Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ J AMES I. Gadsden, sem tók við embætti sendiherra Bandaríkjanna í október á síðasta ári, er reyndur emb- ættismaður sem starfað hefur í bandarísku utanríkisþjón- ustunni um rúmlega þriggja áratuga skeið. Hann hefur m.a. starfað í Búda- pest, París og Brussel auk þess að gegna embætti aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu með ábyrgð á samskiptum við fjölmörg Evrópu- ríki á árunum 1997–2001. Gadsden er fæddur og uppalinn í Charleston í Suður-Karólínu og bjó þar til sextán ára aldurs. Hann stundaði nám í hagfræði við Har- vard-háskóla og flutti að því loknu til Kaliforníu þar sem hann lauk meistaranámi við Berkeley-háskóla árið 1972. Allt frá tólf ára aldri segist Gadsden hafa hrifist af alfræðiorða- bókum og eytt miklum tíma í að skoða þær. Þetta hafi vakið með honum áhuga á því hvers vegna fólk væri eins ólíkt og raun bæri vitni í heiminum, hvers vegna það hugsaði öðru vísi og hvers vegna það gerði hluti á mismunandi vegu. Í framhaldi af þessu hafi hann kom- ist í samband við samtökin People to People og eignast pennavini víðs vegar um heiminn. „Líklega var það um það leyti er ég var að ljúka námi við gagnfræðaskóla að ég fór að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera í framtíðinni. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara í kennslu. Kínverska auðveldari en íslenska Smám saman fór ég að gera mér grein fyrir að utanríkisþjónustan kynni að koma til greina. Þegar líða tók á nám mitt í Harvard tók ég ákvörðun um að ég ætlaði að kynna mér Kína betur þar sem nám mitt hefði fyrst og fremst tekið mið af Evrópu fram að því. Þar sem fjórð- ungur íbúa jarðar bjó í Kína datt mér í hug að það kynni að vera gagnlegt að kynnast kínverskum hugsunarhætti betur, kínverskri menningu og jafnvel að læra tungu- mál Kínverja,“ segir Gadsden. Við Berkeley lagði hann því með- al annars stund á kínversk fræði og lærði kínversku. „Það er auðveld- ara en maður heldur að læra kín- versku, auðveldara en að læra ís- lensku,“ segir Gadsden og brosir. Mánuði eftir að hann lauk námi hóf hann störf í utanríkisþjónust- unni. „Eftir að hafa starfað í utan- ríkisþjónustunni í 31 ár er ég enn heillaður af starfinu og þær ástæð- ur sem gerðu að verkum að ég ákvað að velja mér þennan starfs- vettvang eru í fullu gildi.“ Það kom fyrst til tals í sept- ember árið 2001 að Gadsden tæki við embætti sendiherra á Íslandi. Hann segir að þá hafi háttsettur embættismaður í utanríkisráðu- neytinu hringt í sig og spurt hvern- ig það legðist í hann að taka við sendiherrastöðuni í Reykjavík. Svo vildi til að þremur mánuðum áður hafði Gadsden komið í nokkurra daga heimsókn til Íslands þar sem hann sat ráðstefnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna fyrir hönd Bandaríkjastjórnar. „Þetta var ein- ungis sólahringsheimsókn en mér leist mjög vel á þessi stuttu kynni af þjóðinni og þeim sem ég hitti. Ég átti mjög heillandi samræður við menn um ýmis málefni og hélt heim með góðar minningar í farteskinu. Þar sem ég hafði hins vegar sótt fundinn í stað annars embættis- manns, Marcs Grossmans, er varð að fara í aðra ferð um sama leyti, átti ég ekki von á að ég myndi fá frekari tækifæri til að eiga sam- skipti við Ísland.“ Hann segist hafa undirbúið sig undir nýja starfið líkt og ávallt þeg- ar verið væri að fara á nýjan stað, með því að kynna sér sögu og menningu lands og þjóðar og setja sig inn í hagsmuni Bandaríkjanna í viðkomandi ríki. „Þetta felur í sér mikinn lestur og ég átti að auki samræður við þá sem þekkja vel til, jafnt starfsmanna í utanríkisráðu- neytinu, varnarmálaráðuneytinu og í Smithsonian-safninu, svo eitthvað sé nefnt.“ Snýst ekki eingöngu um orrustuþotur Það hefur ríkt töluverð spenna í samskiptum Íslands og Bandaríkj- anna á síðastliðnum mánuðum. Rík- in hafa tekist hart á um stöðu varn- arstöðvarinnar í Keflavík og framtíð orrustuþotnanna er þar hafa verið staðsettar. Þá olli mál varnarliðsmannsins, sem er í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungu í miðborg Reykjavíkur, titringi í sumar sem leið. Loks hafa banda- rísk stjórnvöld mótmælt hvalveið- um Íslendinga harðlega. Telur Gadsden að þessar deilur muni hafa áhrif á samskipti ríkjanna á næst- unni og jafnvel skilja eftir sig var- anleg ör? „Ég tel ekki rétt að líta á málið út frá þessum deiluefnum sem þú nefnir heldur með því að líta á hvað felist í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Samband Íslands og Bandaríkjanna snýst ekki ein- göngu um orrustuþotur. Það snýst ekki einungis um hvali og ekki ein- ungis um mál varnarliðsmannsins. Þar sem það mál er nú til með- ferðar í dómskerfinu tel ég ekki rétt að ég tjái mig um það frekar á þessu stigi. Samband Íslands og Bandaríkj- anna snýst um marga mikilvæga þætti sem gera það að djúpu, lang- varandi og að mínu mati varanlegu sambandi. Sambandi sem við stefnum að því að styrkja og út- víkka á mörgum sviðum.“ Hann segir að í fyrsta lagi bygg- ist samstarfið á varnarsamstarfi sem megi rekja allt aftur til ársins 1943 og á varnarsamningnum frá 1951 þar sem Bandaríkin skuld- bundu sig fyrir hönd Atlantshafs- bandalagsins að tryggja varnir Ís- lands. „Sú skuldbinding er í fullu gildi. Það hefur aldrei nokkurn tím- ann komið til tals að falla frá varn- arsamningnum eða að breyta hon- um með einhverjum hætti. Varnarsamningurinn er fram- kvæmdur á grundvelli bókana þar sem fjallað er um starfsemi varn- arliðsins, samsetningu og kostnað- arhlið. Þessar bókanir hafa yfirleitt gilt til fimm ára í senn. Breytingar hafa verið gerðar eftir því hverjar þarfirnar hafa verið hverju sinni. Síðasta bókunin féll úr gildi í apríl 2001 og af margvíslegum ástæðum höfum við ekki getað end- urnýjað hana með jafnskjótum hætti og við hefðum kosið. Það eru ýmsar ástæður að baki því. Má nefna ellefta september sem breytti öllu. Hins vegar átti hugmynda- vinna sér stað sem tók meðal ann- ars til hvernig bregðast ætti við breyttum aðstæðum, í raun breyttri heimsmynd. Hættumat okkar hefur breyst og um það var meðal annars rætt á Pragfundi Atlantshafsbanda- lagsins í fyrra. Þar var rætt hvern- ig bandalagið sem heild gæti brugð- ist við hinum nýju aðstæðum. Menn komust að þeirri niðurstöðu að bandalagið yrði að ganga í gegnum breytingaskeið.“ Gadsden segir að á þessum grundvelli hafi Bandaríkin velt fyr- ir sér hvernig þau ættu að end- urskipuleggja eigin herafla og upp- byggingu hans. Í þessu sambandi hafi menn velt framtíðarskipulagi varna á Íslandi fyrir sér. Það hafi hins vegar ekki einungis átt við um Ísland heldur um herafla Banda- ríkjanna um Evrópu alla og raunar í heiminum öllum. „Spurningin sem við veltum ávallt fyrir okkur er hvort herafli okkar sé rétt samsettur og rétt staðsettur á hverjum tíma til að við getum brugðist við þeim ógnum sem að okkur steðja. Það var í þessu samhengi sem litið var á Ís- land og menn veltu fyrir sér hvort heraflinn hér væri rétt samsettur út frá þessum forsendum eða hvort brýnni þörf væri fyrir einhver tæki og tól annars staðar. Þessar um- ræður fóru fram – og í því sam- hengi einnig viðræður við Íslend- inga – og það voru vissulega skiptar skoðanir uppi sem ekki reyndist auðvelt að samræma. Það myndaðist nokkur spenna en stund- um eru vinir ekki sammála. Það er ekkert óeðlilegt við það að vini greini á um hluti. Hins vegar er að mínu mati mikilvægt að við sem bandamenn til langs tíma og vina- þjóðir getum útkljáð mál sem þessi með hreinskilnum viðræðum. Það er undirstrikað með þeirri skuld- bindingu Bandaríkjaforseta í ágúst síðastliðnum að þessi mál verði skoðuð í víðara samhengi og ákvarðanir verði teknar út frá þörf- um Bandaríkjahers í víðara sam- hengi og í samráði við íslensk stjórnvöld. Ég met það sem svo að á réttum tímapunkti munum við hefja þessar viðræður á nýjan leik. Hins vegar er ekki brýnt að þær hefjist nú þegar. Hefur þetta haft langvarandi áhrif á samskipti ríkjanna? Ég held að þetta mál hafi valdið nokkurri spennu og nokkrum titringi. Hins vegar hafi ákvörðun forsetans gert að verkum að við höfum nú tíma til að ræða, ekki einungis um orr- ustuþotur á Íslandi, heldur heildar- umskipti Atlantshafsbandalagsins og hvernig við bandalagsþjóðirnar getum tekið á þeim málum sem rædd voru í Prag, þannig að banda- lagið geti varið sjálft sig jafnt sem hvert einstakt aðildarríki. Í því sambandi verður að ræða hvað hver og einn getur lagt af mörkum sem hægt er að deila með öðrum hvar sem er og hvenær sem er. Hverjir búa yfir sérþekkingu eða getu á til- teknum sviðum sem mætti nýta hvar sem er og hvenær sem er.“ Ísland hluti af hinni stóru mynd Gadsden segir að í framhaldi af þessu megi spyrja hvar þörfin sé brýnust. Hann nefnir upplýsinga- kerfin sem geri að verkum að hægt sé að greina einhverja tiltekna þró- un áður en hún verði að ógn. Það verði að tengja upplýsingakerfi að- ildarríkjanna en sömuleiðis tækni- búnað þannig að hægt sé að sam- nýta flugheri, landheri og flota ekki einungis innan ríkja heldur einnig milli herafla einstakra ríkja. Þá verði menn að ræða hvernig eigi að bregðast við hlutum utan hins eig- inlega aðgerðasvæðis NATO. „Nú eru sveitir á vegum bandalagsins í Kabúl og rætt er um að banda- lagsríkin láti til sín taka í Írak. Þegar við ræðum um aðgerðir utan svæðis verður að skilgreina hvernig koma eigi sveitum á svæðið. Flutningsgeta er því lykilatriði og þar hefur til dæmis Ísland skuld- bundið sig til að leggja sitt af mörkum.“ Gadsden segir þær hættur og ógnir er blasi við í heiminum dag þess eðlis að ekki sé skynsamlegt að vera með stórar herstöðvar á fáum stöðum heldur sé meiri þörf fyrir minni og sérþjálfaðar sveitir, sem hægt sé að nýta með skömm- um fyrirvara og flytja langar vega- lengdir. Þetta þurfi að ræða innan bandalagsins og þá einnig við Ís- land, þar sem Ísland sé hluti af hinni stóru mynd. Aðspurður hvaða tímaramma hann sjái fyrir sér varðandi við- ræður við Ísland segir Gadsden að það hafi ekki verið ákveðið. „Fyrsta verkefnið hlýtur að vera að ljúka við að móta breytingar á bandalaginu. Í kjölfarið munu aðild- arríkin hefja breytingarferlið. Til dæmis vonum við að hraðsveitir þær sem ákveðið var að setja á laggirnar í Prag verði starfhæfar árið 2004 og að fullu reiðubúnar ár- ið 2006. Þetta verður ekki auðvelt ferli og það verður viðkvæmt, ekki síst þar sem breytingar þurfa að eiga sér stað. Það á ekki eingöngu við á Íslandi heldur alls staðar. Þess vegna verðum við að ræða þessi mál. Það er engin dagsetning ákveðin, við verðum að sjá hvernig James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Samband þjóða okkar er djúpt og varanlegt James I. Gadsden hefur haft í nógu að snúast frá því hann tók við embætti sendiherra Bandaríkj- anna á síðasta ári. Ríkin hafa deilt um varnarmál, hvalveiðar og mál um gæsluvarðhald varnarliðs- manns. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Gadsden um þau mál sem ofarlega hafa verið á baugi í samskiptum ríkjanna. Morgunblaðið/Ásdís „Spurningin sem við veltum ávallt fyrir okkur er hvort herafli okkar sé rétt samsettur og rétt staðsettur á hverjum tíma til að við getum brugðist við þeim ógnum sem að okkur steðja. Það var í þessu samhengi sem litið var á Ísland og menn veltu fyrir sér hvort heraflinn hér væri rétt samsettur út frá þessum forsendum,“ segir James I. Gadsden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.