Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MERKILEGT er að rúmum mánuði eftir glæsilegustu menning- arnótt í Reykjavík fyrr og síðar segi helsti listapenni Morgunblaðsins að borgin sé ,,með allt niður um sig“ í menningarmálum. Borg sem sannar á einum degi að hún hefur aldrei verið kröftugri og skartar ótrúlegum fjöl- breytileika. Grein Bergþóru Jóns- dóttur, síðasta sunnudag, sýnir að jafnvel hin mikla bókmenntahátíð fyrir fáum dögum nægir ekki til að fá hana til að hika við að halda fram að Reykjavíkurborg ,,virðist ekki geta komist hjá kringumstæðum án þess að sverta ímynd sína, svo list- hneigðum borgurum, að ekki sé tal- að um listamönnum, þyki nóg um“. Formaður menningarmála- nefndar þiggur boð í þennan dans. Yfirlýst stefna, verkin tala Ég er sammála Bergþóru um að stefnuplögg hneigist til fagurgala. Þess vegna skrifaði ég í inngangi að menningarskýrslu Reykjavík- urborgar, sem kom út í sumar: ,,Hvar sem borið er niður hefur skráð menningarstefna opinberra aðilja tilhneigingu til að vera sam- safn fallegra hugsana um listir og hlutverk þeirra í lífinu. Og svo um það að ríki eða borg vilji styðja við þá miklu fegurð. Ég held að nú sé sá tími kominn að við þurfum ekki að taka fram það sem er sjálfsagt. Menningarlíf í víð- um skilningi er hluti af samfélags- stefnu ábyrgra stjórnmálaafla. Þess vegna er menningarstefna Reykja- víkurborgar ekki spurning um yf- irlýstan vilja lengur, heldur spurn- ing um framkvæmd.“ Hver er framkvæmdin? Frá því að núverandi stjórn Reykjavíkurborgar tók við völdum fyrir rúmu ári hefur þetta gerst: Höfuðborgarstofa sett á laggir, sem hefur það verkefni að skipuleggja stórviðburði, m.a. á menningarsviði, markaðssetja menningu og listir á vegum borgarinnar, efla tengsl og koma á framfæri. Hún starfar náið með menningarmálanefnd. Á einu ári hefur Reykjavíkurborg gert samninga um, fest í sessi eða komið á nýmælum eins og þessum: árleg Listahátíð; samningur verði gerður um reglulega bókmenntahátíð (með ríkulegum stuðningi í ár); Gay Pride formfest; langtímasamningur um Airwaves-hátíðina; Samtíma- listasafn; endurreisn Musica Nova – Nýsköpunarsjóðs tónlistar; ,,Loftbrú Reykjavík“ fyrir alþjóðleg tengsl tónlistarmanna. Þá er ein- hugur um þá stefnu að fjölga lang- tíma samstarfssamningum við lista- menn og hópa í borginni – og mun þess sjá stað á næstu vikum. Öll þessi verkefni eiga það sam- eiginlegt að borgin beitir afli til samstarfs með ólíkjum aðiljum til að efla menningarlíf. Hver er hugsunin? Hugsunin í öllum þessum verk- efnum er að framkvæmd menning- arstefnu eigi að lagast að heild- arstefnu um lífsgæði og samfélag. Þátttöku. Þess vegna er menning- arstefna okkar ekki aðeins sýnileg í glæsilegum menningarstofunum borgarinnar eða í ,,styrkjum“ til listamanna. Heldur út um allt, til dæmis innan veggja skóla, þar sem er auðugt menningarlíf eins og kom fram í nýlegri samantekt fyrir menningarmálanefnd, og á kynn- ingarhátíð um menningarframboð í skólum í samvinnu við Fræðslu- miðstöð fyrir fáum vikum. Þá birtist hún í samskiptum við listamenn, stofnanir, fyrirtæki, áhugafólk – og allan almenning – eins og sást á Grafarvogsdeginum fyrir skömmu. Og já, líka í því nýmæli að halda op- inn fund menningarmálanefndar um stefnu Listasafnsins og leita eft- ir ólíkum viðhorfum þar um. Samskipti – ekki bara styrkir Um stefnuna nota ég orðið ,,sam- skipti“, ekki ,,styrki“. Í staðinn fyrir að láta nægja takmörkuð fjár- framlög sem alltaf má deila um, á hið opinbera að stuðla að því með fjármagni og atgervi að laða saman ólíka aðilja í borgarsamfélaginu til að efla fjölbreytt menningarlíf. Ekki bara í borgarsamfélaginu, líka á alþjóðlegum vettvangi. Það er ný- mæli sem núverandi nefnd setti strax í menningarstefnu borg- arinnar og staðfestir með t.d. þátt- töku í ,,Loftbrú Reykjavík“ til að flytja út framsækna tónlist. Samkvæmt þessu lít ég ekki á ,,menningarstefnu“ borgarinnar sem styrkjastefnu. Menning er hluti af lífsgæðum. Hún er hluti af atvinnustefnu, því störf sem tengj- ast menningarlífi eru skemmtileg og hvetjandi fyrir fólk, skapa tæki- færi og jafnvel gróðavon. Menning- arlíf er grundvöllur fyrir aðra at- vinnuvegi, svo sem ferðamennsku, sem er einn stærsti atvinnuvegur á Íslandi. Og svo er þetta spurning um sjálfsmynd borgar og fólks sem hana byggir, fólks sem vill skapa. Þannig verður til öflug umgjörð sem stenst tímans tönn og lifir dæg- urstjórnmál. Óháð duttlungum stjórnmála. Eigum við að vera svo hátíðleg að kalla þetta nýja hugsun á nýrri öld? Stjórnmálamenn hafa komið á ljótu kerfi ,,skaffara“ og ,,þræla“. Þeir eru skaffararnir, sem baða sig í ,,velvilja“ með skattfé almennings, og þrælarnir eru listamenn sem knékrjúpa fyrir því ,,opinbera“ og væla út þúsundkalla. Stjórn- málamenn okkar hafa tvær aðferðir til að ljúga upp á sig ,,menningar- legum velvilja“. Annars vegar brauðmolakerfi þar sem sveltandi listamannalýðurinn hrúgast að fót- um þeirra (við fjárlagagerð og styrkjaúthlutanir) og hins vegar ,,steinsteypureisn“ sem felst í reglubundnum húsbyggingum sem þeir vígja án þess að vista til rekst- urs af nokkru viti. Hugsjónaskuldir Við eigum að viðurkenna að op- inbert fé er takmarkað, og staðfesta að það nýtist best í samskiptum og samstarfi. Á móti verða listamenn og menningarfélög að axla ábyrgð á fjármögnun líka, sýna fram á rekstrarvitund og fagmennsku. Andstæðu þess sjáum við í glóru- lausri ,,hugsjónamennsku“ (oft köll- uð ,,metnaður“) sem felst í að keyra sig í kaf til að hið opinbera geti ekki annað en komið til bjargar af ,,sið- ferðislegum“ ástæðum. Og ef yf- irvöld hika og spyrja gagnrýnið er það birtingarform þess sem Berg- þóra Jónsdóttir kallar ,,vandræða- mál“. Það er ekki stefnufesta að hlaupa eftir þeim sem væla hæst. Þetta segi ég ekki af óvirðingu við ,,metnað og husjónir“ heldur af virðingu við þá sem standa sig í hví- vetna. Menningin er ekki undanþegin ábyrgð Það fer ekki framhjá mér sem formanni menningarmálanefndar hve rekstrarlega meðvitaðir og fag- legir stjórnendur borgarstofnana okkar eru í samanburði við suma þá sem lifa sjálfstæðu lífi utan leið- indakerfis eins og áætlunargerðar, eftirlits stjórnar, eigin fjármögn- unar – svo ekki sé talað um kröfuna um að halda sig innan fjárhags- ramma. Í þessu efni er hið opinbera langt á undan mörgum sjálfstætt starfandi lista- og menningarhópum sem verða að laga sig að breyttum ábyrgðarkröfum. Margir hafa þó gert það, og um það góð dæmi sem leiða til skapandi samstarfs. Það er samt skiljanlegt að margir leiki ennþá eftir ,,skaffara“- og ,,þræla“- leikreglunum; þær felast í því að þrællinn hættir ekki að sífra fyrr en skaffarinn gefst upp og gaukar að honum mola til að þrællinn haldi lífi – og geti haldið áfram að vola. Trúið mér: Þessu vil ég breyta. Borgin getur verið stolt af fram- lagi sínu til menningarmála. Sjáið Listasafnið í Hafnarhúsinu og Borgarbókasafnið við hliðina – hví- lík menningarmiðstöð! Lífið í Gerðubergi. ,,Safn“ á Laugavegi. Sumarstarf ,,skapandi ungmenna“ hjá Hinu húsinu. Nýja bókasafnið í Árbæ er að koma. Margt er frábær- lega gert í Reykjavík, með og án stuðnings opinberra aðilja. En les- endum til glöggvunar langar mig að birta nokkrar lykiltölur um hvað hlutirnir kosta. Bein framlög borgarinnar til menningarmála eru um 1.100 millj- ónir á ári. (Líklega má tvöfalda þá upphæð þegar allt er talið, en menningarmálanefnd lætur nú vinna úttekt á því.) Borgarleikhús (LR) fær nær 1⁄5 af framlögum til menningarmála. Ef kæmi nú aukafjárveiting til LR um 50 milljónir króna á ári, jafngilti hún ÖLLUM almennum styrkjum menningarmálanefndar til list- starfsemi í borginni (þar með taldir sjálfstæðu leikhóparnir, tónlist- arhóparnir, dansflokkarnir, mynd- listargalleríin … o.s.frv.). Listasafn Reykjavíkur (Kjarvals- staðir, Hafnarhúsið, Ásmundarsafn, útilistaverkin) kostar nær helmingi minna en Leikfélag Reykjavíkur. Það væri mjög gaman að vera góður við LR sem rekur fínt leikhús sem sómi er að. En eru allir sam- mála um að 50 milljónum króna aukalega í menningarmál væri BEST varið í aukningu þar, en ekki til tvöföldunar á almennum styrkj- um til lista og menningar? Það eru svona leiðindaspurningar sem fýlu- poki eins og formaður menningar- málanefndar verður að spyrja. Og fleiri leiðinlegar spurningar Með því að leggja niður Gerðu- berg í Breiðholti mætti setja 50 milljónir króna í ,,eitthvað annað“, svo sem einn tíunda af því að end- urbyggja Austurbæjarbíó – og er þá eftir að finna fé til að reka það. En væri það skynsamlegra en byggja nýja menningarmiðstöð í Grafar- vogi í samstarfi við alla þá góðu að- ilja sem þrá að þjóna 20 þúsund manna byggð? Og vegna þess að Bergþóra Jóns- dóttir fór hamförum um tónlistar- skólana í borginni og meinta aðför að þeim (sjá svar mitt í Mbl. fimmtudag) langar mig að benda á – í fullri vinsemd –samanburðartölur um þá. Tónlistarskólarnir í borginni fá 550 milljónir króna á ári. Þeir þjóna 2.650 reykvískum nemendum. Þeir fá hærri opinber framlög á ári en Sinfóníuhljómsveit Íslands Í HEILD. (Frá ríki, borg og öðrum.) Tökum annað dæmi: Tónlistarskól- arnir í borginni fá hærri framlög frá Reykjavíkurborg en samtals: Listahátíð, Borgarleikhús, Lista- safn Reykjavíkur og Árbæjarsafn. Þeir fá ellefu sinnum hærri framlög á ári en allir almennir styrkir til lista og menningar frá menningar- málanefnd. Væru framlög til tón- listarskóla á fjárhagsáætlun menn- ingarmála borgarinnar væru þau nær tvöfalt stærri liður en sá næsti. Leiðindaspurning: Eru þetta rétt hlutföll? Takið eftir: Þessar tölur eru ekki raktar til að ala á öfund eða búa til ,,annaðhvort þú eða ég …“ kring- umstæður sem öllum leiðast. Síður en svo. Aðeins til sýna að stakir grátmúrar listanna eru EKKI menningarlandslag borgarinnar í heild! Ég tek tónlistarnámið sem dæmi, ekki bara af því að Bergþóra Jóns- dóttir kýs að geta þess, heldur vegna þess að það sannar einkar vel að há framlög tryggja ekki endilega rétta útkomu. Ég tel einboðið að öll tónlistarkennsla í borginni fari gegnum markvissa endurskoðun sem þarf að tryggja öllum grunn- skólabörnum grundvallar tónlistar- uppeldi, öflugt grasrótarlíf í tónlist sem gefur sem flestum börnum möguleika til tónlistariðkunar sér til ánægju, og markvissa notkun fjár til þeirra sem við viljum að njóti þess besta. Að þessu er reyndar unnið núna á vegum fræðsluráðs og von til þess að við getum tekið ákveðin skref í þessa átt fljótt. Hér er dæmi um menningarstefnu í mót- un, en ekki hlaup eftir þeim sem hæst lætur. Samræðan Þegar auglýstir eru styrkir til menningarmála er reglan sú að sótt er um 90% meira fé en úthlutað er. Það er ljóst að við þurfum meira fé til menningar á Íslandi. En það er aldrei nóg! Við hjá borginni þurfum ef til vill að taka forystu um að krefjast þess að fyrirtækin, sem hafa fengið stórlækkaða skatta, fái nú aukna hvatningu til að styðja menningu og listir. En við verðum líka að leita leiða til að margfalda áhrif þess fjár sem til ráðstöfunar er. Eintóna ,,Gemmmér meira“ grátkór reynir ekki bara á þanþol opinberra sjóða heldur líka greiðsluvilja skattgreiðenda. Þess vegna setti ég fram þessa sýn í ræðu minni um fjárhagsáætlun í borgarstjórn á síðasta ári: ,,Að stofnanir borgarinnar og þeir aðiljar sem við veljum til sam- starfs og samvinnu hafi metn- aðarfull verkefni sem eru til þess fallin að efla skapandi iðju eða leggi fram markverða hluti sem efla menningarlegan og alþjóðlegan borgarbrag og skipta máli í ásýnd borgarinnar. Að við dreifum ekki kröftum um of svo ekkert standi uppúr, að við höfum dirfsku til að endurnýja og endurskoða viðteknar hugmyndir með reglulegu millibili.“ Og niðurlag mitt var þetta: ,,Um þetta þarf að fara fram sam- ræða í borginni. Auðvitað má búast við að garnagaul þeirra, sem telja sig verðskulda umbun, yfirgnæfi hana um hríð. Listamenn og menn- ingarforkólfar eru ekkert síðri kröfugerðarmenn en aðrir. En samt er nú ekki útilokað að við getum rif- ið okkur upp úr gustuka- og góð- mennskumenningarpólitík í eitt- hvað sem stendur lengur … sem formaður menningarmálanefndar býð ég til samræðu um einmitt þessi mál.“ Ég þakka Bergþóru Jónsdóttur fyrir að taka mig á orðinu. Brauðmolapólitík eða menningarsamfélag Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menningarmálanefndar. Seljabraut - Opið hús í dag frá kl.14-16. Vel skipulögð fjögurra herbergja útsýnis- íbúð á þriðju hæð á góðum stað í Selja- hverfi ásamt stæði í bílageymslu. Falleg íbúð í góðri blokk. Guðmundur Andri sölu- fulltrúi býður ykkur velkomin á milli tvö og fjögur í dag Guðmundur Andri sölufulltrúi RE/MAX tekur á móti gestum í dag frá kl. 14:00-16:00, gsm: 820 0215 Heimilisfang: Seljabraut Stærð: 100 fm Byggingarár: 1976 Brunabótamat: 12,1 millj. Verð: 13,2 millj. Guðmundur Andri Skúlason - símar 520 9552/820 0215 gandri@remax.is - Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til sölu/leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. 602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.