Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. MIKILL viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þegar tilkynnt var um reyk frá húsnæði við Ingólfsstræti 6 aðfaranótt laugardags. Eldur hafði kviknað í kjallara hússins og hafði íbúð á næstu hæð fyrir ofan fyllst af reyk. Til- kynningin kom kl. 2:35 þegar starfs- maður ljósmyndavörubúðar í húsinu, gekk fyrir tilviljun framhjá vinnustað sín- um og sá reykinn. Telur varðstjóri slökkviliðsins að það hafi skipt sköpum að fá tilkynninguna eins snemma og raun bar vitni. Mun verr hefði getað farið ef eldurinn hefði fengið meiri tíma til að gleypa í sig eldsmat í húsinu. Rjúfa þurfti gat á gólf í húsinu til að komast að rótum eldsins, sem reyndust vera í gólf- bita í kjallaranum. Talsverðar skemmdir hlutust af vegna reyks og sögunarvinnu slökkviliðsmanna, en engan sakaði. Talið er að kviknað hafi í af sjálfu sér í kjall- aranum. Slökkviliðið brást við með mikl- um viðbúnaði til að fyrirbyggja hugs- anlega útbreiðslu eldsins í nálæg og eldfim hús í miðbænum. Aðgerðum lauk klukkan 4:15. Eldsupptök eru í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus Eldur kæfður í fæðingu í miðbænum ALLS hafa 33 hrefnur veiðst samkvæmt rann- sóknaáætlun Hafrann- sóknastofnunar. Eru því fimm eftir og er vonast til að þær náist fyrir mánaðamót þegar veiðunum lýkur. Gísli Víkingsson, verkefnisstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, segir að það fari algerlega eftir veðri hvort það náist að fylla töluna 38, eins og stefnt er að. Upphaflega hafi verið miðað við að veiðunum lyki í lok september. En ef þá vanti eitthvað upp á verði farið yfir veðurspá og hugað að því hvort veið- arnar verði stundaðar í einhverja daga í viðbót. Hann seg- ir ekki hundrað í hættunni þótt eitt eða tvö dýr verði eftir. Gerðar eru mælingar á dýrunum og sýni tekin til marg- víslegra rannsókna. Gísli segir að eftir sé að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað hefur verið. Segir hann mið- að við að áfangaskýrslu um rannsóknirnar verði skilað til Alþjóðahvalveiðiráðsins næsta vor. Endanlegar niður- stöður ráðist síðan af frekari rannsóknum, meðal annars af því hvort veiðunum verði haldið áfram. Morgunblaðið/Jim Smart Eftir að veiða fimm hrefnur FORSTJÓRI Vinnumálastofnunar, Giss- ur Pétursson, gagnrýndi framkomu fjár- málaráðuneytisins vegna Atvinnuleysis- tryggingasjóðs harkalega í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar í gær. Sagði hann ekkert tillit hafa verið tekið til tillagna stjórnar sjóðsins á þessu og síðasta ári um fyrirsjáanlegar greiðslur og því væru áætlaðar greiðslur til atvinnuleysisbóta „fullkomlega“ vanáætlaðar“ á fjárlögum. Gissur sagði að samkvæmt lögum um tryggingargjald, sem fjármagnar sjóðinn, ætti að gefa fjármálaráðuneytinu skýrslu fyrir lok október ár hvert um fjárhagslega stöðu sjóðsins. Þar ætti að gera grein fyrir fyrirsjáanlegum útgjöldum næsta fjár- hagsárs með hliðsjón af horfum um at- vinnuleysi og öðrum atriðum sem hefðu áhrif á fjárhagsstöðu sjóðsins. Gissur sagði að þetta hefði sjóðurinn gert skil- merkilega en spurði hvað gert hefði verið við álit hans. Aukaframlög vel á annan milljarð á þessu ári Sagði hann að á síðasta ári hefði þurft að bæta við 700 milljónum í aukafjárlögum og á þessu ári næði þessi tala vel á annan milljarð króna. Þetta hefði ekki þurft að koma til ef farið hefði verið eftir tillögum og álitsgerð Atvinnuleysistryggingasjóðs. „Það verða aðrir að svara því hvers vegna svona er búið um hlutina af hálfu fjármálaráðuneytisins og fjárveitinga- valdsins. Það kemur óneitanlega mjög kyndugt út þegar sömu aðilar standa fyrir kröfum um stífar fjárhagsáætlanir í ríkis- kerfinu og eftirfylgni þeirra, og standa jafnvel fyrir fræðslu- og námskeiðahaldi um fjárhagsáætlanagerð,“ sagði Gissur. Hann sagði að um langa hríð hefðu stað- ið yfir deilur um stöðu sjóðsins í ríkiskerf- inu. Nefndi hann sem dæmi að stjórn sjóðsins hefði nýverið ákveðið að veita aukalega 75 milljónum króna til vinnu- markaðsúrræða á þessu ári í ljósi mikils atvinnuleysis. Þessi ákvörðun hefði verið tekin að vandlega yfirveguðu ráði. „Eins og sakir standa vitum við ekki annað en að þessari ákvörðun stjórnar sjóðsins hafi verið ýtt til hliðar í fjármála- ráðuneytinu. Hvers vegna er það? Hversu fagleg er slík meðferð og hvaða heimildir hefur ráðuneytið til þess?“ sagði Gissur. Forstjóri Vinnumálastofnunar um Atvinnuleysistryggingasjóð Segir fjármálaráðu- neytið vanáætla framlög Aldrei komið til greina að falla frá varnarsamningi ÞAÐ hefur aldrei nokkurn tímann komið til tals að falla frá varnarsamningnum eða að breyta honum með einhverjum hætti,“ segir James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. James I. Gadsden segir að í fyrsta lagi byggist samstarf Íslands og Bandaríkjanna á varnarsamstarfi sem megi rekja allt aftur til ársins 1943 og á varnarsamningnum frá 1951 þar sem Bandaríkin skuldbundu sig fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins að tryggja varnir Íslands. „Sú skuldbinding er í fullu gildi,“ segir hann. „Varnarsamningurinn er framkvæmdur á grundvelli bókana þar sem fjallað er um starfsemi varnarliðsins, sam- setningu og kostnaðarhlið. Þessar bókanir hafa yfirleitt gilt til fimm ára í senn. Breyt- ingar hafa verið gerðar eftir því hverjar þarf- irnar hafa verið hverju sinni.“ Ræða hvað hver og einn getur gert Gadsden segir að umræða um framtíðar- skipulag varna á Íslandi hafi valdið nokkurri spennu og nokkrum titringi. „Hins vegar hafi ákvörðun forsetans gert að verkum að við höfum nú tíma til að ræða, ekki einungis um orrustuþotur á Íslandi, heldur heildarum- skipti Atlantshafsbandalagsins og hvernig við bandalagsþjóðirnar getum tekið á þeim mál- um sem rædd voru í Prag, þannig að banda- lagið geti varið sjálft sig jafnt sem hvert ein- stakt aðildarríki. Í því sambandi verður að ræða hvað hver og einn getur lagt af mörkum sem hægt er að deila með öðrum hvar sem er og hvenær sem er. Hverjir búa yfir sérþekk- ingu eða getu á tilteknum sviðum sem mætti nýta hvar sem er og hvenær sem er.“  Samband/16 Einkareknir leikskólar GJÖLD foreldra með börn í einkareknum leikskólum í Reykjavík munu væntan- lega lækka 1. nóvember vegna fyrirhugaðra breyt- inga á styrkjum borgar- innar. Við breytingarnar myndu styrkir til einka- rekinna skóla hækka um 40-50 milljónir á fyrsta ári. Fulltrúi minnihlutans í ráðinu fagnar tillögunum. Á vegum leikskólaráðs Reykjavíkur hefur verið unnið að endurskoðun gjaldskrár leikskóla, styrkjum til einkarekinna leikskóla og fleira. Í tillögum um breytingar á styrkj- um til einkarekinna leikskóla sem meirihluti Reykja- víkurlistans leggur fram á næsta fundi leikskólaráðs er stefnt að jöfnun á aðstöðu einkarekinna leikskóla og leikskóla borgarinnar, að sögn Þorláks Björnssonar formanns ráðsins. Það verður gert með því að taka mið af rekstri þeirra fimm leikskóla borgarinnar sem tald- ir eru ódýrastir og aldri barna á viðkomandi leikskóla. Greitt verður hærra gjald með yngri börnunum. Mun borgin greiða um 632 þúsund kr. á ári með 18-24 mán- aða barni, 498 þúsund með tveggja ára barni og 397 þúsund með þriggja ára. Nú greiðir borgin 360 þúsund með hverju barni, óháð aldri. Greiðslur með fjögurra og fimm ára börnum lækka og munar 63 og 130 þús- undum á ári. Þá verða greiddar 360 þúsund kr. með börnum yngri en 18 mánaða. Þorlákur segir að þessar breytingar eigi að leiða til lækkunar á gjaldskrá einkarekinna leikskóla. Ætlast verður til þess að einkareknir leikskólar geri þjónustu- samning við Leikskóla Reykjavíkur og er áskilið að gjaldskrá þeirra megi ekki vera meira en 15% hærri en hjá borginni. Gert er ráð fyrir samvinnu við inn- ritun barna og að börn í einkareknum leikskólum falli út af biðlista Leikskóla Reykjavíkur. Þorlákur áætlar að breytingin kosti borgina 40 til 50 milljónir kr. á fyrsta ári en vonast til að viðbótarkostnaðurinn gangi til baka þegar aldursdreifing leikskólanna jafnast. Þá spari borgi á móti í uppbyggingu nýrra leikskóla. Stórt skref í rétta átt Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í leikskólaráði, segir að sjálfstæðismenn hafi lengi talað fyrir jöfnun aðstöðumunar einkarekinna leikskóla og leikskóla borgarinnar, en það hafi ekki verið fyrr en fulltrúar Samfylkingarinnar hafi látið af forystu í leikskólaráði og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætt sem borgarstjóri að hægt hafi verið að koma mál- inu á hreyfingu. Hrósar hann núverandi forystu leik- skólaráðs, sérstaklega Þorláki Björnssyni framsókn- armanni, fyrir að vinna að þessum tillögum, sem séu stórt skref í rétta átt, þótt enn vanti upp á að að- stöðumunurinn sé jafnaður að fullu. Skólagjöld eiga að lækka Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.