Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞORSTEINN Hilmarsson, blaða- fulltrúi Landsvirkjunar, ritar bréf til blaðsins 15. september þar sem hann svarar bréfi Ás- gerðar Jónsdótt- ur um stíflugerð í Laxá. Í bréfi blaðafulltrúans kemur fram að Landsvirkjun hafi áhuga á að hækka stíflu í Laxá í S-Þing., en hún fellur úr Mý- vatni sem kunnugt er. Tilgangurinn er að verja búnað og bæta rekstr- aröryggi Laxárvirkjana. Fram kem- ur hjá blaðafulltrúanum, þar sem hann ræðir athugun á mögulegri stífluhækkun, að forsvarsmenn ,,Rannsóknastofu lífríkisins við Mývatn“ hafi fyrir sitt leyti sam- þykkt að hún fari fram. Ef blaðafulltrúinn á við Náttúru- rannsóknastöðina við Mývatn, sem er ein af stofnunum umhverfisráðu- neytisins, þá liggur slíkt samþykki ekki fyrir. Landsvirkjun hefur beint málinu í mat á umhverfisáhrifum, en fyrsta formlega skrefið í þeim ferli er að lögð er fram matsáætlun, þar sem rannsóknir og annað þess háttar er tíundað. Sú áætlun er enn ekki fram komin, og því væri samþykki Náttúrurannsóknastöðvarinnar ekki tímabært. Þorsteinn Hilmarsson blaða- fulltrúi getur þess ennfremur, að eina leiðin til að hefta sandburð í Laxá sé með 10–12 metra hárri stíflu í Laxárdal. Sé svo, er sú niðurstaða byggð á athugunum sem Náttúru- rannsóknastöðinni við Mývatn er ókunnugt um. GÍSLI MÁR GÍSLASON, formaður stjórnar Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn. Stíflugerð í Laxárdal Frá Gísla Má Gíslasyni ÚTSENDING hérlendis á BBC World Service kom mörgum á óvart, ekki síst undirrituðum. Hjartað tók kipp þegar hann rakst á BBC á ís- lenskum útvarpsbylgjum, en fram að því hafði slíkt verið merki um stóran atburð í heiminum og yfirleitt ótíð- indi. En svo var það ekki í þetta sinn, heldur var um nýjung í boði Norður- ljósa að ræða. Nú nýlega kom tilkynning frá Norðurljósum, sem átt hafa undir högg að sækja síðustu misserin, að þau yrðu að hætta að endurvarpa BBC World Service vegna fjárhags- legra erfiðleika, og er útvarpsstöðin Skonrokk nú komin í staðinn. Greinilega er mikil eftirsjá hjá út- lendingum með þessu brotthvarfi. Ein kona frá Rússlandi sem búsett er á landinu hafði nýlega samband við stjórn Fjölmenningarráðs (FR) vegna vonbrigða sinna og spurði hvort ráðinu fyndist þess virði að „láta heyra í sér“ um hvað tómarúm- ið yrði mikið fyrir alla sem áður nutu tengslanna við umheiminn sem BBC veitti. Þar sem eitt markmið ráðsins er „að vera málsvari útlendinga“ varðandi áhugamál þeirra, finnst öll- um sem sæti eiga í stjórn FR rétt að koma þessum sjónarmiðum á fram- færi. Þó íslenski ljósvakinn miðli fréttum vel veitir mörgum útlend- ingum ekki af að hafa upplýsingalind eins og BBC til að brúa bilið á meðan þeir ná tökum á íslensku. Stjórn FR vill þakka Norðurljós- um merkilegt skeið í sögu íslenska útvarpsins, sem hefur veitt útlend- ingum mikilvægan glugga að um- heiminum. Um leið vill stjórnin óska fyrirtækinu góðs gengis í framtíð- inni, ekki síst með nýjasta framtakið. DANÍEL TEAGUE. Í stjórn Fjölmenningarráðs situr fólk af erlendum uppruna sem búsett er á Íslandi og vill stuðla að virku og jákvæðu fjölmenningarsamfélagi í landinu. Á vef Fjölmenningarráðs má finna frekari upplýsingar um markmið og starfsemi samtakanna: simnet.is/multiculturalcouncil. Frekar upplýsingar veitir: Daniel Teague í síma 552 1535 Kveðja BBC og þakka Norðurljósum Frá Daníel Teague YFIR þjóðina ríður skeggöld einka- væðingar. Einstakir peningabubbar spila með og kaupa lönd og lausafé til vinstri og hægri. Almenningur veit vart hvaða þýðingu bröltið hefur. Það sem meira er. Ég skil ekki einu sinni tungutakið! Málsvari kaupahéðnanna kom fram í fréttum nýverið til að skýra gang mála. Ég hjó eftir orðinu sam- legðaráhrif. Samlegðar-hvað? Sam- legðaráhrif er það „bisness“ eða eitt- hvað sexúelt – hvað veit ég? Í fátinu sem á mig kom við að skilja ekki mælt mál hrökk út úr mér: Samlegð- aráhrif – hvað ætli séu mörg gé í því (sbr. rómverskur riddari réðist inn í Rómaborg, rændi þar og ruplaði radísum og rófum – hvað eru mörg err í því?). Fannst það eins góð spurning og hver önnur á stundinni. Nú langar mig hins vegar til að fá lært svar við eftirfarandi spurning- um: Hvar, hvenær og af hvaða tilefni kom orðið samlegðaráhrif fyrst fram? Hvað merkir orðið samlegðaráhrif almennt og hvaða þýðingu hefur það í framangreindu samhengi? Með fyrirfram þökk, ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR, Efstasundi 40, 104 Reykjavík. Samlegðaráhrif – hvað eru mörg gé í því? Frá Elínu G. Ólafsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.