Morgunblaðið - 28.09.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.09.2003, Qupperneq 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 19 Hluthafafundur Íslandsbanka hf. ver›ur haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, föstudaginn 3. október 2003 kl. 14:00. Dagskrá fundarins ver›ur sem hér segir: 1. Tillaga bankará›s um breytingu á 4. gr. samflykkta félagsins fless efnis a› bankará›i ver›i heimila› a› hækka hlutafé félagsins um allt a› 1.500 milljónir króna a› nafnver›i me› áskrift n‡rra hluta. Í tillögunni felst einnig a› hluthafar falli frá forgangsrétti til áskriftar a› hinum n‡ju hlutum. 2. Önnur mál. Tillögur fundarins ásamt gögnum sem áskilin eru í 2. mgr. 33. laga nr. 2/1995 ver›a hluthöfum til s‡nis í höfu›stö›vum bankans a› Kirkjusandi, Reykjavík, frá og me› föstudeginum 26. september næstkomandi og á www.isb.is. Atkvæ›ase›lar og a›göngumi›ar a› fundinum ver›a afhentir hluthöfum e›a umbo›smönnum fleirra á fundarsta›, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 13:00 á fundardegi, föstudaginn 3. október nk. 25. september 2003 Bankará› Íslandsbanka hf. Hluthafafundur Íslandsbankahf. www.isb.is F í t o n F I 0 0 7 9 1 2 DAGSKRÁRDEILD Stöðvar tvö hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar RÚV og Morgunblaðs- ins um málefni morgunþáttarins Ís- land í bítið. Í yfirlýsingunni segir að Stöð 2 greiði ekki stjórnmálamönn- um fyrir að segja skoðanir sínar, en haft er eftir Karli Th. Birgissyni í Morgunblaðinu, að Stöð 2 hafi óskað eftir því að Samfylkingin greiddi svokallaða kostun vegna þátttöku Marðar Árnasonar í Ísland í bítið. „Þetta er rangt,“ segir í yfirlýs- ingu Stöðvar 2. „Mörður og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, eru gestir þáttarins og skiptast á skoðunum um þjóðmál einu sinni í viku. Pétur þiggur engar greiðslur fyrir sitt framlag. Annað gilti um Mörð, sem fór fram á greiðslu og fékk greitt þar til hann var kjörinn á Alþingi síðasta vor. Greiðslur Marðar voru hinar sömu og annarra álitsgjafa Stöðvar 2. Frá upphafi var ljóst að þessir tveir menn væru á öndverðum meiði í ís- lenskum stjórnmálum og Mörður hallur undir Samfylkinguna og mál- stað þess flokks á sama hátt og Pétur hélt uppi málstað Sjálfstæðisflokks- ins og varði gerðir ríkisstjórnarinn- ar. Í ljósi þessa var það niðurstaða dagskrárdeildar Stöðvar 2 að óeðli- legt væri að greiða Merði fyrir þátt- töku hans í þættinum. Rétt þótti að gera Samfylkingunni grein fyrir því viðhorfi dagskrárdeildar Stöðvar 2. Þess má geta að Mörður Árnason og Pétur Blöndal halda uppteknum hætti og ræða þjóðmál í Íslandi í bít- ið á fimmtudagsmorgnum klukkan 7.45 og þiggja enga greiðslu fyrir. Að síðustu er rétt að taka fram að bæði Ísland í bítið og Ísland í dag eru í um- sjón dagskrárdeildar en ekki frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.“ Engar greiðslur til stjórnmálamanna ÁRLEGUR haustbókamarkaður fornbókabúðarinnar Vörðunnar hefst nk. mánudag þar sem til sölu verða 20 tonn af bókum á 50% af- slætti. Markaðurinn er í fyrrverandi húsnæði Íslandsbanka á Hlemm- torgi og hefur bókunum verið komið fyrir í gjaldkerastúkum. Húsið verð- ur opnað kl. 11 fyrir hádegi á mánu- dag. Markaðurinn stendur yfir í hálf- an mánuð og seldar verða bækur úr öllum efnisflokkum á íslensku og er- lendum tungumálum. Þar má fá bæði heimsbókmenntir og afþrey- ingarbókmenntir, ástar- og spennu- sögur, ævisögur, skáldsögur, þjóð- legan fróðleik og margt fleira. Þá verður bókaútsala á Vestur- götu 17 á sama tíma og stendur hún yfir í hálfan mánuð. Bókamarkaður Vörðunnar LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga eiga 20 ára starfsafmæli 8. október næstkomandi. Þau halda upp á af- mælið með ýmsum hætti en hæst ber sýninguna Hjartaheill í Perl- unni um helgina. Sýningin var opn- uð í gær og verður opin í dag frá klukkan 13 til 18. Auk ýmissa kynn- inga verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Myndin er af Vilhjálmi Vilhjálmssyni, formanni Lands- samtaka hjartasjúklinga, Sæunni Stefánsdóttur, aðstoðarmanni Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Ásgeiri Þór Árnasyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka hjartasjúklinga, við opnun sýningarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Hjartaheill í Perlunni mbl.isFRÉTTIR ÍÞRÓTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.