Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Fríða mín. Mig langar með nokkr- um orðum að þakka þér fyrir þær sem stundir sem við áttum saman frá því ég kynntist Matta syni þín- um. Þú tókst hlýlega á móti mér og allt þitt viðmót til mín og stelpnanna minna var mjög hlýtt. Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem við vorum að bralla og varst stolt af Matta þegar hann kláraði sveinspróf í húsasmíði í vor. Í sumar þegar við vorum flutt í Yrsufellið komuð þið Matthías til okkar Matta. Fannst mér sá dagur alveg yndislegur. Við sátum úti á pallinum og fengum okk- ur kaffi og með því. Veðurguðirnir léku á als oddi og það var alveg greinilegt að þér leið vel þarna í sól- inni, þú varst að tala um Svíþjóðar- MÁLFRÍÐUR ÞOR- STEINSDÓTTIR ✝ Málfríður ÓlínaÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 17. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 26. september. ferðina sem þið Matth- ías voruð að fara í. En ekki fór nú allt eins og það átti að fara og veiktist þú mikið úti nóttina eftir að þú komst út. Við Matti komum út til Svíþjóðar daginn eftir að þú veiktist og heimsóttum þig á sjúkrahúsið en þar varstu í mánuð þar til þú varst flutt heim og kvaddir okkur svo tæpum tveim sólar- hringum eftir að þú komst heim. Elsku Fríða mín, ég þakka þér fyrir samveruna. Kveðja. Sigríður. Elsku amma. Við vonum að þér líði betur þarna uppi og fáir að hvílast vel. Við eigum eftir að sakna þín mik- ið því þú varst alltaf svo góð við okk- ur. Við eigum allta eftir að muna eft- ir pönnukökunum þínum og brúnuðu kartöflunum sem við fengum alltaf með steikinni þinni þegar við komum í heimsókn. Þetta er brot af mörgum góðum minningunum sem við eigum um þig og þær eiga eftir að geymast eins lengi og við lifum. Biddu Guð að hjálpa okkur að hugsa um afa Matta og börnin þín. Ástarkveðjur. Þínar ömmustelpur Jónína Rut Matthíasdóttir og Laufey Dröfn Matthíasdóttir. Elsku amma Fríða. Núna ertu far- in frá okkur, það er skrýtið að fá ekki kveðju frá þér á kvöldin eins og var alltaf þegar mamma var búin að bjóða þér og afa Matta góða nótt í gegnum símann. Það er líka skrýtið að fá ekki bréfin frá þér, elsku amma mín, en þau munum við alltaf varð- veita. Við munum líka hringja í afa Matta og bjóða honum góða nótt og hugsa um hann fyrir þig. Þúsund kossa varstu vön að senda okkur og núna sendum við þér þá, elsku amma. Guð geymi þig. þú verður alltaf í hjörtum okkar. Þín barnabörn Guðbjörg og Gunnar, Svíþjóð. Ó, elsku amma mín. Ég vildi ég gæti hlaupið aftur heim til þín. Séð á ný þínar rauðu kinnar og breiða brosið þitt, séð þig taka upp pönnuna og spæla eggið mitt. Alltaf varstu máluð, alltaf varstu fín. En nú verð ég að segja: Sjáumst seinna, elsku amma mín. Þitt barnabarn Matthías Baldur Kjartansson. Elsku Binna mín, nú er komið að kveðjustundinni. Nú ertu horfin yf- ir móðuna miklu og hefur hlotið hvíldina sem þú varst farin að þrá. Veit ég að þú hefur hlotið góða BRYNHILDUR BALDVINSDÓTTIR ✝ Brynhildur Bald-vinsdóttir fædd- ist 6. febrúar 1915. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Jakobs- dóttir verkakona, f. á Ísafirði 22. júní 1893, og Baldvin Halldórs- son, f. í Næfurholti í Rang. 16. nóvember 1889, togaraskip- stjóri í Hafnarfirði um árabil. Brynhildur eignaðist tvo syni, Alfreð Alfreðsson, f. 23.11. 1942, og Björn Þór Jónsson, f. 22.10. 1943. Faðir þeirra var Banda- ríkjamaður, Alfred A. Kemper. Síðustu árin vann Brynhildur á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Brynhildur var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 24. sept- ember. heimkomu, enda gerð- irðu góðverk hér. Ég man þegar ég byrjaði á Grund fyrir 24 árum en kynntist þér ekki alveg strax, ekki fyrr en eftir stuttan tíma, þá fórum við að vinna saman. Þú varst á minni ganginum og ég á stærri, við vorum bara tvær. Ég verð ævinlega þakklát henni Guðrúnu Gísla fyrir að hafa fengið að vinna á þessum gangi, annars hefði ég ekki fengið að kynnast þér svona náið. Þú tókst mér eins og ég væri þín eigin dóttir, ég mun geyma það í hjarta mínu. Það var oft erfiður tími hjá mér á vinnustaðnum og þá varst það þú sem stóðst við hliðina á mér, þegar ég var alveg við það að gefast upp, en þú sagðir alltaf svona: „Lóló, stattu með sjálfri þér.“ Þú varst eina sem sagðir allt- af af og til: „Sko Lóló,“ og þegar ég kom og heimsótti þig á Grund þá kom þetta nafn aftur af og til og þér leið vel á Grund. Og hvað starfsfólkið var gott við þig. Þú spurðir alltaf hvernig móðir mín hefði það og börnin mín. Við áttum líka eitt sameiginlegt að við þurft- um að láta börnin frá okkur sem var nú ekki það besta en maður þarf að læra að lifa með ýmsu. Lífið hjá þér var ekki alltaf dans á rósum, en aldrei kvartaðir þú, en svona er nú lífið, það verður nú ekki á allt kosið. En við gátum oft hlegið að ýmsu, oft var ekki hægt að stoppa hláturinn, og á ég líka góðar minningar frá því að við unn- um saman, og hvað Guðrún Gísla var mér góð og hennar fjölskylda. Það tekur því ekki bara að minnast á það slæma. Ég vil þakka þér samfylgdina og allt það góða sem frá þér stafaði og mér þykir afar vænt um þig og geymi góðar minningar um þig. Fjölskyldan mín sendir þér innilega kveðju. Bið ég til þér blessunar Guðs og sendi Alla og Rósu innilega samúðarkveðju. Minningin um góða móður og vinkonu mun lifa. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Með bestu kveðju. Þín vinkona, Ólöf Jónsdóttir. Við viljum með nokkrum línum minnast hennar Binnu okkar. Binna var tíður gestur á heimili okkar og þótt vegalengdin væri ekki löng á milli heimila okkar var hún hjá okk- ur yfir heila helgi í hvert sinn. Það var alltaf gaman þegar Binna kom og mikið var hlegið og vakað lengi um nætur við spilamennsku. Mörg voru sumrin sem Binna fór með okkur í ferðalög, bæði um landið og til útlanda. Alltaf var hún mið- punktur á þeim ferðalögum. Binna var mjög barngóð og hændust öll börn að henni. Hún bjó í Hafnarfirði í mörg ár og starfaði aðallega við fiskvinnslu og á yngri árum var hún mikið hjá sængur- konum. Við þökkum Binnu fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með henni. Jóhanna Jóhannsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSAFATS J. LÍNDAL fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir hlýtt viðmót, gott atlæti og frá- bæra umönnun. Erla Líndal, Jóhanna Líndal Zoëga, Tómas Zoëga, Kristín Líndal, Jónas Frímannsson, Jónatan Ásgeir Líndal, Helga Þorbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu mína, dóttur okkar, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, ÓLÖFU HÖLLU HJARTARDÓTTUR CHENERY, verður haldin í Þingvallakirkju mánudaginn 29. september kl. 13.30. David Chenery, Jónína Ólöf Walderhaug, Belinda Chenery, Ægir Már Þórisson, Scott Andrew Chenery, Mark David Chenery, Danielle Marcellino, Anna Lilja Ægisdóttir, Ólafur Már Ægisson, Helga Hjartardóttir, Sveinn Skúlason, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Jónsson, Jóhann Hjartarson, Dóróthea Jónsdóttir. Hjartkær sonur minn, DAVÍÐ EIÐSSON, sem lést sunnudaginn 21. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrkt- arfélag vangefinna. Eiður Árnason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON, Dunhaga 23, andaðist á Landspítala Landakoti mánudaginn 22. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum hlýhug og samúð. Sérstakar þakkir til alls stafsfólks deildar L1 Landakoti fyrir kærleika, góðvild og einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. María Matthíasdóttir, Sigurlína G. Sigurðardóttir, Magnús J. Kristinsson, Jón Sigurðsson, Alda Harðardóttir, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, Ragnar Gunnarsson, María Marta Sigurðardóttir, Ásgeir M. Jónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÁRNADÓTTIR frá Bakka, Kópaskeri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni miðvikudagsins 24. september verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju miðvikudaginn 1. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Gígja Friðgeirsdóttir, Örn Erlendsson, Árni Hrafn Árnason, Hlín P. Wíum, Örlygur Örn Oddgeirsson, Jóhanna Hauksdóttir, Þorbjörg Á. Oddgeirsdóttir, Óttar Geirsson, Auður Oddgeirsdóttir, Árni Viðar Árnason, Pétur Oddgeirsson, Kristrún Tómasdóttir, Sigurgeir Oddgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.