Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 26
að á Kjarvalsstöðum 1974, og í minn hlut kom að fjalla um. En mér verð- ur hér helzt til heilabrota, að það er nú fyrst að fullur styrkur hennar á listavettvangi kemur fram sem eink- um á við um vefina. Satt að segja hef ég ekki í annan tíma séð þá taka sig jafn vel út og þeir gera að þessu sinni, auk þess að fram kemur að Júlíana var meira í takt við tímana en mann óraði fyrir. Slóðina má rekja allt til ársins 1920 er stofnuð var kvennadeild við Bauhaus í Weimar, sem á fáum árum rótfesti sig og skilaði undraverðum árangri. Svo upptekin sem ég var lengstum af þeim geirum Bauhaus sem höfðu með arkitektúr, málaralist og lita- fræði að gera, yfirgnæfðu þeir vef- ina, eða allt þar til ég fyrir nokkrum árum rakst inn á stóra og eftir- minnilega sýningu í Bauhaus Arkiv í Berlín. Þarnæst aftur í höfuðstöðv- um skólans í Weimar, og var meðal þess sem sett var upp til hátíða- brigða í tilefni 250 ára fæðingaraf- mælis Goethe, báðar sýningarnar hrein opinberun og skýrðu margt. Er hér öðru fremur að vísa til bak- grunnsins, því fram kemur að á þessu sérstaka sviði hafði skólinn ekki síður afgerandi áhrif í Evrópu, og einkar greinilegt á Norðurlönd- um. En þau mótuðu sínar eigin hefðir af þessum grunni, til að mynda eru vefir Júlíönu mjög frá- brugðnir þeim sem konurnar í LISTASAFN Íslands býður til mikilsháttar viðburðar og auganu hátíð í sölum sínum, yfirlitssýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889–1966). Gerist ekki vonum fyrr, listakonan í bakgrunninum þótt mörgum sé löngu ljós sterk og óvefengjanleg staða hennar í fremstu röð hinna stóru í íslenzkri myndlist tuttugustu aldar. Hlutverk safnsins er öðru fremur að kynna landsmönnum skapandi athafnir íslenzkra myndlistarmanna og gera það á sem raunbeztan hátt. Það heitir; samkvæmt hlutlægri þekkingu og huglægri túlkun, ótruflaðri af tilfinningum eða per- sónulegum löngunum þannig að landsmönnum gefist að þróa með sér sjálfstæðar og persónubundnar skoðanir. Safnið á öðru fremur að vera hlutlægur og fræðandi vegvísir í þá veru að veita blóðríkri þekkingu um mikilsverða hluti út í þjóðfélag- ið, vekja áhuga landsmanna jafnt á geymd fortíðar og hræringum sam- tímans. Telst helzta greinimark þjóðlistasafna um allan heim, svo er það hlutverk sérsafna að kynna ann- ars konar tegundir myndlistar, þetta verða menn óhjákvæmilega varir við í höfuðborgum annarra landa, hafi þeir augun opin og beri þeir sig á annað borð eftir því. Meðal þess mikilvægasta sem þjóðlistasöfn leggja rækt við eru yf- irlitssýningar genginna listamanna af hárri gráðu, jafnframt að kynna lífsverk framsækinna samtíðarlista- manna sem sannanlega hafa látið að sér kveða á ferli sínum. Slíkar fram- kvæmdir sem fylgt er eftir af metn- aði og slagkrafti draga yfirleitt að sér fleiri gesti en nokkrar aðrar at- hafnir innan þeirra, almenningi gefst þarmeð tækifæri til að þreifa á púlsi tímans, gerast þátttakendur í tíma og rúmi. Því miður hafa slíkar gagnvirkar stórsýningar mætt afgangi á síðari árum, en full mikið í gangi af end- urtekningum á hinum meintu braut- ryðjendum íslenzkrar listar sem helzt hefur bitnað á listamönnunum sjálfum. Skýrt dæmi er hin frábæra sýning á verkum Gunnlaugs Schev- ings á síðasta ári sem var naumast tímabær í ljósi hinnar slöku aðsókn- ar, einnig síbyljan á sumarsýning- um safnsins. Þá hafa línur verið dregnar á þann hátt að tilfinningar ráða full mikið ákvarðanatöku um framkvæmdir, sitt sýnist hverjum, tilviljanir eiga oftar en ekki þátt í hvað ofaná verður á hverjum tíma. Ekki síður en sagnfræði almennt, iðulega er því slegið fram í gamni og alvöru að það sé ekki til nein saga, einungis sagnfræðingar, og nokkur broddur í þeim framslætti. Að þessu vikið hér vegna þess að hin viðamikla yfirlitssýning á ævi- verki Júlíönu Sveinsdóttur er síðbú- in framkvæmd. Hennar hlut engan veginn haldið fram sem skyldi, eink- um í ljósi þess að um einn merkasta íslenzkan myndlistarmann á liðinni öld er að ræða, ótvíræðan braut- ryðjanda í nútíma vefnaði. Hefur samt næsta lítið með að gera að hún var kona, enda aldrei orðið var við kynjamismunun í íslenzkri myndlist. Konur í framvarðarsveit voru ein- faldlega svo fáar allan fyrri hluta aldarinnar og fram á hana ofan- verða að telja mátti þær á fingrum sér, en á síðari árum hefur orðið mikill og markverður viðsnúningur. Vissulega man ég yfirlitssýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur, sem menntamálaráð stóð fyrir í sölum Listasafns Íslands 1957, sem þá var til húsa á allri efri hæð Þjóðminja- safnsins, einnig minningarsýningu sem fjölskylda listakonunnar stóð Weimar útfærðu. Einfaldleiki og klár flatarmálsform eru einkenni þeirra, og mjög í samræmi við það sem ofarlega var á baugi í listheim- inum á því tímaskeiði sem hún óf þau. Leiða má getum að því af hverju Júlíana yfirfærði ekki hin hvikulu blæbrigði málverkanna yfir í vefina, einkum af hverju hún kaus að hafa fletina einlita og tandurhreina, tæknin býður nefnilega einnig upp á blæbrigðaríkdóm, eins og vel kemur fram í vefjum Bauhaus-kvennanna. Málverkin ganga að vísu út frá stórum og einföldum formum og sterku samspili milli þeirra innbyrð- is, þótt mikil kvika sé í litunum sjálfum, en það verður trauðla að fullu skýrt af hverju litirnir eru svo miklu sterkari í vefjunum. Hins veg- ar má óefað rekja margt til efnisins sem hún hafði á milli handanna, og hve það var samofið eðli hennar og upplagi að vinna úr því sem hendi var næst, vera á sinn sérstaka hátt í tengslum við myndefnið og innsta kjarna þess. En á engan veg má líta svo á að það beri vott um tvíræðni, að listakonan hafi ekki verið sjálfri sér samkvæm. Mörg dæmi þess að nýr efniviður og ný tæknibrögð hafi framkallað alveg nýja og ferska sýn á form og liti hjá framsæknum og jarðbundnum myndlistarmönnum módernismans. Efnið í sjálfu sér verður gerandanum þá uppspretta nýrra hugmynda, má stundum álykta að þær hafi fyrirhafnarlaust komið til hans og stjórni honum að nokkru. Þó mun algengara að menn yfirfæri áskapaða tækni málverks- ins yfir í aðra miðla til hliðar sem kemur til að mynda einkar vel fram í grafík, sem og annarri fjölföldun- artækni. Þykir verðmætur eiginleiki að vera móttækilegur fyrir hinum sérstöku einkennum efniviðarins sem menn hafa handa á milli hverju sinni og bregðast við samkvæmt því, meistarar módernismans skýr dæmi. Og dregið saman í hnotskurn er Júlíana Sveinsdóttir alveg í sér- flokki í vefjum sínum og óhætt að fullyrða að þeir séu ígildi þjóðarger- sema. Um málverk listakonunnar hef ég endurtekið fjallað og verð ekki margorður um þau í þessu skrifi. Hyggst taka þau fyrir sérstaklega seinna og rýna einnig í sjálfa vefina, taldi framkvæmdina sjálfa eins og hún leggur sig í heild skipta meg- inmáli. Uppsetning sýningarinnar hefur tekizt mjög vel, er skýr og af- mörkuð, vel til fallið og eykur á nálgunina að staðsetja vefstól lista- konunnar í salinn með vefjunum. Gefin hefur verið út sýningar- skrá/bók sem er 80 síður í almennu broti, pappír, frágangur, litgreining og bókband með besta móti. En satt að segja felli ég mig ekki við þetta fræðilega skýrsluform sem eru ein- kenni texta þeirra Hrafnhildar Schram, Dagnýjar Heiðdal og Hörpu Þórsdóttur, sem minna mig á skóla- og doktorsritgerðir með firnalöngum skýringartextum. Kann ekki heldur við þá venju sem rutt hefur sér rúms á Norðurlöndum á seinni árum að gera ensku jafn- réttháa norðurlandamálunum til hliðar við texta hvers lands, tel það bera vott um minnimáttarkennd og þeim sízt til vegsauka. Minnist þess ósjálfrátt í lokin, hve uppörvandi vitneskjan um návist Júlíönu Sveinsdóttur og Jóns Stef- ánssonar var þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn í upphafi seinni hluta síðustu aldar. Bæði bjuggu í næsta nágrenni listakademíunnar, Júlíana sömu megin Nýhafnar, en Jón framarlega á Bredgade og hafði vinnustofu á Store Kongensgade. Voru á þeim tíma með virtustu lista- mönnum Danmerkur og um leið Ís- lendingar fram í fingurgóma. Fór ekki framhjá neinum sem á annað borð fletti dagblöðunum hve mikil virðing var borin fyrir þeim báðum og Júlíönu var iðulega sérstaklega getið varðandi starfa hennar í sýn- ingarnefnd Charlottenborgar og seinna stjórn Akademíunnar. Blaða- menn báru svo mikla virðingu fyrir henni að segja má að þeir hafi litið á hana sem véfrétt. Umhugsunarefni hve Íslendingum hefur verið ósýnt um að viðhalda ímynd þessara ágætu listamanna í Danmörku, eðli- lega flestum gleymdir. Að því bezt ég veit hefur vart stafkrókur komið um list þeirra í bókarformi á dönsku sem Íslendingar hafa átt frumkvæði að. Sérstök opinber upplýsinga- og miðlunarstofnun íslenzkrar mynd- listar enn ekki í sjónmáli, hér upp- skorið eins og sáð var til … Málverk og vefir MYNDLIST Listasafn Íslands Opið kl. 11–17 alla daga nema mánudaga. Til 26. október. VEFUR LANDS OG LITA JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR YFIRLITSSÝNING Smáteppi, sirka 1963, ull, 73x55 cm (bls 51).Veggteppi, 1957, ull, 141x93 cm (bls. 38). Bragi Ásgeirsson Hvít kanna og bók, 1948, olía, 54x60 cm. Frá yfirlitssýningunni á Listasafni Íslands 1957. Júlíana, Erna Grundt og Jón Stefánsson. LISTIR 26 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.