Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vissir þú... að hér á landi er starfandi vandaður sálarrannsóknarskóli? •Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrann- sóknarskóli eitt kvöld í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkurnar á lífi eftir dauðann sem og hvar framliðnir eru og hvers konar þjóðfélag er þar að öllum líkindum? •Og vissir þú að í þessum skóla eru vandaðir fyrirlestrar um allt sem vitað er um skyggnigáfuna, draugagang, fyrirboða, orkubrautir líkamans, líkamninga að handan, svipi framlið- inna, álfa og huldufólk, geimverur, berdreymi, árur líkamans, ásókn, um guðlegar sýnir, ásamt öllum hinum fjöldamörgu rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þessum merki- legu hlutum í dag en alltof fáir vita yfirleitt um? •Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líklega ein af örfáum ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ekki flestum grundvallarspurningum okk- ar í dag um mögulegan sem og líklegan tilgang lífsins hér í heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um? Ef þú vissir það ekki, þá er svo sannarlega tími kominn til að lyfta sér upp eitt kvöld í viku í skóla sem hefur hófleg skóla- gjöld og fræðast um flestar hliðar þessara mála. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skemmtilegasta skólann í bænum í dag. Svarað er í síma skólans alla daga frá kl. 13 til 19. Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegasti skólinn í bænum Síðumúla 31 • s. 588 6060 Þegar ferð hefur verið undirbúin, útbúin og hefst, kemur nýr þáttur og tekur yfir. Ferð, safarí eða land- könnun öðlast sjálfstæði, verða ólík öllum öðrum ferðalögum. Ferðin hefur persónuleika, sitt eigið skap – er einstök. Ferðin er persóna í sjálfri sér; engar tvær eru eins.“ Þ ANNIG lýsir banda- ríski rithöfundurinn John Steinbeck ferða- laginu í upphafi bókar sinnar Travels with Charlie – In Search of America. Bókin, sem kom út sama ár og höfundurinn fékk Nóbelsverðlaunin, 1962, segir frá ferð Steinbecks um Bandaríkin með stóra púðluhundinum Charlie, í bíln- um sem hann kallaði Rocinante – í höfuðið á hrossi Don Kíkóta. Í þessari litlu bók birt- ist höfund- urinn John Steinbeck eins og hann er hvað bestur, rétt eins og í skáldsögum á borð við Þrúgur reiðinnar. Nema hér er höf- undurinn orðin leiður á að sitja einn og skálda upp heima, hann fer um landið og segir frá raunverulegum upplifunum, kynnum af fólki og stöðum, og því sem hann er að hugsa um. Þetta er enginn skáldskapur – nema þetta nauðsynlega höfund- arleyfi sem hver rithöfundur þarf að hafa til að láta verk ganga upp. Þetta er ferðabók eins og hún gerist best, „ferða-esseija“ eins og réttara væri að kalla þetta gamla bók- menntaform, sem stundum er litið framhjá en snjallir höfundar ná oft að vinna með á framúrskarandi hátt. Form sem hefur gengið í endurnýj- un lífdaga á síðustu áratugum. Ferðasagan stendur okkur nærri, við þekkjum bækurnar sem erlendir ferðalangar skrifuðu um Ísland fyrri alda. Fólk hefur gaman af að blaða í þeim og lesa lýsingarnar. „Ég get vart hugsað mér ömurlegri stað en Reykjavík...“ skrifaði Englending- urinn John Barrow um höfuðstaðinn árið 1834. Á árunum milli heimsstyrjalda voru hverskyns ferðafrásagnir eitt- hvert vinsælasta lesefni fólks, beggja vegna Atlantshafs, og Ís- lendingar fóru ekki varhluta af þess- um bókum heldur. Íslenskir ferða- langar skrifuðu um kynni sín af fjarlægum stöðum og menningar- samfélögum, og aðrar bækur voru þýddar; oft á tíðum forvitnileg lesn- ing og sumar bókanna ágætlega skrifaðar. Og útlendingar hafa allt til þessa dags haldið áfram að skrifa bækur um heimsóknir hingað, geta má tveggja framúrskarandi verka, Til Heklu, eftir Albert Engström, sem kom út 1943, og Á ferð um Ís- land, eftir danska rithöfundinn Martin A. Hansen, en hann fór hér um fyrir rúmlega hálfri öld, árið 1952. Þegar fjölmiðlum óx ásmegin og sjónvarpið ruddi sér til rúms, dró heldur úr útgáfu ferðafrásagna – og það þrátt fyrir að fólk hafi sífellt ferðast meira. En þetta notalega bókmenntaform hefur samt sem áð- ur haldið áfram að lifa góðu lífi. Í því sameinast svo margir þættir sem fólk hefur áhuga á. Höfundurinn getur skrifað um einstakar ferðir, hvort sem hann fer langt í burtu eða gengur bara um næsta nágrenni – eins og Benedikt Gröndal í Ferða- sögu heimanað til Halldórs Þórð- arsonar. En það er síðan stíllinn sjálfur, og athugunin sem fram kem- ur í textanum, sem nær oft á tíðum að gera þessar bækur svo áhuga- verðar. Þ egar rætt er um ferðafrá- sögnina sem bókmennta- form, þá kemur oft upp í um- ræðunni bók sem segja má að marki endurreisn þessara verka inn- an nútímabókmennta. The Road to Oxiana lýsir ferð höfundarins, Ro- berts Byrons, árið 1933 um Mið- Austurlönd; um Beirút, Jerúsalem, Bagdad og Teheran, til Oxiana, hér- aðs á landamærum Afganistans og Rússlands. Þetta er sérviskuleg frá- sögn sem rúmar svo ótal margt í einu; fornleifa- og mannfræði, mannlífsskyssur, ljóðrænar frásagn- ir, fréttatilkynningar, dagbók- arfærslur – og vissulega ferðalýs- ingu. Úr þessum hrærigraut sýður höfundurinn saman heillandi frá- sögn, sem dregur lesandann með sér. Bókin kom út árið 1937 og hlaut einróma lof, en því miður náði Byron ekki að fylgja velgengni bókarinnar eftir; hann lést í síðari heimsstyrj- öldinni. En andi Byrons, og formið sem hann vann með – frjálslegt, persónu- legt og vísindalegt, allt í senn – hef- ur verið sporgöngumönnum hans ótvíræð fyrirmynd. Og einnig sjálf ferðin, en sá ferðasagnahöfundur sem hvað mesta athygli hefur vakið á síðustu árum, Skotinn William Dalrymple, endurtók einmitt ferða- lag Byrons eins og honum var frek- ast unnt og segir frá þeim ævintýr- um í fyrstu bók sinni, In Xanadu. Hún kom út árið 1989 og í kjölfarið hefur Dalrymple haldið áfram að skrifa um upplifanir sínar í heim- inum. City of Djinns er um eins árs dvöl hans á Indlandi og í From the Holy Mountain segir frá ferðum hans um löndin fyrir botni Miðjarð- arhafs. Dalrymple hefur unnið til ótal viðurkenninga fyrir þessi verk sín, enda öndvegis bækur. William Least Heat-Moon, Bandaríkjamaður af indíánaættum, vakti að sama skapi mikla athygli fyrir frumraun sína á ritvellinum, bókina Blue Highways, sem kom út árið 1982. Þar endurtekur hann leik Steinbecks, eða kannski er réttara að segja að hann láti draum allra Bandaríkjamanna rætast: Hann ek- ur þvert yfir Bandaríkin. Og gott betur, hann fer í hring. Farartækið er bifreiðin „Draugadans“, og í henni eru, auk viðlegubúnaðar, myndavélar og tvær bækur, sem höfundurinn notar sem viðmið í hug- leiðingum sínum: Leaves of Grass eftir Walt Whitman og Black Elk Speaks eftir Neihardt. Lesandinn fer í einstakt ferðalag eftir hlið- arvegum Bandaríkjanna og hittir fyrir ótal undur sem felast í hvers- dagslífinu. Eins og margir bestu ferðahöfundarnir, býr Heat-Moon yfir næmri skynjun fyrir því ein- staka sem felst í hversdagslegu mannlífi. Heat-Moon skrifaði síðar bókina River Horse, þar sem hann reynir að sigla á samnefndum báti þvert yf- ir Bandaríkin, en þar nær ferðalagið aldrei að lifna á síðunum, eins og þegar hann ók um; höfundurinn nær ekki að koma kjarnanum til skila. Fleiri ágætir höfundar hafa feng- ist við lýsingar á Bandaríkjum sam- tímans og skrifað um ferðir sem varpa persónulegu ljósi á sam- félagið. Þeirra kunnastur er líklega Bill Bryson. Hann býr yfir ríkri kímnigáfu, sem nýtur sín vel í skrif- um hans, en hans besta bók er lík- lega sú hófstilltasta, A Walk in the Woods, þar sem hann gengur fjalla- stíga í Appalachia-fjöllunum. En talandi um kunna höfunda ferðasagna á síðustu áratugum, þá rísa án efa hæst tveir vinir, Bruce Chatwin og Paul Theroux. Þeir nálg- ast viðfangsefnin á afar ólíkan hátt. Á meðan Chatwin spinnur upp goð- sagnalega heima, eins og í sínum kunnustu ferðabókum, The Song- lines og In Patagonia, þá er Theroux epískur og nákvæmur í lýsingum sínum á leiðum og ferðatilhögun. Hann segir frá eftirminnilegu fólki og skrifar leiftrandi samtöl. Mun- urinn á nálgun höfundanna birtist ágætlega í skrifum Theroux í grein- inni Chatwin Revisited, þar sem hann minnist þess síðarnefnda eftir lát hans árið 1989. C hatwin var mikið ólíkindatól; afar greindur og hæfi- leikaríkur, þekkti marga en enginn virðist hafa þekkt hann sjálfan í raun. Einhverju sinni ræddu þeir saman og Theroux sagði við Chatwin, að það færi í taugarnar á honum að Chatwin skyldi sleppa því að segja frá erfiðleikum og uppá- komum á milli raunverulegra at- burða í In Patagonia: „...hvar hann svæfi, hvað hann borðaði, hvernig skó hann notaði – og of margar setn- ingar væru eins og þessi: „Frá Ushuaia var 35 mílu gangur með- fram Beagle-sundi að Bridge- búgarðinum...“ Tuttugu-og-eitthvað mílur á dag er góð dagsganga, en voru þessar þrjátíu og fimm auð- veldar eða erfiðar; tók gangan hann meira en einn dag (hann gefur í skyn að þetta hafi verið einn dagur – svo sannarlega ekki möguleiki í vind- inum og kuldanum í Patagóníu), og hvar áði hann? Bruce hló bara að mér, því hann hafði óendanlega þörf fyrir að jafna allt út. Ég sagðist vilja sjá ferðabækur gefa lesandanum nægilegar upplýsingar svo hann gæti farið sjálfur í þessa ferð. Hann var ekki á sama máli. ... Nei, nei, sagði hann. Slepptu svoleiðis upplýs- ingum. Hann vildi svo gjarnan skapa dulúð kringum allt sem tengdist ferðum sínum og lífi.“ Þarna birtist grundvallarmunur á afstöðu kunnustu ferðabókahöfunda síðustu áratuga, manna sem í sam- einingu komu þessu bókmennta- formi aftur í tísku á fjölmiðlaöld. Theroux er undarlega klofinn höf- undur. Sendir frá sér bók á hverju ári, oftast doðranta og annaðhvort eru þetta ófrumlegar og óspennandi skáldsögur eða þessar áhugaverðu ferðabækur, þar sem hann segir frá ferðum sínum um heiminn og kynn- um af fólki. Kunnustu verk hans eru líklega The Old Patagonia Express, The Great Railway Bazaar og Rid- ing the Iron Rooster. Í öllum þess- um bókum tekur hann sér ferð á hendur, ferð sem tekur nokkra mán- uði og er vel skipulögð. Hann segir frá leiðangrinum, lýsir staðháttum og dregur upp litríkar myndir af landi og mannlífi. Í The Old Patag- onia Express ferðast Theroux með járnbrautarlestum frá Boston í Bandaríkjunum og alla leið suður til Patagóníu, syðst í Argentínu – með viðkomu í einhverjum flugvélum. Hátindur bókarinnar er í Buenos Aires, þar sem hann kynnist rithöf- undinum Borgesi og segir af kynn- um þeirra. The Great Railway Bazaar lýsir upplifunum höfundar í indverskum járnbrautarlestum, en ekkert fyrir- tæki heimsins er stærra eða hefur fleiri starfsmenn á launaskrá en Indian Railways. Riding the Iron Rooster segir síðan frá mikilli hring- ferð með kínverskum lestum, og er ekki síður áhugaverð frásögn. Ég las tvær síðastnefndu bækurnar á ferð- um um Indland og Kína og voru þær ekki ónýt ferðalesning; vel skrifaðar og vandaðar bókmenntir, og oft sannreyndi ég að lýsingar Theroux á staðháttum eru afar nákvæmar. Þegar ég ferðaðist um Ástralíu fyrir rúmum áratug hafði ég í far- teskinu bók Bruce Chatwins, The Songlines. Þetta er frumleg og heillandi bók, þar sem Chatwin segir frá ferðum sínum inn í óbyggðir Ástralíu í leit að skilningi á hinum fornu „draumalínum“ frumbyggja landsins. Á þvælingi um landið hittir hann allrahanda fólk og lendir í hin- um undarlegustu aðstæðum, um leið og hann mótar hugmyndir sínar um tilgang mannsins í jarðlífinu. The Songlines kom út árið 1987, vann til ótal viðurkenninga og hlaut einróma lof gagnrýnenda – nema í Ástralíu. Þar í landi viðurkenndu menn jú að bókin væri vel stíluð, en hún væri uppfull af staðreyndavill- um og uppspuna. Ég hitti sjálfur konu sem vinnur í listasafni, er nafn- greind í bókinni og látin spila þó nokkra rullu, en hún kynntist höf- undinum þó rétt aðeins í svip. Sagði samtölin og margar hugmyndanna hreinan þvætting. En skiptir það nokkru máli? Sem bókmenntaverk er The Songlines fyrsta flokks, og það er ekkert nýtt að höfundar noti sér raunverulegt fólk, hugmyndir og uppákomur sem efnivið í skáldskap. Það er einmitt aðal bestu ferðabók- anna, að um leið og lesandinn getur ferðast með þeim um (mis)fjarlæg landsvæði, þá er hann vitaskuld að lesa bók sem hlýtur alltaf að vera sett saman með það að markmiði að verkið verði heildstætt listaverk – og þá skiptir sannfræðin ekki endi- lega öllu máli. Á þvælingi með rithöfundum Á ferðalagi. 47. stræti í New York, 1989. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.