Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 19 Hluthafafundur Íslandsbanka hf. ver›ur haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, föstudaginn 3. október 2003 kl. 14:00. Dagskrá fundarins ver›ur sem hér segir: 1. Tillaga bankará›s um breytingu á 4. gr. samflykkta félagsins fless efnis a› bankará›i ver›i heimila› a› hækka hlutafé félagsins um allt a› 1.500 milljónir króna a› nafnver›i me› áskrift n‡rra hluta. Í tillögunni felst einnig a› hluthafar falli frá forgangsrétti til áskriftar a› hinum n‡ju hlutum. 2. Önnur mál. Tillögur fundarins ásamt gögnum sem áskilin eru í 2. mgr. 33. laga nr. 2/1995 ver›a hluthöfum til s‡nis í höfu›stö›vum bankans a› Kirkjusandi, Reykjavík, frá og me› föstudeginum 26. september næstkomandi og á www.isb.is. Atkvæ›ase›lar og a›göngumi›ar a› fundinum ver›a afhentir hluthöfum e›a umbo›smönnum fleirra á fundarsta›, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 13:00 á fundardegi, föstudaginn 3. október nk. 25. september 2003 Bankará› Íslandsbanka hf. Hluthafafundur Íslandsbankahf. www.isb.is F í t o n F I 0 0 7 9 1 2 DAGSKRÁRDEILD Stöðvar tvö hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar RÚV og Morgunblaðs- ins um málefni morgunþáttarins Ís- land í bítið. Í yfirlýsingunni segir að Stöð 2 greiði ekki stjórnmálamönn- um fyrir að segja skoðanir sínar, en haft er eftir Karli Th. Birgissyni í Morgunblaðinu, að Stöð 2 hafi óskað eftir því að Samfylkingin greiddi svokallaða kostun vegna þátttöku Marðar Árnasonar í Ísland í bítið. „Þetta er rangt,“ segir í yfirlýs- ingu Stöðvar 2. „Mörður og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, eru gestir þáttarins og skiptast á skoðunum um þjóðmál einu sinni í viku. Pétur þiggur engar greiðslur fyrir sitt framlag. Annað gilti um Mörð, sem fór fram á greiðslu og fékk greitt þar til hann var kjörinn á Alþingi síðasta vor. Greiðslur Marðar voru hinar sömu og annarra álitsgjafa Stöðvar 2. Frá upphafi var ljóst að þessir tveir menn væru á öndverðum meiði í ís- lenskum stjórnmálum og Mörður hallur undir Samfylkinguna og mál- stað þess flokks á sama hátt og Pétur hélt uppi málstað Sjálfstæðisflokks- ins og varði gerðir ríkisstjórnarinn- ar. Í ljósi þessa var það niðurstaða dagskrárdeildar Stöðvar 2 að óeðli- legt væri að greiða Merði fyrir þátt- töku hans í þættinum. Rétt þótti að gera Samfylkingunni grein fyrir því viðhorfi dagskrárdeildar Stöðvar 2. Þess má geta að Mörður Árnason og Pétur Blöndal halda uppteknum hætti og ræða þjóðmál í Íslandi í bít- ið á fimmtudagsmorgnum klukkan 7.45 og þiggja enga greiðslu fyrir. Að síðustu er rétt að taka fram að bæði Ísland í bítið og Ísland í dag eru í um- sjón dagskrárdeildar en ekki frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.“ Engar greiðslur til stjórnmálamanna ÁRLEGUR haustbókamarkaður fornbókabúðarinnar Vörðunnar hefst nk. mánudag þar sem til sölu verða 20 tonn af bókum á 50% af- slætti. Markaðurinn er í fyrrverandi húsnæði Íslandsbanka á Hlemm- torgi og hefur bókunum verið komið fyrir í gjaldkerastúkum. Húsið verð- ur opnað kl. 11 fyrir hádegi á mánu- dag. Markaðurinn stendur yfir í hálf- an mánuð og seldar verða bækur úr öllum efnisflokkum á íslensku og er- lendum tungumálum. Þar má fá bæði heimsbókmenntir og afþrey- ingarbókmenntir, ástar- og spennu- sögur, ævisögur, skáldsögur, þjóð- legan fróðleik og margt fleira. Þá verður bókaútsala á Vestur- götu 17 á sama tíma og stendur hún yfir í hálfan mánuð. Bókamarkaður Vörðunnar LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga eiga 20 ára starfsafmæli 8. október næstkomandi. Þau halda upp á af- mælið með ýmsum hætti en hæst ber sýninguna Hjartaheill í Perl- unni um helgina. Sýningin var opn- uð í gær og verður opin í dag frá klukkan 13 til 18. Auk ýmissa kynn- inga verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Myndin er af Vilhjálmi Vilhjálmssyni, formanni Lands- samtaka hjartasjúklinga, Sæunni Stefánsdóttur, aðstoðarmanni Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Ásgeiri Þór Árnasyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka hjartasjúklinga, við opnun sýningarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Hjartaheill í Perlunni mbl.isFRÉTTIR ÍÞRÓTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.