Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku T ORFI Guðbjartur Guðbjartsson hefur búið í Minnesota í meira en hálfa öld en áður bjó hann í Norður- Dakóta. Hann talar góða íslensku, en eðlilega eru áhrifin frá enskunni mikil. „Landið sem pabbi tók var ótrúlega ónýtt,“ segir hann um ástæðu þess að hann flutti til Minnesota. „Það var ekki gott land til þess að búa á, en byggðin var alíslensk og foreldrum mínum leist betur á sig þar en annars staðar. Pabbi var smiður alla sína ævi en það var ekki alltaf smíðavinnu að fá á kreppuárunum og þá klippti hann kindur, vann við akuryrkju fyrir bændur og gerði margt fleira. Það var bóndi sem átti nokkuð stóran blett af landi en pabbi hans tók landið fyrst. Þeir seldu litla bletti, eina ekru hvern, og það voru sjö íbúðarhús í Akra, eitt félagshús og verslun. Nú er verslunin farin og félagshúsið var flutt í Icelandic Park, en enn er búið í húsunum í Akra. Það var mikið af Norsurum lengra fyrir sunnan okkur og síðasta árið sem ég var þarna áður en ég fór í her- inn vann ég fyrir norskan bónda, sem var með mikla kartöflurækt.“ Ættaður frá Vestfjörðum Þegar komið er að húsi Torfa í Bloomington, sem er bær rétt sunnan við Minneapolis, blasir við stórt skilti á bílskúrnum með áletr- un þess efnis að þarna séu aðeins bílastæði fyrir Íslendinga. Sjálfur fæddist Torfi í Winnipeg í Kanada 17. júní 1922 og er því rúmlega átt- ræður. Eiginkona hans dó fyrir sex árum en þau eignuðust tvö börn. Flestir þeirra sem fluttu héðan vestur um haf á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar komu frá Norður- og Austurlandi, en Torfi er ættaður frá Vestfjörðum. Foreldrar hans voru Vestfirðing- arnir Dagbjartur Guðbjartsson frá Breiðuvík og Lovísa Torfadóttir frá Kollsvík. „Pabbi fór tvisvar vestur. Var fyrst í Winnipeg og síðan fyrir sunnan línu, samtals í um fjögur ár. Hann fór aftur heim 1918 að mig minnir og var þar í tvö ár, en flutti þá aftur til Winnipeg. Mamma kom vestur 1921 en þau þekktust frá barnæsku enda bjuggu þau nánast hlið við hlið skammt frá Patreksfirði. Pabbi tók land fyrir tíma norður í Nýja Ís- landi, rétt sunnan við Riverton, og var við fiskveiðar úti á Winnipeg- vatni. Þau fluttu til Akra í Norður- Dakóta, þegar ég var á öðru ári, og bjuggu þar til æviloka. Ég var þar til 1949 en þá kom ég hingað suð- ur.“ Stríð skilar engu Torfi vann fyrir bændur í Akra áður en hann fór í bandaríska her- inn, en hann barðist í seinni heims- styrjöldinni undir stjórn Dwights Eisenhowers. „Eisenhower var hæstráðandi yfir hópnum, sem ég var í, en ég hitti hann aldrei. Ég var í skriðdrekasveit, en við lent- um í Frakklandi og þegar stríðið hætti vorum við rétt komnir til Salzburg. Ég var í þrjú og hálft ár í hernum, mestan tímann í Banda- ríkjunum en ekki nema sex mánuði í Evrópu. Frá því þú fæðist er manni kennt að elska mann og gera honum til góðs en allt í einu ertu kominn í það að drepa hvern sem þú sérð. Mér finnst það ekki alveg rétt. Mér finnst að það sé hægt að leysa málin öðruvísi held- ur en að fara í stríð. Við vitum frá fornri tíð að stríð hefur aldrei skil- að neinu – eftir tíu til tuttugu ár er byrjað aftur rétt eins og við höfum séð í Írak.“ Eftir stríðið vann Torfi með föð- ur sínum við smíðar í Norður- Dakóta í fjögur ár. „Allir hermenn sem komu heim fengu fría skóla- göngu. Stjórnin borgaði fyrir það. Ég kom hingað suður og fór á iðn- aðarskóla og lærði rafsuðu. Var í skóla í ár og hálft og vann við þetta í fjörutíu ár áður en ég fór á eftirlaun.“ Íslenska alltaf töluð Torfi er afslappaður að sjá og segir að ævi sín hafi verið ánægju- leg. „Við höfum alltaf haft nóg og ég er búinn að fara fjórum sinnum til Íslands, 1974, 1990, 1998 og 2002. Við töluðum alltaf íslensku heima. Mamma mín var 96 ára þegar hún dó og sagði skömmu fyrir andlátið að hún skildi enn ekki neina ensku. Það var nú ekki alveg rétt hjá henni því það var ekki gott að fara á bak við hana með því að tala bara ensku í kring- um hana. Nei, en hún vildi aldrei tala ensku og líkleg ástæða fyrir því var að við áttum alltaf heima í íslensku úthverfi og allir vinir hennar töluðu íslensku. Ég man eftir því þegar ég var að alast upp að margir, bæði karlmenn og kven- menn, töluðu enga ensku. Versl- unarmennirnir voru íslenskir líka. Það var til dæmis maður sem hafði verslun þversum yfir veginn hjá okkur og mamma keypti næstum því allt af honum sem hún þurfti, bæði mat og fleira. Nú, ef hún þurfti þá fór pabbi með og túlkaði fyrir hana.“ Eftir að Torfi flutti til Minnesota segist hann hafa lagt áherslu á að halda áfram að tala íslensku eins og kostur er. „Mamma lifði í mörg ár eftir að ég flutti hingað og ég talaði oft við hana í síma. Þá liðk- aðist maður við það. Af og til hitti ég svo fólk sem talaði íslensku, einkum fólk sem kom frá Íslandi. Einu sinni hitti ég konu frá Wisconsin, Helgu að nafni, á sam- komu hjá okkur og hún og Maddý Arnar fóru að tala við mig. „Við Margrét alveg dáðumst að því hvað þú talaðir góða íslensku,“ sagði Helga við mig síðar að þær hefðu sagt. En mér þykir gaman að tala íslensku og ég vil síður gleyma henni. Pabbi kenndi okkur að skrifa og lesa íslensku og ég á eitthvað af íslenskum bókum sem ég er duglegur að lesa auk þess sem ég hef alltaf samband við skyldfólk heima á Íslandi. Ég heyri mest frá því á jólunum en það er nóg til þess að halda málinu.“ Spilar ekki vel á útvarpið Það fer vel um Torfa í Bloom- ington en hann segir að kjörin hafi verið betri í Norður-Dakóta en Manitoba á uppvaxtarárum sínum og því hafi fjölskyldan flutt suður fyrir línu, eins og þeir orða það á þessum slóðum. „Það var betra kaup og þú hafðir meiri pening. Stjórnin var líka dálítið öðruvísi. Hún var ekki eins ströng og í Kan- ada. Maður gat komist áfram betur í Bandaríkjunum. Okkur fannst að í Kanada væri eins og verkamann- inum væri haldið niðri dálítið meira og því miklu erfiðara fyrir hann að komast áfram.“ Hann segir að uppvöxturinn hafi verið eins og við hafi verið að bú- ast. „Svo lengi sem mamma og pabbi bjuggu fórum við árlega norður fyrir línu fyrir einhvern tíma. Við fórum líka kannski í eitt- hvert ferðalag, til dæmis til svörtu hólanna [Black Hills] í Suður- Dakóta eða vestur í garð sem kall- ast Yellowstone Park. Ég lék mér í baseball þegar ég var strákur en er alveg laus við að hafa spilað á hljóðfæri. Þegar drengurinn minn byrjaði í skóla vildi hann endilega læra að spila á trompet. Kennarinn beið eftir skóla til að hjálpa strák- unum og einn daginn rigndi svolít- ið. Kona mín sagði að líklega væri best að fara með treyju fyrir hann svo hann blotnaði ekki á hjólinu á leiðinni heim. Ég gerði það og gekk inn. Kennarinn var þar og hafði tvo sitthvorum megin við sig og var að kenna þeim. Ég sagði við hana að hún hefði mikla þolinmæði að vera að vinna við þetta, að kenna strákunum, og hún svaraði því til að þetta væri bara gaman. „En á hvaða hljóðfæri spilar þú?“ spurði hún mig. Þá sagði ég: „Mér gengur illa að spila vel á útvarp, hvað þá hljóðfæri.““ Sinnir samfélagsþjónustu Torfi fór á eftirlaun 1984, þegar hann var 62 ára gamall, en hann hefur ekki setið auðum höndum síðan. „Ég hef gert mikið af því að hjálpa fólki sem þarf hjálp. Það er samband hér sem gefur fólki sem á bágt mat og svoleiðis og lengi gerði ég mikið af því að keyra fólk til læknis og í verslanir og geri dá- lítið af því enn. Ég reyni að halda þessu áfram því kannski seinna meir þarf ég hjálp. Pabbi og mamma voru alein þarna norðurfrá lengi eftir að við strákarnir fórum en nágrannarnir hjálpuðu þeim mikið. Ég gat aldrei hjálpað þeim á móti en kannski get ég hjálpað einhverjum hér. Það gefur mér ánægju að hafa getað gert eitthvað gott.“ Eftir að kona Torfa dó hefur Dorothy Allen verið hans stoð og stytta og mikill vinur. „Hún hefur verið mikil hjálp til mín. Ég segi fólki að við ferðumst saman en við búum sér.“ Torfi á bróður sem býr í Dallas í Texas, en hann er kvæntur og á tvö börn, dreng og stúlku, rétt eins og Torfi. „Í fyrsta skipti sem þau komu hér og mættu Dorothy þá sagði konan hans: „Ég tek ekki mann og konu inn í mitt heimili sem ekki eru gift.“ En ég tók það ekki alvarlega og það á ekki við hérna.“ Torfi segir að þau ferðist svolítið og fari til Kanada árlega, en hann á mikið af skyldfólki þar, einkum í Manitoba. „Við höfum farið oft á Íslendingadaginn, sem þeir hafa í Gimli, en líka á öðrum tíma. Ég hafði lengi hjólhýsi en ég er orðinn of gamall fyrir það. Það er miklu hentugra að vera bara á hóteli.“ Íslenskan skiptir Torfa miklu máli sem og íslenski félagsskap- urinn. „Mér finnst gaman að þessu. Þetta er skemmtilegt. Ég vil ekki gleyma eða týna skyldfólk- inu og mér finnst gaman að hafa það hjá mér þegar það kemur hingað, en ég hef þrjú tóm rúm í húsinu. Árni bíókóngur Sam- úelsson er frændi minn og stund- Í hernum með Dwight Eisenhower Morgunblaðið/Steinþór Torfi Guðbjartur Guðbjartsson og Dorothy Allen framan við bílskúrinn. Svonefndum Vestur-Íslendingum sem tala góða ís- lensku fer fækkandi en sumir þeirra eru jafnvel ís- lenskari en margur Íslendingurinn í háttum og gerðum. Steinþór Guðbjartsson heimsótti einn þessara manna í Minnesota, Torfa Guðbjart Guð- bjartsson í Bloomington, en þeir eru tengdir í ní- unda og tíunda lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.