Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 47
BRÆÐUR í Kópavogi, Hákon Guttormur og Höskuldur Gunnlaugssynir, ræktuðu í sumar tvö grasker sem náðu um 30 kílóa þyngd. Fór ræktunin fram í gróður-húsi rétt við heimili þeirra. Fylgdust drengirnir með vextinum og fannst áhugavert að fylgjast með vexti plantnanna, sem fyrst báru væn blóm og síðan sífellt stækkandi ávextir. Fjölskyldan ætlar að borða graskerin á næstunni en þau eru talin hinn ágætasti matur.Morgunblaðið/Árni Sæberg Hákon Guttormur 12 ára (t.v.) og Höskuldur 9 ára við graskerin í gróður-húsinu í Kópavogi. Ræktuðu risa-grasker AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 47 LÖGREGLAN í Stokkhólmi telur sig nú vita hver myrti Önnu Lindh, utanríkis-ráðherra landsins. Á miðvikudag var 24 ára gamall maður handtekinn. Hann er nú í gæslu-varðhaldi. „Við teljum okkur hafa upplýst málið,“ var haft eftir starfsmanni lögreglunnar. Per Olof Svensson sem áður var handtekinn vegna málsins hefur hins vegar verið sleppt úr haldi. Hann er mjög reiður að hafa verið sakaður um morðið. Hann ætlar að fara fram á bætur. Maðurinn sem nú er í haldi lögreglu er sagður eiga við andlega erfiðleika að stríða. Hann er þekktur ofbeldis-maður. Hann stakk meðal annars einu sinni föður sinn með eldhús-hnífi. Hann er sagður hafa átt mjög erfiða æsku. Anna Lindh var stungin með hnífi í verslunar-miðstöð í Stokkhólmi 10. september síðast liðinn. Hún lést daginn eftir. Lindh var einn vinsælasti stjórnmála-maður Svíþjóðar. Tækni-menn sænsku lögreglunnar bera muni út úr íbúð hins grunaða. Maðurinn var handtekinn á miðvikudag. Telur sænska lögreglan morðið á Önnu Lindh nú vera upplýst. Telja morð- ingjann vera fundinn Myndlistar-konunar Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir opnuðu nýlega sýningu í norður-sal Kjarvals-staða. Verkin eru fjölbreytt og sýna kraftinn sem þessar ungu konur búa yfir. Sýning Sigrúnar og Þóreyjar er sú fyrsta í röð myndlistar-sýninga lista-hátíðarinnar Listar án landamæra. En hún er haldin í tilefni Evrópu-árs fatlaðra 2003 og tíu ára afmæli Átaks, félags fólks með þroska-hömlun. Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir. List án landamæra RAGNHILDUR Sigurðardóttir, Íslands-meistari kvenna í golfi, ætlar að reyna fyrir sér á úrtöku-móti fyrir móta-röð bestu kylfinga í Evrópu. Mótið fer fram í Portúgal í október. Ragnhildur segir hugmyndina að því að fara á mótið vera skyndi-ákvörðun. Verður hún fyrst íslenskra kven-kylfinga til þess að reyna fyrir sér á þessum vettvangi í Evrópu. Áður hafa Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir reynt fyrir sér í Bandaríkjunum. „Ég var að leita mér að vettvangi til þess að sjá hvar ég stæði gagnvart öðrum kylfingum. Þetta úrtöku-mót var eini kosturinn. Það verður gaman að kljást við þetta og ef vel gengur opnast margar dyr,“ sagði Ragnhildur. Ragnhildur keppir í Portúgal EIN vinsælasta hljómsveit landsins undanfarin ár, Sálin hans Jóns míns, á 15 ára afmæli í ár. Af því tilefni hélt sveitin sérstaka afmælis-tónleika á skemmti-staðnum NASA á fimmtudags-kvöldið við góðar undirtektir. Sálin hans Jóns míns var stofnuð árið 1988 og hélt sína fyrstu tónleika í Bíó-kjallaranum 15. mars það ár. Tilefnið var að votta sálartónlist 7. áratugarins virðingu. Fljótlega eftir að töluverðar mannabreytingar höfðu átt sér stað fór sveitin hins vegar að leika sína eigin tónlist. Stefán Hilmarsson söngvari og Guðmundur Jónsson gítarleikar voru með frá upphafi en síðar slógust aðrir meðlimir í hópinn hver af öðrum, þeir Friðrik Sturluson bassa-leikari, Jens Hansson saxófón-leikari og Jóhann Hjörleifsson trommari. Á næstunni kemur út ný plata með Sálinni hans Jóns míns sem tekin var upp með Sinfóníu-hljómsveit Íslands. Ný lög verða á plötunni sem mun heita Vatnið. Sálin hans Jóns míns 15 ára Morgunblaðið/Kristinn Stefán Hilmarsson syngur af innlifun á afmælis-tónleikunum. SNÖRP jarðskjálfta-hrina varð í Kötlu í Mýrdals-jökli síðdegis á mánudag. Páll Halldórsson, jarðeðlis-fræðingur á jarðskjálfta-deild Veðurstofu Íslands, segir að hrinan hafi verið áköf meðan á henni stóð. Upptökin hafi verið í Kötlu en enginn vöxtur hafi verið í ám á svæðinu. Vegna skjáfta-hrinunnar kom almannavarna-deild ríkis-lögreglustjóra saman til að meta viðbrögð. Ekki var talið brýnt að hafa vakt um nóttina þar sem enginn gos-titringur fylgdi hrinunni. Jarð- skjálfta- hrina í Kötlu Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.