manni ætíð í opna skjöldu. Og þó ekki, Kristinn Jón vissi upp á hár að hverju stefndi, en af tillitssemi við sína nánustu og við- mælendur sína orðaði hann það á mjög svo nærgætinn hátt er hann sagði: „Það hef ég hugsað mér að gera ef heilsan leyfir.“ Ekki hef ég áður hitt nokkurn, sem af jafnmiklu æðruleysi og skilningi hefur á opin- skáan hátt rætt ástand sitt og leiðina framundan og Kristinn Jón, ekki að- eins hughreysti heldur stappaði hann stálinu í þá er komu á fund hans á síðustu mánuðunum. Styrkur sá, ró og raunsæi er hann sýndi er fáum gefinn. Kynni okkar má rekja aftur til ársins 1991 er ég gekk í Rot- aryklúbb Ísafjarðar þar sem Krist- inn Jón var félagi. Það varð mér strax ljóst að þótt Kristinn Jón flík- aði ekki skoðunum sínum sí og æ hafði hann þær engu að síður. Hann hlustaði jafnan, ígrundaði það sem sagt var og geymdi hugrenningar sínar, en þá hann tjáði sig var tekið eftir því. Frekari kynni tókust með okkur í meirihlutasamstarfi í bæjar- stjórn Ísafjarðar 1994 og í andstæð- um bæjarstjórnarfylkingum Ísa- fjarðarbæjar 1996. Hvort heldur starf í bæjarstjórn eða listabókstaf- ur greindi okkur að vorum við jafnan sammála um markmið, aðeins leiðir skildu að. Kristinn Jón var sannfær- ingu sinni trúr, en hún var í bæj- arstjórn umfram allt að vinna sam- félagi sínu á Ísafirði og Vestfjörðum allt til heilla. Þriðji samskiptaflötur okkar var seta í stjórn Orkubús Vestfjarða um árabil. Þar sem fyrr naut ég góðs af reynslu hans, hugmyndum og hugs- unum. Hér verður ekki fjölyrt um fórnfúst starf Kristins Jóns í bæj- arstjórn og nefndum Ísafjarðar og ekki heldur það þrekvirki er hann vann á líðandi sumri, kominn að fót- um fram sakir illvígs sjúkdóms, í sambandi við landsmót Ungmenna- félags Íslands á Ísafirði í byrjun ágúst. Þar sem fyrr sýndi Kristinn Jón hvers hann var megnugur og sannaði jafnframt að með viljanum er margt hægt þótt kraftur sé þverr- andi. Það var mér mikið lán að kynnast Kristni Jóni og konu hans Lóu, sem stóð eins og klettur við hlið hans í erfiðum veikindum. Henni, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum ættingjum sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðar- kveðjur. Þorsteinn Jóhannesson. Sonur minn, bróðir, mágur og frændi, PÉTUR JÓAKIMSSON, lést á Sólvangi, miðvikudaginn 24. september. Jóakim Pétursson, Sigurður Jóakimsson og fjölskylda. Mig langar í fáeinum orðum að minnast móður minnar Jónínu Jón- asdóttir, eða Jonnu eins og hún var oftast kölluð af venslafólki. Þú varst alveg einstök móðir, vel gefin og hjartahlý og hugsaðir alltaf meira um vellíðan annarra, en kannski minna um þínar eigin þarf- ir. Ég man þig varla öðruvísi en sí- vinnandi, á veturna í frystihúsinu og í síldinni á sumrin eins og tíðk- aðist hjá alþýðufólki á þessum ár- um. Það er ótrúlegt hverju þú gast komið í verk og öllu því sem þurfti að gera á stóru heimili, en þér fórst það vel úr hendi enda heimilið þín paradís. Ég hef oft hugsað það í seinni tíð hvernig þú fórst að þessu öllu. Þú varst hershöfðinginn á þínu heimili með sex manna herlið sem þú stýrðir af einstakri snilld, og gerðir að ég best veit góða þjóð- félagsþegna úr þeim öllum. Ég gæti fyllt heila bók með minningum um þig, en ég held að þú, eins hlédræg og þú varst, viljir heldur að við eigum minninguna í huga okkar en á prenti. En ég bið algóðan guð að varðveita þig um alla eilífð. Minningin um þig mun JÓNÍNA MARGRÉT JÓNASDÓTTIR ✝ Jónína MargrétJónasdóttir fæddist í Sæborg á Bæjarklettum, sem stendur við sjó fram nyrst í Bæjarlandi, 7. júlí 1923. Hún lést á Heilsustofnuninni í Siglufirði 18. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Siglufjarð- arkirkju 27. septem- ber. ávallt lifa meðal okkar sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyr- ir mig í mínum uppvexti. Það hefur verið mér gott vega- nesti, það sem af er mínu lífshlaupi. Og ég mun halda að mínum börnum og barna- börnum hversu góð móðir þú varst. Ég held að ég geti ekki kvatt þig betur en með þessu kvæði: Ég sendi kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Elsku mamma, ég þakka þér allt sem þú gafst mér. Minningin um þig mun ætíð lifa í hjarta mér. Þinn sonur Sævar. Í örfáum orðum langar okkur systkinin að minnast ömmu Jonnu og þakka góðar stundir, sem því miður voru allt of fáar hin síðari ár. Amma var ótrúlega nægjusöm, glaðlynd og traust sínum nánustu. Hún var þó nokkuð hlédræg en mjög vinnusöm, bæði utan heimilis sem innan. Fyrst á fætur á morgnana og oft- ast síðust í háttinn á kvöldin. Okk- ur er minnisstætt þegar hún kom heim í hádeginu til að sjá um mat- inn handa heimilisfólkinu og oft gafst lítill tími til að borða og hvíl- ast sjálf. Vinnudagarnir voru langir og að þeim loknum héldu heim- ilisstörfin áfram. Það fór enginn með tóman maga eftir heimsókn að Suðurgötu 51. Amma sá til þess. Hún var ein af þessum konum af gamla skólanum. Hugsaði fyrst um aðra og síðast um sig. Svona var þetta bara og enginn mátti mót- mæla. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu Jonnu. Sögurnar hennar, veislurnar, lúmska kímni- gáfan og hlýleikinn skilur eftir sig ljúfa minningu um yndislega konu. Nú heldur hún á fund afa. Þau geta stolt horft til baka því eftir situr gott ævistarf, stór og mynd- arleg fjölskylda sem heiðra mun minningu þeirra. Elsku amma, takk fyrir okkur og þær góðu stundir sem við fengum að njóta með þér. Hugi og Rósa. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.