Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 11
lögum í Noregi, í Norður-Svíþjóð og í Finnlandi. Í góðærinu í ár hefur upp- skeran verið meiri en þetta, jafnvel um fjögur tonn á hektara,“ segir Jón- atan. Á Íslandi eru notuð um 70 þúsund tonn á ári af innfluttu korni sem gefið er alifuglum, svínum og kúm. „Ég reikna með að í fyrra höfum við ræktað 7–8 þúsund tonn sem er ekki nema um 12 prósent af því sem við notum. Við eigum auðveldlega að geta ræktað það allt og markaðurinn er fyrir hendi. Helstu vaxtarmögu- leikar landbúnaðarins eru í korn- rækt. Allir aðrir markaðir fyrir land- búnaðarvörur eru fullnýttir, en það er hægt að rækta aðföngin hér inn- anlands.“ Jónatan segir að innflutt korn sé vissulega ódýrt, því erlendis njóti kornrækt opinberra styrkja en ekki hér á landi. Íslenskur landbúnaður fái beingreiðslur fyrir mjólk og lambakjöt en í grannlöndunum séu greiddir ræktunarstyrkir. „Ég reikna með að þetta verði leiðrétt áð- ur en langt um líður. En það, hve inn- flutt korn er ódýrt, dregur úr því að kornræktin nái hröðum vexti.“ Endimörk kornræktar Jónatan segir að þegar farið var að huga að aukinni kornrækt hér á landi á síðustu öld hafi menn m.a. leitað í fornar heimildir um kornrækt til að finna ákjósanlega staði. Björn M. Ol- sen ritaði t.d. grein sem birtist í Bún- aðarritinu 1910 þar sem talin eru upp örnefni sem tengjast kornrækt og rifjað upp hvar fjallað er um korn- rækt í fornum ritum. „Nefna má Akra í Blönduhlíð í Skagafirði, svæði sem hentar vel til kornræktar,“ segir Jónatan. „Akra- nes hefur einnig verið gott til korn- ræktar, þar er ekki mikil hætta á frosti á haustin. Ég hef stundum sagt að líklega sé knattspyrnuvöllurinn á Akranesi besta ónýtta kornræktar- land á Íslandi!“ Jónatan segir reynslu nútímans hafa sannað reynslu forfeðranna, að landsvæðin séu misjafnlega vel fallin til kornræktar. Það er ekki nema á um helmingi Íslands sem meðalhit- inn nær 9,5 stigum á láglendi yfir sumarmánuðina. Á þeim mörkum ræðst hvort korn kemst til þroska eða ekki. Sé farið yfir landið og byrjað á Hornafirði má rækta þar korn og vestur um Skaftafellssýslur á lág- lendi. Í syðstu sveitum landsins, eins og Mýrdal, undir Eyjafjöllum og í Landeyjum, eru sumrin lengri en annars staðar á landinu. Á láglendi Suðurlands er yfirleitt hægt að sá snemma vors í klakalausa jörð. En þar er hætt við hvössum veðrum og miklum rigningum síðsumars. Því þurfa kornstráin þar að vera sterkari en annars staðar á landinu. Hægt er að rækta korn í Borgarfirði, á sunn- anverðu Snæfellsnesi, í innsveitum Dalasýslu og á sunnanverðum Vest- fjörðum. Í sveitunum við Húnaflóa er mögulegt að rækta korn í Langadal, innst í Blöndudal og jafnvel í Vatns- dal. Í innanverðum Skagafirði og í innanverðum Eyjafirði eru góð skil- yrði til kornræktar. Jónatan segir að ótrúlega góður árangur hafi náðst í Þingeyjarsýslum. Þar hafi verið ræktað korn – meira að segja í Köldukinn. Sveitirnar norðanlands njóta þess að þar er meginlandslofts- lag, hlýtt í ágúst og sólríkt. Korn- rækt hefur einnig gengið vel á Fljótsdalshéraði, t.d. á Egilsstöðum. Kynbætur og tilraunir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefur umráð yfir spildu úr Korp- úlfsstaðalandi í Reykjavík. Þar er rekin tilraunastöðin á Korpu og gerðar jarðræktartilraunir af öllu mögulegu tagi. Fyrst og fremst eru gerðar tilraunir í fóðurframleiðslu en einnig í matjurtarækt, svo sem kart- öflum og rófum. Þar er líka helsti vettvangur korntilrauna RALA. Auk Korpu eru gerðar kornræktartil- raunir á fimm stöðum í öðrum lands- hlutum. „Árið 1990 tók ég við rannsóknum í kornrækt og hélt þar áfram því starfi sem Þorsteinn Tómasson, nú- verandi forstjóri á RALA, hafði áður sinnt. Einn helsti þáttur tilraunanna er að prófa útlenda kornstofna svo að við getum ráðlagt bændum hvað þeir eigi að nota. Síðan höfum við verið að kynbæta bygg og það tekur mikið pláss og tíma. Í þriðja lagi höfum við gert tilraunir með ræktunarþætti. Þar má nefna ræktun á mismunandi landi og við höfum ótrúlega fjöl- breytt land hér á Korpu, betri stað gætum við ekki fengið. Svo höfum við rannsakað áburðarþörf korns við ýmsar aðstæður, illgresiseyðingu, sjúkdómavarnir og ýmiskonar rækt- unaraðferðir og áhrif sáðtíma og uppskerutíma.“ Auk tilrauna með bygg hafa verið gerðar tilraunir til að rækta hafra og hveiti. Af korntegundunum eru til bæði vor- og vetrarafbrigði og gerð- ar hafa verið tilraunir með ræktun á hvoru tveggja. „Veturinn hér er áhættuþáttur sem gott er að vera laus við. Þess vegna ræktum við hér fyrst og fremst vorkorn og það er eiginlega byggið eitt sem er nógu bráðþroska til að þroskast hér. Þó væri hægt að ná uppskeru af höfrum í flestum árum og í sumar hefði hveiti náð þroska, en þetta var óvenjulegt sumar. Það eru heimildir um tvö svona sumur áður, sumrin 1880 og 1939, svo að við megum vænta svona sumars næst um 2060. Niðurstaðan hefur því orðið sú að vorbygg er það eina sem hægt er að rækta hér með viðhlítandi öryggi. Aðrar tegundir, bæði vetrar- og vorkorn, geta gefið uppskeru í góðum árum, en bregðast þegar síst skyldi,“ segir Jónatan. Íslensk kornyrki Kornræktartilraunir RALA hafa notið góðs samstarfs við kornkyn- bótastöðina Svalöf Weibull í Svíþjóð. Þeir hafa hjálpað við að fjölga og framleiða sáðkorn. „Við höfum kom- ið einu yrki á markaðinn, Skeglu, sem hefur um fimmtung af ræktun- inni hér á landi. Á næsta ári komum við með annað yrki sem heitir Kría. Það á að hafa nokkuð almenna notk- unarmöguleika. Annars eru aðstæð- ur mjög mismunandi eftir héruðum og því þarf eiginlega að búa til sér- stök landshlutaafbrigði. Dæmi um það er lágvaxið og strásterkt korn, sérstaklega ætlað fyrir lágsveitir Suðurlands og annað afbrigði, Hrút- ur, ætti að gera kornrækt mögulega á því svæði sem kallað hefur verið „norðan við korn““. Hrútsheitið er dregið af því að Jónatan ákvað að reyna að búa til korn sem gæti skilað uppskeru í Hrútafirði. Það eru enn að minnsta kosti þrjú ár í að þessi af- brigði komi á markað. „Mannsævin er allt of stutt, ég er rétt að koma því frá mér sem ég hefi búið til,“ segir Jónatan. „Eins og gengur í kynbót- um eru vonbrigðin miklu fleiri en þau tilvik þar sem næst góður árangur.“ Jónatan segir að hjá RALA sé ekki unnið með erfðabreytt fræ til landbúnaðarframleiðslu. Líftækni- fyrirtækið ORF sé með slíkar rann- sóknir í þeim tilgangi að nota korn til lyfjaframleiðslu. „Hér hafa bara ver- ið stundaðar kynbætur á gamaldags hátt,“ segir Jónatan. „Þær felast í að leiða saman foreldra sem saman gætu gefið æskilega eiginleika.“ Liður í jarðrækt Jónatan segir að kornrækt sé liður í ræktun landsins. Hérlendis hafi tíðkast að menn sléttuðu túnstæði, sáðu síðan auðsprottnu og auðmeltu grasi og síðan væri túnið slegið ár eftir ár. En gamla grasið útrými sáð- gresinu á fáum árum og uppskeran verði öll önnur en til var sáð. Í ná- grannalöndunum væri alvanalegt að brjóta landið upp með vissu millibili og nota það ýmist sem tún, kornakra eða til ræktunar á grænfóðri. „Svona ræktunarmenningu vild- um við sjá hér á landi,“ segir Jón- atan. „Kornið er lykillinn að því að menn sjái hag í að endurvinna túnin, rækti í þeim korn og grænfóður í nokkur ár, sái svo vallarfoxgrasi og fái mikla uppskeru og gott fóður. Landið verður þannig í stöðugri vinnslu. Þess vegna þótti mér mikils virði að búa til fljótþroska korn svo þeir sem búa í útsveitum geti líka verið með.“ Jónatan telur að nýliðið sumar verði mörgum bændum hvatning til að rækta korn. „Það er ekkert gam- an fyrir mig að fá svona sumar, ég væri ánægðari að fá meðalár og að ræktunin tækist samt vel. Þá gætum við þakkað okkur! Í svona góðu ár- ferði gat ekkert mistekist.“ Jónatan segist hafa trú á að korn- rækt hér á landi muni aukast jafnt og þétt. Stjórnvaldsaðgerðir muni ráða því hve stórstíg þróunin verði. Bændur muni sjá sér hag í kornrækt, ekki bara í korninu sjálfu, heldur hliðarverkunum eins og skiptirækt- un og bættri fóðurframleiðslu yfir- höfuð.          ! "  !      !           # $$  !       # $$          # & ' (  )  (  + , -  .    -/  /  %     $$  /  %  0 $    *  1  "-       gudni@mbl.is Leiðbeiningar til bænda vorið 2003 um hvaða sáðkorn hentar á hverjum stað. Byggyrkin eru misveðurþolin og þroskast misfljótt. Myndin sýnir að ræktunarskilyrði eru mjög breytileg milli héraða. Byggkynbætur RALA beinast að því að búa til hentugt bygg fyrir hvern stað. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 11 ÓLAFUR bóndi Eggertsson áÞorvaldseyri er gjörkunn-ugur kornrækt á Íslandi, enda formaður Landssambands kornbænda. Góð reynsla er komin á kornrækt á Þorvaldseyri, en þar hefur verið ræktað korn á hverju ári frá árinu 1960. „Hér hefur alltaf þroskast korn og aldrei brugðist uppskeran. Það hefur verið misjafn- lega þroskað eftir árferði, en aldrei eyðilagst,“ segir Óafur. Hann segir að undir Eyjafjöllum vori snemma og vorin séu sérstaklega mild. Sumarið verður því lengra þar en víða annars staðar á landinu. „Það er mjög sjaldgæft ef við náum ekki að sá um miðjan apríl til 20. apríl,“ segir Ólafur. „Við rækt- um bygg og höfum gert lítilsháttar tilraunir með hveiti og maís. Síðast- liðinn vetur var óvenju mildur og sáðum við í einn hektara til prufu, 6. mars. Nokkrar frostnætur og snjóföl höfðu engin áhrif á sáðkorn- ið. Sú sáning gaf góða uppskeru þegar kornið var skorið 21. ágúst, fengum við 3,8 tonn af hekt- aranum. Aðalsáningartíminn var svo 12. apríl. Kosturinn við að geta sáð korninu fyrr er að það nýtir betur sumarhitann til að þroskast. Þá er hlýrra á þeim tíma sem korn- ið er að myndast. Það fylgja því kostir að sá korninu eins snemma og hægt er.“ Ólafur hafði ekki fyrr skorið upp kornið í haust en hann plægði ak- urinn aftur og sáði vetrarhveiti. Það hefur þegar spírað og grænkar vel. Hann vonast til að hveitið lifi vet- urinn af og taki við sér snemma næsta vor og gefi þroskað hveiti um miðjan ágúst. Ólafur segir al- gengt í Danmörku og víðar að sá vetrarkorni um leið og búið er að uppskera að hausti. „Við höfum sáð hveiti áður og það hefur næstum náð fullum þroska í bestu árum. Ég er viss um að það hefði náð fullum þroska í sumar.“ Tilraun með maís Ólafur segir að um 20 bændur hafi sáð maís í tilraunaskyni í vor. Hann segist ekki vita hvernig geng- ið hafi hjá öllum bændunum. En á Þorvaldseyri og eins norður í Skagafirði hafi maísplöntur náð 170 sentimetra hæð í sumar. Ólafur segir að þessi vöxtur hafi komið sér á óvart. „Við getum staðið enn bet- ur að þessu næsta sumar við und- irbúning jarðvegs og áburðar- notkun. Eins eru viss vandamál í sambandi við illgresi sem við get- um tekist á við.“ Hægt er að nýta alla maísplöntuna í fóður með því að saxa hana niður og verka undir plasti líkt og vothey. Ólafur segir nauðsynlegt að halda slíkum til- raunum áfram. Á Þorvaldseyri hefur verið rækt- að bygg af þremur stofnum, tveim erlendum og Skegla sem þróuð var á RALA og lofar ágætu að sögn Ólafs. „Það eru stöðugt að koma ný kornafbrigði og leiðbeiningar í korn- rækt fáum við á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Menn eru farnir að ná mjög góðum árangri í kornrækt- inni. Þó ekki séu alltaf jafngóð sum- ur og nú er kornræktin komin til að vera. Algengt er að bændur sem eru að endurrækta túnin noti korn- rækt sem skiptiræktun.“ Ólafur segir að það séu fyrst og fremst kúabændur sem rækta korn til að gefa eigin kúm, en ekki til að selja. Hann segir að ræktunin sé í samkeppni við innflutning á niður- greiddu korni sem selt sé undir framleiðslukostnaði. Hér fái bænd- ur lítinn sem engan styrk til korn- ræktar, en bændur í löndum þar sem fæst tvöfalt meiri uppskera á flatareiningu fái háa styrki til korn- ræktar. Aukin uppskera Ólafur telur að kornuppskera hér á landi hafi aukist mikið frá fyrri ár- um. Bæði hafi bændur stækkað akra og nýir bæst í hóp kornbænda. Ólafur telur ekki óvarlegt að áætla að meðaluppskera þessa árs verði um fjögur tonn á hektara, hjá sum- um allt að fimm tonn. Því megi áætla að eftir sumarið séu til 8–10 þúsund tonn af íslensku korni. „Kornrækt er krefjandi þar sem vel þarf að standa að verki í öllum þáttum ræktunarinnar, en hún get- ur líka verið skemmtileg. Það sýnir sig að þeir sem byrja á kornrækt eiga erfitt með að hætta henni. Það er sérstaklega gaman að gefa kún- um þetta íslenska korn, þær eru svo lystugar á það. Manni finnst það oft ferskara en annað fóður, því það er alltaf svo nýtt hjá okkur. Þetta eykur líka fjölbreytnina í fóðr- inu. Það má segja að við bændur á Íslandi séum að skapa öðrum bændum í nágrannalöndum at- vinnutækifæri við framleiðslu á kjarnfóðri fyrir okkur, í stað þess að flytja atvinnuna heim og framleiða þetta hér. Með því gæti fóðuriðn- aður hér stóreflst og skapað verð- mæti. Áratuga þekking og reynsla eru til staðar og ótakmarkað land. Kornræktin á því gott erindi til ný- sköpunar í íslenskum landbúnaði.“ Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, skoðar árangur maísræktunar. Plönturnar náðu 170 cm hæð og dýrmæt reynsla fékkst af þessari tilraun. Kornrækt komin til frambúðar Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur verið stunduð kornrækt samfleytt frá árinu 1960. Auk þess að rækta bygg hefur Ólafur Eggerts- son bóndi reynt hveiti- og maísrækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.