Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENGAR líkur eru á öðru enað starfandi forseti ráð-herraráðs Evrópusam-bandsins, ítalski ríkis-stjórnarleiðtoginn Silvio Berlusconi, muni nýta tækifærið við hátíðlega setningarathöfn ríkjaráðstefnunnar í Róm laugar- daginn 4. október til að troða upp sem einlægur baráttumaður fyrir einingu Evrópu. Hann og ríkis- stjórn hans munu leggja mikið á sig til að reyna að sjá til þess að samkomulag um hinn nýja stjórn- arskrársáttmála komist í höfn áður en árið er úti, svo að niðurstaðan verði þekkt í sögubókum sem „Rómarsáttmálinn hinn nýi“, en stofnsáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður í ítölsku höfuð- borginni fyrir 46 árum. Margþætt markmið Verkefni þessarar ríkjaráðstefnu – en svo eru nefndar formlegar samningaviðræður ríkisstjórna að- ildarríkja sambandsins um breyt- ingar á stofnsáttmála þess – er að uppfæra grundvallarlög ESB þannig að stofnanauppbygging og ákvarðanataka innan þess haldist a.m.k. jafnstarfhæf og helzt skil- virkari eftir að aðildarríkjunum fjölgar úr 15 í 25 og síðar fleiri, en jafnframt þannig að lýðræðislegt lögmæti og gegnsæi ákvarðana batni frá því sem nú er. Tíu ríki í austanverðri Evrópu ganga í sam- bandið hinn 1. maí í vor. Til grundvallar viðræðunum á ríkjaráðstefnunni liggja „drög að stjórnarskrá Evrópu“ sem svo- nefnd Framtíðarráðstefna ESB samdi á 16 mánaða tímabili og lagði fram í sumar. Fulltrúa á þessari undirbúningsráðstefnu ríkjaráðstefnunnar – sem Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, var í forsæti fyrir – áttu öll núverandi og tilvon- andi aðildarríki sambandsins, auk ESB-stofnananna framkvæmda- stjórnarinnar og Evrópuþingsins. Tvær árangurslitlar umbótatilraunir Þegar hafa verið gerðar tvær til- raunir til víðtækra umbóta á ESB- sáttmálunum með það fyrir augum að búa sambandið undir stækk- unina til austurs; þessar tilraunir voru ríkjaráðstefnurnar sem lauk með Amsterdam-sáttmálanum árið 1997 og Nizza (Nice)-sáttmálanum árið 2001. En miðað við hvað færzt var í fang voru niðurstöðurnar úr báðum þessum tilraunum heldur rýrar. Samningakarp ríkisstjórna- fulltrúanna fimmtán bak við luktar dyr, þar sem hver otaði sínum tota í hefðbundinni hagsmunaglímu, leiddi ekki til annars en útvatnaðra málamiðlana. Hinn undirliggjandi vandi var sá, að í öllum slíkum við- ræðum um endurskoðun stofnsátt- málans birtast átökin um það að hve miklu leyti æskilegt sé að Evr- ópusambandið taki á sig drætti (sambands)ríkis, en þau átök hafa fylgt samrunaþróuninni í Evrópu frá upphafi. Hinn óleysti ágreiningur milli sambandsríkissinna og hinna, sem vilja að samstarfið innan ESB haldist áfram á grundvelli hefð- bundins milliríkjasamstarfs („Evr- ópa föðurlanda“ eins og Charles de Gaulle kallaði það), skýrir líka þann mikla mun sem er á fram- komnum tillögum að umbótum á stofnana- og ákvarðanatökukerfi ESB, þ.e. hver verkaskiptingin skuli vera milli ríkisstjórna aðild- arríkjanna og „yfirþjóðlegra“ stofnana sambandsins, og milli stofnananna sjálfra – ráðherra- ráðsins, framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins. Upp úr hagsmunapots- skotgröfunum Eftir reynsluna af hinum ófull- nægjandi niðurstöðum síðustu ríkjaráðstefna var því ákveðið á leiðtogafundinum í Laeken í Belgíu í lok árs 2001 að kallað skyldi sam- an sérstakt undirbúningsþing, sem vonir voru bundnar við að yrði fært um að hefja sig upp úr hefðbundn- um „hagsmunapots-skotgröfum“ ríkjaráðstefnanna/leiðtogafund- anna og ræða hugmyndir um fram- tíðarskipan ESB af opnari huga og meiri framsýni. Þetta 105 manna stjórnarskrárþing, sem fékk nafnið „Ráðstefnan um framtíð Evrópu“, varð til í lok febrúar 2002, hóf störf í apríl það ár og skilaði af sér í júlí sl. Hið yfirlýsta markmið ráðstefn- unnar – að smíða drög að vænt- anlegum stjórnarskrársáttmála sem væru svo að segja „tilbúin til framreiðslu“ – náðist. Á leiðtoga- fundi ESB í Aþenu í lok júní gat Giscard kynnt sáttmáladrög, sem samstaða hafði náðst um á Fram- tíðarráðstefnunni, þótt á köflum hefði vart litið út fyrir að svo vel myndi takast að samræma hin ólíku sjónarmið. Þessi drög liggja nú til grundvallar ríkjaráðstefn- unni sem framundan er. Er Giscard d’Estaing færði end- anlega útgáfu draganna í hendur ESB-forsetanum Berlusconi í júlí sl. lagði hann strax áherzlu á að þegar ESB-leiðtogarnir tækju mál- ið á sína dagskrá á ríkjaráðstefn- unni yrðu þeir að hafa það hugfast að rekja ekki upp það viðkvæma jafnvægi milli sjónarmiða allra sem að gerð draganna komu. Niður- staðan væri viðkvæm málamiðlun og að spilla henni gæti „sundrað Evrópu“. Pat Cox, forseti Evrópu- þingsins, sendi leiðtogunum sams konar viðvörun. „Jafnvæginu sem náðist í þessari niðurstöðu ætti ekki að raska,“ sagði Cox; „þeir sem vilja grafa undan þeirri víð- tæku málamiðlun sem náðist myndu bera ábyrgð á lausn sem yrði ekkert meira en lægsti sam- nefnarinn, sem er einmitt sú nið- urstaða sem Framtíðarráðstefnan var kölluð saman til að forðast.“ Hvað sem líður þessum viðvör- unum Giscards, Cox og fleiri máls- metandi manna hafa á liðnum vik- um komið fram ýmsar kröfur um misróttækar breytingar á drögun- um. Þær endurspegla að miklu leyti þá togstreitu sem stóð á Framtíð- arráðstefnunni milli ólíkra hags- muna og sjónarmiða. Mesta tog- streitan stóð um það hve langt skyldi gengið í að taka upp meiri- hlutaákvarðanir, þ.e. í hve mörgum málaflokkum ákvarðanir skyldu teknar með atkvæðagreiðslum með auknum (vegnum) meirihluta í stað samhljóða samþykkis. Fulltrúar sumra landa hafa áhyggjur af því að haldi aðildarríkin neitunarvaldi á mörgum sviðum, þegar þau verða orðin 25 og jafnvel fleiri, aukist hætta á að ákvarðanataka í sam- bandinu lamist. Áhyggjur hinna smáu Þessi viðleitni til að tryggja skil- virkni ákvarðanatöku eftir stækk- un tekst á við sjónarmið þeirra, sem vilja standa vörð um valdsvið þjóðríkjanna gagnvart hinum yfir- þjóðlegu stofnunum ESB. Þessi togstreita fellur að miklu leyti saman við togstreituna á milli hagsmuna smærri aðildarríkjanna gagnvart hinum fjölmennustu. Fulltrúar smærri ríkjanna hafa áhyggjur af því að viðleitnin til að auka skilvirkni ákvarðanatökunnar verði til þess að auka völd stóru ríkjanna, á kostnað hinna smærri. Það var einmitt til að koma markvissar orðum að þessum áhyggjum sem fulltrúar fimmtán ríkja – sjö núverandi aðildarríkja (Austurríkis, Danmerkur, Finn- lands, Svíþjóðar, Grikklands, Ír- lands og Portúgals) og átta verð- andi (Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Tékklands, Slóvakíu, Ungverjalands og Slóv- eníu) – sömdu þar að lútandi álykt- un á sérstaklega þar til boðuðum fundi í tékknesku höfuðborginni Prag í byrjun september. Í álykt- uninni er knúð á um að vissar breytingar verði gerðar á stjórn- arskrársáttmáladrögunum áður en þau verða formlega samþykkt. Í ályktuninni segir, að ríkin fimmtán álíti drögin „góðan grunn (…) að betra – skilvirkara og gegn- særra – Evrópusambandi framtíð- arinnar,“ en sum atriði þeirra, einkum er varðar vissa þætti fyr- irkomulags ákvarðanatöku, þurfi að ræða betur. Ríkin fimmtán, sem eiga það sameiginlegt að verða meðal smærri aðildarríkja í hinu stækk- aða Evrópusambandi (þótt Pólland, með 39 milljónir íbúa, skeri sig nokkuð úr), eru sammála um að krefjast þess að ekki verði horfið frá þeirri reglu að einn „fullgildur“ fulltrúi frá hverju aðildarríki sitji í framkvæmdastjórn ESB, jafnvel þótt aðildarríkin verði 25 eða fleiri. Í drögunum er lagt til að frá nóv- ember 2009 haldi aðeins 15 með- limir framkvæmdastjórnarinnar atkvæðisrétti við ákvarðanatöku en hinir verði svo að segja lækkaðir í tign (eða „geltir“ eins og gárungar hafa nefnt það). Undir þessa breytingatillögu hafa reyndar fulltrúar fram- kvæmdastjórnarinnar sjálfrar tek- ið; bæði forseti hennar Romano Prodi og viðskiptamálastjórinn Pascal Lamy hafa mælzt til þess að haldið verði í grundvallarregluna um einn fulltrúa frá hverju aðild- arríki. Prodi leggur til í því skyni að tryggja starfshæfni og skil- virkni framkvæmdastjórnarinnar eftir að aðildarríkjunum snögg- fjölgar að hinum væntanlega 25 manna liðsafla verði skipt upp í undirhópa eftir málefnasviðum (svo sem efnahags-, viðskipta- og fjármál saman, atvinnu-, félags- og menntamál saman), sem varafor- setar framkvæmdastjórarinnar færu fyrir. Allar sérhæfðari ákvarðanir yrðu teknar í þessum undirdeildum, aðeins veigamestu mál yrðu rædd á vettvangi fullskip- aðrar framkvæmdastjórnarinnar. Þannig haldist hún ákvarðanatöku- hæf, jafnvel þótt meðlimum hennar fjölgi í 30 eða fleiri. Stofnríkin samrunasinnuðust Aftur á móti hafa ráðamenn mestu þungavigtarríkjanna þriggja, Þýzkalands, Frakklands og Bretlands, eindregið mælzt til þess að ekki verði hróflað við nein- um slíkum efnislegum meginatrið- um draganna. Vilji þeirra til að halda fjölda ákvarðanatökubærra fulltrúa í framkvæmdastjórninni takmörkuðum er liður í viðleitninni til að vega upp það sem fulltrúar stóru ríkjanna álíta ofvægi hinna smáu. Óbreytt séu sáttmáladrögin „góð málamiðlun vegna þess að engum líkar þau en allir geta unað þeim,“ eins og þýzki utanríkisráð- herrann Joschka Fischer orðaði það. Meðmæltir samþykkt óbreyttra draganna eru reyndar fleiri en „risarnir þrír“. Belgíski forsætis- ráðherrann Guy Verhofstadt er þar á meðal. Reyndar höfnuðu öll Benelux-löndin þrjú, Belgía, Hol- land og Lúxemborg, boði um að senda fulltrúa á þennan „óánægju- fund hinna smáu“ í Prag. Birtist þar greinilega hvernig átakalínan smá ríki gegn stórum sker átaka- línuna milli þeirra sem þróa vilja ESB lengra í átt að sambandsríki og hinna sem leggja meiri áherzlu á að stofnanir þjóðríkjanna láti ekki meiri völd af hendi til stofn-                   !  !  "    ! !  #  !    $ %! ! "$&  ! !  '  ( ( # ! !  )  !  ! !      !    *(  !     +!  "$&,  - !   ! #     % "$&# -  !   !  %    .//0 ! ! 12 !  % 3  #! # !  ! !  !  *(! #  ! #   ! 4   %   -  #   ! 567   ! #   4#  2  '  !  ! ! "$& !   % !     !  ( % & ( # (  !  - ! %! ! %8 9   !   %  : $ !    !  ) % !!  !!     % !  !  !   # ! ! %  !!        !!   " "#;#"$&!! % #!   ;# ! ! %   $ # !  ! #  "$& ) !    ! ## !  !  $ +$  ! !   (      % 3 3  3 ! , " <    ! % " ! ! #  !  !   -%  ! ! !  = ! " !   < > ! 1006 +   , " !  #  ##  ! "$& % &< 3  ("$&  3 (  3     3    ! "$&    ' " ( +$   !!     #!  (  (!  ! # !  # !  # ! , % "       !  ! " !      !  !   ! )" ?   !  (   (  #!   " !  ! !$*+,- *.*/0 1$! ,.'-23 +, '4 5 6 '5--!5,'% Reuters Átakalínur evrópskrar stjórnarskrársmíði Hinn 4. október hefst með viðhöfn í Róm margra vikna ríkjaráðstefna Evrópu- sambandsins, þar sem stendur til að ljúka gerð stjórnarskrársáttmála fyrir hið stækkaða ESB. Auðunn Arnórsson rekur hér hvar átakalínurnar liggja. Valery Giscard d’Estaing, sem stýrði gerð draga að stjórnarskrársáttmála ESB, afhendir Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu sem nú gegnir formennsku í ESB, lokagerð sáttmáladraganna í Róm 18. júlí sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.