Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 39 Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, FRIÐMEYJAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Erpsstöðum, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Guðmundur F. Jónsson, Ísleifur H. Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Renate Gudmundsson, Gunnar B. Guðmundsson, Guðmundur Chr. Jónsson, Juliane Gudmundsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ömmu og systur, RÖGNU STEFANÍU FINNBOGADÓTTUR frá Látrum í Aðalvík. Sigrún Halldórsdóttir, Inga Rut Pétursdóttir, Þórður Pétursson, Júlíus Ragnar Pétursson, Karitas Finnbogadóttir, Kjartan Finnbogason, Þóra (Lilla) Finnbogadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og tengdasonur, ÓLAFUR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Hafnarstræti 9, Akureyri, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 23. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 30. september kl. 13.30. Ragnheiður Antonsdóttir, Björgvin Ólafsson, Karólína Baldvinsdóttir, Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir, Anton Ólafsson, Þorri og Sunna, Ragnheiður Árnadóttir, Anton Finnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, PÉTUR INGI SCHWEITZ ÁGÚSTSSON, Deildarási 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 30. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðrún Steingrímsdóttir, Arnheiður Schweitz Pétursdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir, Ragnar Ólafur Ragnarsson, Inger Birta Pétursdóttir, Inger Birthe Gíslason, Ágúst Gíslason, Berglind Ragnarsdóttir og systkini. okkar sá sem við söknum mest. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald þau falla, en Guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Helga Bryndís Magnúsdóttir. Okkur Kiwanisfélögum í Vest- mannaeyjum og reyndar bæjarbú- um öllum brá illilega er fréttir bár- ust af því, að einn af okkar traustustu og bestu félögum væri fallinn frá langt um aldur fram. Elías Baldvinsson – Addi Bald, var einn af stofnfélögum Kiwanis- klúbbsins Helgafells árið 1967 og hafði í sínu langa og farsæla starfi fyrir hreyfinguna gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var forseti Helgafells 1990–1991 og alla tíð meðal duglegustu og starfsfúsustu félaga, hvort heldur var í alvarlegri verkefnum eða félagsstarfi á léttari nótunum. Addi var ákaflega þægi- legur í samstarfi, hugmyndaríkur og áræðinn. Hann hafði sérlega gott lag á að gera starfið skemmtilegt og líflegt, ekki síst þegar við fengum að njóta hinnar einstöku frásagnargáfu er honum var í blóð borin. Klúbburinn okkar hefur lagt sig eftir því undanfarin ár að laða til sín unga menn og gengið það nokkuð vel. Addi Bald átti þar oftar en ekki hlut að máli, hvort sem um var að ræða tengda eða ótengda, en það lýsir honum ef til vill best, að fólk á öllum aldri sóttist gjarnan eftir ná- vist hans jafnt í starfi sem í leik. Hann átti stóra og samhenta fjöl- skyldu, sem gjarnan tók virkan þátt í starfi okkar Helgafellsfélaga og um leið og við kveðjum góðan félaga og vin, þá sendum við þeim öllum, Höllu Guðmundsdóttur eiginkonu hans og sálufélaga, börnum þeirra, tengdabörnum og öðrum ættmenn- um, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Helgafellsfélagar. Hollráð og víðáttan var hans valdasvæði, því endalaust gat Addi Bald velt fyrir sér hlutum og komist að niðurstöðu út frá allt öðrum for- sendum en gengur og gerist. Í þeim efnum batt hann ekki baggana sömu hnútum og samferðamennirnir, en þó var hann fyrst og fremst einn af hópnum, alltaf glaðlyndur og grand- var í senn, alltaf með hinn góða og húmoriska tón lífsgleðinnar, alltaf sólargeisli þar sem menn komu saman. Elías Baldvinsson var fjöl- fróður og átti ákaflega gott með að miðla af reynslu sinni.Hann var hrókur alls fagnaðar á mannamót- um ef hann vildi, en hann kunni líka þá vandsmíðuðu list að halda sig til hlés. Í honum bjó mikil orka sem hann fór vel með þótt stundum ryki hann upp eins og sagt er um veðrið. Hann hafði brjóstvit sem kunni að úthugsa og líklega hefur það orðið honum og áhöfn Bergs VE til bjarg- ar þegar báturinn sökk við Snæ- fellsnes 1964. Menn gátu ekki losað björgunarbátinn, en með einhverj- um ofurmannlegum hætti gat Addi Bald það og allir björguðust. Það slys sigldi fullum ljósum til himins. Addi Bald lagði víða hönd á plóg- inn í starfi og leik, því hann var svo ráðagóður og hann var einn þeirra sem gengu út frá því að það væri alltaf til ein leið enn. Gott lítið dæmi er frábært uppátæki hans og nokk- urra félaga að taka upp á geisladisk vel valin sönglög. Þeir kalla sig Six- pensarana og til vara Brælubellina og lögin þeirra sex eru beint frá hjartanu eins og söngur gerist best- ur, engin skólun umfram náttúru- tóninn hreina og sanna. Þegar ég heyrði lagið Höfnina hjá Sixpens- urunum fór ekkert á milli mála í fyrstu hugsun að Addi Bald hafði komið að textanum. Lagið er eftir snjallan tónlistarmann, Jens Ein- arsson frá Hornafirði, og texta samdi hann einnig, en Addi fékk leyfi til þess hjá Jens að staðfæra textann að höfninni í Vestmanna- eyjum og tókst það á einstaklega fallegan hátt þótt kjarni textans sé frá Jens kominn. Að hlusta á Six- pensarana er eins og að taka lýsi á hverjum morgni og fá hlýju og góða strauma beint í æð. Hvers á maður að óska frekar? Addi var mjög hnyttinn í tilsvör- um og snöggur til. Einu sinni fyrir margt löngu vorum við á leikferða- lagi með Leikfélagi Vestmannaeyja til Hornafjarðar. Það var verið að ferja á milli báta þegar Halla kona Adda rann til á borðstokknum og var á beinni leið í Atlantshafið. Á fluginu náði ég taki á þessari glæsi- legu konu og takið sem dugði var á sjálfu þykkalærinu. Addi horfði á, brosti sínu blíðasta og sagði: „Þú ert efnilegur, þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.“ Það hefur fölnað yfir Eyjunum okkar við ótímabært og skyndilegt fráfall Adda Bald. Hjá honum var svo margs að vænta á hverjum degi, engar byltingar, heldur fléttur af því smáa sem skiptir oftast mestu máli. Eyjarnar syrgja góðan son og góður Guð gefur okkur möguleikann á að gera eins gott úr öllu með góð- um vilja. Vilji Adda Bald stefndi ávallt áfram en ekki afturábak og þess vegna er léttara að ganga veg- inn fram til góðra verka og glaðra stunda. Megi almættið vernda Höllu og fjölskylduna alla, vini og vel- unnara, megi minningin um Adda Bald vera lifandi lífselexír eins og víðáttan og hollráðin hans. Árni Johnsen. Það er farið að hausta. Með lækk- andi sól kveður sumarið og mildir haustvindarnir taka við. Það var einmitt á þannig degi sem Elías Baldvinsson kvaddi þennan heim. Og ég veit það fyrir víst að nú er ekki aðeins komið haust hjá fjöl- skyldu Adda (Elías Baldvinsson var af flestum kallaður Addi Bald) held- ur er kominn dimmur vetur í huga þeirra. Því nú er heimilisfaðirinn sem eignaðist átta börn með henni Höllu sinni og síðan mörg barna- börn fallinn frá. Þeir sem þekktu Adda vissu að hann var stoltur af fjölskyldu sinni, enda lét hann það óspart í ljós. Fjölskyldan leit líka á Adda sem foringja sinn. Þegar ég fékk þær fréttir að Addi hefði yf- irgefið þennan heim var eins og eitt- hvað hefði brostið innra með mér. Kynni okkar Adda hófust þegar ég hóf störf hjá slökkviliði Vestmanna- eyja árið 1973, þegar eldgos var á fullu á Heimaey. Kynni okkar urðu mjög náin þegar Addi bað mig að taka að mér starf varaslökkviliðs- stjóra við hliðina á honum og Ragn- ari bróður hans. Í Adda fann ég mann sem jöfnum höndum var hægt að ræða við af mikilli einlægni jafnt um samtíð og ekki síst um liðna tíma. Það var mér mikið ánægjuefni að hlusta á frásagnir Adda og skiptast á skoðunum við hann um allt á milli himins og jarðar. Addi var virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í leik eða starfi. Félagslyndur, traust- ur og vinnufús en þó einkum hjarta- hlýr og hressilegur í viðmóti, op- inskár og tilgerðarlaus. Addi átti mörg áhugamál. Hans aðal áhugamál var fjölskyldan. Var Addi mjög duglegur við að hjálpa börnum sínum þegar þau stóðu í framkvæmdum. Til marks um dugn- að Adda þá tók hann sig til, kominn af léttasta skeiði og byggði flott ein- býlishús fyrir sig og hana Höllu sína. Addi var mikill stuðningsmað- ur ÍBV og var hann fastagestur á Hásteinsvelli þegar kappleikir fóru þar fram. Fyrir nokkrum árum fór Addi að syngja með félögum sínum úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli og kölluðu þeir sig „Brælubelli“. Átti þetta áhugamál þeirra félaga ekki aðeins eftir að nýtast þeim Kiwanis- mönnum, heldur voru þeir orðnir eftirsóttir skemmtikraftar á uppá- komum í Vestmannaeyjum. Af þessu hafði Addi lúmskt gaman. Enda tók hann sig til ásamt félaga sínum og fór að semja nýtt efni. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Adda, því þar fór hjarta- hlýr maður með mikla þekkingu af reynslu daganna, fullur af næmleika fyrir listum og hinu ritaða máli. Frásögur hans eru mér mjög of- arlega í huga og hafa veitt mér inn- sýn í reynsluheim manns sem virtist taka málum samtímans af skilningi og þroska. Um leið og ég bið fyrir minningu Adda bið ég þess af ein- lægni að Halla hans, faðir hans Baldvin, sem er nú að sjá á eftir öðru barni sínu á aðeins tveggja mánaða millibili, börnin hans, tengdabörn og barnabörn, sem nú kveðja foringja sinn, njóti guðs blessunar á þessum erfiðu tímum. Ég kveð þig með söknuði, kæri vin- ur. Stefán Örn Jónsson. Látinn er um aldur fram og skyndilega Elías Baldvinsson, Addi Bald eins og hann var oftast nefnd- ur af Vestmannaeyingum og öðrum sem til þekktu og honum kynntust. Ég var svo lánsamur að kynnast og starfa með honum í Eyjum þegar ég réðst þar til starfs bæjarstjóra í nokkur ár, nær alls ókunnugur um Vestmannaeyjar, um fólk, samfélag og hvað annað sem bæjarstjóri þarf að vita. Það var því mikill fengur að hitta þar fyrir gott og hjálpsamt fólk sem vildi leiðbeina og liðsinna þessum aðkomumanni sem best um flest það sem máli skipti og varðaði rekstur og framkvæmdir bæjar- félagsins og menn og málefni. Addi Bald átti þar ekki sístan hlut og varð hann einn allra nánasti sam- starfsmaður minn, enda í þeirri stöðu að annast og stjórna, ásamt og með sínum starfsmönnum og öðrum stjórnendum í áhaldahúsi bæjarins, framkvæmdum, endurbótum og við- haldsverkefnum á vegum bæjarins. Addi Bald átti einstaklega auðvelt með stjórnun og samskipti og leysti mál af ljúfmennsku og lipurð, var hjálpsamur þar sem hann gat komið því við. Einangrað eyjasamfélag þarf að vera sjálfu sér nægt um margvísleg verkefni og fram- kvæmdir. Áhaldahús bæjarins tókst því á við margvísleg og óvenjuleg verkefni, búið fjölbreytilegustu tækjum til daglegrar þjónustu, við- halds og framkvæmda, annaðist grjótvinnslu til gatnagerðar og mal- bikunar, rak eigin malbikunarstöð og tók m.a. á þessum árum að sér efnisvinnslu í flugbrautir á Heima- ey. Þessu stjórnaði Addi og það var honum metnaðarmál að bærinn gæti sjálfur leyst sem mest eigin fram- kvæmdir og aðrar ef eftir var leitað. Enn var þá margt ógert sem afleið- ing af gosi á Heimaey, frágangur gatna, lagna og gangstétta, malbik- un, niðurbrot ónothæfra húsa, fegr- un og frágangur margskonar. Það reyndi því stöðugt á skýrar upplýs- ingar og oft skjót úrræði og ákvarð- anir. Þó að hlutverk Adda væri stjórn notkunar og viðhalds véla- kosts bæjarins hafði hann mikla yf- irsýn yfir hverskyns verkleg verk- efni á vegum bæjarins. Samvinna hans og Hávarðs bæjarverkstjóra að sameiginlegum verkefnum var náin, góð og árangursrík. Samhliða starfi við áhaldahús var Addi slökkviliðsstjóri bæjarins og lagði þar mikla áherslu á að hafa gott og þjálfað lið og tækjakost og viðhafa öflugar forvarnir og eftirlit. Á þessum árum eignaðist bærinn nýjan og mjög fullkominn slökkvibíl og réð Addi miklu um búnað og frá- gang hans, hafði hann þá barist mjög fyrir nauðsynlegri endurnýjun tækjakosts brunavarna. Brunavarn- ir í Eyjum voru farsælar undir hans stjórn. Á vikulegum fundum voru verk- leg málefni rædd og ákvarðanir teknar en oft var tími til spjalls um menn og málefni og tíminn hljóp þá stundum frá okkur við frásagnir Adda og sögur og gerði hann þá einkum og gjarnan grín að sjálfum sér og sínum. Sóst var eftir frásagn- arhæfileikum hans og skopskyni á skemmtunum og samkomum. Við Addi Bald vorum einnig fé- lagar í Kíwanisklúbbnum Helgafelli. Varð hann forseti klúbbsins, valdi með sér gott lið og stýrði honum af krafti. Vestmannaeyingar sjá á bak Elíasi Baldvinssyni, fá ekki að njóta hans miklu reynslu og þekkingar á verklegum þáttum bæjarins, fá ekki að njóta góðrar nærveru hans, létt- leika og fyndni og frásagna hans. Góður drengur er genginn, hans verður sárt saknað. Mestur er þó missir Höllu og hans stóru fjölskyldu. Við Jónína sendum þeim öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Elíasar Baldvinssonar. Arnaldur Mar Bjarnason.  Fleiri minningargreinar um Elías Baldvinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.