Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 271. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Í Hljóma- klíkunni Hljómar heilluðu jafnt ráðherra sem kaupsýslumenn Fólk 52 Nýtt nafn á bikarinn Þýsku og sænsku konurnar keppa um heimsmeistaratitil Íþróttir 46 Að kenna tvítyngi Elín Eiríksdóttir og fjölskylda tala tvö mál heima Daglegt líf 24 Áfengissala þrefaldast í Danmörku SALA á sterku áfengi hefur þrefaldazt í dönskum mat- vöruverzlunum frá því áfeng- isgjaldið af hverri flösku var lækkað í síðustu viku um sem svarar 500 krónum íslenzkum. Samkvæmt því sem greint var frá á fréttavef norska blaðsins Aftenposten jókst sal- an svona mikið í verzlunum nauðsynjavörukeðjanna Føtex, Bilka og Netto, þrátt fyrir að keðjurnar hefðu gert sam- komulag um að láta vera að auglýsa verðlækkunina og að síðasta vika hefði verið lýst „áfengislaus vika“ í Danmörku. Um mánaðamótin gengu í gildi nýjar reglur um skatt- heimtu af áfengi í Danmörku, en aðalhvatinn að þeim breyt- ingum kvað vera viðleitni stjórnvalda til að stemma stigu við stórtækum áfengisinn- kaupaferðum Dana suður til Þýzkalands. UM 20 manns voru í gær við vinnu í frystihúsi Þórðar Jónssonar ehf. á Bíldudal, um helmingur af því sem var áður en fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í vor. Um helm- ingur starfsfólksins hefur hætt vegna óvissu um fram- tíð fyrirtækisins. „Óöryggi verkafólks hefur auðvitað það í för með sér að fólk hugsar sér til hreyfings,“ segir Jón Þórðarson framkvæmdastjóri. „Það gildir um sjávarbyggðir al- mennt að atvinnuöryggi í sjávarútvegi er allt of lítið, sérstaklega á minni stöðunum.“ Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, seg- ir að starfsfólki í sjávarútvegi hafi fækkað um helming á tíu árum vegna hagræðingar í greininni. Fjölgun starfa í öðrum greinum hafi hins vegar ekki náð til minni staðanna úti á landi. Það þurfi því ekki að koma á óvart að fólkinu fækki. /28 Morgunblaðið/Árni Torfason Óvissa um framtíðina og skortur á öryggi Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Sigurðar Sigurðarsonar, atvinnuráð- gjafa hjá Atvinnuþróunarfélagi Norð- urlands vestra. Sigurður segir að aldurspíramíd- inn, sem sýnir aldurssamsetningu íbúa og er venjulega breiðastur neðst, sé í rauninni að snúast við á lands- byggðinni. Í stað þess að flestir séu í yngstu aldurshópunum hafi hlutfall hinna eldri farið hækkandi frá árinu 1992. „Hinn virki hluti fjölskyldunnar er á aldrinum 20–44 ára. Þetta er fólk- ið sem eignast börnin, fjárfestir, eyðir og mótar samfélagið á allt annan hátt en þeir sem eru eldri en 45 ára,“ segir Sigurður. Virki hluti fjölskyldunnar og vaxtarbroddurinn, ungmenni yngri en 19 ára, ráði miklu um fram- tíðarhorfur hvers byggðarlags. Fækkun í þessum aldurshópum geti bent til hnignunar og gefi vísbending- ar um að samfélagið sé í vanda. Atvinnuástand skiptir mestu Svo dæmi sé tekið hefur íbúum á Norðurlandi eystra utan Akureyrar fækkað í heild um 1.086 manns frá 1992. Hins vegar hefur fólki sem myndar fjölskylduna og er yngra en 44 ára fækkað um 1.341. Mismunur- inn felst í því að þeim sem eru eldri en 45 ára hefur fjölgað um 255 manns. Svipuð breyting hefur orðið í öllum landshlutum nema á Suðvesturlandi. Sigurður segir ástæðuna fyrir þessari miklu fækkun ungs fólks margbreytilega en líklega skipti at- vinnuástand mestu, þ.e. að ungt og vel menntað fólk fái ekki starf við hæfi. Iða breytinga og nýsköpunar hafi verið á suðvesturhorninu og nýjar starfsgreinar sprottið upp sem vart voru til fyrir 11 árum. Þessar breyt- ingar hafi ekki náð í sama mæli út á landsbyggðina en vægi hefðbundinna burðarása í atvinnulífinu, sjávarút- vegs og landbúnaðar, hafi minnkað. Í þessum greinum hafi tæknibylting gjörbreytt aðstæðum og þörf fyrir vinnuafl minnkað. Fjölskyldu- fólkið flytur af landsbyggðinni FÓLKSFÆKKUN á landsbyggðinni hefur nær öll verið í aldurs- hópnum 44 ára og yngri. Lítils háttar fjölgun hefur verið meðal þeirra sem eru eldri en 44 ára og víða hefur hlutfall 65 ára og eldri aukist. Það bendir til að meðalaldur fólks úti á landi sé að hækka.                                              YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, beið þess í gær að taka við embættiseiði bráðabirgðaheima- stjórnar undir forsæti Ahmeds Qur- ei. Átta ráðherrar sitja í henni unz fullskipuð stjórn verður skipuð. Áð- ur hafði Arafat lýst yfir neyðar- ástandi á heimastjórnarsvæðunum. Sú yfirlýsing hans kom í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárásar Palest- ínumanns á veitingastað í Haifa um helgina, sem banaði 19 Ísraelum. Ísraelar svöruðu m.a. með loftárás á meintar þjálfunarbúðir herskárra Palestínumanna í Sýrlandi. Er óttazt að hefndarárásir haldi áfram á víxl. Hefndarárásir á víxl Gaza-borg, Washington. AP, AFP.  „Maður erfiðra verkefna“/14 Reuters Ísraelskur hermaður miðar riffli að þátttakendum í óeirðum í Jenin í gær. BANDARÍKJAMENN eru í þann mund að sökkva í fen langvinns, heift- úðugs og að endingu gagnslauss stríðs í Írak sem yrði hliðstætt því sem Sovétmenn háðu í Afganistan á níunda áratugnum. Við þessu varaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í við- tali sem bandaríska stórblaðið The New York Times birti í gær. „Ótti ykkar er ekki ástæðulaus,“ sagði hann, spurður hvort Bandaríkin stefndu í að flækjast í hernað í Írak í áratug. „Vandamálin kunna að vara í langan tíma,“ sagði Pútín. Írak gæti orðið „ný miðstöð, nýr segull fyrir alls kyns niðurrifsöfl“ frá gervöllum músl- ímaheiminum. Til að bjarga ástandinu væri að sögn Pútíns George W. Bush Banda- ríkjaforseta ráðlegast að koma hinu formlega ríkisvaldi í Írak í hendur lögmætrar stjórnar heimamanna sem fyrst og að fá samþykkta nýja ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem skýrt væri kveðið á um hversu lengi hernámsliðið yrði í Írak. Öryggisráðið engu nær samkomulagi Í öryggisráðinu var í gær umræðu fram haldið um drög Bandaríkja- stjórnar að nýrri ályktun um Íraks- málin. Mikil óánægja var með fyrstu drög ályktunartillögunnar og virtist lítið þokast í samkomulagsátt eftir að Kofi Annan, framkvæmdastjóri sam- takanna, útilokaði fyrir helgi að þau tækju að sér pólitískt hlutverk við stjórnun uppbyggingarstarfsins í Írak nema með því skilyrði að þau færu með forystu í því starfi. Hvort málamiðlun er yfirleitt í spil- unum er óljóst þar sem himinn og haf skilur enn að sjónarmið deiluaðila. Pútín varar Bandaríkjamenn við Segir stefna í nýtt „Afganistanstríð“ Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. AP, AFP.  Hersetunni/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.