Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 27 ÞAÐ er alltaf gaman að því hve gamalreyndir leikarar geta komið mikið á óvart þegar þeir sýna á sér nýjar hliðar. Þessi sýning Möguleik- hússins er gott dæmi um slíkt. Hér er það danski leikstjórinn Torkild Lindebjerg sem heldur um stjórnvöl- inn og spinnur upp þessa líka skemmtilegu útgáfu af sögunni um vegferð mannanna á jörðinni og sam- skipti þeirra við almættið. Það var einmitt líka danskur leikstjóri, Peter Holst, sem leikstýrði Stefáni Erni Arnarsyni og Pétri Eggerz í verð- launasýningu á Völuspá Þórarins Eldjárns. Það er greinilegt að utanað- komandi leikstjórar með ferska sýn á listina blása nýju lífi í starf Möguleik- hússins og gefa leikurum þess tæki- færi til að brjóta nýtt land í leiklist- inni. Verkið hefst á kunnuglegum trúðs- töktum, tveir menn vandræðast með kassa sem þeir bera fram og aftur og velta til og frá. Þó er atferli þeirra, hreyfingar og samskipti langt frá stíl- færðum trúðleik, ráðaleysi þeirra reynist í samhengi þess sem síðar kemur á daginn, táknrænt fyrir til- gangslaust vafstur mannfólksins á jörðu hér. Mennirnir tveir ræða sam- an á uppdiktuðu máli, sem að vísu er ekki eins merkingarlaust og virðist við fyrstu heyrn heldur bregður fyrir orðmyndum úr ýmsum tungumálum. Tungumálakunnátta áhorfenda skipt- ir minnstu máli því alltaf má ráða merkingu orðanna út frá samskipta- munstrinu. Þegar gægst er í kassann kemur ýmislegt óvenjulegt í ljós. T.d. leynist þar stærðarinnar sellóleikari með hljóðfæri sitt meðferðis og annar kassi minni. Stefán Örn Arnarson hefur gegnt mikilvægu hlutverki í nokkrum sýningum Möguleikhússins frá því hann lék undir á selló í Völu- spá. Hann hefur t.a.m. leikið á fiðlu í Heiðarsnældu og annað leikrit Mögu- leikhússins, Tónleikur, snýst um hljóðfæraleik hans. Hér er hann enn kominn og leikur ábúðarfullur ljúfar strófur á sellóið á meðan hann hefur auga með mönnunum og brölti þeirra. Upp úr kassanum sem leyndist inn- an kassans koma ýmsir hlutir sem hafa táknræna merkingu og vísa í hvernig heimur okkar varð til og hvernig mennirnir lærðu að lifa í sam- félagi. Sumir þeirra vísa beint til frá- sagnar Biblíunnar af vistinni í Eden án þess að sagan eins og hún kemur þar fyrir sé rakin á nokkurn hátt. Fjarvera Evu gerir höfundi kleift að velta fyrir sér siðferðilegum spurn- ingum sem tengjast þessum vanga- veltum án þess að fara út í þá sálma að rifja upp úrelt viðhorf um samskipti kynjanna, hvað þá erfðasyndina og allt það sem fylgir. Í stað þess verða mennirnir tveir í leiknum fulltrúar mannkynsins alls án þeirrar auka- merkingar sem fylgir hefðbundnum útgáfum af sköpunarsögunni. Það er best að gefa ekki of mikið upp um hvað kemur upp úr minni kassanum svo tilvonandi áhorfendur séu ekki sviptir ánægjunni af því að láta koma sér á óvart. Best er að láta sér nægja að segja að verk módel- smiðsins Justin Wallace eiga stóran þátt í því hve vel tekst til. Þetta er afar athyglisverð sýning og býður upp á ótal möguleika um tengingu við siðfræðinám fyrir alla aldurshópa. Sýningin kallar beinlínis á umræður um efni hennar; börn, unglingar og fullorðið fólk ætti allt að hafa eitthvað til málanna að leggja eftir að hafa fylgst með Pétri Eggerz, Bjarna Ingvarssyni og Stefáni Erni Arnarsyni skila þessari sérstöku hug- smíð Torkilds Lindebjergs svo eftir- minnilega. Guð og menn Morgunblaðið/Ásdís Torkild Lindebjerg leiðbeinir Pétri Eggerz og Bjarna Ingvarssyni. LEIKLIST Möguleikhúsið Höfundur: Torkild Lindebjerg. Leikmynd, lýsing, búningar og leikstjórn: Torkild Lindebjerg. Tónlist: Stefán Örn Arnarson. Módelsmíði: Justin Wallace. Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stef- án Örn Arnarson. Föstudagur 26. sept- ember. TVEIR MENN OG KASSI Sveinn Haraldsson HjartaHeill í Perlunni Síðasti dagur sýningarinnar er í dag Sýningin er haldin í tilefni 20 ára afmælis Landssamtaka hjartasjúklinga Á fjórða tug fyrirtækja, sem tengjast heilbrigði og hollu líferni, kynna vörur sínar og þjónustu. Dagskrá: Kl. 13.00 Skólahljómsveit Seltjarnarness leikur fyrir gesti. Kl. 14.00 Lagt af stað í hjartagönguna. Sigurður Guðmundsson landlæknir ávarpar göngufólk. Kl. 16.00 Landssamtök hjartasjúklinga afhenda gjafir og heiðursmerki. Kl. 16.30-18.00 Kaffiveitingar á 3. hæð Perlunnar. Sýningin er opin frá kl. 13.00-18.00. Verið velkomin. LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.