Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 25 Skapandi skrif- námskeið UtanSviga ehf. auglýsir námskeið: Leikritun mánudagskvöld Smásagnagerð þriðjudagskvöld Söngtextagerð miðvikudagskvöld Glæpa, og spennusagnagerð fimmtudagskvöld Leiðbeinendur: Andri Snær Magnason, skáld, Árni Ibsen, leikskáld, Karl Ágúst Úlfsson, leikskáld og rithöfundur, Kristján Hreinsson, skáld og söngtextahöfundur, Ólafur Haukur Símonarson, leikskáld, Viktor Arnar Ingólfsson, rithöfundur o.fl. Námskeiðin hefjast 13 október og þeim lýkur 4. desember 2003. Hvert námskeið er 24 klukkustundir. Kennt er á kvöldin í Félagsheimili Félags íslenskra leikara, Lindargötu 6, 101 Rvík. Ath. að stéttarfélög styrkja meðlimi sína til að sækja námskeið. Allar aðrar upplýsingar eru á heimasíðu UtanSviga Skráning er hafin á heimasíðu UtanSviga. www.utansviga.is Upplýsingar í síma 561 0070 á milli kl. 21.00 og 23.00. ÞAÐ er heldur rýmra um Erling og Kalla Bjarna í Loftkastalanum í vest- urbæ Reykjavíkur en í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit. Sviðsmyndinni er ekki breytt heldur er fjarlægðin milli einstakra hluta hennar heldur meiri. Hvað þessa mannfáu sýningu sem gerist að mestu leyti í sömu íbúðinni varðar er þetta ekki kostur þar sem innilokunarkenndin sem einkenndi sýninguna á þröngu sviðinu í Frey- vangi verður minna áberandi á sviði Loftkastalans. Ástæða þess að aftur er tæpt á sýn- ingunni er að Gísli Pétur Hinriksson leikur Frank Heiðar, stuðningsfull- trúa þeirra félaga, í Reykjavík í stað Skúla Gautasonar sem gegnir sama hlutverki fyrir norðan. Gísli Pétur er sennilega þekktastur fyrir að leika Gretti sterka Ásmundarson í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í vetur sem leið. Frank Heiðar hans er af allt öðrum meiði, mjúki maðurinn út í gegn, og Gísla Pétri tekst að skapa mjög sann- færandi persónu sem er ávallt trú- verðug og samkvæm sjálfri sér og umhverfi sínu. Nokkur frumsýningarskjálfti hrjáði Stefán Jónsson í byrjun en þegar hann komst yfir hann sýndi hann jafnvel enn sterkari leik en á frumsýningunni nyrðra. Kalli Bjarni var þunglyndislegri út í gegn hjá Jóni Gnarr en áður, leikurinn því jafnari og þau augnablik þar sem Jón brá á leik færri og áhrifameiri. Hildigunnur Þráinsdóttir lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og leikurinn í heild er betri en í Freyvangi. Það láðist að minnast á þýðingu verksins og staðfærslu í umsögn um sýninguna í Freyvangi og því stutt- lega minnst á hana hér. Þýðandanum, Hallgrími Helgasyni, tekst hér vel upp við að ljá persónunum sérkenni með orðavalinu. Verkið er látið gerast á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu og tekst dável til. A.m.k. er lýsingin af gönguförinni úr Hátúni niður á Grandrokk vel til fundin. Samt verða ákveðin atriði hálfótrúleg í þessu samhengi, t.d. framkoma Gunnhildar og Franks Heiðars við skjólstæðinga sína. Ísland er einhvern veginn of einsleitt samfélag til að allt gangi upp þegar staðfært er þótt hér séu ekki á stórir hnökrar. Í raun má segja að Hallgrímur hafi gengið eins langt og hægt er að gera án þess að fara að krukka í innviði verksins. Segir Tóm- as ekki að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu? Þetta verk sannar að þó ekki sé sérlega langt milli Óslóar og Reykjavíkur er eitthvað svo sérstaklega norskt við persónu Erlings að aldrei verður hægt að laga hann fullkomlega að ís- lenskum aðstæðum. Sérsinna félagar sunnan heiða LEIKLIST Sögn og LA í Loftkastalanum Höfundur upphaflegra skáldsagna: Ingv- ar Ambjörnsen. Höfundur leikgerðar: Ax- el Hellstenius. Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Leikstjóri: Bene- dikt Erlingsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson. Hönnun lýs- ingar: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Hallur Ing- ólfsson. Förðun: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir. Leikarar: Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón Gnarr, Gísli Pétur Hinriksson og Stef- án Jónsson. Laugardagur 13. september. ERLING Morgunblaðið/Ásdís „Gísla Pétri tekst að skapa mjög sannfærandi persónu sem er ávallt trú- verðug og samkvæm sjálfri sér og umhverfi sínu,“ segir í umsögn. Sveinn Haraldsson HARALDUR Árnason og Jóna G. Hermannsdóttir færðu á dögunum Landsbókasafni Íslands – Háskóla- bókasafni að gjöf tvo glerskápa með blekbyttum og margvíslegum áhöldum sem tengjast hinni fjöl- breytilegu rittækni er þróast hefur í aldanna rás. Haraldur hefur safn- að þeim munum sem hér um ræðir um árabil, og þótti honum vel við hæfi að finna þeim stað innan veggja Þjóðarbókhlöðunnar vegna skyldleikans við það efni sem þar er varðveitt. Hjónin Jóna G. Hermannsdóttir og Haraldur Árnason afhenda lands- bókaverði, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, gjafabréfið. Landsbóka- safn fær blekbyttur að gjöf KAMMERKÓR Reykjavíkur hefur hafið vetrarstarfið. Nokkur pláss eru laus í alt og sópran en kórinn er að mestu skipaður fólki með mikla reynslu af söng. Æfingar eru í húsakynnum Nýja tónlistar- skólans undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Dagskráin í vetur verður nokkuð blönduð en fyrirhugað- ir eru tónleikar í mars í og utan Reykjavíkur. Kammerkór hefur vetr- arstarfið FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.