Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fór beint á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur - framleiðandanum Jerry Bruckheimer. Sýnd kl. 8 og 10.45. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd með hinum vinsæla Ashton Kutcher. Hann er skotinn í dóttur yfirmann síns og gerir allt til að komast yfir hana. En Suma hluti gerir maður bara ekki! Sýnd kl. 4 og 6. Með ísl. tali.Sýnd kl. 4. Með ísl. tali. Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu FRUMSÝNING HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 2 og 4. með ensku tali MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i ! l i i . kl. 4, 7 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 5, 7, 8, 10 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Frábær gamanmynd með hinum vinsæla Ashton Kutcher. Hann er skotinn í dóttur yfirmann síns og gerir allt til að komast yfir hana. En Suma hluti gerir maður bara ekki! FRUMSÝNING Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu ATH. Fjölgun sýninga rtíma EINHERJAR í tónlist erumargir hverjir sérstakir,oftar en ekki sérvirtrirfurðufuglar, þó víst séu margir eins og fólk er flest. Einn af sérkennilegri og hæfileikamestu tónlistarmönnum Bandaríkjanna nú um stundir er Phil Elvrum, sem hef- ur gefið út tólf plötur undir nafninu Microphones á síðustu fjórum árum, auk þess sem hann hefur leikið inn á að minnsta kosti tíu plötur til við- bótar, stýrt upptökum á nokkrum skífum og gefið út bækur og málað myndir. Fyrir skemmstu sendi Microphones frá sér breiðskífuna Mt. Eerie þar sem glímt er við hinstu rök tilverunnar. Phil Elvrum er frá smábænum Anacortes í Washington-fylki á norðausturströnd Bandaríkjanna. Bærinn er á einni eynni í San Juan- eyjaklasanum sem rómaður er fyrir fegurð. Elvrum segist og sífellt vera að reyna að skila þeirri náttúrfegurð í tónlist sinni, en meira um það síð- ar. Elvrum fékk snemma áhuga á tónlist og spilaði í ýmsum hljóm- sveitum á unglingsárunum. Hann segist hafa alist upp við Beach Boys og Bítlana, en síðan fengið dellu fyr- ir kvikmyndatónlist sem skýrir margt í tónlist hans. Einna mest áhrif segist hann hafa af kanadísku rokksveitinni Eric’s Trip, en þá ekki beinlínis af tónlistinni, heldur hve upptökur sveitarinnar voru lifandi, þar sem segulbandssuð, bakgrunns- skvaldur og brak og smellir í snúr- um fengu að halda sér og hvernig sveitin notaði umhverfishljóð, götu í rigningu, örtröð í stórmarkaði, til að pakka pönkuðu rokkinu inn – hann lét þau orð falla eitt sinn að sér hefði þótt tónlist sveitarinnar mennskari en nokkuð sem hann hafði áður heyrt. Fyrstu snældurnar Í Anacortes bjó Bret Lunsford úr þeirri frægu sveit Beat Happening og Phil Elvrum fékk einmitt vinnu í bóka-, plötu- og ljósmyndaverslun Lunsfords. Elvrum fékk leyfi til að setja upp hljóðver í ónotuðu rými í versluninni og byrjaði að semja lög og taka upp sem síðan voru gefin út á snældum af KNW-YR-OWN út- gáfu Lunsfords sem Elvrum tók einnig að sér að reka. Elvrum vann jafnan einn að mestu en hann lék líka á trommur í hljómsveitinni D+ með Lunsford. Þegar D+ hélt síðan til Olympia, borgar sem er sunnan við Anacortes, til að taka upp í Dub Narcotic-hljóðveri K-útgáfunnar fór Elvrum með með það að yfirvarpi að hann væri að fara í framhaldsnám sem entist ekki lengi. Eiganda K-útgáfunnar, Calvin Johnson, leist svo vel á pilt að hann bauð honum að hljóðrita breiðskífu í hljóðverinu. Sú plata, Tests, kom svo út á snældu í janúar 1999 á veg- um KNW-YR-OWN og á geisladisk nokkru síðar. Um líkt leyti komu út tvær 7" hjá ólíkum útgáfum. Elvrum byrjaði að taka upp nýja plötu svo að segja um leið og Tests kom út og varð einnig vinsæll upptökustjóri og aðstoðarmaður í Dub Narcotic- hljóðverinu. Næsta breiðskífa, Don’t Wake Me Up, kom út undir nafninu The Microphones í ágúst 1999 og í kjölfarið fylgdi tónleikaferð um Kanada og Bandaríkin með Mirah, samstarfskonu Elvrums í Micro- phones, en hann er eini eiginlegi liðsmaður sveitarinnar. (Mirah þessi, Mirah Yom Tov Zeitlyn, hefur einnig gefið úr forvitnilegar plötur, til að mynda You Think It’s Like This but Really It’s Like This, sem kom út 2000 og fékkst í Hljómalind á sínum tíma, og enn betri er platan Advisory Committee frá 2001.) Samhliða því að Elvrum tók upp plötur og hélt tónleika undir nafninu Microphones lék hann á trommur í hljóm- sveitinni Old Time Relijun og stýrði upptökum hjá þeirri sveit. Þrátt fyrir allar annir byrjaði hann á þriðju Microphones-plötunni haustið 1999, It Was Hot, We Stayed in the Water, sem kom út vorið 2000. Á þeirri skífu var hann farinn að beita fjölbreyttari hljóð- færaskipan og fékk að auki fjölda manns til að aðstoða sig, þar á meðal gesti og gangandi í hljóðverinu. Hryggjarstykki It Was Hot, We Stayed in the Wat- er var lagið Glow, ellefu mín- útna fjölsnærð hljómkviða, sem gekk aftur á næstu plötu, Glow, Pt. 2, sem kom út ári síðar. Sú plata, sem Elvrum gerði að mestu leyti aleinn, er af mörgum talin hápunkturinn á útgáfuferli Microphones hingað til að minnsta kosti, en á henni veður Elvrum úr einu í ann- að, stílar og stefnur birtast og hverfa óforvarandis, ótrúlegustu hljóðfærum bregður fyrir í svip- hendingu en eru svo jafnharðan horfin og lögin, sem flest eru popp- leg, létt og leikandi, eru tengd sam- an af drunum í skipslúðri sem vísar væntanlega í æsku Elvrums þar sem hann fylgdist með dráttarbátum og fragtskipun í Puget-sundi. (Þess má geta að allt á plötum Elvrums á sér skýringar, þar er ekkert gert af til- viljun, og þannig eru skipslúðrarnir táknmyndir fyrir yfirvofandi dauða hans – einskonar memento mori.) Ýmisleg útgáfa Elvrum gefur ekki bara út venju- legar plötur því hann gaf til að mynda It Was Hot, We Stayed in the Water út á nótum og á síðasta ári komu út tvær vinylplötur, Blood og Little Bird Flies into a Big Black Cloud, í takmörkuðu upplagi með handmáluðum umslögum. Textana á Little Bird Flies into a Big Black Cloud hafði Elvrum áður gefið út á bók. Hann hefur og skrifað fleiri bækur, meðal annars gefið út smá- sagna- og leikritasafn, What Wond- er? Því til viðbótar gefur hann gjarn- an út fylgidisk skömmu eftir að sjálf breiðskífan kemur út, sjá til að mynda Window sem kom út um líkt leyti og Don’t Wake Me Up og Blood sem er mjög tengd Glow, Pt.2; notar meðal annars afganga af þeirri plötu, suð og brak. Elvrum segist iðulega lenda í því að geta ekki gert upp á milli útgáfna af lögum og bregði því á það ráð að gefa báðar eða allar út, aukinheldur sem honum finnist það gæða lög meira lífi ef þau séu til í mörgum útgáfum, það sé eins og þau séu að taka út þroska og eldast. Litið innávið Á plötunum sem þegar hafa verið taldar má segja að Phil Elvrum hafi verið að velta fyrir sér sambandi manns og náttúru, en á nýrri plötu sinni, Mt Eerie, sem kom út fyrr á árinu, lítur hann innávið, skoðar leit mannsins að sjálfum sér. Á plötunni er eitt verk sem skiptist í fimm hluta og heitir eftir Erie-fjalli sem blasti við Elvrum út um eldhúsgluggann þegar hann var lítill, en allt frá því hann var fimm ára hefur hann reglu- lega teiknað myndir af því og málað. Söguþráður verksins er maður sem heldur í óbyggðir að leita að sjálfum sér. Of langt mál yrði að tína til allt sem Elvrum segir um verkið sjálfur, en á umslagi er til að mynda þessi lýsing á fyrsta laginu, Sólinni, sem byrjar á tíu mínútna frumskóga- trommutakti, en alls er lagið rúmar sautján mínútur: „Hér hefst sagan, þú fæðist og hleypur undan dauð- anum upp fjallið óttasleginn og eld- hnöttur fylgist með þér.“ Líkt og Elvrums er siður eru fjöl- margar vísanir í fyrri plötur hans, þar á meðal í skipslúðurinn sem hnýtti saman Glow, Pt. 2. Samtímis og Mt. Eerie kom út gaf Elvrum út tvær plötur, sem 10" og geisladiska, í takmarkaðri útgáfu, aðra með trommunum af Mt. Eerie, og hina með röddunum. Þess má og geta að eftir að platan kom út lagði hann nafninu Microphones og kallar sig nú Mt. Eerie. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Upp fjallið Phil Elvrum, sem notar listamannsnafnið The Microphones, sendi á dögunum frá sér tólftu plöt- una undir því nafni á fjórum árum. Á henni glímir hann við hinstu rök tilverunnar. Phil Elvrum, leiðtogi Microphones.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.