Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 262. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Randver alls ekki búinn Randver gefur út plötuna … aftur og loksins búnir? Fólk 52 Farsótt í Toronto Stærsta borg Kanada lamaðist vegna bráðrar lungnabólgu 22 NORSKI fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke á í verulegum fjárhagserf- iðleikum þessa dagana. Fyrirtæki hans, Norway Seafoods Hold- ing, skuldar norska stór- fyrirtækinu Orkla ASA ríflega 6,5 milljarða ís- lenskra króna sem falla í gjalddaga um næstu mánaðamót. Røkke gekkst í persónulegar ábyrgðir fyrir láninu og í tilkynningu frá Orkla er látið að því liggja að end- urgreiði Norway Seafood ekki lánið fyrir mánaðamót verði gengið á persónulegar eigur hans. Talið er að meðal annars verði gerð krafa í hlutabréf Røkke í iðnaðarfyrirtækinu Aker Kværner og jafn- vel í lystisnekkju sem er í eigu hans en hún er metin á ríflega hálfan milljarð króna. Ásakanir um blekkingar Í kjölfarið gaf Norway Seafoods Holding út tilkynningu þar sem sagði að fyrirtækið hefði þegar gert ráðstafanir til að standa í skilum við Orkla fyrir tilsettan tíma. Í til- kynningunni sagði að eiginfjárstaða Norway Seafood Holding væri sterk eða rúmir 14 milljarðar króna í árslok 2002. Að sögn fréttavefjar Aftenposten fer nú fram mikið pókerspil milli annars vegar helstu við- skiptabanka Røkke og hins vegar Orkla og ganga ásakanir um blekkingar á víxl. Eignir Røkke voru árið 2001 metnar á um 60 milljarða íslenskra króna en voru í fyrra metnar um 28 milljarða króna. Í ár er talið að enn hafi hallað undan fæti hjá Røkke og eru eignir hans nú metnar á um 17 milljarða króna. Bein tengsl eru á milli eigna Røkke og gengi hlutabréfa í Aker Kværner sem hefur hækkað nokkuð undanfarna mánuði. Skila- boðin frá Orkla hafa engu að síður haft veru- leg áhrif á gengi hlutabréfa í Aker Kværner og á föstudag féll gengi þeirra um 5,3% í kauphöllinni í Ósló og hafði þá lækkað um 13% í síðustu viku. Skuldir Røkkes við Orkla eru taldar endurspegla fjárhagserfiðleika hans síðustu misseri. Røkke- veldið rið- ar til falls Kjell Inge Røkke „GAMALL draumur hefur ræst,“ sagði Eyþór Eyjólfsson í gærmorgun við komuna til lands- ins með um 250 manns í fyrsta beina farþega- fluginu milli Íslands og Japans, en þrjár ferðir hafa verið skipulagðar í haust og er uppselt í þær allar. Ferðirnar eru afrakstur af mark- aðsstarfi Icelandair í Japan en í mars 2001 stofnuðu Icelandair og Eyþór Eyjólfsson fyr- irtækið K.K. Viking í Japan með það markmið í huga að auka ferðamannastraum Japana til Íslands. Sendiráð Íslands í Japan hefur starfað mótvindi og þar sem þurfti að millilenda í Norður-Noregi vegna vélarbilunar tók ferðin um 14 tíma í stað 11 tíma. En það var ótrúlegt að standa úti á flugvelli í Tókýó og sjá upp- hafsstafina fyrir Flugleiðir og Reykjavík.“ Norðurljósin, Heit böð og Ljúffengt sjávar- fang eru slagorð ferðanna, en eftir komuna fór hópurinn beint í Bláa lónið. „Við látum þessar þrjár ferðir gott heita í ár en síðan hef- ur verið rætt um áframhald á næsta ári og þá mun fleiri ferðir,“ segir Eyþór. í tæp tvö ár og hefur einnig beitt sér mjög fyr- ir að kynna Ísland. Frá 1990 til 2000 komu um 2.500 japanskir ferðamenn til landsins árlega en 2002 voru þeir um 3.200. Í þessum þremur ferðum koma um 750 manns. Japönsku ferða- skrifstofurnar Kinki Nippon Tourist og H.I.S. Travel hafa leigt Boeing 767-vél frá Flug- leiðum í ferðirnar en farið verður frá Tókýó í hinar ferðirnar 4. og 11. október. „Ferðin gekk mjög vel,“ sagði Eyþór í gær- morgun. „Við lentum reyndar í töluverðum Gamall draumur hefur ræst Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta ferðin í beinu farþegaflugi milli Japans og Íslands HOSHYAR Zebari, utanríkis- ráðherra í bráðabirgðastjórn Íraks, sagði í viðtali við dag- blaðið Asharq al-Awsat í gær að Bandaríkjamenn ættu að láta Íraka sjá um innra öryggi landsins en hernámsliðið ætti að tryggja öryggi ríkisins gagnvart öðrum þjóðum og hindra afskipti þeirra af mál- um Íraka. George W. Bush Banda- ríkjaforseti varði í gær viku- legu útvarpsávarpi sínu að mestu í að fjalla um uppbygg- ingu í Írak og sagði Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra vilja hjálpa írösku þjóðinni við að byggja upp „öruggt og sjálfstætt sam- félag“ sem yrði „fyrirmynd frelsis um öll Mið-Austur- lönd“. Um 10.000 hermenn úr varaliði Bandaríkjanna verða kallaðir til þjónustu í Írak og 5.000 manns að auki verða í viðbragðsstöðu ef þörf krefur. Ljóst þykir að þjóðir heims hyggist ekki verða við beiðni Bush á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í vikunni um að senda herlið til aðstoð- ar bandarískum hersveitum við að koma á röð og reglu í Írak. Bandarískir hermenn verða nær daglega fyrir árás- um og hafa 80 hermenn fallið í Írak frá því 1. maí sl. er Bush lýsti því yfir að stríðinu í Írak væri lokið. Eldflaugaárás var gerð á al-Rashid-hótelið í grennd við fjölmiðlabækistöð bandaríska hersins í Bagdad í fyrrinótt og olli talsverðum skemmdum. Ekkert manntjón varð. Fyrstu bandarísku sveit- irnar sem fá fimmtán daga leyfi frá þjónustu í Írak eru komnar til síns heima. Tæp- lega tvö hundruð hermenn hafa verið sendir flugleiðis frá Írak og þúsundir annarra bíða. Vill að Írakar tryggi sjálfir innra öryggi Washington, Bagdad. AFP, AP. Fjölgað í hernámsliði KORNUPPSKERA hefur sennilega aldrei verið meiri hérlendis en í ár. Áætlað er að skorið hafi verið upp af 2.500 hekturum og uppskeran af byggi sé 8 til 10 þúsund tonn. Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, segir kornræktarbændur á landinu vera á fjórða hundrað. Kúa- bændur eru um 950 og um þriðji hver kúabóndi ræktar sitt kjarnfóður að einhverju leyti. Kornakrarnir hafa stækkað úr um 200 hekturum árið 1990 upp í 2.400 hektara í fyrra. Má ætla að sáð hafi ver- ið í 2.500–2.600 hektara í vor. „Við fáum um þrjú tonn á hektara af þurru korni í með- alári, en það er svipuð upp- skera og í Þrændalögum í Noregi, í Norður-Svíþjóð og í Finnlandi. Í góðærinu í ár hefur uppskeran verið meiri en þetta, jafnvel um fjögur tonn á hektara,“ segir hann. Á Íslandi eru notuð um 70 þúsund tonn á ári af innfluttu korni sem gefið er alifuglum, svínum og kúm. „Ég reikna með að í fyrra höfum við ræktað 7–8 þúsund tonn sem er ekki nema um 12 prósent af því sem við notum. Við eigum auðveldlega að geta ræktað það allt og markaðurinn er fyrir hendi. Helstu vaxtar- möguleikar landbúnaðarins eru í kornrækt. Allir aðrir markaðir fyrir landbúnaðar- vörur eru fullnýttir, en það er hægt að rækta aðföngin hér innanlands.“ Sennilega aldrei meiri kornuppskera Morgunblaðið/Þorkell Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, segir að kornrækt sé í örum vexti.  Kornrækt/10 Hátíð á hvíta tjaldinu Dogville með Nicole Kidman á kvikmyndahátíð Fólk 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.